þriðjudagur, apríl 29, 2008

Risaland :o)

DSC00296

 

hæ hæ !  Það er komið sumar, og samt þurfti mamma að klæða mig í útigallann í morgun. 

Ég skal bara segja ykkur það að ég var ekki ánægður með að þurfa að fara með húfu í skólann - að ég mætti ekki hafa buffið mitt...

Nú ég fann ráð við því - setti buffið bara utan um húfuna og fór með bæði! Jámm ráðagóður ég!

Á morgun fær mamma að skoða Risaland.  En ég byrja í aðlögun þar í næstu viku.  Við Jóhannes og Snæbjörn fáum að flytja saman - sem betur fer - það er nú nógu erfitt að kveðja þær yndislegu konur sem vinna á Undralandi. 

Allavega er mamma komin með planið á aðlöguninni og við erum farin að tala saman um Risaland.  Þetta verður gaman að flytja og læra eitthvað nýtt.  Mamma þekkir aðeins til á R isalandi og veit að þar vinna líka yndislegar konur. 

Þar til næst

Ykkar Gabríel Alexander

föstudagur, apríl 25, 2008

Gleðilegt sumar!!

Gleðilegt sumar !!

Takk fyrir veturinn!

IMG_1349Við mamma áttum yndislegan dag í gær hjá afa og ömmu.  Við reyndar byrjuðum á að fara í sund kl átta og ég hamaðist non stop í meira en klukkutíma - hlaupa hring eftir hring í rennibrautina og hoppa út í litlu laugina við rennibrautina á eftr löggubílnum mínum og bjarga honum og svamla til baka upp á bakkann og príla uppá hann og hlaupa í rennibrautina aftur... Já enda sofnaði ég eftir ísinn á leiðinni uppí sveit til afa og ömmu. 

Þar fékk ég að hjálpa afa að hreinsa restina af snjónum af pallinum þeirra - með vatnsslöngu - og var ekki þurr þráður á mér á eftir.  Og ég með sólskins hamingjubros yfir allt andlitið. 

Við fórum líka út að labba með Herkúles.  Ég fór í stígvélin mín og fann stóóóran poll!! Og þurfti að skipta aftur um föt - en ég var hamingjusamur með þetta allt saman!!

Síðasta vetrardag var náttfataball í skólanum mínum - og hérna eru myndir af okkur Jóhannesi og Snæbirni - en þeir eru bestu vinir mínir.  Við fáum að flytja saman á næstu deild í vor/haust. 

IMG_1235 IMG_1267

þriðjudagur, apríl 22, 2008

Spiderman skór

hæ hæ

dæmi um hvað ég er yndislegur: 

Mamma gaf mér nýja spiderman skó í gær - strigaskó með frönskum rennilás.  Ég fór strax í þá svaka montinn. 

Ég var í þeim allt kvöldið.

Ég svaf í þeim...  (mamma reyndar klæddi mig úr þeim þegar ég var sofnaður)

Ég fór í þá sjálfur þegar ég vaknaði og jú fékkst til að fara úr þeim til að mamma gæti merkt þá áður en við fórum í skólann. 

þar sem þeir voru / eru alveg nýjir svo ég fékk að fara á þeim inn í stofu - fékkst ekki til að fara úr þeim og í inniskóna.

sunnudagur, apríl 20, 2008

Sunnudagur til sólar

ó já! það er sól og blíða úti.  Ég vaknaði ekki fyrr en um átta eftir langan og góðan dag í gær.  Ég kom heim rétt fyrir átta og var þá ekki alveg á að fara að sofa enda bara allt í lagi -  við mamma sátum og áttum okkar stund saman.  Ég sagði henni sögur og bjuggum til hús úr sængunum okkar og fengum okkur flögur og svala :)

Og ég já svaf til átta í morgun - og vaknaði svona kátur með lífið - enda hvernig er hægt annað þegar sólin skín inn um Bubba Byggir gluggatjöldin mín og ég heyri í fuglasöng? Nú á fætur og lék mér heillengi áður en ég skreið uppí til mömmu - sem var þá vöknuð (hún vaknar venjulega um leið og ég byrja að tala í leik á morgnana)

Morgunmatur og í sund - sem er frábær leið að byrja daginn.  Svömluðum í sundi til nærri ellefu! Ég get sko farið í gulu rennibrautina sjálfur.  Mamma bíður eftir mér grípur mig.  Ég er svo stór að ég get þetta alveg sjálfur og það er svo gaman!!

