miðvikudagur, desember 20, 2006

Halló allir saman!
Í dag var sko gaman!! Við mamma fórum og heimsóktum nýja leikskólann minn, Flúðir. Hann er bara hérna rétt hjá okkur, svo venjulega getum við labbað þangað, en í dag reyndar fórum við bílandi þar sem það er ægilegt rok.
En Flúðir er alveg frábær leikskóli, greinilega með rosalega góðum fóstrum, hressum krökkum og fullt fullt af bílum til að leika mér með!!
En ég fæ að byrja 15. janúar. Mamma hefði viljað að ég byrjaði fyrr, en við erum ánægð með að komast að svo við erum ekkert að nölla. Það skemmtilega er að sama dag og ég byrja, byrjar stelpa líka, Ronja heitir hún, og er hún fædd 24.12.2004 - alveg eins og ég!!! Það verður spennandi að sjá hvort við séum eitthvað svipuð í skapi og hátterni! (ég hlakka til að leika við hana en mamma hugsar um hitt)
hér á Akureyri er rosalega mikið rok og 10 stiga hiti, og allur snjór farinn. Þetta er rosalega furðulegt allt saman! Sennilegast verða rauð jól eftir allt saman.
eigið gott kvöld
ykkar Gabríel Alexander - bráðum 2 ára!

þriðjudagur, desember 19, 2006

Hæ hó hæ hó
Nú er ég kominn með leikskólapláss!!!
Mamma fékk þær frábæru fréttir í dag að í janúar fæ ég að byrja á leikskólanum Flúðum sem er val 1 hjá okkur !!! Það er bara frábært! Það er svo gaman hve allt gengur upp hjá okkur mömmu, og við erum svo kát, og við fögnuðum þessu í dag, og dönsuðum um nýju íbúðina okkar!!
Halló halló!!
ég er svo duglegur strákur. Í nótt svaf ég alveg aleinn í alla nótt í mínu rúmi, datt ekkert framúr, vaknaði ekkert og skreið ekkert uppí til mömmsu um á milli 3 og 4 eins og ég er vanur að gera. Heldur svaf ég eins og steinn í alla nótt, og vakti mömmu klukkan 7 (á mínutunni) Ég held að ég sé bara orðinn svona stór strákur og orðinn svona vanur hérna heima á Akureyri. Mér líður allavega rosalega vel, og er kátur go hress. Ég er náttla afskaplega duglegur og er alltaf að fikta, brasa og bardúsa eitthvað, sumt má ég og annað ekki.

sunnudagur, desember 17, 2006


Halló halló!!!
vá það er sko mikið búið að gerast hjá okkur mömmsu. Við búum núna á Akureyri!! Mamma fékk rosa fína íbúð fyrir okkur og ég fékk mitt eigið herbergi og sef í stóru rúmi, ég er svo stór strákur. Var í passi hjá ömmu Rósu á meðan mamma, afi, Þórhalla frænka, Sylvía og Lalli fluttu mig og mömmu frá Fásk til Akureyrar helgina 8-9 desember!
Ég kvaddi leikskólann minn Kærabæ 8. des, og það var rosa sárt, mömmu fannst það líka því fóstrurnar hugsuðu svo vel um mig þar og ég lærði svo mikið þar! Núna bíð ég eftir að komast inn á Flúðum, leikskóla hér á Akureyri. Konan sem mamma talar við er vongóð um að ég komist þar að núna eftir jólin! Það vær bara frábært, þar sem ég er orðinn nokkuð leiður á að leika bara við mömmu.

Við vorum annars að koma úr Mývó. Þar fór ég í fjárhúsin með afa, og það var rosa gaman. Ég get sko alveg gefið rollunum eins og afi, og sannaði það og gaf þeim mikið og vel.
Við verðum í Mývó um jólin, ef þið hafið ekki sent pakkana til mín þá á að senda þá til okkar þangað - hringið bara í mömmsu til að ath með heimilisfangið okkar :)
Amma ætlar að halda smá afmælisteiti fyrir mig á aðfangadag. Það er siður að familían hittist heima hjá afa og ömmu á aðfangadag, og amma ætlar að hafa afmælisköku í tilefni dagsins - mitt fyrsta afmælisboð :) ég er rosalega hamingjusamur og kátur.

Myndin er af mér og Sylvíu Ósk, hún er sko alveg mögnuð!!!