þriðjudagur, maí 27, 2008

sund eftir skóla

IMG_1560 hæ hæ !! Í dag var æðislegt veður.  Ég vaknaði á undan mömmu minni við að sólin skein innum gluggann minn.  Ég á fætur með bílana mína inní stofu.  Lék mér þar þangað til ég heyrði í vekjaraklukku mömmu (gemsanum). Þá þaut ég inn í herbergi til hennar með brunabílastóðið mitt, sængina gogga og dudduna og bauð henni góðan daginn :o)

Ég er enn með smá Risalandskomplexa.  En það gekk betur í morgun.  Ég td fór ekki að gráta á eftir mömmu í dag.  En undanfarið hef ég grátið á eftir henni.  Og var svo hress þegar hún kom og sótti mig í dag.  Við fórum sko í sund! Það var svo mikið af fólki í lauginni.  En ég fór í rennibrautina og hljóp hring eftir hring.  Og þegar það var löng röð þá bara taldi ég á puttunum upp í tíu (já svona nokkurn veginn) og tók tillhlaup og lét mig gossa út í laugina með öskri og gusurnar þutu út um allar áttir! ha ha ha það var svo gaman!!

Við grilluðum þegar við komum heim og ég torgaði líka einni skyrdollu.  Kea skyr með vanillu er mitt uppáhalds skyr! Mamma hafði leyft mér að velja mér ís eftir sundið sem ég mátti bara borða ef ég væri duglegur með kvöldmatinn (sko mig og skyrið!! ) og þegar Simpsons var að byrja bað ég mömmu um að geyma restina af ísnum.  Hafðio valið mér grænan Lurk, sem auðvelt er að setja aftur í bréfið og ofan í kistu.  Já gott fólk ykkar yndislegastur var kominn inn í rúm hálf átta! Sofnaður útkeyrður, hamingjusamur, saddur og útitekinn klukkan átta!

Þar til næst - ykkar Gabríel

mánudagur, maí 26, 2008

Sumarhelgi

gah i drattarvel Hæ hæ !!!

Við mamma áttum svo sannkallaða sumarhelgi í sveitinni.  Mamma sótti mig eftir skóla á föstudag og þá vorum við búin í sameiningu um morguninn pakka dótinu og hjólinu í bílinn.  Svo eina sem mamma átti eftir að gera var að sækja mig, taka bensín og bruna af stað.

Það er svo gaman að koma í sveitina til afa og ömmu, finna alla kubbana mína þar.  Sýndi afa og ömmu nýja hjólið mitt og amma labbaði með mér smá spotta á meðan ég hjólaði.  Sylvía frænka kom og ég sýndi henni hjólið mitt líka! 

Laugardag þá fór mamma að hjálpa afa með smotterí í fjárhúsunum en við amma mín fórum á rúntinn og á róló! Ooooh það var svo notalegt að eiga ömmsuna mína og vera úti í góða veðrinu og leika mér.  Svaf afskaplega vel eftir hádegið.  Fórum í Lónið (Jarðböðin við Mývatn) þegar ég vaknaði með ömmu. Það er svo gaman í Lóninu - ég nýt mín til fullnustu þar með mótorhjólin mín - hlaupa upp og út í. 

Þegar júróvision var þá var ég orðin heldur þreyttur.  Mamma leyfði mér samt að vaka aðeins til að hlusta á lögin því ég hef svo gaman af því að hlusta og horfa á svoan dans og söng.  En um hálf níu þá segi ég við mömmu, ömmu og afa "góða nótt" - tek Goggann minn, sængina og dudduna og labba inn.  Meira en tilbúinn til að fara að sofa! Mamma mín las Bangsimon og söng draumahöllina og ég rotaðist :)

