föstudagur, desember 24, 2010

6. ára afmælisstrákur

IMG065

woohoo í dag á ég afmæli ! og ég er búinn að fá nokkra afmælispakka, td kubba frá langafa og langömmu sem hægt er að kubba 3 mismunandi bíla úr sömu kubbunum.  Mamma mín er búin að hjálpa mér að kubba fyrstu 2 og rífa þá í sundur og er að kubba 3 gerðina núna – rosalega gaman !

Kíktum til þeirra í Lynghrauninu, og ég fékk afmælispakka þar líka; Arsenal jólasveinahúfu! hún er alveg geggjuð !

Ég hlakka til jólanna líka, en í dag ætla ég að njóta afmælisins og fá gesti í smá kaffi Open-mouthed smile

Kveðja úr sveitinni

Gabríel afmælis jólastrákur

037

sunnudagur, desember 19, 2010

Afmælisveislan


Afmælisveislan
Originally uploaded by Sólargeislinn
Hæ hæ !
Mamma er búin að setja inn myndir frá afmælisveislunni minni. Bauð vinum mínum úr skólanum og auðvitað Jóhannesi og Júlíusi :o) Var rosalega gaman hjá okkur

föstudagur, desember 17, 2010

Jólafrí !!!

í dag voru litlu jól í skólanum mínum og ég lék engil í jólasögu.  Mamma og pabbi komu til að horfa á og fór ég svo heim með pabba þar sem mamma er að vinna. 

þetta var rosalega gaman og þau sögðu að þetta hafi verið rosalega skemmtilegt Smile 

Ég hélt smá strákaveislu í gær.  Bauð bara strákum úr bekknum mínum í kökukaffi og svo kom Jóhannes og Júlíus ! Var rosalega gaman !

Hlakka mikið til jólanna !

IMG_0745

fimmtudagur, desember 02, 2010

Fallegasta brosið !


Jólasveinar 2010
Originally uploaded by Sólargeislinn
núna er Gabríel Alexander með fallegasta brosið í bænum ! en báðar frammtennur í efri góm eru farnar :o)

Jólasveinar 2010


Jólasveinar 2010
Originally uploaded by Sólargeislinn
Gabríel og Stúfur í Dimmuborgum !

Jólasveinarnir í Dimmuborgum


Jólasveinar 2010
Originally uploaded by Sólargeislinn
hæ hæ !
við mamma mættum auðvitað í Dimmuborgir og tókum á móti jólasveinunum! ég fékk kerti ! það var rosalega gaman !