fimmtudagur, mars 31, 2005

Halló halló !!
Páskamyndir komnar inn!! Páskarnir voru alveg frábærir. Við fórum í sveitina til Valgeirs afa og Rósu ömmu. Við fórum á föstudaginn langa í bústaðinn til Siggu ömmu og Magnúsar afa. En Hörður afi var að vinna svo mikið að ég náði ekki að hitta hann.
Ég var svo heppinn að Guðmudur langafi og Guðrún langamma komu frá Reykjavík, þannig að ég hitti þau í fyrsta skipti - og þau eru yndisleg!! Þau voru svo brún og sæt - voru að koma frá Kanarí eyjum. Langamma kunni sko alveg á mér lagið og gerði sér lítið fyrir og svæfði mig hvað eftir annað, ég hugsa að það séu nokkuð mörg krílin sem hafa sofnað hjá henni!
Langamma átti afmæli núna 29. mars, ásamt Hirti Smára frænda mínum, og óska ég þeim innilega til hamingju með daginn!!
Ég fer í 3 mánaða skoðun á eftir - úff fæ víst sprautu, svo ég segi ykkur frá því síðar.

laugardagur, mars 26, 2005

Hann pabbi minn á sko afmæli í dag!!! Ég ætla að knúsa hann og vera svo þægur og ljúfur - eins og ég er alltaf!!!
Til hamingju með daginn elsku pabbi minn!!!

miðvikudagur, mars 23, 2005

Hæ aftur - langaði til að segja ykkur frá því að í dag þá er ég ekki aðeins farinn að grípa hluti, heldur er ég byrjaður á að skoða þá með munninum. Ég á nokkur fallega lituð létt dót, sem ég er farinn að fatta, og setja upp í mig!
Mér finnst núna lang skemmtilegast að vera í hoppirólunni minni. Get hangið þar lengi, rétt næ með táslunum niður til að hreyfa mig til. Svaka stuð!
Svo er mamma byrjuð að lesa fyrir mig. Okkur finnst afar notalegt að sitja í lazy boy og skoða litríkar bækur. Það er svo gaman - ég hlæ og hjala við myndirnar!
Halló halló! Dagurinn í dag er merkisdagur. Hún mamma mín er 30. ára í dag! Ég er líka búinn að knúsa hana alveg síðan ég vaknaði í morgun, og er búinn að vera x-tra þægur við hana í dag.
Amma mín á Akureyri sendi mér föt og dót frá Bandaríkjunum í dag. Ég verð rosa flottur þegar ég fer í þetta - takk æðislega fyrir mig elsku Sigga amma og Magnús afi.
Ég verð þriggja mánaða á morgun. Ég fæ reyndar ekki 3 mánaða skoðunina mína fyrr en eftir páska þar sem hjúkrunarfræðingurinn er farinn í páskafrí. Þá fæ ég sprautur.
Annars eru mamma og pabbi að spukulera að fara til Mývatnssveitar með kíkiferð til Akureyrar um páskana. Dagsetningar eru ekki komnar á hreint, en það væri gaman að sjá sem flesta!
Annars hafið það sem allra best um páskana
kveðja Gabríel Alexander

fimmtudagur, mars 17, 2005

Sælt veri fólkið! Og takk fyrir kveðjurnar í gestabókinni! Snjólaug frænka mín og dóttir hennar Sunnefa sendu mér afskaplega fallegt dót í dag - og langar mig til að þakka kærlega fyrir mig!
Mamma og pabbi gáfu mér leikgrind í gær og hoppirólu. Ég er kannski enn svolítið lítill fyrir hoppiróluna en ég fékk að prufa, með góðri stillingu svo ekkert álag er á litlu fótunum mínum. Og það er meiriháttar gaman að dingla þarna í þessu dóti. Get hreyft mig eins og ég vil (enda er ég aldrei kjurr) og það er meiriháttar þegar einhver nennir að ýta mér svo ég róli til og frá!
Leikgrindin er snilld. Þar fæ ég að vera í friði fyrir Kítöru, þó hún sé ofsalega góð við mig, þá er ágætt að fá stundum að liggja með dótinu mínu og þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að fá hundstungu framan í mig í tíma og ótíma. Auk þess sem dótið mitt er orðið óhult fyrir henni!

