þriðjudagur, febrúar 27, 2007

Hæ hó ég er enn hjá afa og ömmu í góðu yfirlæti! Þau eru svo skemmtileg og góð! Mér líður svo vel hjá þeim og ég er svo mikill afastrákur! Mamma mín er lasin núna á Akureyri - en hangir enn í vinnunni með beinverki og alles! Hjá mér er hitinn í lámarki en ég er með rosa hornös og hósta!
--

mánudagur, febrúar 26, 2007

Sko.. allt er þegar þrennt er... eða vonum við mamma. Ég er lasinn, aftur. Og ekki vorum við ánægð með það í morgun. Ég var með hósta og hor um helgina og mamma passaði upp á að halda mér inni og að mér yrði ekki kalt. En í morgun þá sá hún strax að ég var með hita. Og ég mældist með 38,5 stiga hita.
Svo ég er í sveitinni hjá afa og ömmu. Veikindi í leikskólanum og veikindi í vinnunni hennar mömmu, svo amma mín elskuleg bauðst til að hafa mig veikan. Hvar værum við mamma án þeirra í sveitinni?? Gott að eiga góða að skal ég sko segja ykkur!
Annars leið okkur mömmu vel um helgina, létum fara vel um okkur heima og nutum þess að vera saman.

fimmtudagur, febrúar 22, 2007

Hæ hæ !! Sko mamma mín bara að setja upp nýtt útlit á síðuna mína! En ég verð líka að segja ykkur frá því að ég er ekki alltaf góði þægi drengurinn. Nei, ég var td í morgun rosalega óþægur við hana mömmu mína. Ég vildi ekki fara í fötin sem hún tók til fyrir mig, neitaði að klæða mig, og vildi bara alls ekki vera samvinnuþýður.
Hún var búin að gefa mér góðan morgunmat, jógúrtdrykk og vínber, en ég skildi loks að hún var orðin reið og bað hana afökunnar á minn hátt, með að hlaupa upp um hálsinn og knúsa hana.
Ég vil vera góður drengur, hún er alltaf að gera hluti fyrir mig, en ég bara gleymi mér. Hún færði mér nýjan dvd með Bubba Byggir á mánudaginn, og í dag færði hún mér kubba sem hún fann í Hagkaup á lítinn pening (útsölurnar sko)
Já við mamma erum sko bestu vinir :)

miðvikudagur, febrúar 21, 2007


Hæ hæ !!!
Í dag var öskudagur! Ég var ekki í búning, enda var mér alveg sama - fatta þetta ekki alveg. En það var gaman á leikskólanum út af deginum! Sum eldri krakkana voru í rosa flottum búningum - batman, drakúla og prinsessur! Og við fengum nammi - ég fékk sem sagt kókó puffs, saltstangir og rúslur í poka nammi namm!!!
Mamma fann á Flúðasíðunni myndir frá því í dag !!! og ég er á sumum af þeim :



mánudagur, febrúar 19, 2007

Góðan daginn!
Ég hljóp inn á leikskólann í morgun - svo kátur að koma loksins til krakkana, komast á róló, komast og hitta leikfélagana mína! Svaf svo vel í nótt, fékk að kúra hjá mömmu, í hálsakoti, og við sváfum til átta!! Svo við í föt og í skólann!
Mamma merkir það að ég sé orðinn frískur þegar ég er orðinn óþægur við að fara að sofa :)

sunnudagur, febrúar 18, 2007

Halló halló!!! þá er ég komin heim aftur!! Gott að koma heim, þó ég sakni afa og ömmu smá! En það er gott - ég hlakka þá bara til að hitta þau aftur!


Sigga amma átti afmæli á föstudag, og fórum við mamma með rósir handa henni í gær. Var svo svakalega gott veður, að við enduðum á að þrífa græna súbbann (þar sem Polo er kominn í frí í sveitinni) og nutum góða veðursins. Mér finnst svo rosalega gaman að rúnta og stússa með mömmu !


Og í dag, eftir góðan svefn fórum við mamma í sund klukkan níu! Mamma hefði farið fyrr ef hún hefði vitað að sundið opnar átta á sunnudögum ! Og hún keypti kort í laugina svo við ætlum að fara reglulega um helgar! og það er bara yndislegt veður úti!!


Ég er enn svolíðtið eftir mig en er farinn að leika mér eðilega, en matarlystin er enn frekar asnaleg. Ég er þó farinn að borða smá aftur, en mamma passar að ég drekki alltaf nóg og sé alltaf með eitthvað til að drekka :o)


Við erum bara að dúlla okkur hérna heima, njóta þess að vera saman og hafa það gott :o)


bið að heilsa öllum, og sérstaklega Hartmanni félaga mínum, við mamma hugsum oft til þeirra Rímu!


Ykkar Gabríel sólargeisli!

fimmtudagur, febrúar 15, 2007

Hæ hæ
ég er enn hjá afa og ömmu. Ég er að skána. Drekk mikið, en er ekki með mikla lyst. I dag hef ég reyndar aukið það aðeins, fékk mér smá seríós og brauð. Sakna mömmsunnar minnar mikið. Var gott að fá hana heim til okkar í gær, en hún fór að vinna aftur í morgun.
Afi og amma eru svo góð við mig. Afi gaf mér forláta dráttarvél í gær, alveg eins og Jenni í Belg á - og svaf ég með hana hjá mér! - það heyrist sko í dekkjunum á henni eins og á alvöru dráttarvél!! Amma mín er svo góð, hún leyfir mér að kúra hjá sér og horfa á Tímón og Púmba uppi í afabóli! Þar er gott að lúra þegar maður er lasinn og lítill. Til að lokka mig til að borða smá hef ég fengið harðfisk, og klaka, rosa gott, væri náttla enn betra ef ég hefði lyst.
- og nýjustu fréttir herma - klukkan 10:10 þá kúkaði ég í fyrsta skipti í þessari viku!!! þá er þetta allt að koma!!!
bið að heilsa ykkur öllum!!

