fimmtudagur, desember 27, 2007

Jólagleði

Þegar sonurinn tekur upp jólagjöfina frá langafa og langömmu í Reykjavík! Þetta er gott dæmi hve gaman var hjá okkur á aðfangadagskvöld !!!

laugardagur, desember 22, 2007

Jæja gott fólk.
Þá erum við komin í jólafrí!! Og við höldum upp í sveit seinna í dag og verðum þar alveg fram yfir áramót :)
Ég vil óska ykkur öllum gleðilegra jóla og takk fyrir allt gott og allan stuðninginn við okkur á árinu sem er að líða!
Við erum afskaplega þakklát fyrir að eiga svona góða að sem stóðuð með okkur og studdu okkur í gegnum margar erfiðar stundir sem við upplifðum á þessu ári. Árið 2008 verður snilldar ár með fullt af nýjum og skemmtilegum upplifunum !!
Gleðileg Jól !
ástarkveðja
Guðrún K. og Gabríel A.

föstudagur, desember 21, 2007


Í dag fékk ég afmælisveislu í skólanum mínum :)
Loksins loksins. Ég var farin að bíða eftir þessu!!

miðvikudagur, desember 19, 2007

Ég er svo mikill gaur...
Ok - ég hef nú ekki komist upp með neitt múður hjá henni mömmu minni. Og er búinn með allar tilraunir og hugmyndir þegar ég fæ svona snilldar hugdettu.
Og í morgun ákvað ég að prufa þetta og þegar við vorum sest í bílinn þá bið ég mömmu mína um að fara upp aftur (upp á 3 hæð) að sækja Kappakstursbílinn minn. Hún hélt nú ekki, svo ég spila út trompinu mínu.
Keyri upp mína háu raust og garga "paaaabbiiiiiiiiii"
- þetta tókst ekki - mamma hnussaði og keyrði af stað...
Ég er bara flottastur!! Og með stál minni!!

Í gær þegar við mamma vorum að fara á fætur rak ég augun í poppskálina hennar frá kvöldinu áður. Og mig langaði í popp. Hún segir við mig að ég megi fá popp um kvöldið þegar ég kæmi heim. Dagurinn líður. Mamma sækir mig, ég fer til pabba í smá stund þar sem mamma er að vinna til átta. Og þegar mamma sækir mig aftur þá rukka ég hana sko um poppipð!!!

Þannig að ég fékk popp í gær :o)

þriðjudagur, desember 18, 2007

Það var jólahúfudagur í skólanum og sjáið hvað ég er sætur með jólahúfuna mína :) og að sjálfsögðu er ég með ræðustúf líka :)

sunnudagur, desember 16, 2007

Gabríel og amma

Gabríel og amma að skoða jóladót :) Fleiri myndbönd er að finna á YouTube svæðinu okkar!

Hæ hó hó hó

Við mamma fórum í Jólahúsið í dag !!! Það er bara gaman!!! Þetta er uppáhaldsstaðurinn okkar og eitt af því sem okkur finnst skemmtilegast að gera saman! Það var sko kominn tími á að fara aftur og ekki má gleyma að fara á aðventunni sjálfri. Og það var svo gaman. Mamma tók nokkrar myndir og setti inn á myndasíðuna okkar :)



Þarna er svo mikið af flottu dóti. Ég td féll alveg fyrir leikfangalestinni sem er þarna og tryllaði henni um gólfin. Var samt ekkert að láta illa. Og ofninn sem er með kertakökunum. Ég gat sko bakað þar!! - við mamma reyndar bökuðum brownies í dag, en þær eru ekkert eins flottar og þessar kökur.

Og nú eru bara 8 dagar í afmælið mitt !!!

~

~

Jólahúsið: myndir

föstudagur, desember 14, 2007

Elsku Sylvía besta frænka !! Auðvitað auðvitað - mamma mín er bara ekki í lagi núna - enda er hérna frábær mynd af okkur þar sem við erum að skera og flétta laufabrauði!!!
~

miðvikudagur, desember 12, 2007



hæhæ


við mamma erum lasin. Ég byrjaði og svo hún. Amma í Mývó er líka með pest, sem lýsir sér eins og okkar. Við verðum bara dugleg að hrista þetta af okkur. Svo eru jólapakkarnir farnir að detta inn um hurðina okkar. Og ég er ekki alveg að fatta að ég má ekki opna strax....


Og jólasveinninn færði mér mandarínu (rambalínu) í skóinn í nótt !!!


~ elsku sveinki hvað ætlarðu að færa mér í nótt ?

þriðjudagur, desember 11, 2007


Hæ hó !!!

Afsakið hvað mamma mín er búin að vera löt að skrifa. Mikið búið að vera að gera hjá henni. Mikið í gangi - meira að segja hún týndi jólaskapinu um hríð - en sem betur fer er hún búin að finna það aftur :) Og eru komnar seríur í glugga, jóladúkar á borð og kerti til skrauts, en ég veit hún kveikir á þeim þegar ég er sofnaður á kvöldin. "miklu notalegra í dimmunni" segir hún alltaf.

En það sem á mína daga hefur drifið er margt. Skólinn er alltaf jafn skemmtilegur. Við fórum td í kakóferð á Bautann um daginn. Tókum strætó niður í bæ, fengum svo kleinu og kakó, og fengum að horfa á Leitin að Nemo.

