miðvikudagur, maí 27, 2009

Kjarnaskógur

hæ hæ ! ég er svoddan snillingur eins og mamma mín segir oft. 

Í gær fórum við í þessu góða veðri út í Kjarnaskóg með jarðaber, kringlur og kókómjólk í nesti.  Og við sátum og mauluðum nestið okkar þar til ég fór að ókyrrast og fann fyrir hreifiþörfinni. 

Mér finnast lækir afskaplega spennandi.  Er bara eðlilegur strákur í þeim efnunum.  Nú, ég spyr hvort ég megi fara og henda steinum í lækinn og mamma segir já – en ég verði að passa mig.  Vatnið sé nú kalt og ekki gott að detta út í og blotna. 
– pff auðvitað geri ég það ekki – ég er svo stór strákur !

Mamma færir sig með mér yfir til læksins og situr þar í góða veðrinu og smellir nokkrum myndum af mér á gemsann.  Ég fer að hoppa á milli, og er einu sinni næstum dottinn alveg út í.  Mamma ræskir sig og biður mig um að fara nú varlega því þarna hafi ég nú verið næstum dottinn.  Ég segi henni að ég detti ekki “ elsku mamma mín ég dett ekki sjáðu bara…” og hoppa aftur til baka.  Ok ég datt ekki.  Held áfram að busla og sulla og henda steinum útí. 

Og svo er ég komin óþarflega nálægt brúninni, og auðvitað í hamaganginum renn ég út í lækinn… rennblotna í fæturna upp að hnjám. 

“mamma við skulum bara fara heim núna… “

DSC00942

mánudagur, maí 25, 2009

Annasöm helgi !

gah_flugklefiVið mamma áttum góða viku.  Frí á fimmtudaginn og við fórum í sund, fengum okkur hamborgara og svo í flugsafnið! Flugsafnið er komið með stjórnklefann úr Gullfaxa og guttar eins og ég megum fara og fikta í tökkum og þykjast fljúga ! ég td flaug með mömmu til Afríku!!

Við mamma fórum í sveitina á föstudaginn.  Búið að vera frábært veður hérna á Akureyri, ég er með ljósara hár, útitekinn í framan og með sundskýlufar. 
Þar voru langafi og langamma komin og ég var svolítið feiminn.  Reyndar var ég bara feiminn yfirhöfuð.  Ég hafði ekki komið til afa og ömmu í mánuð og ég fékk hálfgert spennufall.  En það rann af mér fljótlega :)

Laugardagurinn var stór dagur! Ég fór með í fjárhúsin og þar s já ég í fyrsta skipti þegar var verið að marka lömbin. Mamma lýsti öllu fyrir mér og útskýrði allt sem framfór.  Ég var ekkert smeykur við að sjá þetta og vildi bara klappa lömbunum. 
Síðan sá ég rollu bera.  En hún greyið átti fyrst dautt lamb.  Og mamma útskýrði allt fyrir mér.  Og síðan átti rollan lifandi lamb sem var hresst og reyndi að standa strax upp. Ein rollan hafði verið þrílembd þá um morguninn, og ég kallaði það “bónuslamb” nú, út af því að hún fékk “bónuslamb” þá tóku pabbi og Jenni lambið hennar og settu undir rolluna sem missti annað lambið sitt.  Og alltaf stóð ég og horfði hugfanginn á það sem fram fór.  Og mamma mín talaði mig í gegnum allt ferlið. 

Það var rok og rigning um helgina.  Við tjölduðum ekki og fórum ekki í sund.  Hornasirnar okkar mömmu höfðu ekkert gott af því svo við ákváðum að slappa bara af.  Fórum með Þórhöllu frænku og Hirti Smára í Reynisstaði að heimsækja Eik frænku sem var þar yfir helgina – hún á píanó!!! og ég mátti spila – ooohh það var svo gaman!!

Á sunnudaginn þá fórum við í smá göngutúr með afa.  Fórum að heimsækja Rindil, Lukku og hinar ærnar sem áttu ekki lömb þetta vorið. Þær eru núna úti á Stekkjanesi í góðu yfirlæti.  Nú Lukkan mín átti sem sagt ekki neitt lamb. Nema hvað – haldiði ekki að hún hafi svo borið einu litlu hvítu þegar hún var komin út á Stekkjanesið! Hún snéri alveg á bændur í Belg núna !! Eitt lítið hvítt valhoppaði við hlið hennar þegar hún hljóp í burtu frá okkur. 

