mánudagur, nóvember 24, 2008

Jólasveinar í Dimmuborgum

Hæ hæ! Mánudagur og ég er mættur í leikskólann eftir góða og skemmtilega helgi.  Við mamma fórum í sveitina á föstudaginn.  Hún skoraði mörg stig þegar hún var með nesti handa mér- popp í poka!! Ég svangur eins og alltaf; hámaði í mig og var sofnaður áðurn en við komum að Víkurskarðinu!

Lék á alls oddi.  Var búinn að hlakka svo ofboðslega til að hitta afa og ömmu.  Og á laugardag þá byrjuðum við á að fara öll saman í Belg.  Kindurnar eru orðnar heldur frekar á brauðið og standa með framlappir í garðanum þannig þær ná höfðinu hærra en ég og eru allar í kringum okkur.  Ég bara fór ekkert inná garðann.  Mamma var þar með brauðið og þær voru farnar að narta í úlpuna hennar til að láta vita af sér :)

Eftir hádegi voru jólasveinarnir í Dimmuborgum með uppákomu. Við mamma og amma fórum, Þórhalla frænka, Lárus og Hjörtur Smári mættu líka.  Það var rosalega gaman.  Einn jólasveinninn sagði mér að amma mín hafi nú ekki alltaf verið þæg lítil stelpa, hafi oft fengið kartöflu í skóinn!  En hún hafi nú farið batnandi með árunum.  Ég sko gleypti þetta hrátt og starði með mínum stóru bláu augum á ömmu mína og jólasveininn. Alveg hissa á þessu. Ég fékk íþróttanammi hjá þeim og svo var haldið í Skjólbrekku i heitt kakó og flatbrauð með hangikjöti.  Var reyndar fleira á boðstólnum en brauðið var það sem ég vildi :o)

Sunnudag byrjuðum við á að fara í fjárhúsin og sama sagan var með frekjuna í kindunum :o) Og við kíktum í reykhúsið sem er gamla eldhúsið í Belg, þegar Belgur var torfbær! Jenni man meira að segja eftir sér í þessu gamla húsi! Og afi reykir núna hangikjöt og silung yfir gömlu hlóðunum.  Það eru að meira að segja gömlu pottarnir sem voru notaðir í þessu gamla eldhúsi!

Það eru myndir á flikkrinu okkar af þessu öllu saman!!!

Við mamma fórum í jólahúsið.  Ég fékk að velja mér eitthvað fallegt í boði afa og ömmu og valdi mér flugvél og gröfu, sem eru smíðuð úr tré og eru í gamaldagsstíl. Ég var rosa sæll með þetta allt saman.  Og við mamma settum upp seríur í 3 glugga þegar við komum heim !!

Góð helgi sem við áttum saman!!!

gah_dimmuborgir

fimmtudagur, nóvember 20, 2008

Löt að skrifa

hæ hæ !!!

afsakið mömmu en hún er löt að skrifa. Það er bara ekki mikið í gangi hjá okkur.  Ég var hjá pabba síðustu helgi og kom sæll heim með það að vanda.  Það snjóar úti, og mamma er farin að tala um jóla þetta og jóla hitt. 

Okkur líður mjög vel.  Ekkert sem er að stressa okkur, tökum hlutunum eins og þeir eru. 

Ég er rosa duglegur, góður og hlýðinn, tek auðvitað skorpur inn á milli, en að mömmu mati þá geri ég það alls ekki oft.  Er stundum að reyna að vera á móti- bara til að ath hvað ég kemst langt, en sé svo að það er ekki að skila mér neinu svo ég bara hætti þvi :)

Við mamma ætlum í sveitina um helgina. Jólasveinarnir i Dimmuborgum verða með húllumhæ og svo heitt kakó á eftir í Skjólbrekku!  Og auðvitað gefa Rindli mínum og Lukku minni brauð. 

Er farinn að tala um að hitta afa og ömmu mína, þó svo ég sé ekki mikill símakall þá tala ég mikið um þau. 

Vona þið eigið góða helgi! 

DSC00451

þriðjudagur, nóvember 11, 2008

sveitin og pass

hæ hæ !!

Nú snjóar úti, það verður gaman að fara út að leika í dag! 