Ég er búinn að fara tvisar með afa og ömmu í sveitina. Fyrri helgina, þe 1. desember var mamma að vinna. Hún kom svo til okkar á laugardeginum. Og sl helgi þá var jólahlaðborð í vinnunni hennar og ég fór með afa og ömmu :) Á laugardeginum vorum við svo í laufabrauðsgerð. Ég fékk reyndar ekki að flétta laufunum, né skera, né vera viðstaddur steikingar, en það var skemmtilegt andrúmsloft og allir hressir og kátir. Reyndar eru alltaf allir hressir og kátir, en jólaskapið var ríkjandi líka. Jólatónlist í útvarpinu. Amma búin að finna sumt jóladót og afi búinn að setja upp seríur úti. Mamma klippti sig líka. Stutt, með krullur og topp. Mega skvís núna!!

Það var kíkt í Vogafjós. Fór í fyrra fyrir jól, fyrstu helgina sem við bjuggum fyrir norðan :)

Núna voru kálfar og kussur í fjósi. Fékk að sjá mjólkun. Og á aðventunni þá eru jólasveina á sveimi í kringum fjósið. Ég hitti Ketkrók! Fengum okkur kakó og rjóma saman :)

Já það er allt ljómandi af okkur mömmu að frétta! Við verðum í sveitinni um jólin í góðu yfirlæti :)

Já og auðvitað var kíkt í fjárhús! Sunnudagsmorguninn kíktum við og Sylvía kom með. Allar rollur, gimbrar, hrútar og sauðir komin í hús. Ég gaf þeim brauð að bíta og hjálpaði svo afa við að gefa þeim heyið sitt :) Á eftir var kíkt í Belg til Jenna og að sjálfsögðu mjólk og kex þar tilbúið handa mér !

Mamma setti inn nokkrar myndir á netið :)

laugardagur, nóvember 24, 2007


Í dag lét ég mömmu baka fjarstýringu... Ég hafði látið hana inn í ofninn og gleymt henni. Þetta er ónotuð fjarstýring af einhverju skjákorti/sjónvarpskorti og hef ég leikið mér með hana lengi. En mamma mín var ekkert afskaplega kát, og lyktin af bakaðri fjarstýringu er ekkert góð. Það voru engin batterý í fjarstýringunni. Þetta kennir fullorðna fólkinu að skoða ævinlega í ofninn áður en það kveikir á honum. En þetta fór ekki ílla því mamma fann lyktina svo fljótt :)



Halló gott fólk:)

núna erum við komin í helgarfrí aftur, tíminn líður afskaplega hratt núna. Nóg að gera hjá okkur.
Jólin og afmælið mitt nálgast óðfluga. Ég spyr mömmu reglulega hvort ég eigi afmæli, hún svarar mér því að við þurfum að sofa í nokkrar nætur í viðbót. Hún er búin að segja það dálítið lengi, ég farinn að bíða.

Við ætlum að vera heima um þessa helgi. Kannski tökum við rúnt aldrei að vita. En ætlum að reyna að klára jólakortin okkar. Og setja upp nokkrar seríur :)
Við erum farin að breyta smá rúntinum okkar eftir skóla og skoðum núna jólatré í stað bíla og gröfur. Ég er agalega hrifinn af öllum ljósunum og skrautinu.
Er greinilega algjör jólastrákur í mér - enda ekki langt að sækja það. Mamma, amma og Þórhalla frænka mín - þær eru allar jólastelpur :) og svo auðvitað er ég fæddur á jólunum :)
hafið það gott um helgina !!

ykkar Gabríel "jólastrákur" Alexander
  • Já og ég vil skila kveðju til Þórhöllu frænku og Lárusar frænda sem eru úti á Kúbu að njóta lífsins!! Knús til ykkar og von um góða skemmtun. !!

mánudagur, nóvember 19, 2007




hæ hæ !

í dag fékk ég heimsókn frá Flúðum !! Lína Bangsastelpa kom heim með mér til að leika með mér og svo fær hún að gista líka :)

Við hjálpuðum mömmu að baka köku, mér finnst svo gaman að baka!! go ég fékk að hræra alveg sjálfur í kremið á kökuna - og að sjálfsögðu smakkaði ég á því :) Og amma hringdi í miðjum klíðum og talaði ég heillengi við hana - sagði henni frá Línu, frá bakstrinum, frá snjónum, frá bílnum sem var einu sinni bilaður en afi lagaði, frá steypubílnum mínum, og svo sleikti ég út um því glassúrinn var í kringum allan munninn upp á mitt andlit... sjá bara myndina af mér !!


en á myndasíðunni okkar mömmu eru fleiri myndir og líka af mér og Línu :) - sjá hérna...

hafið það sem best

ykkar Gabríel Alexander

laugardagur, nóvember 17, 2007


Halló halló!!

Hér bara snjóar ! og er ískalt úti. Við mamma vöknuðum um hálf átta og vorum ekkert að stressa okkur. Ég var svo duglegur að ég svaf í mínu rúmi í alla nótt.

Um tíu fórum við í Hagkaup og náðum okkur í það sem okkur vantaði fyrir piparkökubaksturinn. Og svo var hafist handa ! Og það var svo gaman! Ég fékk líka að fletja út, og skera út kökur, mamma hjálpaði mér við að færa þær yfir á bökunarplötuna. Settum á 3 plötur!! Og bakað!

Eftir bakstur þá biðum við eftir að þær kólnuðu og mamma bjó til glassúr handa mér og ég fékk að mála kökurnar með pennsli!! Það var sko gaman!! Myndir frá okkur má sjá hérna: Piparkökubakstur!!

miðvikudagur, nóvember 14, 2007

Hæ hæ ! Hvernig væri nú að kvitta í gestabókina mína ? okkur mömmu finnst svo agalega gaman að sjá kvittanir :)

þriðjudagur, nóvember 13, 2007


hæ hæ !

