fimmtudagur, febrúar 04, 2010

Tannlæknir

hæ hæ

ég fór til tannlæknis í gær.  Það gekk rosalega vel, ég var duglegur, en heldur þreyttur.  Þegar tannlæknirinn ætlaði að setja eitthvað upp í munninn sem blés lofti þá sagði ég stopp, hingað og ekki lengra og þar við sat. 

Ég átti snilldar helgi hjá afa og ömmu síðustu helgi.  Mamma var á þorrablóti í Reykjadal, en ég fékk að vera einn hjá afa og ömmu.  Mikið gaman!  

Mamma og pabbi komu einmitt á þorrablótið í skólanum mínum á bóndadaginn ! það var gaman að hafa þau bæði og borða þorramat, þó harðfiskurinn og soðnabrauðið hafi verið uppáhalds hjá mér. Ég bað um að fá að smakka súra hvalinn en ég lét hann aftur á diskinn.  Ég smakkaði hann þó!  Súrt slátur er gott, með grjónagraut. 

Ég er búinn að vera heldur þreyttur þessa vikuna. Mikið að gera :o)

Næstu helgi fer ég til pabba :)