föstudagur, október 28, 2005

Halló halló allir saman!
Rosalega mikið hefur gerst síðan síðast. Við mamma fórum í viku til afa og ömmu í Mývó á meðan pabbi og Gunni frændi drógu nýtt rafmagn í húsið okkar. Það var rosalega gaman að fá að vera svona lengi hjá afa og ömmu því þá náðu þau að kynnast mér og ég þeim almennilega.
Ég byrjaði þar að ganga með, og að drekka sjálfur úr pelanum mínum. Smakkaði þar kjöt, lifur og hjörtu og þótti gott - Guðmundur langafi hefði verið rosalega stoltur af mér!
Þar fékk ég að leika mér í snjó í fyrsta skipti. Rosalega var hann furðulegur - kaldur og blautur, en rosalega gaman að skríða í honum. Mamma setur kannski inn myndir af því fyrir okkur.
Svo er ég núna farinnað klappa á fullu, og ég er farinn að geta sagt hvað ég er stór - ég er að stækka allt of hratt segir mamma.
Já - mamma mín er byrjuð að vinna, hún er farin þegar ég vakna, og kemur ekki heim fyrr en kl fimm á daginn. Mér fannst og finnst enn þetta rosalega erfitt og ég vil ekki sjá af henni þegar hún kemur heim, og ég vil heldur ekki fara að sofa - vil bara vera hjá henni.
En ég er stór strákur og ég hlýt að læra að svona verður þetta að vera - hún kemur alltaf heim - og ég fæ að hafa hana hjá mér um helgar.

mánudagur, október 03, 2005

Hæ hæ
Ég fór í sunnudagaskólann í gær. Mamma ákvað að fara með mig, þar sem Hartmann vinur minn fær að fara. Og það var rosalega gaman. Mikið sungið og trallað - akkúrat það sem mér finnst skemmtilegt.
Ég er farinn að skríða um allt á fullu. Skoða allt, hrista allt og tosa í allt. Helst vil ég smakka allt líka en mamma passar það vel. Það er búið að setja upp hlið í stiganum, kaupa skúffulæsingar, og fjarlægja allt sem ég get meitt mig mikið á og/eða brotið og skemmt.
Ég er afskaplega hress og hraustur, tek lýsið mitt á hverjum morgni og er farinn að borða kjöt! Guðmundur langafi myndi vera hrifinn af því að sjá mig borða - hve vel ég borða :o)