fimmtudagur, ágúst 28, 2008

Þreyttur í dag

Hæ hæ ! Ég átti erfitt með að vakna í dag.  Mamma varð að vekja mig oft til að ég fór á fætur.  Var heldur órólegur í nótt, sem skýrir hve þreyttur ég var í morgun.  Stuttur kveikjuþráður og lítill í mér.  En ég grét samt ekki þegar mamma fór.  En hún varð að koma aftur inn í skóla og kyssa mig bless aftur.  Svo vildi ég bara sitja í fanginu á kennaranum mínum þegar ég veifaði henni bless í gegnum gluggann. 

Mamma hugsar núna örugglega "ég vona að hann sé ekki að verða veikur.... " Ég ætla sko ekkert að verða veikur - verð samt að passa mig þar sem ég er með hornös.  Varð nefnilega rennandi í gær, hafði slitnað bandið á pollabuxunum sem fer niðurundir stígvélin, og farið uppfyrir í stígvélunum.  Svo mamma gróf ofaní poka frá Hafdísi frænku og Jóhanni Haraldi og fann þar aðrar Latabæjar pollabuxur og ég fékk með mér í skólann í dag.  Vonandi helst ég þá þurr.  En mamma hefur horft á mig uppstrílaðan í útifötum og í raun ekki fræðilegur að blotna - en ég næ samt að verða rennandi blautur í gegn... Við erum bara svona við púkarnir á þessum aldri :o)

GAH_ad borda ber

Hérna er ég að borða ber í berjamó.  Mamma fékk myndina að láni frá Risalandsmyndasíðunni.

miðvikudagur, ágúst 27, 2008

Hress strákur

Hæ hæ !!!

það er kominn miðvikudagur og mamma mín er barasta alls ekkert að standa sig í þessum skrifum hérna!  Biðst afsökunnar á því :o)

En það er bara allt gott að frétta, nóg að gera og fullt af dóti og ekki nægur tímí til að leika með allt dótið! ha ha !

Ég var hjá pabba um helgina og fórum við út í Hrísey með Litlu Hetjunum.  Það var rosalega gaman! Fórum á bát, keyrðum um í kerru aftaní traktor og fékk hamborgara.  Mamma og pabbi og Hulda ákváðu svo að prufa að taka helgina alveg þannig að pabbi myndi skutla mér í skólann á mánudaginn og mamma sækir mig svo þangað eftir vinnu.  Þannig læri ég að það er líka skóli og daglegt líf hjá pabba, ekki bara leikur og leti :o)

Ég tók þessum breytingum vel, og mömmu fannst ég jafnvel í betra jafnvægi með þessu móti þar sem ég er erfiður að ná mér niður og slappa af þessi sunnudagskvöld þegar ég kem  heim. Þá vil ég gleypa dótið mitt, leika mér og gera allt, og sofna bara seint og um síðir og er svo enn þreyttari daginn eftir.

Við mamma fórum og keyptum smá "skóladót"... Ég talaði um skóladót þetta og skóladót hitt og mig langaði svo í smá skóladót. Svo mamma fór með mig í Office 1 eftir skóla á mánudag og ég fékk Leiftur McQueen stílabók með Leiftur McQueen límmiðum, súperman gormabók ásamt blýöntum, strokleðri, yddara og reglustiku.  Og tréliti.  Ég var svo sæll með þetta, er búinn að vera að leika mér með skóladótið mitt síðan ég fékk þetta.  Meira að segja þegar mamma vaknaði á þriðjudag þá var ég vaknaður með skóladótið mitt uppi í rúmi að lita og teikna!

 

Lítið gleður ungt hjarta!

GAH3_160808

þriðjudagur, ágúst 19, 2008

EJS Fjölskyldudagur

hæ hæ! Það er alltaf jafn gaman að vera til!

Við mamma áttum skemmtilega helgi síðast.  Á laugardeginum var Akureyrardeild EJS með fjölskyldudag og var mætt úti í sveit heima hjá einum samstarfsfélaga mömmu og þar var hoppikastali og hestar!

Það var rosalega gaman að þurfa ekki að bíða í röð til að fá að hoppa í 5 mínútur heldur vorum við krakkarnir þar mest af tímanum sem við vorum þarna úti í sveit! Ég var ekkert að leitast eftir að fara á hestbak - fannst það ekkert eins spennandi og að fá að vera óáreittur í hoppikastalanum. 

Síðan var ratleikur og vorum við mamma í vinningsliðinu og ég fékk verðlaunapening!!! ég var / er ekkert smá montinn af honum!!

Svo var grillað og ég lék mér við hina krakkana og borðaði prinspóló!  Ég var afar sæll með þetta þegar ég hitti svo ömmu mína seinnipartinn.  Ég gisti hjá þeim um nóttina og mamma kom svo og sótti mig á sunnudaginn. 

