mánudagur, júlí 27, 2009

Fellshlíð og fjórhjól!

hæ hæ  !!!

Fyrsta vikan í leikskólanum gekk vel hjá mér.  Ég var heldur þreyttur á daginn þegar ég kom heim.  Vildi bara oftast fara beint heim og hvíla mig, horfa á Bolt eða Bósa ljósár (toy story)  En það er gaman í skólanum.  Svo ég er alltaf tilbúinn til að vakna daginn eftir og fara aftur.  Grenjaði ekkert á eftir mömmu.  Það er þroskamerki hjá mér eftir svona frí !

Við mamma áttum yndislega helgi í Fellshlíð.  Já loksins fékk ég að fara í Fellshlíð og hitta Önnu, Hermann og Blíðu.  Og við gistum 2 nætur hjá  þeim.  Fórum í sund og á Mærutónleika Hálfvitana á Húsavík! Var rosalega gaman ! Ég trallaði mikið með, enda kann ég eitthvað af textunum, hitt skálda ég bara uppí :o) Mér fannst gaman að fá að vaka lengur.  Að sjá allt fólkið og svo fengum við okkur að borða; fisk og franskar, stóðuom úti og borðuðum og hlustuðum á tónleikana.   

Og svo á sunnudag fór Hermann með mig á FJÓRHJÓL !!! já ég þorði að fara á fjórhjól og já Hermann kveikti á því og já keyrði með mig og ég var bara ekkert hræddur ! mamma á mynd af þessu á myndavélinni sem hún ætlar að smella hingað inn í dag þegar hún kemur heim !!

Hér er gemsamynd af mér frá tónleikunum :

gah_husavik

þriðjudagur, júlí 21, 2009

Leiftur svefnpoki!!

hæhæ !

eftir útileguna núna um helgina þá sagði mamma að hún yrði að redda mér svefnpoka.  Ég væri svo mikið í að sparka af mér sængum og hún gerði ekki annað en að vakna og breiða yfir mig aftur.  Svo við fórum á Glerártorgið í gær því hún hafði rekið augun í svefnpoka í Toys’R’us sem var með mynd af Leiftri úr myndinni Bílar.  En  þetta er mín uppáhalds mynd og dótið úr henni bílarnir og húsin, og Mikki Trukkur er alveg uppáhalds.  Ég var afskaplega hamingjusamur með þennan svefnpoka:

gah_svefnpokiOg ég vildi bara kúra mig í honum.  Enda þá sofnaði ég fyrir klukkan sjö í gærkveldi.  Mamma heyrði að allt í einu var ég hættur að tala.  Og hún spurði mig hvort ég væri vakandi go ég svaraði ekki því ég var steinsofnaður.  Sofnaði sem sagt talandi í miðri setningu.  Enda var ég svo þreyttur.  Svo mamma var snögg að bursta mig og ég fékk að sofna aftur uppí rúmi í nýja svefnpokanum mínum.  Agalega  hamingjusamur ! 

mánudagur, júlí 20, 2009

Nikulásarmót

hæhæ !! ég er mættur í leikskólann.  Kennarinn sagði að það yrðu nú ekki mörg börn í skólanum þessa vikuna – kannski um 17-20 á öllum skólanum.  Rólegt og notalegt !

Ég var mjög kátur í morgun, ætlaði að byrja með "vil bara vera hjá þér… “ við mömmu en hún minnti mig á að við vorum búin að ræða þetta, og það yrði gaman hjá mér .   Svo fórum við í kapp hvort okkar yrði á undan í gluggann að vinka; ég inni í stofu og hún úti á gangstétt.  Ég vann haha. 

Við mamma vorum í útilegu um helgina.  Mamma sótti mig til afa og ömmu á föstudag.  Mikið var gott að sjá hana!  Við fórum í lónið með ömmu og smurðum nesti fyrir útileguna.    Og við fórum sá laugardagsmorgun á Ólafsfjörð.  Þar var Nikulásarmótið og Hjörtur Smári var að keppa.  Ég horfði spenntur á og hvatti frænda minn !

Um kvöldið  var kvöldvaka með Sveppa og Villa Naglbít.  Og svo kom flugvél og dreifði karamellum yfir liðið.  En ég fékk enga, varð svolítið svekktur.  Mamma reddaði því með að gefa mér nammi í tjaldinu á eftir.  Og ég fékk kakó hjá Lárusi og Þórhöllu í þeirra tjaldvagni.  Mér þótti spennó að fara í heimsókn til þeirra í vagninn. 

