laugardagur, febrúar 28, 2009

Mývatn og veiði á ís

 

hæ hæ ! 

ég er í sveitinni og mamma mín er hjá mér.  Hún kom í gær þegar hún var búin að vinna.  En allt bendir til þess að ég kemst ekki með henni á morgun.  Fóturinn er ekki orðinn góður.  Læknarnir sögðu að ég ætti heldur ekki að reyna fyrst fyrr en á mánudag að stíga í fótinn. 

En við mamma fórum með afa út á vatn í morgun að veiða.  Keyrðum á bílnum hans afa út á vatn og það var gaman!  Og svo var veitt i gegnum ísinn ! Fengum í soðið!

Kíktum á Jenna Belg líka.  Mjólk og kex að vanda :) Svo erum við mamma bara búin að hafa það gott ídag.  Kíktum í búðina til að ná okkur í laugardagsnammi á sleða!! Ohh það er svo gaman á sleða. 

Mamma er búin að setja myndir frá veiðiferðinni á flikkrið okkar: Mývatn 28.02.09

Eigið góða helgi - ykkar Gabríel Alexander

 DSC05154DSC05157

fimmtudagur, febrúar 26, 2009

Oskudagur 2

hæ hæ !

við mamma fórum í sveitina í gær.  Mamma sótti mig kl 12 þar sem leikskólanum lokaði vegna starfsdags skólans.  Við fórum nú fyrst í vinnuna hennar mömmu og sungum Bubbi Byggir og ég fékk nammi.  Og svo fórum við í gömlu vinnuna hennar mömmu og sungum þar og ég fékk meira nammi - sniðugt þetta !

oskudagur1 Við komum mátulega í athöfnina uppi í Grænum Lausnum.  Elstu krakkarnir voru að byrja að slá.  Ég þekkti ekki frænda minn hann Skarphéðinn.. Svo komu yngri krakkarnir og byrjuðu að slá. Mamma spurði mig hvort ég vildi prufa en ég var alveg fastu á að prufa ekki.  Ég er svolítið óöruggur með mig svona fótalaus.  Ég naut mín í kerrunni með nammið og horfði á :o)

Afi hjálpaði litlu krökkunum og Lárus stjórnaðist í þeim stóru.  Svo var farið inn í svala og súkkulaði og fullorðna fólkið fékk kleinur og kaffi. 

Við mamma kíktum svo til Þórhöllu frænku og Hjartar Smára.  Hjörtur frændi minn var lasinn svo hann komst ekki, en við færðum honum nammi - vonandi líður honum betur ! Hann er reyndar með mér í passi hjá ömmu í dag - gaman hjá okkur - og við lofuðum að vera þægir við ömmu :o)

Mamma er búin að setja myndirnar inná flikkrið okkar : Öskudagur 2009

oskudagur2

miðvikudagur, febrúar 25, 2009

Öskudagur - Spiderman

gah2

hæ hæ hó hó ég er Spiderman í dag !!! Loksins rann upp þessi dagur sem ég mátti fara í Spidermanbúningnum í skólann!! Ég var ekkert smá kátur í morgun þegar mamma kom með búninginn. Hoppaði á öðrum fæti beint til hennar til að klæða mig - hefði snennilegast hoppað hringinn í íbúðinni ef ég væri ekki fótbrotinn. 

Og það er vont veður.  Mamma er dulítið stressuð yfir því.  Við ætlum sko uppí sveit að slá köttinn úr tunnunni þar.  Þar er hefðin að kötturin er sleginn úr tunnunni uppi á verkstæði Grænna Lausna.  Áður var þetta Kísiliðjan, og þó hún hætti þá breyttist það ekki neitt.  Og afi minn er sko potturinn og pannann í þeim efnunum!! 

Og ég á að verða eftir þar.  Dagarnir eru of langir í skólanum fyrir mig svona fótbrotinn og það er kærkomin hvíld að fá að fara til afa og ömmu.  Mamma getur ekki alltaf hætt svona fyrr á daginn. 