Mamma er búin að setja myndir á netið bæði af deginum sjálfum og svo frá kvöldinu hennar: EJS Dagur

 GAH5_160808 .

Auk þess uppfærði mamma linkana hér til hliðar :o) Auk þess sem hún setti slóðina á myndirnar hennar frá Hollandi ef ykkur þætti gaman að skoða :o)

fimmtudagur, ágúst 14, 2008

Vika liðin

Já mamma mín er ekki að standa sig í blogginu... En af okkur er allt ljómandi að frétta. Ég er búinn að sætta mig við að sumarfríið er búið og það er bara gaman að fara í skólann.  Hættur að gráta á eftir mömmu. 

Mamma er farin að vinna 2 daga í viku til 18:00 og sækir Hulda mig þá daga.  Sem er fínt - gaman að hitta þau oftar. 

Það er alveg að koma helgi.  Við erum að fara með starfsfélögum mömmu í sveitartúr á laugardaginn.  Fyrir börnin um daginn - hoppikastali og hestar :) hlakka mikið til.  Á eftir er áætlað að fara til afa og ömmu og gista þar!

Er farinn að spyrja svolítið eftir afa mínum, ömmu minni, hjólinu og fótboltanum.  Langar í sveitina.

Eigið góða helgi

ykkar Gabríel

gah_myvo

fimmtudagur, ágúst 07, 2008

Þreyttur strákur

hæ hæ !!

Núna er skólinn byrjaður aftur á fullu.  Við mamma áttum rólegan og notalegan dag síðasta dag frísins.  Bökuðum kanilsnúða og ég fékk að strá sykrinum og skera í snúða og það var rosalega gaman! Mér finnst svo gaman að baka - já og elda. 

Ég var heldur þreyttur fyrsta daginn og grét þegar mamma fór.  Og hljóp í fangið hennar þegar hún kom og sótti mig og sagði hreint út við hanan "mamma mín ég saknaði þín".  Við áttum notalegt kvöld og fórum jú á normal tíma að sofa en það var bara heldur seint fyrir mig.  Ég er núna hættur að sofa eftir hádegi.  Fæ hvíld á Risalandi en sef ekki neitt.  Og í gær þegar ég vaknaði var ég hrikalega þreyttur.  Var sofnaður í fanginu hennar mömmu áður en Simpsons byrjaði.  Við höfðum splæst á okkur hamborgara á Búllunni, og áttum ís heima og fengum okkur smávegis.  Og það var bara nóg fyrir mig.  Ég datt alveg út.  Það er líka svoddan notalegt að kúra hjá mömmu í stólnum með Goggann minn, dudduna og sængina.

í morgun ætlaði ég að vera rosa stór strákur.  Ætlaði sko ekkert að gráta þegar mamma færi og labbaði inn til að vinka hennir úr glugganum.  En þegar ég sá hana út um gluggann þá fór ég að gráta.  Mér finnst svo erfitt að kveðja hana svona stutt eftir frí.  Þetta gerðist um jólin, um páskana svo mamma var alveg viðbúin þessu núna. 

Þetta lagast.  Ég er fljótur að jafna mig og er jafn kátur og alltaf!!!

kanilsnudarhér er mynd af kanilsnúðunum sem ég bjó til !!það var svo gaman!  

mánudagur, ágúst 04, 2008

Sumarfrí á enda

hæ hæ !!! Núna byrjar skólinn minn aftur á morgun.  Ég sagði mömmu að ég hlakkaði til að hitta Jóhannes Geir og hina krakkana aftur.

Við erum búin að hafa það svo notalegt í sumarfríinu.  Mamma kom heim frá Hollandi á föstudaginn og fórum við upp í sveit.  Ég var hjá pabba í bústað á meðan mamma var í Hollandi og var ég svakalega ánægður með þá dvöl.  Mamma fékk nokkrar myndir af mér í sms þar sem ég er skælbrosandi og ánægður með lífið og tilveruna. 

Í gær sagði ég svo við mömmu að ég vildi fara heim og finna dótið mitt.  Og við komum heim seinnipart í gær og er ég búinn að leika mér siðan.  Við þurfum aðeins og koma rútínunni okkar í lag aftur og vöknuðum við klukkan 7 í morgun.  Vá hvað það var erfitt.  En þegar ég fattaði hvar ég var þá rauk ég fram og fann dótið mitt aftur sem ég hafði sofnað út frá í gær (þegar ég átti að vera uppí rúmi að sofna)

Takk fyrir okkur í sumarfríinu !!

DSC00351

Mamma fékk þessa mynd í sms úr bústað :o)