mánudagur, ágúst 27, 2007


hæhæ!

nóg um að vera :) -- hitti pabba og eitthvað af þeim ættingjum á laugardaginn. Gaman, var sáttur við að vera einn með pabba svo það ætlar að vera gott þar :) Verður vonandi oftar sem ég hitti hann og kynnist honum betur. Mamma er að semja vinnuplan og miðar við að ég geti verið með pabba á þeim laugardögum sem hún er að vinna - semsagt setur sig á laugardaga sem hann er ekki að vinna.

Svo voru réttir í sveitinni!! og það var svo gaman! Ég er ekkert hræddur við kindurnar, labbaði um með afa og sönglaði "meeemeeee" Var frábært veður, og það var mikið af fólki, og ég skemmti mér vel. Hitti Jenna í Belg, þetta voru jú hans rollur sem við vorum að draga í dilka og fara með heim. Þær sem ég mun svo hjálpa til við að gefa í vetur :) Hlakka til að hitta þær aftur og gefa þeim brauð :)

Allt gott að frétta af okkur semsagt. Brjálað að gera hjá mömmu í vinnunni. En hún sækir mig alltaf kl fimm og þá "tökum við rúnt" Besti tími dagsins !!


kveðja

Gabríel Alexander

mánudagur, ágúst 20, 2007


Svo mikið að gera hjá mömmu minni að hún hefur takmarkaðan tíma til að blogga, en okkur líður vel :) Hún sækir mig enn í leikskólann þar sem við erum barnapíulaus þar til MA byrjar :) Reddast allt saman. Annars er vikan búin að vera skemmtileg. Nóg að gera, ég sofna eins og steinn og er svakalega hamingjusamur þessa dagana.

Svo var mamma mín að vinna aftur um helgina og ég fór til afa og ömmu, alltaf gaman þar. Hún kom svo og við fórum heim á sunnudag.

Í gær hitti ég svo pabba minn. Hef ekki séð hann lengi, fyrir utan þennan smá hitting á Glerártorgi sl viku. Hittumst í Kjarnaskógi, og við fegðar lékum okkur í sandinum. Var rosalega gaman.

þriðjudagur, ágúst 14, 2007


Halló halló gott fólk!

Ég er orðinn stór strákur núna - ég er farinn að nota bílstól fyrir stóra krakka. Fékk einn í afa bíl og einn í mömmu bíl. Afi fann þetta notað en rosalega fínt og ég er svo ánægður með þetta !!! Ég er líka að skríða í 18 kíló og hár í loftið líka, er enn stór miðað við aldur :)

Svo fékk ég í gær frá afa mínum 3 skópör!!! Strigaskó sem ég fór sko í skólann í morgun til að sýna krökkunum, og svo loðfóðraða skó og stígvél! - þetta eru sko allt "mótorhjólaskór".. svo ég er vel skóaður fyrir veturinn. Allavega næstu mánuði því ég er búinn að stækka svo rosalega í sumar. Mamma þarf að endurnýja allar sokkabuxurnar mínar - vantar einhvern lítið notaðar sokkabuxur? Og vantar einhvern bílstól? gamli stóllinn minn er til sölu :)

Sem sagt allt gott að frétta af okkur mömmu minni :) Hún kom í sveitina seint laugardag þar sem hún tók að sér aukaaukavinnu eftir aukavinnuna í búðinni. Svo ég fékk að vaka smá lengur að kubba með henni, og við vorum svo í afslöppun hjá afa og ömmu á sunnudeginum. Hún verður að vinna aftur næsta laugardag, en ekki eins lengi (engin aukaaukavinna þá) Við knúsumst og höfum það rosalega gott þegar við eigum stundir saman. Kubbum, litum, syngjum og leikum okkur.