í gær var gaman hjá mér!! Mamma var að vinna til 18 og venjulega hefði Þórey átt að sækja mig. Ok, en hún var að lesa undir próf svo að sjálfsögðu erum við ekkert að trufla hana í því. Nú, svo mamma ætlaði að skipta degi við írisi sem vinnur með henni, en Íris var lasin... Stebbi tæknimaður líka. Hmm nú mamma hringdi í Sylvíu bestu frænku, og hún var sko meira en til í að passa mig. Og það var svo gaman!! ég hljóp með henni inn á vist, var ekkert að gráta á eftir mömmu (eins og ég gerði í gærmorgun í skólanum) og ég fékk popp hjá henni. Hún og vinkona hennar voru búnar að setja upp jólaskraut, og þær voru svo skemmtilegar! Ég var afskaplega hamingjusamur þegar við mamma vorum komin heim. Svo gaman að breyta til :)

Helgin var annas mjög skemmtileg. Við mamma kúrðum okkur á laugardaginn og fórum svo í sveitina. Afi lagaði bílinn okkar og virkar hann núna rosa vel :) Kíktum í Fellshlíð á sunnudeginum, og náðum í kjötið okkar :) Alltaf gott og gaman að fara í Fellshlíð enda vildi ég sko ekkert fara heim þaðan . Mamma lofaði mér að við myndum gista þar fljótlega og ég hlakka mikið til þess!!

Við kubbuðum svo við mamma þegar við komum heim. Við höfum ekki haft mikinn tíma til að leika okkur saman hérna heima eftir flutninga. Og ég var ekki kominn með neitt kubbahús eða playmobilhús á borðið mitt inni í herbergi - nær ekki nokkurri átt! Svo mamma hjálpaði mér og núna leik ég mér mikið inni í mínu herbergi - svo stór strákur að eiga sjálfur herbergi og get dundað mér þar eins og ég vil !!

Þangað til næst hafið það gott

Ykkar Gabríel Alexander

fimmtudagur, nóvember 08, 2007


hæ hæ allt gott að frétta héðan. Erum hress og kát. Var hjá afa og ömmu sl helgi þar sem mamma var að vinna. Afi kom meira að segja að ná í mig og var rosa stuð að sjá afa koma og ná í mig! Hljóp hoppandi í afabíl og tilbúinn að fara í sveitina.

Mamma kom svo á sunnudaginn. Okkur líður mjög vel í nýju íbúðinni. Ég var dálítill gaur fyrst og vildi bara fara heim. Var ekki alveg að ná þessu. En mamma tekur bara fram dótið mitt og sýnir mér að allt sé hér og við kubbum smá eða bílum og ég gleymi mér. Þetta var í sl viku - en hef ekkert spekulerað í þessu í þessari viku.

Við mamma máttum svo fara í sveitina í gær með súbbann okkar . Siggi tæknimaður kom og dró okkur í gang. Startarinn farinn í bílnum. Fengum ömmubíl lánaðanr takk elsku amma mín!! Og takk elsku afi minn fyrir að gera við súbbann :)

Förum á laugardaginn aftur í sveitina í heimsókn. Þá getum við svissað aftur á bílum.

Ég er alltaf voða góður, er reyndar alltaf að reyna að fá að lúlla í mömmubóli, en mamma er farin að taka strangar á þesssu. Og við erum byrjuð í samningarviðræðum varðandi bleyjur... mér finnst bara ekkert gaman að fara á koppinn... tímaeyðsla.

miðvikudagur, október 31, 2007

hæ hæ allir !!!
Mamma skilaði sér frá Búdapest! Mikið var gott að fá hana heim! Og svo fórum við að pakka dótinu okkar! Og helgina eftir (sl helgi) fluttum við mamma í Hjallalundinn! Ég fékk stærra herbergi þar sem allir bílarnir mínir og kubbarnir og bangsarnir og bílateppið og bílapokinn - allt dótið mitt kemst fyrir!! Við mamma eigum líka núna sófasett! og eldhúsið er stærra! Fengum gott fólk að hjálpa og allt gekk rosalega vel! Þetta er góð íbúð og fer rosalega vel um okkur hérna. Svo við skulum fyrirgefa mömmu fyrir að blogga ekki mikið upp á síðkastið - búið að vera brjálað að gera hjá okkur!

fimmtudagur, október 18, 2007


hæ hæ!! Ég fer til ömmu og afa í sveitina á eftir. Mamma mín er að fara til Búdapest með vinnunni sinni ! Ég er hress og kátur, og amma segir að hana hlakki til að fá mig í heimsókn frískan svo ég geti farið út að leika í snjónum. Ég hlakka líka til enda sagði ég mömmu að bangsi og mótorhjólin ættu að fara í bílapokann minn svo þau kæmu örugglega með!

Svo líður að því að við flytjum. Maðurinn sem á íbúðina sem við erum í núna er að fara að selja og sagði okkur upp leigunni. En því var nú fljótreddað og flytjum við í næstu blokk, í Hjallalundinn, sem er endaíbúð, stærri en sú sem við erum í núna og á sama verði! Og fæ ég þá alvöru herbergi bara fyrir mig og bílana mína!!!

Okkur líður rosalega vel núna og okkur er farið að hlakka til jólanna og afmælisins míns!!