En fyrst munum við syngja í vinnunni hennar mömmu og ætlum að syngja líka í EJS :o)

Í gær fengum við nýjan rafgeymi í súbbann.  Ég var þreyttur eftir daginn og steinsofnaði á meðan þeir hjá Olís settu geyminn í:

24022009

mánudagur, febrúar 23, 2009

Fótbrotinn

hæ hæ !

Mömmu var hætt að lítast á blikuna þegar ég vildi ekki enn stíga í fótinn á föstudagskvöld eða laugardagsmorgun.  Þegar mútur dugðu ekki og ég var farinn að svara því að ég bara vildi ekki fara í bíó aldrei aftur þá varð mamma áhyggjufull.  Súkkulaði og kók dugði ekki heldur til... Þannig að á laugardagsmorgun þá spurði mamma hvort ég vildi prufa og ég sagði nei.  Þá sagði hún að ég yrði að fara aftur til læknis. 

Og við vorum komin uppá slysó kl 9 á laugardagsmorgni! Þar kemur fyrst ein kona og skoðar, hún segist vilja bíða eftir barnalækninum sem kemur klukkutíma síðar.  Hún skoðar mig vel.  Hún sér að ég er fínn í ökklanum, ekkert að mér þar.  Og segir að þegar börn hlýfi fætinum eins og ég geri og svona lengi þá segir það til um brot.  Og þau taka það alvarlega.  Nú ég var klæddur úr buxum og sokkum.  Og hún skoðaði fæturna mína frá mjöðm og niður fyrir tær.  Ekki sentímeter sem varð eftir óskoðaður.  Og hún fann bólgu á sköflungnum, um þumli ofar ökkla.

Og hún kallar á bæklunarlækni sem skoðar þetta svæði.  Og hann finnur sáran blett á fætinum mínum.  Hann þrýstir á marga staði en alltaf kveinka ég mér á þessum stað, og er samkvæmur sjálfum mér varðandi það.  Og hann úrskurðar mig brotinn.  Ástæða þess að brotið sést ekki á mynd er að það er væntalega í vaxtalínu á beininu mínu.  En hann sagði að reynslan segði honum að þetta væri brot, lítið en brot engu síður.  Hann vildi ekki setja mig í gifs.  Ég næði að sofa, og leika mér.  En ef mamma finnur þess merki að mér líði illa þá ætti hún að koma með mig.  Og ég á ekki að stíga í fótinn fyrr en í fyrsta lagi á mánudag eftir viku!

Þegar við vorum búin hjá læknum og liði þá fórum við á Glerártorg og ég fékk verðlaun.  Mömmu fannst ég eiga alveg skilið að fá verðlaun þar sem ég var svo duglegur og hlýðinn.  Ég valdi mér Leift með pittstoppi! Ég er búin að horfa á hann lengi og langa í hann lengi! Og svo fórum við mamma heim.  Hún leyfði mér að horfa á Bolt, og ég mátti fá flögur og nammi.  Enda nammidagur ! Við vorum bara heima og það var gaman að eiga mömmu heima einn.  Sunnudag líka.  Kíktum aðeins út, fórum í Hagkaup og náðum okkur í bollur.  Mamma reyndar keypti handa mér verkjalyf í tuggutöflum.  Og ég varð vel hress eftir það. Mamma sá mikinn mun á mér í leik! Svo þegar lyfið hætti að virka þá kvartaði ég um aftur í fætinum.  Ég fékk svo aftur þegar ég var að fara að sofa og svaf í einum dúr frá kl 8 til 6.  Hef ekki sofið svo vel lengi.  Mömmu fór að gruna að verkurinn væri kannski að há mér eitthvað. 