Sunnudag vöknuðum við um hálf átta í sól og blíðu.  Fórum út á tröppur með morgunmatinn okkar.  Mér finnst svo agalega gaman að borða úti. Fórum á rúntinn í Belg og ég hitti nokkur lömb, og mér finnast þau svo falleg, eins og með hvolpana þá horfði ég á þau með lotningu og talaði blíðlega til þeirra, og strauk þeim varlega um kollinn. Svo hoppaði það aftur til mömmu sinnar :o)

Var mikið úti að leika í gær.  Svaf líka vel. Mamma brann í sólinni - og ég endaði í stuttubuxum. Það var grillað og ég hjólaði á pallinum hjá ömmu og afa, borðaði ís og fékk nammi, hitti Sylvíu aftur og við hjóluðum saman á pallinum :) 

Jámm við mamma áttum sannkallaða sumarhelgi.  Gott að koma heim, horfa á snjósleða í snjónvarpinu og á flottu bílanan í Top Gear.

Þar til næst ykkar Gabríel Alexander

fimmtudagur, maí 22, 2008

buff og mynd af silvíu

já ég er bara sætastur í heimi.  Mamma bara varð að koma því að.  Ég fór í skólann í morgun eftir inniveruna.  Var frekar ósáttur við Risaland. Vildi heldur fara á Undralandið mitt.  En málið er að núna eru allir vinir mínir komnir yfir á Risaland, strákarnir sem fluttu um leið og ég og stelpurnar komu núna í þessari viku.  Svo hópurinn okkar er allur mættur.  Enda var gaman í dag!

Hulda sótti mig svo um fjögur og ég fékk að versla með henni - og ég fékk nýtt buff.  Sem er kannski ekki frásögu færandi nema það er afskaplega litríkt og flott - og ég valdi það sjálfur!

Eins og þið flest vitið þá er ég með mótorhjóladellu.  Á háu stigi.  Og hver önnur en besta frænka mín hún Sylvía er mótorhjólastelpa.  Reyndar eru þau öll hjólafólk í Lynghrauninu.  En ég á mynd af Sylvíu minni útprentaða á hjólinu sínu sem var tekin á Icecross mótinu á vatninu í vetur. 

Þannig að eftir góðan dag ligg ég steinsofandi, með buffið mitt nýja og mynd af Sylvíu á mótorhjólinu sínu.  Mamma var því miður ekki búin að ná mynd af buffinu en hér er myndin sem ég á af Sylvíu:

DSC01365

miðvikudagur, maí 21, 2008

Hressist óðum

hæ hæ!! ég er enn heima -var með 38 í gær aftur og mamma ákvað að halda mér heima einn dag í viðbót sem er gott því ég er ekki alveg orðinn frískur.  En ég hressist óðum og hef nóg að gera og leik mér mikið.  Er hættur að taka lúra á milli stunda sem mamma segir benda til að ég sé að verða frískur.  Við ætlum af stað aftur á morgun - ég í skólann og mamma í vinnu.  Hlakka til að hitta vini mína aftur. 

Við mamma höfum það gott saman - við horfum á Tímon og Púmba, kubbum úr legó, lesum og pússlum. 

Image028

þriðjudagur, maí 20, 2008

Enn heima

En hann er hressari.  Hann leikur sér meira núna en tekur samt reglulega pásur inni á milli með sængina, dudduna og Gogga (eða Mumu) Hann var með 38 í gær og er enn með hita - mældi hann ekki í morgun; maður sér það bara á honum blessuðum.

Image025

mánudagur, maí 19, 2008

Pabbahelgi

Hæ hæ !! Var hjá pabba um helgina.  Hann sótti mig í skólann og ég gisti hjá honum í fyrsta skipti yfir heila helgi.  Það var rosaelga gaman, ég kom allavega sæll og ánægður heim.  Fór í sund, sá húsdýr og reyndi að telja mömmu minni trú um að ég hefðie kki fengið neinn is eða nammi alla helgina... En einhverja hluta vegna þá trúir hún mér ekki... ??