Góða ferð elsku mamma og góða skemmtun

/knús Gabríel Alexander

sunnudagur, október 14, 2007

hæ hó !!
ég er kominn heim !! Mamma kom til mín á föstudaginn eftir vinnu og þar sem ég var svo ný orðinn hitalaus vildi hún ekki taka neina sénsa og fór ekkert með mig af stað í gær. Þess vegna tókum við daginn snemma í dag.
Fórum með afa í Belg. Afi þurfti að skera hrút (eða öllu heldur laga horninn) svo við fengum aðeins að kíkja í húsin við mamma. Ósköp hlakkar okkur nú til að fá rolluskjáturnar heim í húsin aftur svo. En þær fá vonandi að vera sem lengst úti í vetur - sem veður leyfir!
Nú og auðvitað kíktum við í "mjólk og kex" til Jenna í Belg. Reyndar fengu mamma og afi sér kaffi.
Svo núna erum við mamma heima. Látum fara vel um okkur tvö, okkur líður svo vel!!
~ já og mamma er búin að bæta nokkrum myndum á netið - sem hún fann á Flúða síðunni -þær eru af okkur gaurunum á Undralandi !!!
Knús til ykkar allra
ykkar Gabríel Alexander

miðvikudagur, október 10, 2007

Upp í sveit upp í sveit...
Já ég er kominn í sveitina til afa og ömmu. Mamma mældi mig og ég var með 38° í kaffitímanum í dag. Ekki gott. Svo mamma pakkaði mér niður - þe Goggi, duddan og sængin fóru í tösku - ég tók bílapokann frá Röggu frænku og setti bíla og mótorhjól í hann og við fórum til afa og ömmu. Vonandi næ ég að vera hitalaus á morgun svo mamma mín geti sótt mig og ég farið i skólann á föstudaginn. En þangaði til næst bið ég að heilsa og eigið góðan dag á morgun :)
Ykkar Gabríel Alexander.
Við mamma erum enn heima. Var með 38° í gærkveldi. Vöknuðum 7 og mældum og var ég hitalaus þá. Eitthvað bjakk er að leka úr augunum sem við vitum ekki hvað er eða af hverju er að koma núna. Kemur í ljós.
Bleyjumálin eru í sama stað. Ég vil ólmur fá að standa við skálina og segist pissa en það kemur ekkert. Mamma spyr mig reglulega hvort ég vilji pissa stundum segi ég já og við förum á klóið. Þetta kemur allt saman :)

þriðjudagur, október 09, 2007

hæ hæ! Ég er heima í dag líka! Og ég tók frumkvæðið í að fara í Bubba Byggir brók og sleppa bleyjunni!!! Ég lofað mömmu öllu fögru að láta hana vita þegar ég þyrfti að pissa, og nú er að sjá hvort ég gleymi mér nokkuð í leik. Mamma var rosalega glöð þegar ég bað um þetta, og ég er rosalega flottur strákur!!
Óskið okkur góðs gengis!
Ykkar Gabríel

mánudagur, október 08, 2007


Jæja - eina ferðina enn er ég heima lasinn. Er með 38° hor og hæsi. Mamma ákvað í morgun með 5 kommur að taka ekki sénsinn og var það bara eins gott. Þessar mömmur vita ótrúlega margt..

Svo við erum búin að kubba. Mamma kubbaði handa mér hús fyrir bílana. Og síðan prentaði hún út myndir handa mér af þessari síðu: http://www.coloring-book.info/coloring/ til að lita. Þarna eru Bubba byggir myndir, Bangsimon og Stubbarnir (Teletubbies).

Við mamma áttum alveg frábæra helgi. Fórum í Fellshlíð á laugardaginn og gistum hjá Önnu og Hermanni. Mér finnst þau alveg frábær. Og sönglaði alla leið "í Fellshlíð í Fellshlíð"
Þau eiga dót og Hermann er svo góðu að leyfa mér að leika mér með vélsleða. Ég hljóp um allt hús og athugaði hvort hlutirnir væru ekki á sínum stað. Ó jú þeir voru það. Fellshlíð hefur róandi áhrif á okkur mömmu. Okkur finnst svo gott að koma þarna. Ég td sofna um leið og fer í rúmið þar. Núna var annað skiptið mitt að gista go ekkert mál!
Svo á sunnudag fórum við til afa og ömmu og viti menn- þegar ég er búinn með miðdegis lúrinn minn eru þá ekki langafi og langamma mætt á svæðið!! Ofboðslega var gaman að sjá þau. Ég dró langömmu inn í herbergið "mitt" og lokaði á eftir okkur. Ég vildi sko eiga hana alveg einn og útaf fyrir mig. Sýndi henni dótið mitt þar og bílana og bækurnar.
Já þessi helgi var alveg rosalega skemmtileg :) Núna vinn ég í því að batna, sennilegast fer ég ekki heldur í skólann á morgun, en vonandi á miðvkudaginn.
Eigið góðan dag
Ykkar Gabríel Alexander

miðvikudagur, október 03, 2007


hæ hæ

héðan er allt gott að frétta. Áttum góða helgi sl helgi, mamma var að vinna laugardag og ég hitti pabba minn. Var með honum og fórum í sund, hitti líka Hörð afa minn.

Við mamma áttum svo sunnudaginn saman. Nutum þess að vera heima í náttfötunum og lékum okkur. Eftir blundinn okkar fórum við á rúntinn og rúntuðum í jólahúsið! Það er svo gaman að fara þangað. Svo mikið flott og skemmtilegt dót. Hlakka til að fara þangað aftur þegar nær dregur jólum.

laugardagur, september 29, 2007


Mamma er ekki að standa sig í þessum skrifum!!! ég er auðvitað löngu kominn heim aftur !! Mamma sótti mig á þriðjudaginn til afa og ömmu. Þá var ég hitalaus og orðinn aftur ég sjálfur með mín uppátæki.

Fór svo í skólann á miðvikudag og það var svo gaman að hitta strákana aftur. Þeir komu hlaupandi á móti mér og ég hljóp með þeim inn að leika.

Ég vil núna gera allta sjálfur. Klæða mig sjálfur. Mamma lætur mig bara byrja fyrr að klæða mig svo við komumst einhverntímann af stað :) eina sem hún þarf að gera er að setja rennilásinn í og renna smá upp ég get rest !! Svo auðvitað geng ég frá fötunum míum líka.

