miðvikudagur, maí 30, 2007


Nú er sko gaman!!! mamma er hætt að vinna til 6 og sækir mig alltaf í leikskólann núna hér eftir. Þórey var og er frábær stelpa, en ég þarf bara mömmsuna mína þegar dagurinn er svona langur hjá mér. í gær var gaman! Dóa frænka kom í heimsókn og var grillað! Og ég var svo þægur go ljúfur! Ég er miklu öruggari go hressari þegar mamma sækir mig í skólann, miklu glaðari og ánægðari, aflappaðri.
Þegar búinn að borða, búinn í baði, búinn að bursta og kominn í náttfötin með hreina bleyju, þá er besti tíminn minn. Mér líður svo vel. Þó að gestir væru var ég bara að dunda mér í kubbunum og pleimó, allt eins og það á að vera. Þannig dunda ég mér í góða stund og er svo alveg tilbúinn til að fara að lulla, í rúminu mínu, með Goggann minn. Við mamma lesum alltaf saman, svo biðjum við bænirnar okkar og ég held áfram að lesa Legoblaðið og sofna út frá því. Já það er sko gott og gaman að vera til :)

sunnudagur, maí 27, 2007


halló halló!!! er hjá afa og ömmu í sveitinni - alveg rosalega gaman. Fann kassa undir rúmi sem amma hafði gleymt og í honum var playmobil dót sem mamma mín hafði átt !! Fór í fjárhúsin með mömmu og afa. Þar voru fullt af lömbum. Ég reyndar hafði nú ekki stóran áhuga á þeim þar sem traktorinn hans Jenna var í hlöðunni, og það er svo flottur traktor maður lifandi.!!!!

- nokkur orð: liggina = sængina / papei = sjónvarp / laggana = krakkana / lalli = svali / gablabb = Gabríel.

þetta eru svona orð sem mömmu og ömmu finnst afar gaman að - en ég er farinn að tala rosaelga mikið! og apa nú allt eftir öllum. Meira segja farinn að mynda 3 orða samsetningu!!

Já og er farinn að halda lagi, kann Bubba byggir lagið og svo syng ég mikið. Mamma þekkir nær alltaf lagið sem ég syng!!
Svo lesum við mamma mikið! Mamma skráði mig í Bókaklúbb Disney og fæ ég alltaf rosalega flottar bækur í hverjum mánuði. Svo gaukar hún að mér einni go einni bók. Mér þykir alveg jafn skemmtilegt að fá bók eins og bíl! - sérstaklega ef henni fylgir samverustund okkar mömmu á kvöldin þegar við sitjum saman og lesum ´bók fyrir svefninn, en það gerum við á hverju kvöldi! Mamma man ekki hvenær hún byrjaði á því að lesa fyrir mig en ég var rosalega lítill.
Í næstu viku byrjar mamma á að vinna bara til fimm. Hún kemur og sækir mig í skólann - hlakka svo rosalega til!! Þórey er hætt að passa mig, byrjuð í prófum. Vonum að henni gangi vel!! Ég á eftir að sakna hennar!
Annars biðjum við kærlega að heilsa og endilega kvittið í gestabókina :)
knús úr sveitinni :)

mánudagur, maí 21, 2007



Halló!!!! Afsakið mömmu og hennar bloggleti! Ég er sko ekkert lengur lasinn! Mamma kom á miðvikudagskvöldið eftir vinnu og ég fór að gráta þegar ég sá hana - búinn að sakna hennar. Og við fórum heim snemma á fimmtudag ég sagði þegar ég vaknaði "heim" svo mamma sá þann kost vænstan að fara með mig heim. Og ég svo sæll og glaður að koma heim!!


Nú við áttum svo frábæra helgi! Fórum í heimsókn til Hafdísar og sonar hennar Jóhanns Haraldar sem búa rétt fyrir utan Akureyri!! Og Jóhann átti svo flotta bíla maður lifandi!!! og þau voru að passa litla tík og Hafdís bakaði og ég horfði á Latabæ og Jóhann er svo stór!!! Sem sagt ég vildi ekki fara þaðan! Mamma og Hafdís gátu auðvitað talað mikið saman og ég var sko ekkert að trufla þær því Jóhann átti sko stóran playmobil kastala!! Og við mamma heppin - Hafdís nestaði okkur með fulla haldapoka af fötum!! Og viti menn - það var Bubba Byggir peysa í einum pokanum!! ég fór strax í hana - var sko ekkert múður með "ný föt nei takk" heldur mátti mamma þvo peysuna aftur svo ég kæmist í henni í skólann í dag!!!
Takk kærlega fyrir okkur Hafdís og Jóhann Haraldur!

Svo áttum við mamma rosalega góða helgi saman. Ég svaf 3 klst báða dagana, og svo ánægður með dótið mitt og að vera heima! Mér finnst rosalega gott að hafa mömmu mína útaf fyrir mig. Og ekkert stress í gangi, ekkert að gerast, bara dúllum okkur, leikum okkur. Grilluðum og blésum sápukúlur. Pússluðum og lásum bækur.

Ég er afskaplega duglegur að leika mér sjálfur og þarf ekki að hafa mömmu yfir mér allan daginn, þannig að hún fær smá stund fyrir sig líka.
Ég vildi ekki sleppa henni í morgun. Fór að gráta. Hlakka til þegar hún hættir klukkan 5 á daginn og getur sótt mig líka í skólann og þá fæ ég að vera meira með henni.

