fimmtudagur, september 17, 2009

Vinur í heimsókn og stimplar

hæ hæ !

þessi vika er búin að vera skemmtileg !

Á mánudag vorum við mamma að finna út úr því hvernig er best að búa til sykurmassa til að setja ofan á köku.  Og ég fékk að setja í skálina og hjálpa til.  En mátti ekki hræra – mömmu fannst þetta heldur of klístrað fyrir mína putta.  Svo pökkuðum við þessu inn til að geyma. 

Á þriðjudag átti mamma von á vinkonum sínum í kaffihúsaheimsókn:O) og ég hjálpaði henni við að baka kökuna sem sykurmassinn (tilraunastarfsemi mömmu) átti að fara á.  Ég bjó til kökuna alveg sjálfur; mamma braut eggin, ég er alveg að læra að mæla sjálfur 4dl og 170 ml. Svo skellti ég þessu í skál og hrærði sjálfur. Og setti í formin og mamma slétti úr og setti í ofninn.  Hún sér um ofnamálin. 

Svo bjuggum við til súkkulaðið sem fór á milli kökunnar og massanns (til að líma massann á kökuna) og svo skreyttum við .  Mamma átti bara grænan matarlit svo við lékum okkur með að búa til laufblöð og kúlur og föndra !

kakan var rosalega góð!

Jóhannes vinur minn kom í heimsókn í gær og við lékum okkur um alla íbúð.  Mamma hélt sig bara inni í við tölvuna á meðan.  Við gerðum kökunni góð skil (vinkonur mömmu skildu smá eftir ha ha ) go héldum svo áfram að leika.

Mamma mín er svo góð að hún hjálpaði mér við að ganga frá.  Ég er búinn að vera svo duglegur að ganga frá sjálfur og safna mér stimplum.  Var bara þreyttur í gær.  Svo þegar ég laumaðist í fangið hennar á eftir, tók ég stimpla bókina og gaf henni stimpil.  Hún spurði mig hvað ég væri að gera því ekki var hún að koma heim úr búðinni.  Ég tók um hálsinn hennar og knúsaði hana og sagði henni að hún ætti að fá stimpil því hún væri besta mamma í heimi, fyrir kökuna, fyrir að fá vin minn í heimsókn og fyrir að hjálpa mér við að ganga frá.  (held að mamma hafi tárast smá)

Í dag ætlum við svo að fara með restina af kökunni til Júlíusar – vil gefa honum líka köku sem ég bjó til !

 

DSC01106

mánudagur, september 14, 2009

hitt og þetta

hæ hæ !

Þessi helgi og vikan á undan voru bara hið rólegasta.  Í vikunni vorum við mamma bara að dunda okkur heima.  Ég er með mikla þörf fyrir dótið mitt og er að leika mér mikið heima.  Mamma er einmitt farin að hugsa um að fá afa og Lárus í heimsókn með gamla rúmið hans Hjartar Smára sem er upphækkað með leikrými undir.  Það myndi stækka leikplássið mitt um helming. 

Við mamma kíktum í heimsókn til Júlíusar þar sem við lékum okkur á trambólíninu hans Júlíusar.  Mamma mín var að læra að prjóna og Freydís mamma Júlíusar hjálpaði henni af stað :o)

Og ég sýni eldamennsku mikinn áhuga – fékk að gera mína eigin eggjaköku sjálfur.   Þvílíkt ánægður með að setja eggin út á pönnuna, krydda sjálfur og setja ostinn ofaná – mamma lokaði svo kökunni (gerði svona hálfmána) ogsetti á diskinn minn.  Og já ég held að hún hafi smakkast betur þar sem ég gerði hana sjálfur!

Stimplasöfnun gengur vel.  Vantar baraa 2 stimpla uppí ný verðlaun sem er sleikjó núna. Mömmu gengur líka vel – hefur alla vega ekki bakkað á neitt ennþá :) (7-9-13)

Afi og amma sóttu mig á Snyrtipinnann svo á föstudag.  Mamma var að fara til Önnu frænku í litun og svo fóru þær saman til Ak á tónleika.  Ég fékk að vera einn hjá afa og ömmu og var dekrað við mig á alla mögulega máta.  Fékk kók og prins hjá afa, flögur hjá ömmu, og nóg að gera.  Mamma kom svo til mín eftir vel heppnaða sjóstangarferð hjá henni á laugardag. 