Ég elska tónlist eins og þið sem þekkið mig vitið. Ég dansa með flestum lögum og finnst gaman að syngja. Í bílnum með mömmu minni vil ég alltaf hafa tónlist og syngja með. Það er bara svo gaman að vera til !!!
~

mánudagur, september 24, 2007

hæ hæ !


Er enn heima hjá afa og ömmu, lasinn. Ekki gaman að vera lasinn, en alltaf gaman að vera í sveitinni. Fann gamlan bíl í skúffunni hennar ömmu og það var svo gaman að finna hann!! Amma var að leita að gemsanum sínum, og grófum við okkur niður í skúffuna ef hann skildi vera þar. Vonandi næ ég að hrista hitann af mér í dag svo mamma mín geti sótt mig í kvöld og ég farið í skólann á morgun.
~

föstudagur, september 21, 2007


Hæ hæ

nú er ég heima hjá afa og ömmu. Leikskólarnir eru lokaðir í dag og fórum við mamma uppeftir í gær. Hún er að vinna. En það er nú ekki allt því þær hringdu í mömmu af leikskólanum í gær um þrjú og sögðu mig vera lasinn - ég var með 38.5° hita.. Ekki gott.. Svo nú er ég í góðu yfirlæti hjá ömmsunni minni og afa mínum. Ég óska ykkur öllum góðrar helgar
Ykkar Gabríel Alexander
~

mánudagur, september 17, 2007

Hæ hæ
ég átti góða viku og góða helgi . Alltaf jafn gaman í leikskólanum mínum - krakkarnir alltaf jafn skemmtilegir og fóstrurnar :)
Laugardaginn fórum við mamma á rúntinn til Húsavíkur og til Mývatnssveitar. Langafi og langamma voru að kaupa sér sumaríbúð á Húsavík og kíktum við þangað. Svo hittum við afa og ömmu í sveitinni og Jenna í Belg..
Sunnudag hitti ég pabba og fórum við í sund. Og hitti Hörð afa á eftir. Var kátur með þetta allt saman.
Í dag sækir Þórey besta mig á leikskólann. Núna er mamma farin að vinna 2 daga í viku til 6. Sem betur fer ekki eins mikið og fyrir sumarið. Og kuldaboli farinn að gera vart við sig þannig ég var sko ekkert að malda í móinn þegar mamma klæddi mig í loðfóðruðu skóna mína og lambhúshettuna :) Gott að vera vel klæddur og vera úti í góða loftinu :)
eigið góðan dag
Ykkar Gabríel Alexander :)

Mynd sem segir allt sem þarf

þriðjudagur, september 11, 2007

~ ps ~
þið megið alveg kvitta í gestabókina - okkur mömmu finnst rosalega gaman að sjá hver kíkir á okkur, eins og vinkona okkar sagði - "eins og að fá pakka" ~

hæ hæ :)

mamma kom á sunnudaginn að sækja mig og rosalega var gott að sjá hana! Ég ýtti afa og ömmu frá því ég vildi sko hafa mömmsuna mína alveg fyrir mig og engann annann. Þegar átti að borða vildi ég heldur ekki deila henni með afa og ömmu og fór að gráta því ég vildi bara hafa mömmu mína fyrir mig. Og tók frekjukast.

En það lagaðist. Spennufall held ég barasta. Gott að fá mömmu heim.

Núna er ég í skólanum, gaman að fara loks í skólann eftir viku veikindi. Krakkarnir sem voru mættir komu hlaupandi á móti mér - "Gabríel Gabríel er kominn" Greinilegt að þau söknuðu mín!

Næstu viku byrjar Þórey aftur að passa mig. Ekki eins mikið og sl vetur en eitthvað. Það er bara gaman að hafa fleiri andlit í kringum mig :)

Mig langar að kasta kveðju á Hartmann vin minn og óska honum til hamingju með að vera orðinn bleyjulaus!! Hann er svo stór og skemmtilegur strákur - hann eignaðist líka litla systur í sumar !! Knús til ykkar frá okkur mömmu...


eigið góðan dag

Ykkar Gabríel Alexander

laugardagur, september 08, 2007


hæhæ ! Ég er orðinn hress. Er hjá afa og ömmu, mamma skellti sér í bæinn til að fara á tónleika! Gott hjá henni, mér finnst svo gaman að vera hjá afa og ömmu :) Ég er orðinn hress.
Óska ykkur öllum góðrar helgar :)
Ykkar Gabríel Alexander

þriðjudagur, september 04, 2007

Við mamma erum lasin.. ekkert gaman. Reyndar fer vel um okkur, við lesum, horfum á Bubba Byggir, vatnslitum, og kubbum. En það er ekkert gaman að láta mæla sig eða fá stíl í bossann. Normal flensa, hálsbólga og hiti. Hef gubbað nokkrum sinnum líka. Mamma er með það sama.

Ég er ekki búin að hafa mikla lyst og mamma gaf mér nokkuð gott sem ég náði að borða og halda niðri :)

ís og ávexti

mánudagur, ágúst 27, 2007


hæhæ!

nóg um að vera :) -- hitti pabba og eitthvað af þeim ættingjum á laugardaginn. Gaman, var sáttur við að vera einn með pabba svo það ætlar að vera gott þar :) Verður vonandi oftar sem ég hitti hann og kynnist honum betur. Mamma er að semja vinnuplan og miðar við að ég geti verið með pabba á þeim laugardögum sem hún er að vinna - semsagt setur sig á laugardaga sem hann er ekki að vinna.

