laugardagur, september 30, 2006

Hæ hó!
komin helgi aftur, og við erum heima hjá okkur. Fór með mömmu í íþróttahúsið í morgun. Annan hvern laugardag er skipulagður liður í leikskólanum að mæta (frjáls mæting) í íþróttahúsið til að leika saman, í boltaleik, þrautaleik, og hinu og þessu. Rosalega gaman fannst okkur mömmu. Ég þekki svo mikið af krökkunum, og þau mig, þau eldri rosa góð við mig og vilja hjálpa mér. Mörg þeirra kalla mig Gabba eða Gabla þar sem þau geta ekki sagt nafnið mitt almennlega. Sennilegast verð ég kallaður Gabbi í framtíðinni í skólanum, mamma er rosa sorry yfir því. Það er sem sagt ekki samt leyfilegt að kalla mig Gabba (Gabla) ef viðkomandi getur sagt Gabríel.
Mamma setti inn haustmyndir af okkur. Nokkrar úr Mývó, og af mér á hjólinu. Kíkið á :o)

Hafið það sem allra best
ykkar Gabríel Alexander

miðvikudagur, september 20, 2006

Hérna er myndaalmbúm mömmu á netinu sem inniheldur allar myndir. Linkarnir eru eitthvað að stríða okkur hér til hliðar en þessi linkur hérna hann á að færa ykkur inn á albúmið sjálft.

Hérna er nýjustu myndir sem komnar eru: Réttir í Reykjahlíð 27. ágúst 2006
Jáháhá sko mömmu...
halló halló þið yndislega fólk sem hafið samviskusamlega kíkt hérna inn þrátt fyrir mega bloggleti móður minnar. Ýmislegt búið að gerast síðan 9. ágúst.

Laugardaginn 12.ágúst fórum við í dagsferð til Reykjavíkur og vorum viðstödd brúðkaup Ragnhildar systur pabba og Ægis. Það var afskaplega gaman að koma til Reykjavíkur og var ég eins og lítið ljós allann tímann. Að fara 2x í flugvél sama dag, og vera dröslað um í bíl, í sparifötunum er ekki það sem ég myndi kalla uppáhalds, en ég lét mig hafa það. Enda var þessi dagur allur hinn ánægjulegasti.

15. ágúst hófst leikskólinn aftur. Og nú byrjaði ég að vera allann daginn. Strax 16. byrjaði ég á að fara með mömmu í heimsókn fyrir hádegi, þar sem þá eru aðrar fóstrur en eftir hádegi. Ég hljóp bara í sandkassann og hefði sennilegast ekkert fattað ef mamma hefði farið.
Þær á leikskólanum segja að ég sé mikill brasi kall, alltaf með nóg fyrir stafni, enda er það best finnst mér, þá er dagurinn svo fljótur að líða. Og að vera allann daginn er bara fínt, gengur mjög vel, var fyrst svolítið pirraður fyrst þegar mamma var að skilja mig eftir, en núna verð ég pirraður þegar mamma er að taka mig heim, burt úr miðjum leik,...

Sunnudag 20. ágúst komu Valgeir afi, Rósa amma, Hjörtur Smári og Herkúles hingað við í mat. Þau voru á rúntinum um Kárahnjúka. Gaman að fylgjast með framkvæmdum! Þau stoppuðu ekki lengi, en samt alltaf gaman að sjá þau !
Sama dag kom svo Vilborg vinkona mömmu. Hún var að kenna hér námskeið í fjörðunum og gist hjá okkur í 2 nætur. Ég sá hana nú ekki mikið, mætti henni einn morguninn þegar ég var að fara á leikskólann, rétti henni skóna mína og bað hana um að klæða mig í þá, sov vel leist mér á hana!

Laugardag 26. ágúst fórum við mamma í Mývó til Valgeirs afa og Rósu ömmu. Tilgangur fararinnar var að fara í Réttir! Og það var svooo gaman í réttum skal ég segja ykkur! Ég hitti svo fullt af fólki, Reyni langafa sem ég hitti nær aldre, og hitti Eik frænku mína í fyrsta skipti að ég héld! svo systkinin í Hraunbergi sem ég fæ allt of sjaldan að hitta. Ég hitti Sylvíu mína líka en ekki mikið, hún er svo svakalega dugleg að vinna, við bætum bara úr því seinna meir!
Rollurnar voru skítugar og hávaðasamar, afi setti mig á rollubak, mér var ekkert allt of vel við það. Ég reyndi að vera "aa" við sumar en þær vildu ekkert með mig hafa, ég var víst ekki með neitt gott i hendinni....

1. september fékk ég þá stærstu kúlu á ennið + skrámur sem ég hef fengið á minni stuttu ævi. Ég var sko að hjálpa fóstrunni að bera út þríhjól, og æðibunugangurinn í mér var svo mikill að ég flaug niður steyptar tröppurnar á undan henni. Ég er svolítill hrakfallabálkur, en að sama skapi þá er ég ekkert að eyða tíma í að grenja bara dusta af mér pípa smá en held áfram mínu striki. En kúla var alveg hringlótt, gul og fjólublá með rauðum skrámum... afskaplega fallegur.

7. september byrjaði ég á að herma eftir mömmu "nei nei nei" og hleyp svo hlæjandi á undan henni, fel mig inni í tjaldinu mínu og hlæ. Ég er svolítill prakkari í mér.

laugardaginn 16. september var ég svo í fysta skipti skilinn almennilega eftir í pössun. Mamma og pabbi fóru til Akureyrar að hitta WoW félaga sína go ég varð eftir hjá Rósu ömmu og Valgeir afa. Þau fóru snemma svo afi og amma fengu að hafa mig lengi. Sylvía uppáhaldsfrænka kom og hjálpaði þeim og ég fékk að hitta Hjört Smára og Þórhöllu. Eg var svo þægur. Ólíkt því sem ég læt dynja á mömmu og pabba þá hlustaði ég og hlýddi öllu sem amma mín sagði. Fór að sofa duglegur og þægur. Það er sko ekkert mál að passa mig :)