Gott að koma heim í gær líka.  Allt dótið mitt á sínum stað.  Við mamma grilluðum og áttum gott kvöld, fékk að horfa á Top Gear þáttinn sem er uppáhalds (fyrir utan formúlu) þar eru svo flottir bílar og kappakstursbílar.  Ég þeysist um íbúðina okkar á bilnum mínum og mamma vonar að fólkið á neðri hæðinni verði ekki galið... - sem betur fer er líka gólfefnið í íbúðinni ónýtt svo ég skemmi ekkert frekar :o)

En í nótt sváfum við ekki mikið.  Ég kom tvisvar til mömmu og í seinna skiptið þá sagði ég henni að ég fyndi til í eyranu mínu.   Hún leyfði mér að kúra hjá sér, og í morgun þá fann ég enn til og er með hita.

Verkurinn greinilega hætti - ég allavega er nógu hress til að leika mér en ég er samt með hita.  Ég hristi þetta af mér hratt og örugglega!

Þar til næst eigið góðan dag

Ykkar Gabríel Alexander

Image014

miðvikudagur, maí 14, 2008

Nýja hjólið!

Halló halló!!!

ég fékk fyrsta hjólið mitt í dag!! Mamma var búin að skoða og fann eitt í gær.  Svo fórum við að máta í gær og það var of stórt.  Við fundum annað sem er appelsínugult á litin - það er minn uppáhalds litur!  Ég er sko duglegur að hjóla!! Og var enga stund að ná tökum á þessu og var farinn að hjóla um búðina á meðan mamma borgaði.  Svo fórum við út á róló sem er hérna fyrir utan blokkina okkar og ég hjólaði og hjólaði hringi eftir hringi!

Mamma er búin að setja myndir inn á flikkrið okkar og slóð hér til hliðar. 

Kær kveðja

Gabríel hjólastrákur!!

DSC00340

þriðjudagur, maí 13, 2008

Hvítasunna 2008

hæ hæ!!

Við mamma áttum frábæra helgi.  Byrjuðuðm laugardaginn á að fara í Fellshlið og sjá hvolpana hennar Blíðu og ég varð rosalega hrifinn af þeim.  Mamma hélt á einum og ég strauk honum blíðlega og talaði til hans fallega.  Hann var svo lítill og ég skil alveg að þeir eru litlir og ósjálfbjarga, enda var ég ekkert að væflast í kringum þá einn.  Mér fannst þeir svo fallegir, og mamma segir mig hafa horft á þá með einlægri lotningu.  Þegar ég kom til ömmu og afa sagði ég ömmu frá hvolpunum og myndaði pínulítinn hring með puttunum til að sýna henni hve pínu litlir þeir voru.  En þeir eru sjö talsins, og eru rétt farnir að sjá!

Ég var alveg útkeyrður eftir þessa viku.  Svo mikið að gera hjá mér í þessum deildarflutingum að ég svaf alveg lúrana mína á daginn og var samt útkeyrður á kvöldin.  Þannig ég svaf til hálf tíu á sunnudag!! og fór að sofa aftur í hádeginu!! Mamma alveg hissa á þessu hjá mér!

Fengum svo gott veður á mánudaginn og var mikið úti að leika mér !  Fór líka í fjárhúsin og hitti lömbin sem komin eru.  Ég er rosalegur dýravinur. 

Og já ég er semst fluttur á Risaland. var rosalega spenntur að fara þar inn í morgun og geta fylgst með mömmu labba út í bíl og sent henni fingurkoss :)

Það eru nýjar myndir á flikkrinu okkar :) Sjá hérna: MYNDIR

gaurar

fimmtudagur, maí 08, 2008

Vika liðin

hæ hæ !!

rjomi godurnú er vika liðin síðan mamma skrifaði eitthvað hérna inn.   Og hún er líka loks búin að setja inn myndir!! Þær má sjá hérna:

Myndir Nýjar !!!