Svo voru réttir í sveitinni!! og það var svo gaman! Ég er ekkert hræddur við kindurnar, labbaði um með afa og sönglaði "meeemeeee" Var frábært veður, og það var mikið af fólki, og ég skemmti mér vel. Hitti Jenna í Belg, þetta voru jú hans rollur sem við vorum að draga í dilka og fara með heim. Þær sem ég mun svo hjálpa til við að gefa í vetur :) Hlakka til að hitta þær aftur og gefa þeim brauð :)

Allt gott að frétta af okkur semsagt. Brjálað að gera hjá mömmu í vinnunni. En hún sækir mig alltaf kl fimm og þá "tökum við rúnt" Besti tími dagsins !!


kveðja

Gabríel Alexander

mánudagur, ágúst 20, 2007


Svo mikið að gera hjá mömmu minni að hún hefur takmarkaðan tíma til að blogga, en okkur líður vel :) Hún sækir mig enn í leikskólann þar sem við erum barnapíulaus þar til MA byrjar :) Reddast allt saman. Annars er vikan búin að vera skemmtileg. Nóg að gera, ég sofna eins og steinn og er svakalega hamingjusamur þessa dagana.

Svo var mamma mín að vinna aftur um helgina og ég fór til afa og ömmu, alltaf gaman þar. Hún kom svo og við fórum heim á sunnudag.

Í gær hitti ég svo pabba minn. Hef ekki séð hann lengi, fyrir utan þennan smá hitting á Glerártorgi sl viku. Hittumst í Kjarnaskógi, og við fegðar lékum okkur í sandinum. Var rosalega gaman.

þriðjudagur, ágúst 14, 2007


Halló halló gott fólk!

Ég er orðinn stór strákur núna - ég er farinn að nota bílstól fyrir stóra krakka. Fékk einn í afa bíl og einn í mömmu bíl. Afi fann þetta notað en rosalega fínt og ég er svo ánægður með þetta !!! Ég er líka að skríða í 18 kíló og hár í loftið líka, er enn stór miðað við aldur :)

Svo fékk ég í gær frá afa mínum 3 skópör!!! Strigaskó sem ég fór sko í skólann í morgun til að sýna krökkunum, og svo loðfóðraða skó og stígvél! - þetta eru sko allt "mótorhjólaskór".. svo ég er vel skóaður fyrir veturinn. Allavega næstu mánuði því ég er búinn að stækka svo rosalega í sumar. Mamma þarf að endurnýja allar sokkabuxurnar mínar - vantar einhvern lítið notaðar sokkabuxur? Og vantar einhvern bílstól? gamli stóllinn minn er til sölu :)

Sem sagt allt gott að frétta af okkur mömmu minni :) Hún kom í sveitina seint laugardag þar sem hún tók að sér aukaaukavinnu eftir aukavinnuna í búðinni. Svo ég fékk að vaka smá lengur að kubba með henni, og við vorum svo í afslöppun hjá afa og ömmu á sunnudeginum. Hún verður að vinna aftur næsta laugardag, en ekki eins lengi (engin aukaaukavinna þá) Við knúsumst og höfum það rosalega gott þegar við eigum stundir saman. Kubbum, litum, syngjum og leikum okkur.

Ég er farinn að tala svo mikið! Ég stundum tala í svefni því það er ekki hægt að ætlast til þess að ég þegi í 12 tíma!! Og ég syng með lögum í útvarpinu :)

Já það er sko gaman að vera til :)

laugardagur, ágúst 11, 2007

Alltaf gaman !! Mamma keyrði mig í sveitina í gær, hún þarf að vinna í dag. Ég var svo skítugur eftir leikskólann og svo hamingjusamur! Í mínum Bubba Byggir bol, með sand í hárinu, brúnar hendur og gula mótorhjólið mitt - lífð gerist ekki betra! Kominn til afa og ömmu, fá að kúra í afa bóli, leika mér með kubbana þar, snúast í kringum Herkúles, fela bílanan mína. Ég sakna mömmu ekkert þegar ég er þarna, hún kemur alltaf aftur, og ég veit hún þarf að vinna, kyssi hana bless og vinka. Hlakka bara til að fá hana til mín aftur svo við getum leikið okkur saman þegar hún er búin að vinna :)

fimmtudagur, ágúst 09, 2007


Hæ hæ!!

Allt gott að frétta af okkur mömmu. Gaman að vera til eins og alltaf! Undralandið mitt var tekið aftur í notkun sl þriðjudag og ég var svo glaður að sjá fóstrurnar mínar aftur - ég hljóp inn og var ekkert að staldra við ! Annars er allt komið í fyrri horfur - rútínan okkar komin á fullt. Við erum enn reyndar barnapíulaus þar sem Þórey kemur ekki í bæinn fyrr en í sept. Mamma fær að hætta 5 næstu tvær vikur. Vinnur laugardaga í staðin :) og ég verð í passi hjá afa og ömmu í Mývó á meðan :) Alltaf gaman að því !

Sl helgi fórum við mamma í Fellshlíð til Önnu frænku og Hermanns frænda!! Það var svo gaman! Ég er svo duglegur að ég sofnaði undir eins í nýju umhverfi - leið greinilega mjög vel! Rúntuðuðm í sveitina bæði laug og sunnudag. Og svo á Dalvíkina sunnudagseftirmiddag, skutluðum Dóu frænku heim. Þar beið okkur frábær sunnudags steik hjá þeim Grétu og Hauk, ég gerði henni góð skil eins og mér einum er lagið :)

Sem sagt allt gott héðan!

föstudagur, ágúst 03, 2007

Halló halló!!!!

Það er búið að vera mikið að gera í þessari viku. Leikskólinn byrjaður aftur og mamma byrjuð að vinna. En loks er kominn föstudagur aftur.

