þriðjudagur, september 30, 2008

Snjór snjór snjór!

ég bíð spenntur eftir snjónum !!

Hlakka til að fara á snjóþotu í skólann!!!

IMG_3853

sunnudagur, september 28, 2008

Gaman í sveitinni!!

halló !!!

já það var gaman í sveitinni.   Hjörtur Smári frændi minn gisti hjá okkur á laugardaginn.  Og það var kubbað og leikið.  Mér finnst hann svo skemmtilegur.  Við kíktum aðeins í berjamó í dag og mamma er búin að setja inn myndir á flikrið okkar frá því :o)

hér erum við Hjörtur með ömmu okkar :o)

DSC04106

fimmtudagur, september 25, 2008

Leir og frí í skóla

hæ hæ!

Hér er allt við það sama.  Var hjá pabba síðustu helgi, og mamma sótti mig í skólann á mánudag.  Var að vanda hress og kátur þegar hún sótti mig. 

Við erum búin að eiga góða viku.  Fékk Birnu bangsastelpu með mér heim úr skólanum á mánudag og var það rosalega gaman. Þetta er ekki sama bangsastelpan og býr á Undralandi svo þessi hefur aldrei komið heim með mér áður.  Og við lékum okkur að dótinu hennar sem voru lítil plast dýr.  Og lásum bækurnar hennar.  Við reyndar fórum fyrst með mömmu á fund í vinnunni hennar og vorum svo þæg að sitja og hlusta, mamma var rosalega montin af okkur, og fengum við kleinur og kakómjólk í verðlaun :o) Mamma skrifaði svo í bókina hennar Birnu bangsastelpu sem þau í leikskólanum lásu svo daginn eftir ! Það er alltaf gaman að fá bansastelpuna heim með sér :)

DSC00549Í gær fórum við heim og leiruðum eftir skóla.  Sátum í stofunni heima og leiruðum og hlógum mikið.  Ég fékk að nota piparkökuformin okkar og bjó ég til alls kyns fígúrur, báta og bíla.  Og endaði með að búa til pizzaveislu ha ha ha - þá spurði mamma mig hvort ég væri svangur og ég hélt nú það og borðaði vel af þorskbollunum og hrísgrjónunum sem mamma eldaði handa okkur!!

Sátum svo og kúruðum yfir Simpsons. 

Í dag sækir svo pabbi mig.  Ég gisti þar í nótt þar sem það er frí í skólanum mínum á morgun og mamma mín er að vinna. Við finnum okkur  örugglega eitthvað skemmtilegt til dundurs :o)

Og þegar mamma sækir mig til pabba á morgun þá ætlum við í SVEITINA!!!!

ps elsku mamma viltu pakka dýrunum sem Dóa frænka gaf mér í jólagjöf með í sveitina, ég fann þau öll til í morgun og setti í litlu bílatöskuna mína.  :o)  

fimmtudagur, september 18, 2008

Snjór í fjalli

hæ hæ !!

Ég er alltaf jafn hress. Vaknaði ekkert í rokinu!! mamma var hissa. 

Og þetta sem ég var að æfa mig í er alveg komið á fast skrið.  Garga bara núna "BÚINN"  þegar mamma á að koma og aðstoða mig !! Ekker væl um bíla.  Bara geri mitt og búið mál.  Ég er svo stór!

Við mamma fórum í Fellshlíð síðustu helgi.  Mikið var ég glaður að koma þangað.  Borðaði hellings af kjöti og Hermann gaf mér hrúgu af sultu með kjötinu!! vá hvað ég var sæll með þetta allt!

Var duglegur að fara að sofa og vaknaði kátur daginn eftir.  Við mamma fórum niður og kúldruðumst í leti.  Hermann frændi fór snemma í vinnu og Önnu frænku finnst gott að sofa ha ha ha !

Fórum svo út að skoða alla vélsleðana sem eru til í Fellshlíð og þeir eru sko ekkert fáir!! og Auðvitað varð ég að prufa að setjast á þá alla! Og Trambólín! Guðni Páll - systursonur Önnu á trambólin þarna og ég auðvitað hoppaði og skoppaði þar!.  Og sandkassinn, þar lék ég mér líka !  Það er svo gaman í Fellshlíð!

Og rúsínan í pysluendanum er að þegar Hermann kom heim úr vinnunni þá bauð hann okkur í jeppaferð! Vá hvað ég var ánægður með það! að hossast um í jeppa uppi "fjalli" var rosalega gaman! Fundum gamlar rústir, og uppsprettu!!!