laugardagur, mars 12, 2005

Hæ hæ allir saman. Mér líður afskaplega vel þessa dagana, sef vel og borða vel. Í morgun er ég búinn að vera hjá mömmu niðri í tölvuherbergi. Ég dunda mér við að tala við dótið mitt, tala við mömmu og tala við Kítöru þegar hún nennir að vera hjá okkur.
Það er leiðinlegt veður úti, líkt og í gær, svo við förum sennilegast ekkert út í vagninn í dag. Ég læt mér líða vel inni í staðinn.
Vona að þið öll eigið góða helgi,
kær kveðja Gabríel Alexander

fimmtudagur, mars 10, 2005

Í gær var ofboðslega fallegt veður. Við fórum öll fjögur á rúntinn og rúntuðum alla leið til afa og ömmu í Mývatnssveit. Mamma og pabbi stoppuðu á leiðinni til að taka myndir og dást að útsýninu, en það var afskaplega fallegt á öræfunum í gær. Og auðvitað var gaman að hitta afa og ömmu svona fljótt aftur. Vona að það líði ekki langt á milli heimsókna, en fólk er auðvitað velkomið að kíkja í kaffi til okkar :o)

mánudagur, mars 07, 2005

Hæ hæ aftur!
Guðmundur langafi og Guðrún langamma eru úti á Kanarí með Guddú frænku minni. Hún Guddú er afasystir mín og á hún afmæli í dag! Hún er 50. ára í dag og viljum við mamma og pabbi óska henni innilega til hamingju með daginn í dag!! Til hamingju með daginn elsku Gúddú - vonandi fæ ég að hitta þig fljótlega!!
Ástarkveðja Gabríel Alexander, Guðrún K. og Hjörleifur
halló halló!!
Vitið þið hvað það var gaman um helgina hjá mér! Ég og mamma og Kítara fórum til Mývatnssveitar í heimsókn til Valgeirs afa og Rósu ömmu! Það var rosalega gaman. Ég var reyndar fyrst afskaplega feiminn því ég er svo lítill enn að ég þekkti ekki andlitin þeirra, þó þau höfðu komið í heimsókn 29. janúar. Svo ég sendi þeim nokkrar vel valdar skeifur fyrst. Og amma fékk að sjá mig vondan, og henni fannst það undarlegt hvað svona lítill búkur gæti gefið frá sér mikil og sterk org. En ég kreppi hnefann og kreppi mig saman til að ná sem mestum krafti í hvert org. Ég er með ágætis skap :o) En nóg um það.
Auðvitað hætti ég að senda þeim skeifur þvi þau eru voða góð, og gott að kúra hjá þeim, td sofnaði ég í fanginu á ömmu minni þegar hún og mamma voru að skoða gamlar myndir.
Ég átti reyndar frekar erfitt með að sofa fyrst. Ný hljóð, ný andlit og nýjar raddir, svo var pabbi ekki með (hann var heima að mála) En ég vandist þessu og var farinn að leika á alls oddi á sunnudeginum.
Þórhalla móðursystir kom og kíkti á mig, og ég hitti Hjört Smára og Sylvíu Ósk. Reyndar þurfti Sylvía að fara til Reykjavíkur að keppa á frjalsíþrótta móti, svo ég hitti hana lítið, vonandi meira næst! Svo kom Jón í Belg í heimsókn á sunnudeginum til að sjá mig. Það eru allir voða hrifnir af mér - ég er líka svo rosalega flottur strákur!!!
Væri líka gaman að sjá fleiri spor í gestabókinni. En þangað til seinna - hafði það rosalega gott elskurnar mínar!!

miðvikudagur, mars 02, 2005

Góðan daginn allir saman!
Ég fór í ungbarnaeftirlitið í gær, og var svakalega duglegur. Ég reyndar var alls ekkert sáttur við að vera klæddur úr á þessum stað, var kalt og óþægilegt. En við kynntumst nýjum hjúkrunarfræðing sem heitir María og hún var afskaplega yndæl. Ég var mældur í bak og fyrir, og mældist 58 cm og 6260 gr. Mömmu finnst þessi tala 58 cm ekki alveg stemma miðað við fötin mín. En það var kannski ekki alveg hlaupið að því að mæla mig því ég var orðinn fjólublár af reiði þegar María var að reyna að mæla mig, og ég kreppti mig allan saman til að hafa meiri kraft í lungunum til að garga á hana. En hún sagði mig vera afskapleg hraustan og flottan gaur. Talar um að ég sé stinnur og sterkur, með fæturnar á réttum stað, og góða hreyfigetu og greinilegt að ég hreyfi mig mikið. Mamma og pabbi alveg að springa úr monti.
Núna er ég búin að fá graut í 3 kvöld í röð. Fyrsta kvöldið var ég ekki alveg á því að sofna og sofa. En næstu tvö þá borðaði ég grautinn með fýlusvip (er enn ekki búinn að sætta mig við skeiðina) ropaði og leið svo rosalega vel á eftir (fýlusvipur alveg horfinn) að ég er sofnaður klukkan tíu, og vakna ekkert aftur fyrr en um níu daginn eftir!! Og þá líður mér svo vel að ég er ekkert að vekja mömmu strax, ligg og hjala við bangsana mína og læt fara vel um mig.