fimmtudagur, nóvember 30, 2006

Halló halló !!
Nú er ég að nálgast 2 ára afmælið mitt !!! og jólin eru að nálgast. Mamma er farin að fá hringingar um afmælis og jólagjafir.
Hún setti upp síðu með hugmyndum af afmælis og jólagjöfum: Óskalistinn
Linkurinn er líka hér til hliðar. Hún er ekki farin að plana afmælisboð ennþá. En hún vill halda afmælinu og jólunum aðskildum, aðallega fyrir mig svo ég njóti beggja.
Þetta kemur allt í ljós, allavega fæ ég að baka piparkökur um helgina með henni, setja upp seríur og sygja jólalög með henni - hlakka rosalega mikið til !!
Eigið góðan dag !

miðvikudagur, nóvember 29, 2006

Halló halló !!
Rosalega gott veður úti núna, nema allur snjór nær farinn. Mamma er svaka glöð því hún er ekkert að fíla snjó, og litli bíllinn hennar er ekki gerður fyrir mikinn snjó. Reyndar vissi hún það þegar hún keypti hann, en málið er að hérna kemur sára sjaldan almennilegur snjór, og þegar hann kemur þá stoppar hann ekki lengi - eins og núna til dæmis.
Mamma tók til á linkaslóðunum mínum. Setti upp myndalinkana upp aftur, þannig nú virka þeir almennilega og færa ykkur í rétt almbúm. Einnig raðaði hún þeim upp eftir tíma, nýjustu myndir koma efst :)
Svo setti hún inn "comment" link - þar sem fólk hefur ekki verið duglegt að kvitta í gestabók, þá endilega skiljið eftir smá spark í kommentunum okkar :) það er svo gaman að sjá eitthvað frá ykkur, þá finnst okkur mömmu við ekki vera alein hérna úti á hjara veraldar :)
Ég bið kærlega að heilsa ykkur öllum og vona að þið eigið góðan dag
Ykkar Gabríel Alexander (bráðum 2 ára!! )

þriðjudagur, nóvember 28, 2006

Nýjar myndir!!!
Hérna eru myndirnar af mér með nýju pússluna frá Rósu ömmu: PÚSSLA

og hérna er ég sko að baka pizzu með mömmu og pabbi kom og náði nokkrum góðum af mér: PIZZA

og hvernig væri svo að kvitta í gestabókina?? mér finnst alltaf svo gaman að heyra í fólki :)

mánudagur, nóvember 27, 2006

Halló halló !! Helgin var góð eins og alltaf þegar ég fæ að vera svona mikið með mömmu og pabba. Það var ekki íþróttahús þessa helgi, það er bara aðra hverja helgi. Þannig að við dóluðum okkur heima á laguardag, og heimsóktum Hartmann vin minn á sunnudag. Ég tek mér laugardaginn nú orðið til að hvíla mig. Ég sef vel um nóttina, og svo sef ég alveg í 4 tíma eftr hádegi. Og er afksaplega ánægður með sjálfann mig á eftir.

Rósa amma og Valgeir afi sendu mér pakka á föstudaginn. Amma segir að þetta sé undirbúningspakki fyrir jólin. Hún segir að það þurfi sko að kenna börnum og æfa þau í að opna pakka, og auðvitað verð ég að æfa mig fyrir jólin og afmælið mitt! Ég var svo vitlaus í fyrra, en núna verð ég sko 2 ára, stór strákur!!

Og viti menn – pússluspil!!! Mér finnst svo agalega gaman að pússla! Ég er orðinn svo rosaelga duglegur að ég var 3 mínútur með þessa nýju flottu pússlu. Þær segja á leikskólanum að ég sé svo duglegur að pússla að ég sé farinn að pússla 15 bita pússlu, úr pappa, af póstinum páli! Mamma ekkert smá montin af mér.