Ég var í passi hjá afa og ömmu á föstudag á meðan mamma var í vinnunni á laugardaginn.  Hún síðan kom uppeftir þegar hún var búin.  Ég var rosalega duglegur á meðan.  Fór í fjárhúsin með afa, á rúntinn, upp í Grænar, í búðina og fullt fullt fleira.  En gott var nú að fá mömmsu aftur :o)

Við fórum snemma heim á sunnudag. Ég var að tala mikið um bílana mína, og hlakkaði til að leika mér með þá þegar við kæmum heim.  Og það var ósköp notalegt hjá okkur mömmu. 

í gær sótti pabbi mig í skólann og mamma sótti mig þangað þegar hún var búin að vinna.  Og við fórum í appelsínubúðina (Hagkaup) til að kaupa nammi og snakk.  Ég var að fá gesti um kvöldið.  Vinnan hennar mömmu bauð starfsfólkinu á James Bond myndina nýju og Sylvía og Áslaug ætluðu að vera hjá mér á meðan.  Vá hvað ég hlakkaði til . Og það var svo gaman!!

Þegar mamma kom heim úr bíó, var ég enn vakandi. Að leira með stelpunum.  Og það var svo gaman hjá okkur.  Ég sofaði svo sæll og sáttur þegar þær voru farnar.  Útkeyrður bað ég mömmu um að syngja Bubbi Byggir og ég sofnaði út frá því. 

Takk fyrir skemmtilegt kvöld elsku bestu Sylvía og Áslaug :o)

IMG_5141

föstudagur, nóvember 07, 2008

Lukkuláki í gær

hæ hæ !

Allt gott að frétta af okkur!  Mér var boðið í bíó í gær, fór á Lukku Láka með Huldu, Tinnu og Töru.  Ég kom hrikalega sáttur heim, rosalega þreyttur með súkkulaði bros hringinn!

Mér finnst svo gaman í bíó! Mamma knúsaði mig, ánægð með hve ég skemmti mér vel. 

Í dag er stuttur dagur.  Mamma sækir mig í hádeginu og við ætlum í sveitina.  Mamma þarf að vinna á morgun líka, við að telja búðina.  Svo kemur hún í sveitina til mín á morgun :o) ég fæ að vera einn hjá afa og ömmu - sem er alltaf jafn gaman !

IMG_4316

miðvikudagur, nóvember 05, 2008

49 dagar í afmælið mitt !!

hæ hæ !! já það styttist óðum í afmæli og jól! Við mamma erum byjuð að telja niður og ég er búinn að tilkynna að ég ætli að skreyta jólatréð heima og hjá afa og ömmu.  Er ekki alltaf alveg sáttur á að þurfa að sofa soldið margar nætur í viðbót.  En mamma man að biðin er löng þegar maður er lítill og talar við mig um jólin og afmælið og róar mig. 

Var  hjá pabba um helgina.  Var gaman, kom sáttur heim.  Hljóp í fangið á mömmu í leikskólanum þegar hún sótti mig á mánudaginn.  Og er búinn að skríða uppí mömmuból rétt áður en klukkan hringir á morgnana.  Þetta er eitthvað sem ég er farinn að gera fyrstu dagana eftir ég kem heim. 

Í gær þegar hún sótti mig til pabba var ég hins vegar erfiðari - hann hafði fundið fullt af Lego kubbum, litlum, og vildi ég ekki fara.  Og var með leiðindi.  En ég var fljótur að jafna mig í bílnum og sagði mömmu frá því að pabbi kubbaði mótorhjól, og við vorum að kubba saman.  Pabbi lofaði að kubbarnir yrðu ennþá þegar ég kæmi á morgun :)

Ég er alveg hættur að spyrja um dudduna.  Ekkert vesen!

Það er alltaf jafn gaman á leikskólanum. Snæbjörn vinur minn er mættur á undan mér og kemur alltaf fram skellihlæjandi að taka á móti mér. Yfirleitt kemur hann með dót og við hlaupum inn til að leika ! Jóhannes kemur svo stuttu seinna og erum við farnir að leika okkur. 

IMG_4171

Og takk takk fyrir kveðjurnar í gestabókinni !! gaman að sjá ykkur !