Gistum  hjá afa og ömmu á laugardagskvöld og fórum að smala í Belg.  Horfðum á formúlu og borðuðuðm snakk.  Við Hjörtur frændi minn erum afskaplega duglegir við að borða snakk :)

Já og ekki má gleyma að segja að við mamma kíktum á Sylvíu frænku á þriðjudaginn - hún á froska og salamöndru!!! ég varð solidð hrifinn af þessu.  fannst gaman að sjá þetta hreyfa sig og synda!

gkv_fellshlid

miðvikudagur, september 10, 2008

Skemmtilegur strákur

hæ hæ ! Mamma sótti mig í skólann á mánudag og hljóp ég til hennar og knúsaði.  Við tókum rúnt og ákváðum að kikja inn í Dótakassann og heilsa upp á páfagaukana þar.  Og mamma fann spil handa okkur og ég ætla sko að kenna Önnu frænku og Ömmu minni þetta spil - tilkynnti ég mömmu minni í gær.  Þetta er Bubba Byggir minnisspilið.  Mamma notar ekki öll spjöldin svo þetta er ekki of erfitt fyrir mig.  Og við spiluðum þetta vel og lengi og hlógum mikið.  Merkilegt hvað við kveikjum sjaldan á sjónvarpinu nú orðið.   Tókum einmitt spil í morgun áður en við fórum af stað í skólann náðum ekki að klára svo við geymdum það á borðinu og ætlum að klára þegar við komum heim. 

Annars er ég bara kátur og glaður.  Vakna hress og syngjandi.  Er með fastar skoðanir á hlutunum, td það að kisur geta ekki pissað í grasið/sandinn því þær eru ekki með bibba.  Og svo heita öll útlönd Holland í dag - það gæti breyst á morgun reyndar.  Og ég er alveg ákveðinn í að við mamma förum bæði til Hollands saman. 

Ég ætla í Fellshlíð um  helgina.  Og ég ætla í afabíla.... og þetta tvennt verður ekki samið um....

Ykkar Gabríel.

flottir2

föstudagur, september 05, 2008

Alltaf jafn gaman

hæ hæ !

það er alltaf jafn gaman að vera til! Ég er alltaf jafn duglegur og góður! Er alltaf jafn kátur og ánægður með lífið og tilveruna :O9

Í gær bökuðuðm við mamma skúffuköku og ég fékk skreyta með smartís það var rosalega gaman hjá okkur.  Mamma settir myndir inn fyrir ykkur að sjá á flikkrið okkar!

Um helgina er ég hjá pabba og mun að vanda eiga góða helgi. 

Óska ykkur sömuleiðis góðar helgar!

gah_smartis

þriðjudagur, september 02, 2008

Réttir í sveitinni

hæ hæ!!

Helgin var rosalega skemmtileg! Mamma sótti mig snemma í skólann á föstudag þar sem skólinn lokaði klukkan tólf.  Við mamma nutum dagsins og fórum upp í sveit.  Mamma fór svo inneftir aftur seinnipartinn þar sem Anna frænka og Dóa frænka voru að koma í heimsókn til hennar. Þær hafa örugglega átt gott kvöld vinkonurnar :o)

borda saman Ég allavega átti frábært kvöld hjá afa og ömmu minni.  Enda nýt ég mín alltaf þar! Mamma kom svo uppeftir daginn eftir og þá var gaman! Það kom fullt af fólki í heimsókn, þar sem afi minn ákvað að hafa afmælismatinn sinn.  Langafi og langamma enn fyrir norðan og Reynir langafi! Og svo Jenni kom líka.  Ég naut mín hjá þeim.  Að sitja við borðið og borða með langöfunum og Jenna (þeir gömlu allir komnir yfir áttrætt) Enda kom ekkert annað til greina en að sitja við hliðina á Jenna mínum og borða! Þórhalla frænka, Lárus og Hjörtur Smári. 

Þetta var eini dagurinn sem í raun kom til greina að ná öllum saman! Langafar og langamma á leiðinni suður aftur.  þetta var rosalega gaman! Langamma spilaði við okkur frændurna.  Hjörtur kenndi henni Hrútaspilið og amma mín reyndi að kenna mér veiðimann en ég tók ekki alveg tilsögn þó svo við notuðum barnaspil.

Sunnudag voru réttir.  Voðalega gaman var að sjá allar kindurnar okkar aftur.  Og viti menn þær mundu sko eftir brauði og komu og borðuðu hjá mér brauð þó það væri með tómatsósu og steiktum lauk! Þær voru svo hvítar og fallegar, hlakka svo til að fara í húsin í vetur og gefa þeim.  Ég er svoddan bóndi í mér!

rettir

Mamma er búin að setja inn myndir: Réttarhelgin í sveitinni. Og þess má geta að það er rosalega gaman að skoða myndirnar í "slideshow" sem síðan býður uppá - þá koma þær stærri fram og í réttri röð :o)