En allavega.  Jóhannes vinur minn átti afmæli núna 19. febrúar.  Og hann hélt uppá afmælið sitt á föstudaginn 20. og bauð okkur Snæbirni, Thelmu Dögg og Ólöfu Öldu.  Og það var rosalega gaman!! Strákarnir eru voða góðir við mig meðan ég er lasinn í fætinum og Jóhannes meira að segja fær samúðarverki með mér og haltrar við hliðina á mér.  Skiptir svo um fót til að haltra í.  Og við fenugum köku og nammi!  Svo lékum við okkur mikið og lengi.  Mömmur okkar voru velkomnar líka og þær sátu svo og drukku kaffi og fengu sé köku líka á meðan við lékum okkur.  Það er svo gaman að fá að leilka heima hjá vinum sínum, en ekki bara á leikskólanum. 

Mamma er búin að setja myndirnar inn frá afmælinu: Jóhannes Geir 4. ára

gah ammli

fimmtudagur, febrúar 19, 2009

Kominn í skólann

  hæ hæ! ég er í skólanum í dag.  Ég var farinn að skríða um allt og vera nokkuð sjálfbjarga heima.  þær á leikskólanum sögðu að ég gæti alveg komið :)

Annars var ég já heima 2 daga.  Í gær fórum við mamma á rúntinn, ég var orðinn heldur pirraður á þessur öllu saman.  Erfiðara þegar maður er ekkert lasin.  Kíktum á Glerártorg. Ég fékk þar ís :) og við kíktum í dótabúðina og mamma gaf mér bláan Leiftur MacQueen :) ég vildi hann frekar en Sollubílinn.  Fór svo í Bangsimontækið og fékk kúlu með Pokémonfígúru :o)

Mér var bara trillað um í innkaupakörfu þar - mér þótti það mikið sport!

Þar næst fórum við og þrifum bílinn og fórum svo með hann í skoðun.  Og auðvitað fékk súbbinn okkar skoðun, án athugasemda :) mamma varð ekkert smá montin af gamla bílnum okkar!

Mamma var að tala við þær í Leikskólanum og þær sögðu mig auman að ég væri lítill í mér, en þær vonuðu að útiveran eftir hádegi hressti mig aðeins við.  En ég kvartaði ekki um í fætinum.

Kemur í ljós :)

12022008

mánudagur, febrúar 16, 2009

á slysadeild

Í dag var hringt í mömmu mína tuttugu mín í tvö.  Ég var meiddur á fæti á Flúðum.  Ég hafði verið að leika mér í útiverunni í dag og dottið með þeim afleiðingum að ég get ekki stigið í vinstri fótinn minn. Mamma kom og sótti mig strax og við fórum uppá slysó.  Þar skoðaði læknir mig og fann ekkert að við fyrstu sýn, en ég kveinkaði mér við að stíga í fótinn.  Svo hann vildi að ég yrði myndaður, og ég var rosalega duglegur ! 

Við myndir sást ekkert brot, mamma varð ekkert smá ánægð með það! Læknirinn skoðaði mig betur og snéri öðruvísi uppá ökklann minn og þá hitti hann á vondan stað.  Ég er með tognuð liðbönd :(

Mamma verður heima með mig allavega á morgun og jafnvel á miðvikudag líka.  Hún allavega þarf að halda á mér um allt. 

Þar sem ég var svo duglegur þá fórum við í Hagkaup (mitt val að fara í appelsínubúðina) og ég valdi mér bangsa í dugnaðarverðlaun. 

Sit núna með popp og nýja bangsann minn og horfi á Bolt. 

16022009

Vélsleðar og mótorhjól

hæ hæ !! Afi minn og amma komu og heimsóktu mig í skólann á föstudaginn og þegar mamma sótti mig þá ljómaði ég af hamingju út af þessu öllu saman! það var svo gaman að fá þau í heimsókn, sína þeim dótið og skólann minn. 

Við mamma fórum uppí sveit um leið og við vorum búin að vinna.  Ég var svo kátur að koma í sveitina.  Við mamma með heila helgi fyrir okkur saman! Afi búinn að græja vélsleðann þeirra Jenna og hann kom á honum heim að húsi á laugardagsmorgunn. 