DSC00300Næst í Brynjuís.  En þangað förum við ekki aftur - ísinn var allt of kaldur og ekkert ísbragð - frekar eins og klaki, eða svona með frostkurli í, en við skemmtum okkur vel í sólinni.  Ég skutlaði í mig súrmjólk þegar heim kom og var sofnaður fyrir hálf eitt.

Náðum 15:20 sýningu í Borgarbíó á Bubba Byggir í vilta vestrinu.  Það var snilldar gaman! Ég fékk kók og nammi eins og síðast - enda er þetta nánast eina skiptið sem ég fæ kók.  Ég náði ekki að sitja heila myndina - enda var ekkert hlé og ég fékk ekkert að hlaupa - síðast þá var hlé og það hjálpaði til.  En það var rosalega gaman.  Tók reyndar smá óþægðarfrekjukast á leðinni út og í bílinn - vildi ekki út þarna og neitaði að leiða mömmu yfir götuna og var bara með óþægðarstæla.  Endaði með óþægðina mína og frekjukastið í herberginu mínu þegar heim var komið.  Kom svo fram "ég vil ekki vera óþægur kenjakrakki mamma mín" og hljóp í hálsakot.

Núna grilluðum við kjúlla og pyslur og borðuðum í stofunni - það er sko það skemmtilegasta :) Mér finnst svo gaman að grilla - vil hjálpa til - halda á skálinni með matnum út og inn aftur - og fylgjast með (úr góðri fjarlægð) kjötinu á grillinu.  Svo borða ég hann með mestu og bestu lyst.    

Já yndisleg helgi að baki - vona að þið hafið átt góða helgi líka :)

Ykkar Gabríel Alexander

föstudagur, apríl 18, 2008

Sólskinsdagar

DSC00290Hæ hæ !! Já það er sko gaman að vera til þessa dagana.  Frábært veður og ég er kominn með rauðar kinnar af sólinni!  Mamma sótti mig í skólann í hádeginu í dag - það var starfsdagur og skólinn lokaði kl 12:15.  Við fórum upp í sveit í blíðunni - afi tók nagladekkin undan súbbanum og setti sumardekkin undir.  Mömmu finnst vera komið sumar þegar sumardekkin eru komin!

Við mamma smelltum okkur svo í Lónið í þessu yndislega veðri sem var í dag og það var rosalega gaman.  Ég er orðin svo stór og duglegur að það er ekkert mál að fara með mig í lónið núna.  Fer mér ekkert á voða og skemmti mér vel að busla í þessu vatni og sandinum.  Auðvitað  voru mótorhjólin með í för.  

Eftir lónið fengum við okkur ís og nutum dagsins í sveitinni hjá afa og ömmu. 

Ég naut þess að hafa mömmu bara einn, og eitt skiptið þegar ég var í fanginu hennar úti í miðju lóni þá slakaði ég alveg á, setti litla andlitið mitt í hálsakot og naut þess að vera bara hjá henni. 

Ég er búinn að vera í afskaplega góðu jafnvægi þessa daga og sl vikur.  Búinn að vakna sönglandi og fer að leika mér áður en klukkan hringir.  Er komin í fötin og tilbúinn að DSC00294fara í skólann áður en við þurfum að fara af stað.   Segi temmilega margar lygasögur og tek upp á góðum uppátækjum reglulega til að halda mömmu við efnið.  Sef virkilega vel, borða enn betur, hreyfi mig mest og syng með Linkin Park á morgnana í bílnum. 

Vona að þið hin eigið jafn góða daga og við mamma!

Góða helgi öll - ykkar Gabríel Alexander

þriðjudagur, apríl 15, 2008

Nóg að gera

hæ hæ !

gahpaskarHéðan er allt frábært að frétta.  Nóg að gera og gaman að vera til! Snjórinn er mikið farinn og kem ég heim með haugadrullug og rennandi blaut föt - pollarnir eru svo skemmtilegir á leikvellinum í leikskólanum!

Afi sótti mig í skólann á föstudaginn og fór ég með honum og Sylvíu að versla og svo heim í sveitina - spurði reyndar mikið eftir ömmu minni - fannst að skrýtið að hún væri ekki með að sækja mig.  Mamma var að vinna á laugardaginn og kom hún uppeftir þegar hún var búin að vinna.  

