mánudagur, maí 29, 2006


Halló halló allir nær og fjær!
Alveg rosalega góð helgin okkar. Mamma og pabbi voru sama og ekkert í tölvunum, við lékum okkur alla helgina, fórum í bíltúra, grillpartý, kosningarpartý, ég fékk fullt af nammigotti - ss pylsum, pönnsum og svölum.
Svo fluttu mamma go pabbi tölvurnar sínar upp á 3ju hæð. Þar er sko skemmtilegt að vera, miklu meira rými þar til að hlaupa um. Pabbi er alveg að verða búinn með hæðina, svona dútl eftir eins og hann kallar það. Ég get meira að segja labbað sjalfur upp tröppurnar.

Ég er svo stór strákur að ég sit við eldhúsborðið go lita með litunum mínum. Það er afskaplega gaman, og síminn hans pabba er núna "pabba sa"

Og haldiði að mamma go pabbi hafi ekki klippt mig !!! tóku bara allt hárið mitt af - semst ekki síðhærður tölvunörd lengur... mamma segir ég sé svo mikill knúsustrákur. Ég er náttla bara yndislegur í alla staði, lang flottastur - mamma segir það og pabbi minn, og afarnir mínir og ömmurnar mínar og þau hafa alltaf rétt fyrir sér.

miðvikudagur, maí 24, 2006


Halló halló !
Takk kærlega fyrir heimsóknirnar á síðuna mína og gaman að fá svona skemmtileg kvitt í gestabókina, mamma var himinlifandi yfir þessu öllu saman.
Um daginn var afskaplega gott veður. Sól og sumar, en núna lítur allt öðruvísi út. Kalt og hvasst. Samt fæ ég hrós af fóstrunum mínum á leikskólanum þar sem ég er rosalega duglegur úti. Áður fyrr átti ég nefnilega til að hlaupa alltaf inn aftur, og þær á eftir mér. Þá bara vildi ég ekki vera úti. En núna kem ég heim með grasgrænu í gallanum og búin að smakka á sandinum í sandkassanum. Hann skilar sér svo vel og innilega í bleyjunni minni daginn eftir. Mamma jésúsaði sig fyrst, en heyrði svo hjá reyndari mæðum að þetta væri bara allt fyllilega eðlilegt.

Guðmundur langafi minn átti afmæli í gær. Hann varð áttræður kallinn og er úti á Benidorm að hafa það gott. Elsku afi minn til hamingju með afmælið! Hlakka til að sjá ykkur í sumar!
Svo áttu Guddú og Viddi - Guddú er afasystir mín, þau áttu 30 ára brúðkaupsafmæli í gær líka!! Og þau eru á Benidorm í tilefni þessa tveggja afmæla - rosalega held ég að það hefði nú verið gaman og notalegt að vera þar líka.

En svona lítil ísmynd verður bara að minna okkur á að sumarið er komið á dagatalinu.
Hafið það gott,
Ykkar Gabríel Alexander

föstudagur, maí 19, 2006


Góðan daginn :o)
mamma mín er sko montin af mér núna go pabbi minn líka. Ég er sko búin að gera fyrstu listaverkin mín, og foreldrar mínir eru búnir að pósta þetta um allt internetið go senda myndir af þeim í fullt af smsum út um allt... he he ætli mamma mín heimti ekki að setja ramma utan um þetta go hengja upp? Þetta eru nú fyrstu listaverk sonarins :o)

miðvikudagur, maí 17, 2006


Sælt veri fólkið.
Mamma heyrði í langaafa og langömmu úti á benidorm um daginn, ég bið kærlega að heilsa þeim. Hlakka svo mikið til að hitta þau í sumar þegar þau flytja aftur í bílinn sinn hjá Rósu ömmu og Valgeir afa í Mývó.
Hörður afi er búinn að vera hérna fyrir austan í nokkra daga, gaman að hitta hann svona oft. Fórum að heimsækja hann á sunnudaginn í Hvamm. Rosalega gott veður. Ég fann drullupoll um leið og mamma leit af mér, og settist strax í hann. Afi á hænur í Hvammi. Fékk að kíkja aðeins inn í kofann og þær eru rosalega flottar, gular og svartar að lit. Þær vildu lítið tala við mig en það stoppaði mig ekki í því að tala fullt og meira við þær.
Núna eru að koma 5 tennur, sú fimmta bættist við í gær. Og ég er farinn að geta borðað alveg sjálfur morgunmatinn minn með skeið, rosalega duglegur. Ég tala og tala og tala, mamma og pabbi skilja orðið mikið af því sem ég reyni að segja þeim. Orðin mamma og pabbi eru fyllilega skýr hjá mér.
Á myndnni er ég að borða svo rooosalega gott brauð með sykurlausri jarðaberjasultu, sem borðast yfirleitt á undan brauðinu :o)

