laugardagur, júlí 28, 2007

Hæ hæ - vegna þess hve mamma er löt við að laga linkana á myndaalbúmin mín þá er hér slóðin sem færir ykkur á upphafssíðu myndanna allra og þar sjáið þið albúmin okkar mömmu :

föstudagur, júlí 27, 2007

jamm við mamma erum að klára sumarfríið okkar :) Byrjum bæði á mánudaginn aftur í vinnu og skóla. Ég er farinn að spyrja mömmu um skólann og krakkana. Farinn að hlakka til að hitta þau aftur :)
Myndin af mér er tekin í Belg hja Jenna. Við mamma og afi fórum þangað sl sunnudag til að gefa gibbagibb pela og ég fékk að gefa sjálfur pelann!

Þórey besta fóstra ætlar að passa mig aftur næsta vetur :) en það verður aldrei eins mikil pössun og síðast. Mamma er orðinn verlsunnarstjóri og getur hætt fyrr oftar en í fyrra. Þetta slípast allt til eftir frí þegar rútínan okkar verður komin á fullt :)

Við mamma komum í bæinn sl miðvikudag til að keyra á rútinuna okkar, svo við værum viðbúin mánudeginum. Fórum í gær og heimsóktum Magnús afa og Siggu ömmu i bústaðinn, hef ekki hitt þau svo lengi.

Já sumarið er búið að vera frábært og skemmtilegt. Við erum búin að fá frábært veður og hafa það rosalega gott !! Þökkum afa og ömmu í Mývó fyrir frábært sumarfrí ! Ég fór reyndar með þeim aftur í dag í sveitina og mamma sækir mig á morgun - smá bónus endir á góðu fríi!!

Eigið góða helgi !!
Ykkar Gabríel Alexander

fimmtudagur, júlí 19, 2007


Hæ hæ! Ég er enn í sveitinni og hef það gott :)

Fórum á rúntinn til Húsavíkur í dag og var rosalega gaman!! Þórhalla frænka og amma komu með okkur. Svakalega gott veður, og við gengum um :) Gáfum öndunum brauð, þær voru rosalega svangar greyin (eða þannig)! En gaman því það eru engir leiðinlegir mávar að böggast við pollinn á Húsavík! Fórum niður á bryggju að borða og fylgdumst með bátunum sem komu að landi með hvalskoðunnarfólkið um borð :) Ég var svo duglegur, fór með þeim í allar tuskubúðir, og var ekkert að fikta :) Og steinsofnaði áður en við komumst úr bænum.

laugardagur, júlí 14, 2007

Halló halló!!!
ég veit mamma er ekki enn búin að laga linkana - hún er í netletikasti þessa dagana. Nær að tengjast netinu með kapli hjá afa en hún er barasta ekkert á því að liggja á netinu í fríinu. Hún fékkst samt til að setjast niður og láta vita að við erum í góðum gír!!!

Jamm við erum í fríi og njótum tilverunnar í ystu æsar! Fórum í útileguna í Vaglaskógi fyrstu helgina okkar í fríi, sem var snilld!!

Svo erum við mamma búin að vera í leti, flakka á milli Akureyrar og Mývó. Fyrst tókum við þríhjólið mitt með, svaka gaman, ég er orðinn svo duglegur að hjóla! Og orðaforðinn minn er allur að aukast!!

Það fer afskaplega vel um okkur mömmu, við erum svo sátt og kát. Það er svo gaman að vera til :)