laugardagur, nóvember 24, 2007


Í dag lét ég mömmu baka fjarstýringu... Ég hafði látið hana inn í ofninn og gleymt henni. Þetta er ónotuð fjarstýring af einhverju skjákorti/sjónvarpskorti og hef ég leikið mér með hana lengi. En mamma mín var ekkert afskaplega kát, og lyktin af bakaðri fjarstýringu er ekkert góð. Það voru engin batterý í fjarstýringunni. Þetta kennir fullorðna fólkinu að skoða ævinlega í ofninn áður en það kveikir á honum. En þetta fór ekki ílla því mamma fann lyktina svo fljótt :)



Halló gott fólk:)

núna erum við komin í helgarfrí aftur, tíminn líður afskaplega hratt núna. Nóg að gera hjá okkur.
Jólin og afmælið mitt nálgast óðfluga. Ég spyr mömmu reglulega hvort ég eigi afmæli, hún svarar mér því að við þurfum að sofa í nokkrar nætur í viðbót. Hún er búin að segja það dálítið lengi, ég farinn að bíða.

Við ætlum að vera heima um þessa helgi. Kannski tökum við rúnt aldrei að vita. En ætlum að reyna að klára jólakortin okkar. Og setja upp nokkrar seríur :)
Við erum farin að breyta smá rúntinum okkar eftir skóla og skoðum núna jólatré í stað bíla og gröfur. Ég er agalega hrifinn af öllum ljósunum og skrautinu.
Er greinilega algjör jólastrákur í mér - enda ekki langt að sækja það. Mamma, amma og Þórhalla frænka mín - þær eru allar jólastelpur :) og svo auðvitað er ég fæddur á jólunum :)
hafið það gott um helgina !!

ykkar Gabríel "jólastrákur" Alexander
  • Já og ég vil skila kveðju til Þórhöllu frænku og Lárusar frænda sem eru úti á Kúbu að njóta lífsins!! Knús til ykkar og von um góða skemmtun. !!

mánudagur, nóvember 19, 2007




hæ hæ !

í dag fékk ég heimsókn frá Flúðum !! Lína Bangsastelpa kom heim með mér til að leika með mér og svo fær hún að gista líka :)

Við hjálpuðum mömmu að baka köku, mér finnst svo gaman að baka!! go ég fékk að hræra alveg sjálfur í kremið á kökuna - og að sjálfsögðu smakkaði ég á því :) Og amma hringdi í miðjum klíðum og talaði ég heillengi við hana - sagði henni frá Línu, frá bakstrinum, frá snjónum, frá bílnum sem var einu sinni bilaður en afi lagaði, frá steypubílnum mínum, og svo sleikti ég út um því glassúrinn var í kringum allan munninn upp á mitt andlit... sjá bara myndina af mér !!


en á myndasíðunni okkar mömmu eru fleiri myndir og líka af mér og Línu :) - sjá hérna...

hafið það sem best

ykkar Gabríel Alexander

laugardagur, nóvember 17, 2007


Halló halló!!

Hér bara snjóar ! og er ískalt úti. Við mamma vöknuðum um hálf átta og vorum ekkert að stressa okkur. Ég var svo duglegur að ég svaf í mínu rúmi í alla nótt.

Um tíu fórum við í Hagkaup og náðum okkur í það sem okkur vantaði fyrir piparkökubaksturinn. Og svo var hafist handa ! Og það var svo gaman! Ég fékk líka að fletja út, og skera út kökur, mamma hjálpaði mér við að færa þær yfir á bökunarplötuna. Settum á 3 plötur!! Og bakað!

Eftir bakstur þá biðum við eftir að þær kólnuðu og mamma bjó til glassúr handa mér og ég fékk að mála kökurnar með pennsli!! Það var sko gaman!! Myndir frá okkur má sjá hérna: Piparkökubakstur!!

miðvikudagur, nóvember 14, 2007

Hæ hæ ! Hvernig væri nú að kvitta í gestabókina mína ? okkur mömmu finnst svo agalega gaman að sjá kvittanir :)

þriðjudagur, nóvember 13, 2007


hæ hæ !

í gær var gaman hjá mér!! Mamma var að vinna til 18 og venjulega hefði Þórey átt að sækja mig. Ok, en hún var að lesa undir próf svo að sjálfsögðu erum við ekkert að trufla hana í því. Nú, svo mamma ætlaði að skipta degi við írisi sem vinnur með henni, en Íris var lasin... Stebbi tæknimaður líka. Hmm nú mamma hringdi í Sylvíu bestu frænku, og hún var sko meira en til í að passa mig. Og það var svo gaman!! ég hljóp með henni inn á vist, var ekkert að gráta á eftir mömmu (eins og ég gerði í gærmorgun í skólanum) og ég fékk popp hjá henni. Hún og vinkona hennar voru búnar að setja upp jólaskraut, og þær voru svo skemmtilegar! Ég var afskaplega hamingjusamur þegar við mamma vorum komin heim. Svo gaman að breyta til :)

Helgin var annas mjög skemmtileg. Við mamma kúrðum okkur á laugardaginn og fórum svo í sveitina. Afi lagaði bílinn okkar og virkar hann núna rosa vel :) Kíktum í Fellshlíð á sunnudeginum, og náðum í kjötið okkar :) Alltaf gott og gaman að fara í Fellshlíð enda vildi ég sko ekkert fara heim þaðan . Mamma lofaði mér að við myndum gista þar fljótlega og ég hlakka mikið til þess!!

Við kubbuðum svo við mamma þegar við komum heim. Við höfum ekki haft mikinn tíma til að leika okkur saman hérna heima eftir flutninga. Og ég var ekki kominn með neitt kubbahús eða playmobilhús á borðið mitt inni í herbergi - nær ekki nokkurri átt! Svo mamma hjálpaði mér og núna leik ég mér mikið inni í mínu herbergi - svo stór strákur að eiga sjálfur herbergi og get dundað mér þar eins og ég vil !!

Þangað til næst hafið það gott

Ykkar Gabríel Alexander

fimmtudagur, nóvember 08, 2007


hæ hæ allt gott að frétta héðan. Erum hress og kát. Var hjá afa og ömmu sl helgi þar sem mamma var að vinna. Afi kom meira að segja að ná í mig og var rosa stuð að sjá afa koma og ná í mig! Hljóp hoppandi í afabíl og tilbúinn að fara í sveitina.

Mamma kom svo á sunnudaginn. Okkur líður mjög vel í nýju íbúðinni. Ég var dálítill gaur fyrst og vildi bara fara heim. Var ekki alveg að ná þessu. En mamma tekur bara fram dótið mitt og sýnir mér að allt sé hér og við kubbum smá eða bílum og ég gleymi mér. Þetta var í sl viku - en hef ekkert spekulerað í þessu í þessari viku.

Við mamma máttum svo fara í sveitina í gær með súbbann okkar . Siggi tæknimaður kom og dró okkur í gang. Startarinn farinn í bílnum. Fengum ömmubíl lánaðanr takk elsku amma mín!! Og takk elsku afi minn fyrir að gera við súbbann :)

Förum á laugardaginn aftur í sveitina í heimsókn. Þá getum við svissað aftur á bílum.

Ég er alltaf voða góður, er reyndar alltaf að reyna að fá að lúlla í mömmubóli, en mamma er farin að taka strangar á þesssu. Og við erum byrjuð í samningarviðræðum varðandi bleyjur... mér finnst bara ekkert gaman að fara á koppinn... tímaeyðsla.