Svo þar sem mamma er svo gleymin að blogga þá fann hún svo skemmtilega mynd af mér síðan síðast í íþróttahúsinu. Ég hef ekki verið mikið fyrir að skríða í gengum göng, eins go gerð eru úr stóru gólfpússlumottum, en síðast þá þorði ég í gegn, og það var svo rosalega gaman!!

fimmtudagur, nóvember 23, 2006

Hæ hæ allir saman!!

Það er svo gaman að vera til – vissuð þið það!! Núna syngi ég “Bubbi byggir bubbi byggir bubbi byggir” ... daginn út og inn. Mamma og pabbi eru ekki alveg með laglínuna á hreinu en mér er bara alveg sama!


Það er þema í gangi á Kærabæ leikskólanum mínum, ég er að læra um líkamann. Ég veit núna hvar nebbinn, augun, munnur og eyrun eru. Ég kann ekki alveg orðin enn, en ég reyni að herma eftir öllum orðum sem mamma og pabbi segja við mig. Svo það ætti að koma fljótt hjá mér. Þau eru líka orðin svo dugleg að skilja mig, og þau tala svo mikið við mig og endurtaka allt fyrir mig sem ég er að tala um svo ég nái að herma eftir því sem ég er að reyna að segja við þau! Ég td kann núna næstum viðlagið í puttasöngnum “hér er ég hér er ég góðan daginn daginn daginn” – ég sleppi orðinu “góðan” en syng hástöfum hér er ég !!


Mamma og pabbi fundu loks á mig góða kuldaskó. Fóturinn minn er enn svo þykkur að ég var hættur að komst í stígvélin í ullarsokkum..Ekki nógu gott. Svo þau gerðu sér lítið fyrir og keyptu handa mér kuldaskó, loðfóðraða. En það var nú ekki hlaupið að því að láta mig máta ó nei.. Ég er sko ekkert hrifinn af svoleiðis athöfnum og gargaði hátt og mikið yfir alla búðina. Á endanum varð pabbi að halda fast á mér og mamma setja mgi í skóinn. Þá varð ég líka svona rosalega montinn og ánægður með mig, go neitaði að fara úr flottu skónum alveg! Enda fékk ég líka litla barna innkaupakerru og trillaði með hana um alla búðina fulla af dóti :D

fimmtudagur, nóvember 16, 2006


Núna er leikskólinn minn að setja upp heimasíðu ásamt hinum leikskólunum í hreppnum. slóðina á hann má finna hérna: Kæribær.
Þar td má finna þessa mynd af mér. Þarna er ég að baka kleinur, en við krakkarnir settum upp Kaffihúsið Kæribær fyrir eldri borgara hér í bæ. Ég reyndar vildi ekki mikið tala við ókunnuga og hélt mig bara með Guðmundi vini mínum og þeim sem ég þekki.
Ég er afksaplega ánægður þessa dagana. Sef vel á næturna, borða vel, og leik mér mikið. Ég hlakka alltaf til að fara á leikskólann og þarf ekki að biðja mig oft að fara í útifötin á morgnana.
Endilega fylgist með skólanum mínum !!! Eigið góðar stundir þar til næst :o)

miðvikudagur, nóvember 15, 2006

halló!
Ég loksins kominn út aftur, fór á leikskólann í gær og mamma rétt náði að klæða mig úr skónum og kyssa mig bless áður en ég hljóp inn í stofuna mína. Vinur minn Guðmundur mætir um leið og ég, korter í átta, og ég hleyp inn í stofu til að hitta hann. Ég vil líka alltaf fara í skóna mína seinnipartinn þegar hann fer, þá vil ég fara líka.