þriðjudagur, febrúar 13, 2007

jæja já... skammt var það nú. ég er í sveitinni hjá afa og ömmu því ég er með gubbuna... Mamma var kölluð út í gær að sækja mig. Og hún keyrði mig svo til afa og ömmu í morgun á ður en hún fór að vinna því ekki má hún missa fleiri daga úr vinnu! Ég alveg rosalegur :o) En það er bara gaman hjá mér. Ég vil helst ekkert borða, en ég er farinn að drekka, drakk heldur ekkert í gær, og mömmu leist ekkert á blikuna. Hún sat með mig í fanginu frá hálf fimm til að verða níu, þá færði hún sig inn í rúm og leyfði mér að lúlla þar hjá henni.

ég fæ sykurlausan klaka hjá ömmu, svo ég fái eitthvað í mallann minn :)

laugardagur, febrúar 10, 2007

hæ hæ
bara láta vita af mér - það er svo gaman hjá mér! +Eg er í sveitinni hja´afa mínum og ömmu og herkúlesi :) gaman gaman
fór í fjárhúsin í morgun, smalaði smá og gaf rollunum brauð og hey! Gamli vinur minn Bíldur heilsaði mér með virktum!
Svo fékk ég að venju mjólk og kex hjá Jenna í Belg!!
Eftir hádegi ætlar mamma að leyfa mér að vaka smá lengur því Sylvía besta frænka er að fara að keppa í glímu go okkur langar svo rosalega að kvetja hana áfram!! hún er náttla bara lang besti glímukappinn !!!
Eigið góða helgi !!
og takk fyrir kveðjurnar í gestabókinni! Bið kærlega að heilsa öllum vinum mínum á Fáskrúðsfirði !!! og gamla leikskólanum mínum Kærabæ!!

fimmtudagur, febrúar 08, 2007


Hæ hæ !!!

nú er sko gaman!!! ég er orðinn frískur loksins loksins ! Fór á leikskólann í morgun, hitalaus í gær, og fæ að vera inni í dag og á morgun. Með smá hósta, en annars rosalega hress. Matarlyst góð, sef vel, stríði mömmu og kubba mikið = frískur strákur!

Ég var nú samt ekki alveg á því að sleppa mömmu í morgun, er svolítill mömmustrákur, en það tókst að lokka mig með bílum og kubbum. Þær eru farnar að þekkja mig á Flúðum go vita hvernig er best að tala mig til :)

Svo er ætlunin að fara til afa og ömmu á morgun. Vera í mývó um helgina, hlakka mikið til! Hitta fleira fólk en bara mömmu.

Þess má geta að á mánudaginn þegar mamma fór með mig til Magnúsar afa og Siggu ömmu þá hafð mamma sagt að við værum að fara til afa og ömmu, sem er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt. Nema það að ég tengdi það strax við Valgeir afa og Rósu ömmu. Nú, ég hitti Magnús afa og Siggu ömmu sem var gaman og allt það. En þegar við komum svo aftur að húsinu okkar, Tjarnarlundinum, þá brjálast ég og kalla afi afi afi - þá fannst mér mamma mín vera að svíkja mig; ég ætlaði sko til afa og ömmu í Mývó!!! Ég varð alveg ofboðslega reiður. Og þess vegna hlakka ég líka til að fara til þeirra í sveitinni!

þangað til næst hafið það sem allra best :) ykkar Gabríel

mánudagur, febrúar 05, 2007


jæja - þá er Magnús afi búinn að hlusta mig í dag aftur og það kom vel út. Ég er að vinna vel á þessu sjálfur og strax farið að losna um í mér og ætti að vera orðinn góður á morgun síðasta lagi miðvikudag :) Og það besta að ég er ekki með neitt í eyrunum - mamma hefur alveg náð að halda mér frá því veseni!! og svo auðvitað hvað ég er hraustur og sterkur!

Svo bara að slappa af, fá stíla í bossann og drekka vatnið eins og ég hef verið að gera og þetta lagast allt að sjálfu sér - þurfum engin lyf á þessum bæ :o)

bæ bæ sjaumst síðar
Ykkar Gabríel Alexander
Mamma ruglaðist smá - og hélt að jólæamyndirnar væru öllum opnar í almbúminu, en þær voru það ekki. En hún bættti úr því og opnaði það svo þið getið séð nokkrar jóló myndir af mér :)

sunnudagur, febrúar 04, 2007

Hæ hó
nú er ég lítill lasarus :( Var heima sl föstudag með hita og hósta og hor. Í dag kom Magnús afi og Sigga amma til að hlusta mig, og afi vill að mamma komi með mig á stofuna til hans á morgun. Eitthvað hljóð sem afi var ekki hrifinn af, en sagði það ekkert alvarlegt. Sagði þetta astma sem fylgdi þessari ljótu flensu sem hefði verið búin að ganga! Ohh.. ekkert gaman.
Annars hitti ég afa og ömmu úr mývó á föstudag, þau voru í bæjarferð svo það var lán í ólánið að ég var lasinn, annars hefði ég ekki hitt þau. Og það er svo gaman að sjá þau! Og svo komu þórhalla frænka og Lárus frændi í gær! Þau voru hérna á eyrinni að búða, og smkv öllu þá hafði það gengið bara ágætlega :)
en ég er sem sagt heima lasinn. horfi á bubba byggir og drekk mikinn vökva - og mamma lætur stíla í bossann, ég er náttla ekki að samþykkja það hljóðalaus en mér líður alltaf betur á eftir.. skrýtið!