mánudagur, júní 21, 2010

Afi minn á afmæli í dag

í dag á afi minn afmæli !

til hamingju með daginn elsku afi !

afi_gah

kveðja frá afastrák !

fimmtudagur, júní 17, 2010

hæ hó jibbíjei !

- eini dagurinn á árinu sem ég fæ gasblöðru !! woohoo! og í dag valdi ég Latabæjarblöðru !

Við hittum Júlíus og þau öll niðri í bæ og horfðum á fullt af skemmtiatriðum. 

DSC01514 Við krakkarnir: Guðbjörg Inga, Júlíus Máni, Heiðrún Ásta og ég :o)

Mér þótti samt heldur mikill hávaði í Hvanndalsbræðrum, og þá var ég líka bara orðinn nokkuð þreyttur.  Búinn að fá blöðrur, svona vindrellu sem ég ætla að festa á hjólið mitt, candyfloss og subway!

Við mamma fórum samt aðeins á bílastæðið við Glerártorg og ég fór í hoppikastalann í slatta stund :o)

Er gjörsamlega búinn á því núna :o)

Hérna er samt ein mynd af mér og Gassa, sem er gæsarunginn sem Freydís og Eygló (vinkonur mömmu) ættleiddu í Ásbyrgi á mánudaginn.  Núna er hann kominn á sveitabæinn rétt fyrir utan Dalvík. 

gabriel og gassi

þriðjudagur, júní 08, 2010

Kjarnaskógur

hæhæ

var rosa gaman í gær. Fórum með Júlíusi og þeim í Kjarnaskóg.  Við Júlíus og Guðbjörg Inga máttum vaða og leika okkur á meðan mamma og Freydis (mamma Júlíusar og Guðbjargar) kjöftuðu og hituðu grillið. 

Ég settist í lækinn og varð rassblautur og það var rosa gaman ! Mamma hafði með auka föt svo þetta var allt í lagi :o)

Svo voru grillaðar pilsur og við borðuðum úti.  Var svo gott veður og svo hlýtt.  Vorum í Kjarna næstum fram að háttatíma, enda þegar við komum heim fór ég í sturtu, burstaði go mamma las eina bók fyrir mig og ég var sofnaður þegar mamma kíkti á mig 5 mín yfir átta :o)

Mér er mjög heitt.  Ég átti smá erfitt með að sofa því mér er bara of heitt.  Mamma opnar alla glugga og hefur hurðina mína opna svo það flæði vel um herbergið mitt.  En ég er heitfengur og á auðvelt með að verða of heitt. Enda fór ég í stuttbuxum í skólann í morgun :o)

GAH_Kjarni 06.07.10

miðvikudagur, júní 02, 2010

Greifinn og Wall-e tölvuleikur

hæhæ

í gær var rosa gaman ! við mamma fórum út að borða á Greifanum.  Það var umbun fyrir að safna upp stimplum með góðri hegðun, duglegur að taka til, að betla ekki í búðum og svona sitt lítið af hverju sem ég geri til að fá stimpil!

Mamma ákvað að við skildum finna góðan tölvuleik handa mér- kannski svo ég hætti að suða um að fikta í hennar leik.  Og við fundum Disney valla vélmenni leik sem er rosalega flottur !

Og svo komu þórhalla frænka og Sylvía í heimsókn, mamma myndi nú segja að ég hafi ekki verið alveg sá gestrisnasti þar sem Sylvía þurfti að komast á netið en ég var ekki alveg á sama máli.  En þá var ég búin að vera heldur lengur í tölvunni og orðinn þreyttur :o)

Mamma sagði að ég mætti fara aftur í dag í tölvuna – og þá myndi hún setja á mig klukkutíma stillingu. Á meðan ætlar hún að baka handa mér skúffuköku :o)