Í gær fékk ég sendingu frá Svíþjóð! Mattias vinur mömmu sendi mér 3 Bubba Byggir boli eins og hann gaf mér sl helgi þegar hann kom. Hann færði mér líka þá duplo traktor og bílabol, en Bubba Byggir bolurinn var sko laaang flottastur, og ég vil helst ekki fara úr honum. Núna á ég fjóra!! Ég vildi fá að tala við Mattias í gær og fékk að tala við hann í gegnum Skype - mamma og Mattias eru með vefmyndavélar og mér þótti rosalega gaman að sjá hann í gær og talaði og talaði og talaði!!

Myndin af okkur Mattias er tekin í Kjarnaskógi sl helgi. Við skemmtum okkur rosalega vel þar!

miðvikudagur, ágúst 01, 2007

Halló halló

Alltaf gaman að vera til :) Og mamma dugleg búin að laga linkana á síðunni!!
Jámm vinnuvikan okkar byrjar vel, gaman að vera byrjaður aftur á leikskólanum. Það eru fáir af deildinni minni svo ég er á Putalandi þessa vikuna, en það er í lagi þar sem Kiddi er kominn úr fríi þá er allavega einhver sem ég þekki. Svo er verið að laga Undralandið mitt eitthvað - ég hlakka til að komast þangað aftur, í dótið mitt, í hólfið mitt. Ég er vanafastur og er ekki alveg á að fara bara beint inn á Putaland.

laugardagur, júlí 28, 2007

Hæ hæ - vegna þess hve mamma er löt við að laga linkana á myndaalbúmin mín þá er hér slóðin sem færir ykkur á upphafssíðu myndanna allra og þar sjáið þið albúmin okkar mömmu :

föstudagur, júlí 27, 2007

jamm við mamma erum að klára sumarfríið okkar :) Byrjum bæði á mánudaginn aftur í vinnu og skóla. Ég er farinn að spyrja mömmu um skólann og krakkana. Farinn að hlakka til að hitta þau aftur :)
Myndin af mér er tekin í Belg hja Jenna. Við mamma og afi fórum þangað sl sunnudag til að gefa gibbagibb pela og ég fékk að gefa sjálfur pelann!

Þórey besta fóstra ætlar að passa mig aftur næsta vetur :) en það verður aldrei eins mikil pössun og síðast. Mamma er orðinn verlsunnarstjóri og getur hætt fyrr oftar en í fyrra. Þetta slípast allt til eftir frí þegar rútínan okkar verður komin á fullt :)

Við mamma komum í bæinn sl miðvikudag til að keyra á rútinuna okkar, svo við værum viðbúin mánudeginum. Fórum í gær og heimsóktum Magnús afa og Siggu ömmu i bústaðinn, hef ekki hitt þau svo lengi.

Já sumarið er búið að vera frábært og skemmtilegt. Við erum búin að fá frábært veður og hafa það rosalega gott !! Þökkum afa og ömmu í Mývó fyrir frábært sumarfrí ! Ég fór reyndar með þeim aftur í dag í sveitina og mamma sækir mig á morgun - smá bónus endir á góðu fríi!!

Eigið góða helgi !!
Ykkar Gabríel Alexander

fimmtudagur, júlí 19, 2007


Hæ hæ! Ég er enn í sveitinni og hef það gott :)

Fórum á rúntinn til Húsavíkur í dag og var rosalega gaman!! Þórhalla frænka og amma komu með okkur. Svakalega gott veður, og við gengum um :) Gáfum öndunum brauð, þær voru rosalega svangar greyin (eða þannig)! En gaman því það eru engir leiðinlegir mávar að böggast við pollinn á Húsavík! Fórum niður á bryggju að borða og fylgdumst með bátunum sem komu að landi með hvalskoðunnarfólkið um borð :) Ég var svo duglegur, fór með þeim í allar tuskubúðir, og var ekkert að fikta :) Og steinsofnaði áður en við komumst úr bænum.

laugardagur, júlí 14, 2007

Halló halló!!!
ég veit mamma er ekki enn búin að laga linkana - hún er í netletikasti þessa dagana. Nær að tengjast netinu með kapli hjá afa en hún er barasta ekkert á því að liggja á netinu í fríinu. Hún fékkst samt til að setjast niður og láta vita að við erum í góðum gír!!!

Jamm við erum í fríi og njótum tilverunnar í ystu æsar! Fórum í útileguna í Vaglaskógi fyrstu helgina okkar í fríi, sem var snilld!!

Svo erum við mamma búin að vera í leti, flakka á milli Akureyrar og Mývó. Fyrst tókum við þríhjólið mitt með, svaka gaman, ég er orðinn svo duglegur að hjóla! Og orðaforðinn minn er allur að aukast!!

Það fer afskaplega vel um okkur mömmu, við erum svo sátt og kát. Það er svo gaman að vera til :)

þriðjudagur, júní 26, 2007

Hæ hæ
mamma er að færa myndirnar okkar á aðra síðu þar af leiðandi virka linkarnir okkar ekki í augnablikinu :)

fimmtudagur, júní 21, 2007

Afi minn Valgeir á afmæli í dag!!!!
Ég er sko afastrákur mikill og finnst skemmtilegast að sitja hjá afa mínum og horfa á formúluna!!! Við fáum okkur snakk og svala, og kannski smá prins póló - ef mamma sér ekki til !

miðvikudagur, júní 20, 2007

Fórum í gönguferð í góða veðrinu í dag!



Hæ hæ hó hó
Nýjar myndir á netinu!!!

þriðjudagur, júní 19, 2007


Halló halló!!!

