fimmtudagur, ágúst 26, 2010

fyrsti skóladagurinn 26..08.2010

Jæja þá er ég byrjaður í skólanum ! SKólinn minn heitir Lundarskóli og ég er bara 2-4 mínutur að labba í skólann. Ég var ekkert að stressa mig yfir þessu; missti hvorki matarlyst né svefn af spenningi, en mamma heyrði hjá sumum foreldrum að nokkur börn væru yfirspennt og hefðu ekkert náð að sofna í gær.

Mér líst vel á kennarana mína, er í stofu með Aron Orra sem er góður vinur minn af Flúðum og tveimur vinkonum mínum af Flúðum líka; Anítu og Margréti.

Ég byrjaði á að finna allt dótið í skólatöskunni, ath hvort mamma hefið nú ekki örugglega munað eftir að setja samlokuna mína í töskuna. Og svo fannst mér ekkert mál þegar hún fór.

Bara gaman að vera byrjaður í skóla !

fimmtudagur, ágúst 19, 2010

Láxárdalur og sumarrúntur


19.08.10.3
Originally uploaded by Sólargeislinn
hæ hæ ! við mamma og amma fórum í sumarrúntinn okkar í dag. Byrjuðum á að fara í Laxárdalinn, alla leið að Þverárkirkju. Og á leiðinni rak ég augun í húsið í fjallinu (Laxárvirkjun) og mamma mundi að Landsvirkjun væri með opið fyrir almenning á nokkrum stöðum á landinu og þetta væri örugglega einn af þeim. Og við kíktum inn! Fengum flotta leiðsögn um göngin og mér fannst þetta svaka spennandi.
Svo kíktum við á Grenjaðarstað, og svo yfir í Hraunsrétt og fengum okkur nestið þar. Amma sagði okkur sögur frá því að hún var lítil stelpa á Reynisstað sem er nálægt Hraunsréttinni.
þar á eftir tókum við rúnt að Nípá, sem er í Kinninni. Amma er að lesa gamlar dagbækur og hún vildi skoða staðinn sem hluti þeirra gerist, og þar á meðal flottur foss sem sú sem skrifaði dagbækurnar hélt mikið uppá. Enda flottur foss !
Við fórum svo til Húsavíkur á Hvalasafnið, stoppuðum ekki lengi við, en við mamma löbbuðum samt í gegn og skoðuðum stóru beinagrindurnar. Okkur var svo boðið í vöfflukaffi á nýja kaffihúsinu hjá vinkonu ömmu sem heitir Sólrún og á sama afmælisdag og ég :o)
við skemmtum okkur konunglega ídag.

Ef þið smellið á myndina þá getið þið séð allar myndirnar sem við tókum í dag :o)

þriðjudagur, ágúst 17, 2010

Þeistareykir og Dettifoss 16.08.10

hæhæ ! við fórum í gær á rúntinn, og í restina var þetta orðið sannkölluð óvissuferð. Afi bauð okkur upp á Þeistareyki. Mamma hafði aldrei komið þangað og það var rosa gaman. Mamma tók fullt fullt af myndum. Síðan tókum við gamla þjóðveginn niður í Kelduhverfi. Afi sagði okkur frá því að þennann veg hafði hann farið sem strákur frá Húsavík þegar hann var að fara í sveitina á Presthólum. Svo fengum við okkur pyslu í Ásbyrgi. Skrýtið að koma þangað þegar við mamma erum ekki í útilegu. En gaman samt. Þaðan fórum við upp að Dettifossi og þessi mynd er tekin af okkur afa þar! Mér fannst fossinn rosalega flottur. Afi var rosa ánægður þegar hann komst að því að hann gat keyrt nýja veginn heim í sveit aftur !

þetta var rosaskemmtilegur dagur !

miðvikudagur, ágúst 04, 2010

Dimmuborginr 04.08.2010


04.08.2010
Originally uploaded by Sólargeislinn
Við mamma fengum okkur góðan göngutúr í Dimmuborgir og svo í Vogafjós. Var rosalega gaman hjá okkur. Á eftir göngutúrnum fékk ég köku og svala í Kaffi Borgum og Lundabangsa!!

þriðjudagur, ágúst 03, 2010

Kárahnjúkarúntur 31.júlí 2010


IMG157
Originally uploaded by Sólargeislinn
hæ hæ ! á sunnudaginn fórum við mamma með afa og ömmu og langafa og langömmu austur á Kárahnjúka. Borðuðum nesti í Atlavík. Ég fann þessa forláta lest við Végarð sem er upplýsingarmiðstöð Landsvirkjunnar áður en maður fer upp á Kárahnjúka (rétt hjá Skriðuklaustri) ég gat leikið mér endalaust í þessari lest.
Við stoppuðum svo í Sænautarseli - þar fengu þau sér kakó og lummur, ég fékk fjaðurpenna, var ekki svangur (ótrúlegt en satt) því ég hafði borðað nesti á Kárahnjúkum líka og svo svaf ég vel á milli Kárahnjúka og Sænautarsels.
Smellið á myndina og þá fáið þið upp allar myndirnar sem eru á flikkrinu okkar mömmu frá ferðinni :o)