Og hápunktur helgarinnar : ég fór með afa í dráttarvélina.  Og ég fékk að keyra!! ég ljómaði allur þegar ég kom aftur til mömmu, sveif um ég var svo hamingjusamur með þetta !! Enda brosti ég hringinn þegar ég fór að sofa í gær ! 

gah_drattarvel

Mamma er búin að setja myndir inn á flikkrið okkar :

Flugsafn.

Sumar 2009

föstudagur, maí 15, 2009

Sumar sumar !!

Núna fæ ég að fara í skólann á bolnum, bara á peysunni og mamma pakkaði stuttubuxum ofani töskuna sem ég fer með til pabba!!

Við mamma erum búin að eiga skemmtilega viku.  Fórum til Júlíusar og (mamma hans heitir Freydís og er vinkona mömmu) við lékum okkur saman á trambólíninu þeirra.  Svaka gaman! Júlílus er 4 ára líka – og við náum vel saman.  Erum alveg að byrja að púkast saman og getum alveg spilað hvorn annann upp í vitleysunni. 

Mamma sýndi mér reiknibílatölvuleik og sátum við og hún kenndi mér að nota mús og lyklaborðið.  Ég sýndi þessu mikinn áhuga og fannst þetta virkilega gaman! Mamma Júlíusar á handa mér Múmínálfaleik sem við mamma ætlum að prufa saman eftir helgi !

Við fórum út að hjóla saman í vikunni við mamma og td í gær var alveg yndislegt veður til að hjóla.  Fórum á róló og mamma kann alveg þykjustu leiki. 

Ég er með skutlu æði þessa dagana.  Mamma talar um að það séu pappírsskutlur út um alla íbúð.  Svo gaman að lita og brjóta saman og eiga fullt af litríkum skutlum.  Förum í skutluleik við mamma – hvort okkar hittir á ákveðna staði í stofunni og hvort okkar nær lengra :)

Í dag sækir pabbi minn mig í skólann og ég ætla að vera hjá þeim þessa helgi.  Verður örugglega mikið gaman og mikið fjör:o)

Eigið góða helgi

gah_byrnjuis

mánudagur, maí 11, 2009

Heima um helgina

hæ hæ hó hó

við mamma vorum heima um helgina.  Bara að slappa af og njóta þess að vera tvö saman.  Ég vakna auðvitað á mínum tíma klukkan sjö, en ég leyfi mömmu að kúra lengur.  Hún auðvitað kemur fram og gefur mér að borða og þess háttar, en skríður svo uppí aftur og “vaknar inni í rúmi”.  Mér finnst sjálfum svo gaman að vera frammi, að leira, að kubbast og leika mér með bílana mína.  Við mamma keyptum nefnilega leir á föstudaginn og við leiruðum saman. 

Fórum í bíó ! Mér finnst svo gaman í bíó, þá fæ ég alltaf popp og smá kók og jafnvel nammi! Sáum Múmínálfana.  Mér finnast þeir skemmtilegir! En það var ekkert hlé.  Ég hef ekki eirð í  mér að sitja kjurr í 70 mínútur.  Ég þarf að fá smá pásu til að hlaupa hring og á klóið.

Ég er heldur klár strákur.  Á laugardaginn þá fórum við í Hagkaup.  Nammidagur og ég held fast í þá venju að kaupa nammi á nammidaginn.  Nú ég finn rosa flotta bíla í svona afsláttarkörfu á miðju gólfinu í Hagkaup.  Og ég læt alveg í ljósi að mig langi í svona.   “mamma ég elska svona..” – farinn að nota þetta en er ekki alveg að virka sem skildi, en ætla reyna aðeins lengur. Mamma býður mér að sleppa namminu og fá þetta í staðin.  Og ég jánka því.  Ég nefnilega vissi að ég ætti eftir að fá nammi í bíó :o) ha ha ha

í gær ætluðum við í Flugsafnið, en það var lokað. Ég varð svolítið svekktur, en fékk að skoða dekkið sem er á hálfu flugvélinni sem er  utan á húsinu, og það var nóg til að kæta mig aftur.  Ég snerti dekkið! og sá hvar flugvéliln geymir dekkið!