Var orðinn svolítið þreyttur á sunnudag og var ekki með sama áhuga á að horfa og á laugardeginum.   En Hjörtur og liðið hans stóðu sig rosalega vel og urðu í 2. sæti í sínum flokki !

Ég var svo kátur að koma heim í gær.  Ég er ekki búinn að vera heima hjá mér í tvær vikur.  Og varla neitt þessar 5 vikur sem ég var í fríi :o)   Svo ég fékk hálfgert spennufall.  Réðst í allt dótið mitt, lék mér með allt, gjörsamlega.  Svo þegar klukkan var hálf átta þá bað ég um að fá að fara að sofa.  Við burstuðum, mamma las bók og ég var sofnaður átta.  Afskaplega hamingjusamur með allt saman!!

Mamma er búin að setja inn myndir á flikkrið okkar: Nikulásarmót Ólafsfirði 18-19 júlí

gah_hjortur_sylvia_aslaug

föstudagur, júlí 17, 2009

Kátur hjá afa og ömmu

HÆHÆ jæja þá er mamma alveg að fara að koma !! Hún kemur á eftir og við ætlum í útilegu á Ólafsfjörð á morgun.  Þar er fótboltamót og það verður bara gaman að horfa á Hjört frænda minn keppa í fótbolta! Get örugglega lært eitthvað af honum !!

Ég er búinn að eiga góða daga hjá afa og ömmu. Kátur og þægur.  Búin að fara á trambólínið hjá Þórhöllu frænkku, leika við Hjört, og hitta Sylvíu og Áslaugu.  Fara í sund og í lónið.  Jámm mikið gaman !!

Eigið góða helgi. 

gah_goggi

mánudagur, júlí 13, 2009

Hjá afa og ömmu

hæ hæ !!

ég er hjá afa og ömmu í sveitinni núna.  Mamma mín er að vinna – fyrsti dagur eftir frí í dag og er ég nokkuð viss um að hún sé heldur mygluð í dag.  Með stýrur, því ég var farinn að sofa til átta og níu á morgnana !! og hún ekkert að brasa við að snúa mér á klukkan 7 því ég á eina viku eftir í fríi! Skólinn minn er lokaður ennþá svo ég gat ekki farið heim með henni í gær. 

Ég var svolítið svekktur og grét heldur sárt á eftir henni.  En amma mín og afi kunna sko á mér lagið og ég hætti að gráta og amma fór með mig í hjólatúr á róló. 

Ég hef nefnilega lítið séð af mömmu minni þar sem ég var hjá pabba sl viku.  Kom brúnn og sætur til baka með reynslusögur af læk í Kjarnaskógi til baka :o)

Við mamma nutum þess að vera heima á föstudag ég fann allt dótið mitt og ég lék mér með allt sem ég fann ! var svo alveg tilbúinn í að fara til afa og ömmu á laugardaginn. 

Við horfðum á formúluna með afa og ömmu.  Afi minn gaf mér snakk og nammi með formúlunni.  Ég er sko búinn að finna mitt lið ti að halda með; bílarnir með rauðu nautin (Red Bull). 

Svo rúntuðum við mamma og fengum okkur ís.  Gengum um Dimmuborgir og skoðuðum flugvélar.  Ég naut þess að hafa mömmu mína útaf fyrir mig.  

gah_hoppikastali

föstudagur, júlí 03, 2009

Sumarfrí !

hæ hæ

við mamma erum búin að vera í fríi ! afskaplega gaman hjá okkur.  Ég er að fara í dag til pabba og verð hjá honum í viku núna. 

En mamma er ný búin að setja inn myndir:

Myndir teknar héðan og þaðan í sumarfríinu : Sumar 2009

Við mamma fórum svo í Ásbyrgi í útilegu 21-22 júní: Ásbyrgi

Og svo fórum við í fjölskylduferð, með afa og ömmu, Þórhöllu og Lárusi til Presthóla.  Fórum í fjöruferð, skoðuðum þar sem Músakot hafði staðið, kíktum á Jónas langafabróður minn í kaffi  : Presthólaferð

Og svo fórum við mamma og amma rúnt um nærliggjandi sveitir.  Kíktum í Laxárdal, borðuðum nesti þar.  Fórum á Grenjaðarstað og skoðuðum safnið þar.  Einnig fórum við í Hvalasafnið á Húsavík.  Menningarferð.

DSC06407Svo komum við heim í gær. Anna frænka kom í heimsókn og við fórum á Ísöldina 3.  Við mamma bökuðum vöfflur handa okkur – varla að mamma næði að baka nógu hratt því ég settist að með diskinn minn og mjólkina við vöfflujárnið og borðaði jafn óðum og þær komu – mikið agalega eru vöfflur góðar!!