fimmtudagur, júní 11, 2009

Sumarfrí á morgun

 hæ hæ!!

ég fer í sumarfrí á morgun.  Pabbi sækir mig í skólann og verð ég hjá honum í viku :o) Atli Freyr stóri bróðir verður líka – hlakka mikið til að hitta hann. 

Annars er búið að vera nóg að gera.  Fórum aftur í Kjarnaskóg á þriðjudaginn sem endaði ekki alveg nógu vel þar sem ég datt aftur fyrir mig á rassinn í lækinn.  Ég vil helst ekki tala um þetta, ég er svolítið miður mín yfir þessu.  En sem betur fer var mér ekki kalt.  Mamma var með útilegu teppið okkar í bílnum og klæddi hún mig úr blautum fötum og sokkum og vafði mig inn í teppið. 

Í gær var gott veður og mamma smurði mig með sólarvörn áður en hún sendi mig í skólann.  Við ákváðum þá um morguninn að fara með sunddótið okkar í bílinn og fara í sund eftir skóla/vinnu.  Og ég fékk að velja hvert við fórum og ég vildi fara sko í Þelamörk. Og við skemmtum okkur konunglega í sólinni.  Ég fór í rennibrautina og lék mér með svona fljótandi dótarí eitthvað.  Klukkan var að verða 18 þegar við komum aftur til Akureyrar, bæði svöng eftir sundið og ég spurði mömmu hvort við gætum fengið okkur hamborgara saman í sjoppunni.  Mamma var til í það og fengum við okkur gómsæta hamborgara saman. 

Ég er þreyttur.  Sat hjá mömmu í lazy-boy með græna klakann minn þegar Simpsons var.  Svo gott að fá að kúra hjá henni þegar ég er sybbinn.  Og var fljótur að sofna um kvöldið.  Sofnaður nánast klukkan átta.  og var sybbinn í morgun.  Mikið verður gott að komast í frí. 

Mamma á eftir viku í vinnu áður en hún kemst í frí.  Þá förum við í sveitina, í útilegur og leikum okkur.  Ég er ekki enn búinn að kaupa mér golfsettið, hef ekkert minnst á það í nokkra daga núna.  En mamma er að spá í að fjárfesta í krikettsetti handa okkur.  Kemur allt í ljós.  Mestu skiptir að njóta þess að vera í fríi og slappa af :o)

Eigið góð daga !

gah_ferrari

þriðjudagur, júní 09, 2009

Litli flugmaðurinn

ég sagði ykkur ekki frá því að á föstudaginn þegar amma kom á móti okkur mömmu var ég rosalega svangur.  Og amma fór með mig í verslunina á Laugum og þar vildi ég fá hamborgara – Hermanni og Toddu til mikillar ánægju.  En ég fékk nú ekki hamborgara en sá sjálfur ís sem ég gat alveg sætt mig við til að seðja hungrið. 

Nú við amma förum semst á rúntinn og uppá flugvöll.  Þar eru flugmenn þrír að grilla og amma heilsar þeim og segist vera með ungan flugáhugamann.  Einn þeirra kemur og kynnir sig og býður mér að koma og skoða vélina.  Ég er fyrst svolítið feiminn og fel mig hálfpartinn á bakvið ömmu.  Svo fékk ég að fara uppí vélina og ég var ekkert hræddur.  Hann færir fyrir mig sætið og ég bara fæ kitl í puttana og byrja af minni alkunnu snilld að snerta alla takka og skoða allt og lít svo upp og spyr “hvar eru lyklarnir.. ?”

Þá fannst flugmanninum þetta vera orðið nokkuð gott.. hann bjóst held ég ekki við að ég þessi feimni strákur myndi gjörbreytast við að stíga upp í vélina….

DSC00603

Kjarnaskógur

hæ hæ !

í gær fórum við mamma í Kjarnaskóg.   Ég er nú ekki mikið fyrir að labba lengra en lækurinn er.  Svo við stoppum þar, með jarðaberin okkar og kókómjólkina.  Svo rýk ég af stað og fer að leika mér í læknum.  Mamma hefur alltaf sagt að strákar eru strákar og þeir verða skítugir og það sé allt í lagi því það er nú til þvottavél á heimilinu…

DSC00963

DSC00973

Þess má geta að drullan í hendinni var full af ánamöðkum…

mánudagur, júní 08, 2009

veiði og fjöll

hæ hæ !

Nóg að gera um helgina.  Fórum í sveitina á föstudag.  Amma reyndar keyrði á móti mömmu þar sem hún ætlaði að fara í afmælismat til Önnu frænku og Hermanns.  En hún kom heim til mín um kvöldið. 