Ég er farinn að tala svo mikið! Ég stundum tala í svefni því það er ekki hægt að ætlast til þess að ég þegi í 12 tíma!! Og ég syng með lögum í útvarpinu :)

Já það er sko gaman að vera til :)

laugardagur, ágúst 11, 2007

Alltaf gaman !! Mamma keyrði mig í sveitina í gær, hún þarf að vinna í dag. Ég var svo skítugur eftir leikskólann og svo hamingjusamur! Í mínum Bubba Byggir bol, með sand í hárinu, brúnar hendur og gula mótorhjólið mitt - lífð gerist ekki betra! Kominn til afa og ömmu, fá að kúra í afa bóli, leika mér með kubbana þar, snúast í kringum Herkúles, fela bílanan mína. Ég sakna mömmu ekkert þegar ég er þarna, hún kemur alltaf aftur, og ég veit hún þarf að vinna, kyssi hana bless og vinka. Hlakka bara til að fá hana til mín aftur svo við getum leikið okkur saman þegar hún er búin að vinna :)

fimmtudagur, ágúst 09, 2007


Hæ hæ!!

Allt gott að frétta af okkur mömmu. Gaman að vera til eins og alltaf! Undralandið mitt var tekið aftur í notkun sl þriðjudag og ég var svo glaður að sjá fóstrurnar mínar aftur - ég hljóp inn og var ekkert að staldra við ! Annars er allt komið í fyrri horfur - rútínan okkar komin á fullt. Við erum enn reyndar barnapíulaus þar sem Þórey kemur ekki í bæinn fyrr en í sept. Mamma fær að hætta 5 næstu tvær vikur. Vinnur laugardaga í staðin :) og ég verð í passi hjá afa og ömmu í Mývó á meðan :) Alltaf gaman að því !

Sl helgi fórum við mamma í Fellshlíð til Önnu frænku og Hermanns frænda!! Það var svo gaman! Ég er svo duglegur að ég sofnaði undir eins í nýju umhverfi - leið greinilega mjög vel! Rúntuðuðm í sveitina bæði laug og sunnudag. Og svo á Dalvíkina sunnudagseftirmiddag, skutluðum Dóu frænku heim. Þar beið okkur frábær sunnudags steik hjá þeim Grétu og Hauk, ég gerði henni góð skil eins og mér einum er lagið :)

Sem sagt allt gott héðan!

föstudagur, ágúst 03, 2007

Halló halló!!!!

Það er búið að vera mikið að gera í þessari viku. Leikskólinn byrjaður aftur og mamma byrjuð að vinna. En loks er kominn föstudagur aftur.

Í gær fékk ég sendingu frá Svíþjóð! Mattias vinur mömmu sendi mér 3 Bubba Byggir boli eins og hann gaf mér sl helgi þegar hann kom. Hann færði mér líka þá duplo traktor og bílabol, en Bubba Byggir bolurinn var sko laaang flottastur, og ég vil helst ekki fara úr honum. Núna á ég fjóra!! Ég vildi fá að tala við Mattias í gær og fékk að tala við hann í gegnum Skype - mamma og Mattias eru með vefmyndavélar og mér þótti rosalega gaman að sjá hann í gær og talaði og talaði og talaði!!

Myndin af okkur Mattias er tekin í Kjarnaskógi sl helgi. Við skemmtum okkur rosalega vel þar!

miðvikudagur, ágúst 01, 2007

Halló halló

Alltaf gaman að vera til :) Og mamma dugleg búin að laga linkana á síðunni!!
Jámm vinnuvikan okkar byrjar vel, gaman að vera byrjaður aftur á leikskólanum. Það eru fáir af deildinni minni svo ég er á Putalandi þessa vikuna, en það er í lagi þar sem Kiddi er kominn úr fríi þá er allavega einhver sem ég þekki. Svo er verið að laga Undralandið mitt eitthvað - ég hlakka til að komast þangað aftur, í dótið mitt, í hólfið mitt. Ég er vanafastur og er ekki alveg á að fara bara beint inn á Putaland.