Mamma stakk uppá jólahúsinu í staðinn og ég var alveg sáttur við það.  þar valdi ég mér jólapakka… Það voru nefnilega jólapakkar fyrir utan jólahúsið, svona óvissupakkar sem við vissum ekki hvað var í.  Ég varð nú svolítið skúffaður og grenjaði ógurlega.  Það var nefnilega jólakanna í pakkanum en ekki dót.. mamma sagði að þetta væri nú afskaplega falleg kanna og hægt væri að borða ísinn úr henni.  Við vorum einmitt stödd fyrir utan Brynju með bragðarefina okkar í sólinni.  Nú við skelltum ísnum í könnuna og ég varð sáttur :o)

við kíktum á Glerártorgið, skoðuðum í Toys’R’Us.  Og ég betlaði ekki neitt ! Síðan fórum við í kaffi til Freydísar og Júlíusar.  Við Júlíus vorum á trambólíninu og hoppuðum og skoppuðum .  Enda sofnaði ég yfir teiknimynd klukkan fimm.  Og aftur steinsofnaði ég eftir skemmtilegan dag klukkan átta.

DSC00908

Komnar eru myndir á Flikkrið Mai 2009

miðvikudagur, maí 06, 2009

Sylvía í heimsókn

hæhæ! ég var hjá pabba um helgina og skemmti mér vel.  Mamma sótti mig svo í skólann á mánudaginn og við fórum að kaupa nýja bjöllu á hjólið mitt.  Hin bjallan brotnaði strax á föstudaginn í hjólatúrnum okkar þá.  það komu viprur og ég varð afskaplega lítill og reiður við sjálfan mig fyrir að hafa brotið bjölluna.  En mamma mín sagði að við myndum kaupa nýja.  Og ég valdi mér rosa flotta Bangsimon bjöllu hjá Vidda í Skíðaþjónustunni.

Amma mín og Þórhalla frænka komu í heimsókn til okkar á mánudaginn.  Amma mín átti afmæli og við mamma fórum í búð og náðum í gotterí með kaffinu handa þeim.  Og í búðinni voru stelpur með tombólu.  Og ég fékk að velja eitthvað fallegt handa ömmu minni og valdi fallega bangsastyttu og bangsinn var að spila á fiðlu.   Eins og kannski flestir vita þá á mamma mín fiðlu, og stundum setjumst við niður og ég fæ að prufa fiðluna. ´

Ég fékk að pakka inn alveg sjálfur.  Ég reyndar bað mömmu um að líma en ég setti pappírinn sjálfur.  Rosa fallegur pakki og amma varð svo glöð! Til hamingju með afmælið elsku amma mín!!!

Í gær sótti mamma mig á hjóli.  Við hjóluðum og fórum á róló.  Mér finnst alveg frábært að eiga svona stundir með mömmu minni.  Og ég veit að mamma nýtur þess að geta sótt mig svona snemma á daginn og átt stund með mér án þess að við séum bæði útkeyrð.  Mamma er líka að æfa sig að hjóla.  Hún hefur ekki hjólað í 20 ár og langar að hjóla í vinnuna, en þarf að æfa sig fyrst. 

og viti menn – Sylvía besta besta frænka passaði mig svo í gærkveldi!!! Mamma sagði mér að hún ætlaði að hitta vinkonu sína á kaffihúsi og Sylvía ætlaði að koma og vera hjá mér.  Og mamma leyfði mér að velja flögur handa okkur. Ég hlakkaði svo til að fá hana í heimsókn.  Og spurði mömmu á 15 mín fresti hvenær hún kæmi. Og þyrlaðist í kringum íbúðina og sjálfan mig af spenningi þangað til ég hreinlega sofnaði!

En auðvitað vaknaði ég þegar Sylvía kom og við skemmtum okkur vel saman! Mamma meira að segja gaf mér leyfi til að fá kók með flögunum ! oooohhh þetta var svo gaman ! ég var svo hamingjusamur með þetta !! Takk fyrir frábært kvöld elsku Sylvía besta besta frænka !!!

að bíða eftir Sylvíu sinni…

DSC00879

föstudagur, maí 01, 2009

Hjólatúr

hæhæ! núna er 1. mai og erum við mamma í fríi! Í gær fórum við og keyptum hjól handa mömmu.  Var heldur bras að koma því í bílinn, á endanum var ég settur í framsætið í bílstólnum mínum. Bæði aftursætin löggð niður – súbbinn klikkar ekki!

Mamma keypti á mitt hjól bjöllu og fána!

Í morgun fórum við svo út að hjóla, var rosalega gaman! ég fékk meira að segja kleinuhring og kókómjólk í bakaríinu !

Við æfðum okkur að hjóla í leikskólann og ég var rosalega duglegur að hlusta og horfa í kringum mig. 

Í dag ætlum við svo að sjá Stígvélaða köttinn í bíó, fá okkur popp, kók og jafnvel smá nammi.  Svo fer ég til pabba og verð þar yfir helgina. 

Eigið góða helgi !!

DSC00861