fimmtudagur, janúar 21, 2010

Duglegur strákur

hæ hæ !

ég fór í 5 ára skoðunina mína á þriðjudaginn.  Ég er 113 cm á hæð og 22 kg.  Og er semst eins og vanalega með hlutföllin í lagi og yfir meðallagi í hæð og þyngd. 

Hjúkrunarfræðingurinn og læknirinn gáfu mér flotta skoðun.  Ég kunni allt og gat allt og var bara mjög duglegur að gera það sem þau báðu mig um að gera. 

Og ég fékk TVÆR sprautur! Og ég kvartaði ekki neitt og þurfti ekki einu sinni plástur !

Mömmu var hins vegar ráðlagt að fara með mig til augnlæknis í vor.  Var víst ekki alveg samræmi hjá mér í sjónskoðun en ekki þannig að hjúkkan vildi láta ath það strax.  Ég sé mjög vel, nema neðstu línuna, og þá ver á öðru auganu.  Hún er ekki að gera veður út af neðstu línunni.  En bara til öryggis þá kíkja til læknis í vor. 

Ég er alveg á fullu að skrifa og syngja og leika mér með orð og tölur.  Við mamma erum farin að spila mikið, mér finnst afskaplega gaman að spila.   Bæði borðspil og á venjuleg spil.  Og ég fæ reglulega að fara í tölvuna.  Mamma er undrandi á hve fljótur ég er að ná valdi á tölvunni, og að leika mér í henni.  Þarf nánast enga aðstoð frá henni lengur. 

Jamm stækkandi strákur hér á ferð :o)

Gabriel Alexander (8of 51) (Smellið á mynd til að stækka)

mánudagur, janúar 11, 2010

Myndir komnar á netið !

hæ hæ !!

Gleðilegt nýtt ár ! og takk fyrir allar fallegu gjafirnar sem ég fékk í afmælisgjöf og í jólagjöf!

Við mamma áttum yndisleg jól í sveitinni.  Ég fékk afmælisveislu á aðfangadag eins og vanalega, þau úr Hraunbergi komu og þau úr Lynghrauni.  Var rosalega gaman, við krakkarnir spiluðum og það var svo gaman ! ég naut mín svo með öllum. 

Ég fékk margar fallegar afmælis og jólagjafir.   Og var afskaplega ánægður með daginn og kvöldið. 

Fór til pabba annan dag jóla og var þar fram til mánudags en þá fór ég aftur upp í sveit.  Mamma var að vinna milli jóla og nýárs.  Svo kom mamma daginn fyrir gamlársdag og við kíktum til Jenna á sjúkrahúsið á Húsavík á gamlársdag.  Ég hafði ekki séð hann síðan í haust og ég var mikið kátur að sjá hann. 

Svo keyptum við afi sko flugelda !  Og það var sko mikið af kökum í kassanum og ég er sko ekkert smá hrifinn af þessu! Og við afi skutum þessu sko öllu upp á gamlárskvöld! Fórum á brennuna og skutum upp fleirum flugeldum! Svo horfðum við á skaupið og skutum upp fleiri flugeldum – kláruðum allt !

Mikið var gott að fara í skólann aftur ! Hitta Jóhannes! Ég var farinn að sakna besta vinar míns.  Ég er alltaf jafn kátur með lífið – alltaf jafn hress !

GAH_jol2009

Jól og áramót 2009

Bið að heilsa ykkur öllum !

Svava og Gabriel
Desember 2009