Og við áttum góðan sunnudag.  Ég fór með afa til Húsavíkur að heimsækja Jenna á sjúkrahúsið.  Og svo spilaði ég fótbolta úti í garði,  horfði á formúluna, fór á róló,  og bara naut þess að hafa alla í kringum mig. 

Mamma setti sjóstangarmyndirnar sínar inn á flikkrið okkar – þar eru líka nokkrar af mér : Sjóstöng

 

mánudagur, september 07, 2009

gaman að baka :)

hæ hæ

ég er hjá pabba þessa helgi.  En á fimmtudag komu Sylvía og Áslaug að passa mig.  Ég bakaði köku handa þeim spes fyrir passið :

gah_baka

föstudagur, september 04, 2009

Bakstur, pizza og ís !

hæ hæ !

á miðvikudaginn spurði ég mömmu af hverju ég fengi aldrei að baka sjálfur ! Ég vildi sko fá að baka sjálfur mína köku.  Við mamma vorum nefnilega að spukulera í að baka skinkuostahorn og vorum í bónus að ná í það sem vantaði fyrir þau.  Mamma mín ráðagóða greip Betty Crocker pakka og rétti mér “ viltu baka svona” og ég þyrlaðist um búðina af kátínu og æsingi yfir að loksins mátti ég baka alveg sjálfur köku !

Mamma tók til hrærivélina, setti eggin í skál, mældi vatn og olíu og rétti mér þetta allt á bekkinn.  Og ég setti allt saman í hrærivélina og hrærði saman.  Setti í mótið sjálfur og fékk að setja í ofninn sjálfur.  (mamma tók úr ofninum hins vegar) en ég var sáttur; ég hafði bakað alveg sjálfur. Mamma hrærði svo í súkkulaði til að setja ofaná og ég slétti úr því.  Svo hafði mamma keypt handa mér skrautsykur til að setja ofaná og ég skreytti alveg sjálfur !  þessi kaka var bökuð alveg af mér – og ég er svo ánægður með árangurinn.  Mamma bakaði líka skinkuostaorn og ég fékk að rúlla upp öðrum helmingnum.  Mamma segir þetta rosa flott hjá mér, en ég veit að þau eru svolítið skökk og snúin; öðruvísi útlítandi en mamma segir þau smakkast bara enn betur fyrir vikið. 

Í gær komu svo Sylvía og Áslaug og borðuðu með okkur pizzu.  Mamma hafði fyllt út sitt stimpla blað um að bakka ekki á bíla fyrir utan búðina og hún hafði ákveðið að verðlaunin yrðu pizza.  Og mamma fór svo út og hitti vinkonur sínar á kaffihúsi og ég varð eftir hjá Sylvíu go Áslaugu.  Fengum okkur ís og köku og ærsluðumst fram eftir ! Ég var svo steinsofnaður þegar mamma kom heim um ellefu.  En mikið var gaman hjá mér !

í dag er ég að fara til pabba og verð þar um helgina ! 
eigið goða helgi !

miðvikudagur, september 02, 2009

Duglegur strákur

Við mamma erum að vinna í betl málunum mínum.  Og í “að ganga frá” málum.   Ég fæ stimpil ef ég er duglegur og betla ekkert í búðuðm og stimpil ef ég tek til og geng frá eftir mig; ef ég er duglegur og nöldra ekki…

Og í gær fékk ég 5ta stimpilinn minn og verðlaun :

gah_verdlaun Þess má geta að ég kom sjálfur með þá hugmynd að mamma fengi líka stimpla blað og ég vildi að hún fengi stimpil í hvert skipti sem hún færi í búðina og bakkaði ekki á aðra bíla ! Hún á eftir 2 stimpla til að fá sín verðlaun. 

( kveðja frá mömmu:  þetta stimpla kerfi er alveg að virka – Gabríel er miklu rólegri í búðum, þægur og kátur.  Og  hann fékk líka um helgina smá óvænta glaðninga og hann var virkilega kátur með það.  Ef hann betlar þá er bara enginn stimpill, ég er ekki með refsingu, hann bara fær ekki nýjan stimpil.
Tiltektin er alveg að koma, hann gerir þetta ekki alveg ennþá óumbeðinn en hann gengur afskaplega vel frá og tekur flott til hjá sér þegar ég minnist á það)