Byrjuðum reyndar á að fara í fjárhúsin og láta út.  Loksins var orðið gott veður og kindurnar okkar fengu að fara út í góða loftið.  Þær voru svo kátar að sjá okkur, og við komum með brauð handa þeim.  Krulla gamla hún fór nú með framfæturnar uppá mömmu þegar hún var að gefa þeim brauð, hún Krulla er svo frek. Rindill og Gabríela (kindin  mín sem á að heita Lukka en allir kalla Gabríelu) voru kurteisari, en ekki samt svo þar sem þau óðu skaflana til að komast sem fyrst í brauðið.  Svo vegna þess að ég fæ alltaf brauð líka þá voru þær farnar að elta mig þegar brauðið var búið í pokanum, en ég hélt fast á mínu og gaf mig ekki :o)

Að venju kíktum við á Jenna.  Mjólk og kex er hefðin mín og vil ég halda fast í hana.  Mér finnst gaman að fara í Belg. 

Svo var haldið heim á sleða.  Fyrst fór afi einn hring, svo tók mamma við einn hring og bauð mér með sér.  Og ég þáði það og við fórum fyrst hægt upp að horni (eftir gangstéttinni) og aftur til baka.  Þá vildi ég fara af.  Mamma hoppaði af og afi settist fyrir aftan mig og  þau náðu að sannfæra mig um að fara með afa einn hring uppí fjall.  Og við fórum.  Vá hvað það var gaman!!

þá ákvað ég að þetta væri nú orðið gott, ég vildi fara í búðina og fá mitt laugardagsnammi.  Og mamma gerði það. Ég var afskaplega ánægður með sleðaferðina, og ég ljómaði, þetta var virkilega gaman!

Þegar við komum aftur úr búðinni ákvað mamma að taka einn rúnt aftur fyrir mat.  (hádegismat) Og þá kipptist ég til og vildi taka rúnt með henni aftur og við tókum góða salibunu, eftir allri hlíðini, uppá golfvöll og niður aftur.  Hrikalega gaman!

Við fórum og horfðum á mótorhjólin eftir hádegi. Sylvía mín var ekki að keppa, en það var samt gaman.  Ég var eins og endra nær hræddur við hávaðan, en gaman að horfa á. 

Sunnudag fórum við mamma aftur rúnt áður en við fórum heim. 

gah_yamaha

föstudagur, febrúar 13, 2009

afa og ömmu kaffi!!!

ég var svo kátur í morgun!!! það er afa og ömmu kaffi í skólanum og afi hringdi og sagði að þau amma myndu koma!!! ég spratt framúr og flaug í fötin og ljómaði af gleði!! fæ afa minn og ömmu í skólann til að sýna  þeim skólann minn og dótið mitt, þau ætla að koma að heimsækja mig!

Svo ætlum við mamma uppí sveit eftir vinnu / skóla. Ætlum að skoða sleðann hjá afa.  Svo er mótorhjólakeppni á Mývatni - já úti á vatni á ísnum - á morgun og allir að mæta þangað!!!

það verður gaman þessa helgi!!! - vona að þið eigið góða helgi líka!!!

gah

þriðjudagur, febrúar 10, 2009

Nýjar myndir

hæ hæ!!

hún mamma var að bæta við linkum hérna til hliðar inná myndirnar okkar !

góða skemmtun :o)

Gabriel going to sleep with his stuffed animals

Fellshlíð um helgina

hæ hæ ! Ég er alltaf jafn kátur.  Mamma var beðin um að taka þátt í Comeniusarverkefni fyrir leikskólann minn.  þar átti hún að skrifa um mig, rútnínuna okkar á morgnana, á kvöldin, í matartíma, háttartíma, hvað mér þætti gaman að gera, hvað við gerðum eftir skóla og svo framvegis.  Og hún átti að mynda allt, og hún var með myndavélina á nefinu alla síðustu viku :) Enda náði hún nokkrum góðum af mér :)

Mamma var boðuð á foreldrafund á föstudaginn.  Og hún var ekkert smá stolt af mér - ég fékk svo góða umsögn.  Alltaf góður og duglegur.  Duglegur að leika mér, að borða, að taka þátt í öllu.  Brosmildur, og góður í mér.  Ég er enn á góðu róli hvað varðar þroskann minn, ég fékk sem sagt mjög gott út úr þessu öllu saman!