Mér finnst alveg rosalega gaman að fylgjast með mömmu og pabba elda. Og ég vil helst bara vera inni í eldhúsi ef við erum á þeirri hæð. Mér finnst afskaplega gott að borða og veit að ég hef ekki langt að sækja það, hvorki úr móður né föður ættum mínum. Svo einn daginn ákvað ég að prufa sjálfur. ‘Eg sullaði fullt af kryddum og dóti á pönnu sem var með vatni í og hrærði vel í. Má ég þó eiga það að ég fikta aldrei í tökkunum, ég veit að takkarnir á eldavélinni eru “óó” Þegar ég var yngri þá vildi ég skoða þá, því á leikskólanum er eldavél úti sem við megum fikta í. Og ég fattaði þá auðvitað ekki mismuninn á þeirri vél og þeirr sem heima er. En núna veit ég miklu meira og ég læt takana á vélinni heima alveg í friði

Núna er rosalega gaman. Snjór úti, og við förum út að leika. Mikið varð ég glaður þegar ég komst úr húsi og út. Orðinn þreyttur á inniverunni, þreyttur á að vera lasinn, vil kannski ekki alveg segja þreyttur á mömmu og pabba, en það er bara nauðsynlegt að hitta fleira fólk en þau. Hitta krakkana, syngja og leika mér. Mamma og pabbi eru reyndar mjög dugleg að syngja og lesa fyrir mig. Og þau kubba mikið með mér. Mamma færði mér einn lasarusdaginn brunabíl og brunaflugvél frá Lego, og ég veit sko að bíllinn segir “babú babú” og ég sá til þess að mamma og pabbi heyrðu það líka!

miðvikudagur, nóvember 08, 2006

Hæ hæ
í dag er ég lítill lasarus. Mamma er heima þar sem pabbi er lasinn líka. Ég er með hita, hor og hausverk og vil bara kúra hjá mömmsunni minni eða sofa. En ég verð fljótur að hrista þetta af mér, mamma frétti í búðinni áðan að þetta væri að ganga, hitapest sem gengur fljótt yfir. Svo ekki hafa áhyggjur af mér :o)

fimmtudagur, nóvember 02, 2006

Hæ hó allir saman

Núna er mamma mín farin að vinna hjá Becthel aftur. Svo núna er ég í skólanum frá korter í átta til fimm. Þetta er langur dagur. En ég er afskaplega duglegur, og er alltaf kátur og glaður.

Ég er farinn að mynda miklu fleiri orð en ég gerði og mamma og pabbi eru farin að skilja mikið af því sem ég reyni að segja. Ég er hættur að babla, reyni frekar að mynda orðin. Ef ég er spurður nafns þá segi ég “ble” sem þýðir Gabríel get ekki enn sagt Gable eða Gabbi eins og krakkarnir á leikskólanum. Ef ég vil að mamma lesi fyrir mig “mamma le” og orðið “kubba” sem segir sig sjálft. Svo fullt af nafnorðum sem ég kann nú orðið, td ef ég skoða orðabókina sem amma Rósa gaf mér, þá bendi ég á myndirnar td buxur eða sokkar og segja hvað hlutirnir heita. Og ég er farinn að geta sagt mikið af þeim orðum. Ég er farinn að nota já og nei á réttum stöðum – nema þegar ég er í púkaskapi, þá nota ég bara nei og hleyp í burtu hlæjandi. Já það er gaman að vera til.

Ég sef núna meira en ég gerði. Mamma og pabbi ákváðu að prufa að lengja tímann um klukkustund, þar sem ég sef bara 2 tíma á daginn, og var afskaplega pirraður, argur og þreyttur bæði kvölds og morgna. Svo núna er ég farinn að sofa klukkan sjö á kvöldin go vakna 7 á morgnana. Ég vakna ekkert í millitíðinni, sef eins og steinn. Enda líður mér rosalega vel þegar ég vakna, og er svangur! Kem svo heim kl 5 af skólanum, leik mér við mömmu og pabba, borða – sprella svo dáltítið og á svo kyrrðarstund með mömmu eða pabba fyrir rúmið. Þá ruggum við í Lazy-boy, þau annað hvort syngja fyrir mig eða lesa, og þá er ég sko tilbúinn til að fara að lulla. Mér líður svo vel að ég sofna strax með Gogga minn.