föstudagur, febrúar 03, 2006

Ég er lasinn. Ég er með gubbupest. Í fyrsta skipti sem ég verð veikur - í vikunni á eftir að ég byrjaði á leikskólanum, ætli það séu einhver samhengi þar á milli?? En ég vona að þetta sé hætt núna, ég gubbaði í nótt, og mamma sat með mig í fanginu til að verða tvö í nótt, því mér var svo óglatt og ég kúgaðist svo mikið. Á endanum var það eina sem ég vildi fá var gamla SMA ungbarnablandan í pelann, og eftir það þá leið mér betur og ég gat sofið í alla nótt. En svo maður lifandi hvað ég var svangur í morgun þegar ég vaknaði.
En ég hef aldrei verið lasinn áður, og ég vona að þetta sé nú að verða búið. Mamma og pabbi eru búin að vera lasin líka, en ekki með gubbuna eins og ég. Þau hafa legið með kvefskít.