Vikan er búin að vera heldur strembin. Föstudaginn gisti ég í fyrsta skipti hjá pabba og það gekk bara mjög vel.  Skemmti mér vel við að gefa öndunum og fara í sund og í bíltúra.  Kom hress og kátur heim á laugardagskvöldið.  Þá þurfti ég að dótast mikið og var ekki þægur á að fara að sofa.  Ég þarf minn tíma með dótinu mínu.  Ég er heimakær í mér.  Á sunnudaginn átti amma mín afmæli. Við mamma fórum auðvitað uppeftir og knúsuðum hana:) Þar var lambasteik í matinn og kaka á eftir :) ég hjálpaði sko við að skreyta kökuna með kertum og þeyta rjómann!! Ég er svoddan sælkeri að ég á ekkert erfitt með að hjálpa til við svona kúnstir :)

Síðan er ég búinn að vera á flakki á milli Undralands og Risalands.  Og það er að taka smá toll.  Ég er útkeyrður og þreyttur, með stuttan þráð og mamma finnur til smá óöryggis hjá mér.  Ég er soldið óþægur, og enda alltaf með að vilja bara vera hjá henni.  Mamma er líka búin að vera að vinna aðeins meira og ég hef ekki fengið eins mikið af henni og vanalega.  Enda er litla blaðran mín búin þegar hún loks kemur heim.  Hún huggar mig og við hlökkum bara til helgarinnar - það eru 3 dagar í frí og mamma ætlar að eyða þeim öllum með mér - ekkert að fara neitt eða vinna eða gera neitt.  Ég fæ að hafa hana alveg fyrir mig.  Við ætlum að kíkja í Fellshlíð og skoða hvolpana hennar Blíðu - en hún eignaðist 7 hvolpa á sumardaginn fyrsta!! Það verður sko spennandi að sjá þá.  Og vonandi koma nú lömb í Belg :) 

 

fimmtudagur, maí 01, 2008

ís til að toppa daginn

Hæ aftur :)

DSC00313já við mamma sváfum til fjögur í dag! Mikið svakalega var nú gott að leggja sig. Og þegar við vorum komin á fætur þá ákváðum við að fara út á rúntinn - og fá okkur ís.

Mamma er búin að setja nokkar nýjar myndir á flikkrið okkar :o)

Myndir .. Smellið hér...

1.mai :o)

hæ hæ ! Í dag er 1. mai og við  mamma heima saman!  Við byrjuðum daginn snemma - um sjö og erum búin að hafa það gaman.  Fórum út í kuldann með þríhjólið mitt og ég hjólaði á róló! Það er rosalega gaman!! Mamma segir að í sumar fái ég stórustrákahjól.  Hún ætlar að kaupa handa mér í júní þegar nær dregur að sumarfríinu okkar! Svakalega hlakka ég til!!

Og við lékum okkur í sandinum, og í rennibrautinni, fann risaeðlu og leyfði henni að fljóta með í þríhjólinu. 

Svo eftir að hafa verið úti í kuldanum þá var sko gott að fá sér kakó! Mamma bjó til alvöru kakó - og það var rosalega gott.  Ég er svoddan kisa og þarf að hafa þetta frekar kalt. 

Svo var ákveðið að á morgun mun ég gista hjá pabba í fyrsta skipti.  Hann mun sækja mig á leikskólann og ég gisti hjá þeim á morgun og kem svo heim eftir kvöldmat á laugardag.  Mamma er að vinna, og það er pabbadagur á laugardaginn.  Og það er kominn tími á að ég prufi að gista hjá þeim.  Mamma er ánægð með að taka þetta skref, ég er tilbúinn í þetta og pabbi minn líka.  Allavega leggst þetta vel í okkur mömmu og vonum að þetta gangi allt vel.  - sem þetta mun auðvitað gera :o)

Á sunnudaginn 4.mai á hún amma mín afmæli.  Við mamma ætlum upp í sveit snemma og kyssa hana rembingskoss í tilefni dagsins :o)

þar til næst - eigið góða helgi

Ykkar Gabríel AlexanderDSC00307