þriðjudagur, maí 15, 2007

Enn hjá afa og ömmu. Enn pínu lasinn, ekki hiti lengur en hósti og hor. Mamma mín kemur heldur ekki í dag því það borgar sig bara ekki að sækja mig, drösla mér í skólann hálfan dag á morgun og þurfa svo að taka frí úr vinnu eftir hádegi. Þá er betra að ég verði áfram hjá afa mínum og ömmu minni.
Það er auðvitað rosalega gott að vera hjá þeim. En amma merkir það að ég sé orðinn frekar leiður. Ég sakna mömmu, og vil fara að komast út. Mamma hringir reglulega og ég fæ að tala við hana og það er svo gott að heyra röddina hennar og ég brosi allan hringinn. Hún kemur á morgun og þá er hún í frí á fimmtudaginn og ég fæ að hafa hana alveg útaf fyrir mig!! Hún er sko mamma mín. Amma og afi eru svo góð. Afi leyfði mér að hafa Ferrari bílinn sinn - og ég óvart braut speglana af honum, og ljósið go leiraði hann svo inn. En afi varð ekkert reiður. Amma leiraði með mér og hún kubbar með mér. Þau eru svo góð við mig. Við mamma erum svo heppin að eiga þau að..

mánudagur, maí 14, 2007


Hæ hæ !! Ekki mikið að gerast nema ég er lasinn :( var heima með mömmu miðvikudag og fimmtudag, og mamma varð að fara í vinnu föstudag og keyrði mig til afa og ömmu. Svo kom mamma mín til okkar aftur föstudagskvöldið og héldum við að ég yrði nú hress, en þá tók einhver hiti við og varð ég eftir í gær. Er í góðu yfirlæti hjá afa og ömmu. Fullt af gröfum að vinna hinum megin við götuna hjá ömmu og ég get staðið í glugganum og horft.


Málið er að ég fékk vírus í augun mín. Eitthvað sem var að ganga á leikskólanum. Amma Sigga sagði mömmu að vera ekki að troða dropum í augun ef þetta færi strax minnkandi sem það gerði svo ég losnaði við allt svoleiðis vesen sem betur fer. Við mamma viljum ekki notast við lyf nema í brýnustu nauðsyn. En svo hætti það en ég hósta og er með hor. Og í gær mældist ég með 38,5 gráður. Ekki gott.


Ég er svo heppinn, því Sylvía og Hjörtur Smári lánuðu okkur ömmu kubba sem þau léku sér með þegar þau voru lítil, og þessir kubbar hafa ílengst hjá ömmu. Og hef ég nóg að gera!

mánudagur, maí 07, 2007

Hæ hó! Var hjá afa og ömmu um helgina. Amma mín átti afmæli og við mamma fórum þangað í tilefni dagsins. Reyndar fékk ég að fara fyrr úr skólanum og fara í afabíl í sveitina - það er svo gaman þegar þau koma og sækja mig! Og það er svo gaman hjá afa og ömmu!!
Nú í gær - þá barasta klæddi ég mig sjálfur í náttfötin!!! Og - það er meira.. ég sofnaði duddulaus!!!! Við mamma föttuðum það ekki þegar ég fór að sofa að ég væri duddulaus, reyndar vaknaði ég svo um 3 og vantaði dudduna mína - en þetta er byrjunin !! ég er að verða svo stór strákur! Mamma er í öngum sínum yfir því hvað ég stækka hratt.

föstudagur, maí 04, 2007


Til hamingju með afmælið elsku amma mín!!!
--
(Rósa amma mynd tekin 1955)
Hlakka til að hitta ykkur í kvöld!!!

Knús þinn Gabríel Alexander

miðvikudagur, maí 02, 2007



Hæ hæ ! Nú er búið að vera æðislegt sumarveður í nokkra daga!! Fórum í sveitina á laugardaginn eftir lúrinn minn og vorum í sólinni allann sunnudaginn! Út að leika kl hálf átta sunnudagsmorgun og mamma og amma með!! Kíktum í Belg og hittum kindurnar sem voru úti að spóka sig í góða veðrinu! Fór á róló og mokaði þar mikið og lék mér með bílinn minn! Mamma og amma komu báðar með mér. Þórhalla frænka og Sylvía komu svo síðar og það er alltaf jafn gaman að hitta þær!

Leikskólinn var skemmtilegur á mánudaginn og þegar ég kom heim var mamma komin og tilbúin með dótið okkar þar sem við fórum aftur til afa og ömmu. Frí í gær svo við nutum veðurblíðunnar aftur í sveitinni! það er svo gaman að vakna í fuglasöng, fara út í sólina á bolnum og sokkabuxunum og henda sér í sandinn og byrja að moka. Ég sko neitaði alveg að fara í stuttbuxur. Ekki að ræða það!


Svo heimkomin í gær grilluðum við á svölunum! Já grillið okkar virkar! og ég fékk grillaðar pylsur og tómastsósu!!


Frétti af því að Þórhalla frænka hafi sett upp trambólínið þeirra í gær. Og mamma var að fara þegar hún frétti það - núna hlakka ég sko til að fara í sveitina næstu helgi og hoppa þar!!!



Í dag á Flúðum fórum við í gönguferð í morgun upp á klappir fyrir ofan Pálmholt, sól og blíða!! Mamma setti mig í skólann í "ljósaskónum" en vonandi hefur hún keypt almennilega skó á mig í dag! (sem ég gerði-kv mamma) og mamma fann mynd af mér í göngutúrnum!!