Við fórum í Fellshlíð á föstudag eftir skóla/vinnu. Alltaf gaman að koma þangað.  Mamma var búin að lofa mér svo lengi að fara og núna eru hvolpar þar! og Við skelltum okkur! Ég vildi bara gleypa heiminn,með Önnu og Hermanni þegar við komum þangað! Hermann var reyndar að vinna og ég beið og beið eftir honum.

Hvolparnir voru alveg æðislegir.  En ég var heldur feiminn við þá.  Þeir eru svipað stórir og Þruma sem býr í Grænugötu hjá Huldu, en eru bara litlir.  Ég vildi klappa þeim en var samt hálf smeykur við þá.  Vildi heldur bara klappa Blíðu sem er svo falleg og skemmtileg.

Hermann kom heim með pizzu! og svo fengum við snakk og nammi á eftir ! ég sofnaði vel í Fellshlíð, ég sef alltaf vel þar! Ætlaði svo að reka mömmu á lappir um sjö, en mér tókst það ekki.  Og viti menn ég þorði ekki á sleðann hja Hermanni! Ég var búinn að tala um sleðann í marga daga! En nei.  Blíða fór. 

Ég fór bara inn aftur að leika mér - það var líka kallt úti! Það er til svo mikið af flottu dóti í Fellshlíð!! Svo fórum við mamma heim um þrjú.  Anna frænka var lasin, hún var búin að vera með flensu í vikunni, og mamma sá að hún þyrfti hreinlega að leggja sig!

Ég fór til pabba þegar við komum í bæinn.  Fór í bíó með þeim, og gisti í Grænugötu.  Gaman að hitta fólkið þar, hef ekki hitt þau svo lengi!

Freyja and Frigg

Freyja (brúna) Frigg (svarta)

miðvikudagur, febrúar 04, 2009

Kátur strákur

hæ hæ !

ég er kátur strákur!  Nóg að gera hjá mér.  Er reyndar svolítil mömmumús þessa dagana.  Er ekkert allt of sáttur við að skilja við hana á morgnana.  En ég veit alveg að það er óhjákvæmilegt; mamma þarf að vinna.

Mamma gaf mér spiderman búning! ég man þegar hún fór og keypti hann um mánaðarmótin, ætlaði sko ekki að brenna inni með mig búningslausan.  Ég varð svo glaður þegar ég sá pokann og hvað var í honum. Þetta var sl föstudag og ég svaf í honum fyrstu nóttina.  Og ég fékk að taka hann með til afa og ömmu á laugardag! mamma var að fara á þorrablót í Reykjadal með Önnu og Hermanni og ég gisti hjá afa og ömmu á meðan. 

Mamma ætlar að bæta mér það upp að hafa ekki farið í Fellshlið lengi með því að fara aftur næstu helgi þangað.  Hún Blíða okkkar á hvolpa og ég vil fá að sjá þá :) hlakka mikið til.  Auk þess sem ég hlakka bara til að hitta Önnu go Hermann- svo ógurlega langt síðan ég sá þau síðast.  Það er mikill snjór núna, og það er jafnvel planið að koma mér á vélsleða :) það verður bara spennandi að sjá hvernig þeim tekst það ha ha ha !

Annars er ég bara kátur.  Vil helst bara fara strax heim með mömmu þegar hún sækir mig.  Hún hefur verið að sækja mig uppúr 4 á daginn og oft erum við komin heim hálf fimm.  Mikið er það nú notalegt! Ég sekk mér í leik, og legg undir mig alla stofuna, og jafnvel herbergið hennar líka! Við kveikjum ekkert á sjónvarpinu núorðið, ekki fyrr en fréttir byrja.