Mamma fór snemma með afa til að bjarga lömbum úr haughúsinu.  Björgunin gekk vel og lömbin heil á húfi, og eitt þessara lamba var lambið mitt.  Kindin mín hún Lukka (Gabríela) bar þessu lambi úti á Stekkjanesi þegar bændur í Belg voru búnir að dæma hana lamblausa. 

Nú við fórum svo út á vatn.  Þar ætlaði flugan að eta okkur lifandi.  Ég varð heldur pirraður á þessu og neitaði að fara með afa síðar um daginn, mamma neitaði líka.  Okkur fannst þetta ekkert sniðugt.  En samt skemmti ég mér vel, var í strákaspotta og gat leikið mér með ausuna hans afa :o)

Við mamma, amma, Sylvía og Áslaug fórum í lónið.  Bæði á laugardag og sunnudag.  Þar var sko vatnsbyssustríð.  Amma gerðist vopnasmyglari og kom vatnsbyssunum óséðum inn í lónið.  En þar sem við hegðum okkur svo vel og erum ekki að sprauta á aðra gesti þá erum við ekkert skömmuð hehe :o) svaka gaman !!

Á sunnudag keyrðum við svo 16 rollur á fjöll, ásamt 32 lömbum.  Núna er ég sem sagt búinn að fá ða fylgjast með frá því að lambið kemur í heiminn, og þar til það er keyrt á fjall.  Ég fékk meira að segja nesti og alles með.  Fórum á bílnum hans Jenna, við afi og mamma.

Ég var afskaplega ánægður með helgina og var kátur að fara í skólann í morgun :)

Gabriel

Mamma er búin að setja inn myndir á flikkrið okkar: Sumar 2009

föstudagur, júní 05, 2009

Sveitin um helgina

hæ hæ !!

Er búinn að eiga góða daga.  Var hjá pabba síðustu helgi og fór í fermingarveislu til systur Huldu á Hvammstanga.  Fréttir herma að ég hafi verið þægur, stilltur og duglegur að borða :)

Á föstudaginn fyrir viku var grill og útskrift elstu krakka í skólanum mínum.  Bæði mamma og pabbi mættu í grillið.  Það var svo gaman að hafa þau bæði hjá mér.  Ég þyrlaðist á milli þeirra.  Svo sagði ég í lágum hljóðum að mig langaði að fara strax úr skólanum.  Og ég var svo heppinn að pabbi gat hliðrað til hjá sér og ég mátti fara með honum í hádeginu.  Vá hvað ég var hamingjusamur með þetta ! Og ég var hjá pabba alveg fram á þriðjudag. 

Við mamma fórum til Júlíusar á þriðjudaginn.  Við Júlíus hoppuðum á trambólíni og svo fór systir hans með okkur á næsta róló að leika.   Var rosalega gaman !  Fengum jarðaber og bláber – yummmie svo gott !

Svo erum við mamma bara búin að vera að dúllast.  Undirbúa sumarið.  Erum komin með allt í útileguna. Og mamma leyfir mér að velja td í rúmfó ferðadiskana og glösin – mér finnst ég vera svo stór þegar ég fær að ákveða :o)

Ég er orðinn sólbrúnn og sætur.  Mamma ber alltaf á mig sólarvörn svo ég brenni ekki.  verð ekki rauður heldur bara brúnn :) og er með sundskýlufar. 

Mamma var búin að lofa mér golfsetti fyrir börn í rúmfó.  En í gær þá vildi ég heldur frá stóra vatnsbyssu.  Og mamma spurði mig hvort ég vildi virkilega heldur fá vatnsbyssuna en golfsettið og ég sagði já margoft.  Og mamma sagði að þá mætti ég ekki betla golfsettið.  En í morgun þá varð ég svolítið skúffaður þegar ég fattaði hvað ég hafði gert. 

Mamma segir þetta sé spurning um að læra að ég fái ekki allt uppí hendurnar.  Ég hafði tekið þá ákvörðun um að fá frekar byssuna en golfsettið og þar við situr.  Ef ég vil fá golfsettið þá verð ég að taka sparipeningana mína og kaupa settið sjálfur. (peningana úr Gogga bauk)

Við mamma erum að fara í sveitina í dag :) Mamma ætlar að hitta Önnu sína í kvöld en gistir ekki.  Við munum hjálpa afa með restina af rollunum og marka lambið mitt á morgun:o) og svo keyra hluta af þeim á fjall á sunnudag !

Þetta verður skemmtileg helgi !! 
Ykkar Gabríel Alexander

DSC00952

Ég og Jóhannes vinur minn á grilldaginn á Flúðum.