Nú eru bara 10 dagar þar til við mamma förum í frí! Rosalega er okkur farið að hlakka til. Við erum bæði þreytt á morgnana og hefðum alveg viljað kúra lengur í morgun til dæmis. Mamma ætlar suður næstu helgi til að vera við útskrift Önnu frænku! Hún er svo dugleg hún Anna og okkur mömmu hlakkar til að fá hana norður aftur ! Þá verður sko farið í sund á Laugum hjá Önnu frænku og Hermanni frænda!!!

Á föstudaginn fórum við á leikskólanum í skrúðgöngu! það var rosa gaman - málaður fáni í framan og alles!!

Afi og amma sóttu mig svo í skólann, því mamma hélt hún ætti að vinna á laugardeginum en svo kom babb í bátinn og þau gátu ekki talið búðina svo hún kom uppeftir rétt á eftir okkur um kvöldið og ég átti frábæran dag með mömmsunni minni og ömmsunni minni á laugardaginn. Afi var í rollustússi og sá ég hann ekki mikið. Bæti það upp næstu helgi þegar ég verð í passi hjá þeim þegar mamma fer suður :)

17. júní var tekinn hátíðlegur á Akureyri. Við mamma fórum aftur í bæinn um morguninn á sunnudag. Hittum Hafdísi og Jóhann Harald eftir hádegi niðrí bæ! Við löbbuðum um allt og trölluðum með fólkinu. Dýrin í Hálsaskógi voru á sviðinu og viti menn - ég heimtaði blöðru!! Ég er ekki eins hræddur við þær og áður!!!

Jamm lífið er alltaf jafn yndislegt fyrir 2 og hálfs árs strák!!

föstudagur, júní 15, 2007

hæ hæ!!!

búið að vera skemmtileg vika! Við mamma fengum Línu bangsastelpu í heimsókn, og lék ég mér við hana hún er svo skemmtileg. Mamma skrifaði svo niður í dagbókina hennar Línu, hvað við höfðum gert saman!

Við mamma erum búin að vera dugleg að vinna og læra í vikunni, og í dag sækja afi og amma mig í skólann þar sem mamma þarf að vinna á morgun við að telja búðina sína. Hún kemur svo í sveitina þegar búin að vinna.

Langafi og langamma eru þar núna og hlakka ég að hitta þau! Og svo vona ég að hitta Sillu mína þar sem ég hitti hana ekkert síðast þegar ég kom.

í gær var leiksýningin Höll Ævintýranna og horfðum við á hana og var það rosa gaman!! hérna sit ég hjá honum Kidda - hann er rosa skemmtilegur - við erum alltaf saman til 5 á daginn :)

mánudagur, júní 11, 2007




var alveg rosalega gaman í gær!!! Ég hafði sofið svo vel um nóttina, vaknað um átta svo ég svaf ekki mikið eftir hádegi. Bara til 3. Svo við mamma út á rúntinn. Fórum á Glerártorg í Bubba Byggir, og hittum þar Hafdísi og Jóhann Harald! Þau eru svo skemmtileg. Við Jóhann fengum sitt hvort mótorhjólið og lékum okkur með þau í Nettó. Hafdís bauð okkur svo heim til mömmu hennar (sem var reyndar ekki heima) og þar er garður og við lékum okkur þar! Og þau komu svo heim í grill og ég gat sýnt Jóhanni dótið mitt :)


laugardagur, júní 09, 2007



í dag er sko yndislegur dagur!!! Við mamma erum heima og það er frábært veður úti. Við dúlluðum okkur til tíu og fórum svo í Kjarnaskóg með Hafdísi og hennar syni Jóhanni Haraldi og hittum þar gamla vinkonu mömmu hana Írisi og hennar dóttur Hafdísi. Það er sól og heitt úti. Fullt af rennibrautum, leiktækjum, rólum, sandi, mold, grasi trjám og lækjum!! þetta er hrein strákaparadís! Mamma einmitt hló að því að við vorum búin að vera þarna í ca 15 mín og ég var orðinn skítugur uppfyrir haus, en henni er alveg sama - það er hægt að þrífa fötin mín og litla stráka líka :) ég er heppin að eiga svona áhyggjulausa mömmu!!

Svo grilluðum við. En ég bara vildi ekki pylsur, bara brauð með tómatsósu og svalann minn, hæst ánægður með þetta allt saman! Jóhann Haraldur og Hafdís eru eldri en ég og léku sér mikið í stærri tækjunum, mér var alveg sama, var ekkert að spá í því að reyna að halda í við þau. Mamma ýtti mér í rólunum og ég er svo duglegur að leika mér sjálfur!

Þegar ég kom heim þá sofnaði ég næstum því á meðan mamma setti á mig hreina bleyju og tók mig úr moldargallanum :)


Þetta er bara frábært!!

Og mamma tók auðvitað myndavélina með og hérna eru myndir frá þessari frábæru "lautarferð" => Kjarnaskógur

mánudagur, júní 04, 2007

Halló halló :)

Já ég fór í sveitina með mömmu minni um helgina. Mamma fór að smala með Jóni og afa í Belg. Við amma fórum með og fengum okkur labbitúr í flugunni og vitið þið hvað! ég fann hreiður!! Önd á 7 eggjum. Ég fann það með að neita ömmu um að fara sömu leið til baka og datt og kútveltist niður brekku og endaði með gargandi önd yfir mér :) og þá hafði ég fundið hreiðrið hennar :) Amma reyndi að taka mynd af mér með eggið en ég var of fljótur og hún náði smá mynd af mér og egginu.
Og svo hélt mamma pylsuveislu handa mér - grillaði og gaman!!! Ég hjálpa sko við það - legg á borð, bíð eftir að pylsurnar grillist og held á pylsunum og brauðinu inn á borð.