Ég fór í fermingarveislu með þeim á laugardeginum í Hraunberg.  Arnþrúður Anna og Skarphéðinn Reynir voru fermd og óskum við mamma þeim til hamingju með daginn! Afi beið á meðan ég svaf en amma fór í messu og í veislu. 

Var gott að fá mömmsu mína og vildi ég voða lítið annað en að hún stjanaði við mig. 

Á sunnudag var gestkvæmt í Birkihrauni og mér fannst það hálf skrýtið og var frekar feiminn.  En þegar ísinn kom á borð þá hvarf feimnin og íshólfið mitt opnaðist :)

Það var gott að koma heim.  Ég heyrði aðeins í pabba mínum sem er á ferðalagi og var ánægður með það.  Ég kannski tala ekki mikið í símann og ekki lengi en það er samt gott að heyra raddir minna nánustu - td í pabba, afa og ömmu sem ég hitti ekki á hverjum degi. 

birthdayAnna Valgerður vinkona mín átti 2 ára afmæli á laugardaginn 12. apríl - til hamingju með daginn elsku vinkona!!! Hlakka til að sjá ykkur í sumar og fá að sýna þér dótið mitt !

 

Eigið góðan dag

Ykkar Gabríel Alexander

þriðjudagur, apríl 08, 2008

Lasinn :)

halló allir !!

ég er heima núna - lasinn.  Með hósta og hor.  En ég er afskaplega geðgóður samt.  Tek mér bara reglulega pásur í stólnum okkar mömmu með sængina og slaka á.  Er með hita. 

Ég hitti Sylvíu bestu frænku á laugardaginn.  Mamma var að vinna og Sylvía passaði mig.  Það var bara gaman! Hún fór með mig í sund, og gaf mér nammi og dúllaðist með mig.  Fór með mig á rúntinn um allt!  Mér finnst svo gaman að fá að hitta hana hún er svo skemmtileg. 

Annars er bara lítið að frétta af okkur.  Ég fer í sveitina næstu helgi meðan mamma er að vinna á laugardaginn.  Hún hætti við að fara á árshátíðina og ætlar að vinna í staðinn. Ég fer bara með afa og ömmu i fermingarveislu í Hraunbergi í staðinn! Hlakka mikið til!

DSC00273Þennan bíl fann mamma í sænginni sinni - hún spurði mig hvað hann væri að gera - "hann er í ísbúðinni"

miðvikudagur, apríl 02, 2008

Sunnefa á afmæli!!

birthday

  Í dag á hún flotta frænka mín Sunnefa afmæli! Hún er orðin 18 ára og óska ég henni innilega til hamingju með daginn !!

Vona þú hafir það sem allra best í dag og hlakka til að hitta þig í fermingunni 12. apríl!!!

þinn frændi

Gabríel Alexander

Bleyjulaus!!!

Já já nú er ég stór strákur!!

Á mánudaginn var mamma að vinna til 18 og Þórey er í aukatímum í stærðfræði á mánud ögum.  Pabbi minn í ferðalagi, svo Hulda kom og sótti mig.  Mjög gaman:) 'Eg var bleyjulaus þegar hún sótti mig, en reyndar voru svo slys í búðinni á eftir. 

En í gær, þegar mamma sótt mig var ég líka bleyjulaus og búinn að vera það allan daginn og það sem meira er - ekkert slys - mamma sá að aukafötin sem  hún hafði pakkað niður (naríur og sokkabuxur og aukabuxur) eftir fréttir mánudagsins höfðu ekkert verið notuð :)

Og við fórum á rúntinn með kleinu og kakómjólk,  horfðum á stóru bílana á mótmælarúnti og ég svo duglegur - ekkert slys.  Og mikið var gaman að sjá þessa stóru bíla með ljósin sín og þeir flautuðu og flautuðu.  Og ég fór í skólann í morgun bleyjulaus.  Vildi samt hafa bleyju í nótt. 

Jámm ég er alltaf að stækka og stækka!!  

gah_290308Mamma er búin að setja inn myndir frá Fellshlíð.  Þetta eru myndir af mér að baka pizzu :) - sjáið hér!!

Og mamma uppfærði líka slóðirnar hér til hægri í myndirnar okkar :)

Þig megið líka vera dugleg að kvitta í gestabókina - okkur mömmu finnst svo gaman að fá kveðjur :)

knús til ykkar

ykkar stóri strákur Gabríel Alexander