þriðjudagur, mars 30, 2010

Afmæliskveðjur!

Í gær átti frændi minn Hjörtur Smári afmæli!

Hjortur smari

til hamingju með daginn kæri frændi !!!

Einnig átti langamma mín afmæli í gær !

Til hamingju með daginn ykkar !!!

sunnudagur, mars 21, 2010

Þórhalla besta frænka á afmæli í dag !

Til hamingju með afmælið elsku Þórhalla !!

Þv_gah

Knús og kossar frá okkur mömmu !

föstudagur, mars 19, 2010

hanakambur :o)

hæ hæ !

í gær komu Sylvía besta frænka og Áslaug til okkar.  Þær voru að klippa mömmu og ég vildi endilega fá klippingu líka.  Og ég fékk hanakamb ! rosa stóran og flottan kamb með rakað á hliðunum! Sylvía setti svo í mig gel og appelsínugult sprey! ég var mega töff !

Svo var pizza og við spiluðum sequence, vá hvað mér finnst þetta gaman! ég fékk meira að segja smá kók með pizzunni.  Smá verðlaun fyrir hvað ég var duglegur og þægur á starfsmannafundinum hennar mömmu. 

Ég sat salirólegur, sagði ekki orð og borðaði manna mest af kökum :o) Kallarnir í vinnunni hennar mömmu voru mjög ánægðir að sjá hve efnilegur ég er í kökunum, sat á milli þeirra og gúffaði í mig eins og það væri enginn dagur eftir þennan dag. – eða eins og ég hefði aldrei fengið að borða áður ha ha ha – mér þótti samt brauðtertan betri en rjómatertan, fékk mer 2x af brauðtertunni en 1x af rjómatertunni ha ha ha

gah_hani1 gah_hani2

fimmtudagur, mars 18, 2010

Hundar, bílar og kindur :o)

hæ hæ  ! það er alltaf svo mikið að gera hjá okkur og allt í einu er bara komin enn ein helgin ! Ég er að fara til pabba þessa helgi og verð þar í góðu yfirlæti. 

Síðustu helgi fórum við mamma upp í sveit.  Brölluðum margt og mikið.  Til dæmis fórum við í fjárhúsin og ég hitti kindurnar mínar.  Og ég tók að mér að reka þær alveg einn frá fjárhúsum og út !

Síðan fórum við út á vatn að veiða.  Og þar sem Mývatn er ísilagt þá fórum við auðvitað á Jenna bíl.  Veiddum í soðið og viti menn – afi leyfði mér að keyra til baka á vatninu ! Þá sit ég í fangi afa og hann stígur á bremsu, kúplingu og bensin en ég stýri ! Og ég náði að stýra alveg í slóðina sem afi hafði keyrt í áður ! ég er ekkert smá ánægður með sjálfan mig núna !!

Svo var hundasleðakeppni í sveitinni.  Og auðvitað fórum við.  Þarna voru saman komnir margir fallegir sleðahundar.  Þeir voru voða kátir og voru alveg tilbúnir í að fara að hlaupa með sleðana ! Ég fékk meira að segja að klappa einum !

dogs gah_dog

miðvikudagur, mars 10, 2010

Danssýning hjá okkur :o)

ég er búinn að vera að læra að dansa! og í dag vorum við með sýningu. Mamma kom og tók myndir og sagði að við hefðum verið rosalega flott og dugleg.  Okkur var skipt í hópa og vorum við saman sem erum í skólahópnum. 

Mamma er þegar búin að setja inn myndir af okkur :o)

Dansinn okkar!

DSC07606

mánudagur, mars 01, 2010

Sumir vilja bara vera uti i svona vedri

Duglegur strákur

hæ hæ ! mamma mín ekki alveg að standa sig í blogginu núna – hugsa að hún noti facebook allt of mikið ha ha .

En af okkur er allt gott að frétta.  Hraustur og stækkandi strákur hér á ferð.  Farinn að tala mikið um skólann sem ég fer í næsta haust. 

Mamma fór í viðtal til kennara míns vegna 5 ára þroskaprófs hjá mér og ég fékk bara hæstu einkunn.  Duglegur við allt og get allt og er með allt á hreinu og í lagi.  Mamma var auðvitað rosa montin af mér :o)

Ég fer alltaf aðra hverja helgi til pabba og er alltaf jafn kátur þegar ég kem þaðan.  Sakna hans auðvitað reglulega sem er bara eðlilegt. 

Og auðvitað förum við mamma til afa og ömmu nærri alltaf hinar helgarnar sem ég er hjá mömmu.  Förum í húsin og ég fer á sleða eða fjórhjól með afa – fer eftir því hvort það sé snjór eða ekki. 

Á Öskudag var ég súperman ! og elsta deildin í skólanum fór og labbaði á milli nokkra fyrirtækja í grenndinni við skólann og söng – þannig ég kom heim með nammi í poka :D

Ég er orðinn svo stór að ég fer einn út að leika í snjónum heima á Akureyri.  Hringi bara dyrabjöllunni til að komast inn aftur.  Núna er sko gaman því það eru snjófjöll allstaðar, ég get dundað mér með þotuna mína endalaust í snjónum, þó ég sé einn að leika. 

Ég lét reyndar mömmu hlaupa nokkrum sinnum niður af 3 hæð bara til að tékka hvort þetta virkaði ekki örugglega hehe :o)

Við mamma vorum með dvd kvöld á föstudag, nammi og popp, og subway í kvöldmat.  Mikið kósí hjá okkur.  Hittum svo Júlíus vin minn og mömmu hans og systur á laugardag og fórum saman í bíó.  Við mamma gistum svo heima hjá þeim.  Það var gaman.  Við Júlíus lékum okkur og fórum seint að sofa.  Þetta var virkilega skemmtilegt !!

DSC01259