Bið að heilsa ykkur öllum og eigið góðan dag
ykkar Gabríel Alexander

fimmtudagur, maí 11, 2006


Nú er sko gaman að vera til.
Gubban er hætt, ég get borðað, og það er svooo gott að borða. Pabbi grillaði handa okkur kjúkling og pylsur, fyrsta grillið okkar í sumar. Og mikið var gott að fá grillmat. Ofboðslega gott veður, og búið að taka til í litla garðinum, svona að mestu leiti, mamma þarf að raka saman eftir hundinn, sem hún lofar að gera um helgina, og þá get ég líka farið út að leika þarna.

Mamma mín sótt mig í gær á leikskólann. Þau eru með breyttan opnunartíma og hún vinnur núna frá 9 til 4 á daginn. Og getur þar af leiðandi sótt mig á leikskólann og við getum farið út í labbó með Kítti, eins og við gerðum í gær í góða veðrinu.

Og ef einhverjir vinir og vandamenn verða nálægt okkur á laugardaginn þá erum við með opinn leikskóla á laugardaginn, væri gaman að sýna td öfum og ömmum leikskólann minn.
Eigið góðan dag
ykkar Gabríel Alexander

þriðjudagur, maí 09, 2006

Halló halló :o)
ég er enn heima í gubbupestinni. Mamma var hjá mér í gær, pabbi varð að halda áfram að vinna uppi og er sú hæð orðin rosalega flott núna.
En ég náði að sofa í nótt almennilega, gubbaði ekkert - svo vonandi er þetta að verða búið. Mamma segir að undirhakan mín sé farin og pabbi talar um að ég sé orðinn fisléttur. Ég hef bara ekkert getað borðað, en svo prufaði mamma að gefa mér eplasvala (m. sykri) og það var það fyrsta sem ég hélt niðri. Og sykur var gott að fá í kroppinn. Epli, rifin niður, eru það sem ég vil borða og Better Choice kex með appelsínubragði.
Vonandi er þetta allt að koma, mamma og pabbi eru allavega vongóð þar sem ég gubbaði ekkert í nótt.
Bið að heilsa öllum, ykkar Gabríel Alexander.

föstudagur, maí 05, 2006

Góðan daginn.
Ég er lasinn, ég er með ælupest. Einhver sem hefur verið að ganga hérna go það er sko ekkert gaman skal ég segja ykkur. Ég held engu niðri og vil bara að það sé haldið á mér. Mamma go pabbi eru þau laaaang bestu í heimi, þrátt fyrir svefnlausar nætur þá hafa þau fullt af orku handa mér, og halda á mér til skiptis. Ég græt af sársauka, en reyni að herða af mér, en stundum er það bara ekki hægt, ég er bara 14 mánaða gamall.
Þetta hlýtur að fara að lagast. Ég er hraustur að eðlisfari, hristi þetta af mér, og fer aftur út að leika.

þriðjudagur, maí 02, 2006

Loksins loksins ..
Mamma setti inn myndir frá jólunum... (komið fram í mai..) ha ha ha - en loksins getið þið séð jólin mín, fyrstu jólin mín og fyrsta afmælið mitt! Jólamyndir og afmæli.

mánudagur, maí 01, 2006


Halló halló!!
Um helgina var Hörður Már, stóri frændi minn fermdur. Af því tilefni fórum við til Akureyrar og hittum alla fjölskyldu pabba. Rosalega gaman. Mamma og pabbi segja að salurinn hafi ekki verið barnavænn þar sem fullt fullt af stigum var og tröppum, og enginn barnastóll sem þau gátu ólað mig niður í. Ég skemmti mér hins vegar konunglega.
Svo á sunnudag fórum við til akureyrar aftur, þar sem við ætluðum að ræna Gunna frænda með okkur heim. Hann ætlar að hjálpa pabba með rafmagnið. Við mamma fórum með Maríu, konu Gunnars, og dætrum þeirra, Önnu og Elínu á róló. Það var rosalega gaman! Mamma setti inn nokkrar myndir til að leyfa ykkur að sjá!