fimmtudagur, nóvember 26, 2009

Nýtt útlit á bloggið

hæ hæ !

Mamma ákvað að setja nýtt útlit á bloggið mitt :o) – Og er þá ekki bara við hæfi að hafa Arsenal ? Ég held nú með þeim og er farinn að æfa fótbolta.  Sef með myndirnar hjá mér og vakna talandi um boltann.  Reyndar duttu út titlarnir á hinum færslunum, en ég vona að það rugli ekki hjá ykkur :o)

Annars er allt ljómandi að frétta af okkur. Orðið frekar kalt úti núna.  Fer til pabba um helgina.  Mamma er búin að biðja Lárus og afa um að koma og setja upp nýtt rúm hjá mér.   Fæ ég svona stórt rúm með plássi undir.  Þá stækkar leiksvæðið mitt um helming.  Það verður alveg magnað !

Bið að heilsa !

miðvikudagur, nóvember 25, 2009

Fallegur dagur

smá kveðja frá ritara:

á Akureyri er slabb, rigning, slydda, dimmt og já frekar hráslagarlegt úti.

Við sonur vorum á leið í leikskólann, rúðuþurrkur á milljón, og slabbið gusaðist út um allt í kringum okkur.

þá heyrist úr aftursætinu “mamma í dag er fallegur dagur úti!”

- já svona er sonur minn alltaf jafn hamingjusamur og sér fallegu hlutina í öllu :o)

mánudagur, nóvember 23, 2009

Fyrsti fótboltaleikurinn

hæ hæ !

Í gær var ég að keppa í fyrsta skipti í fótbolta! Æfingin okkar fór fram í Boganum og við spiluðum við 8. flokkinn hjá Þór ! Og það var rosalega gaman ! ég var einn leikinn í marki og ég varði !

GAH_KA Við fengum KA búning til að vera í – og það var svo gaman ! Var fyrst svolítið feiminn og vissi ekki alveg hvernig ég átti að bera mig að, enda voru sumir strákarnir sem eru búnir að æfa miklu lengur rosa duglegir og þeir voru mikið með boltann. En þegar leið á þá fór ég að hlaupa með og sækja í að ná boltanum. (smellið á myndir til að sjá stærri)

Helgin var skemmtileg. Við mamma fórum í sveitina á föstudag, mikið var gott að komast þangað. Var búin að tala um það í nokkra daga!

Fórum snemma á fætur með afa á laugardag og fórum og sinntum kindunum og öðrum störfum í Belg. Rindill er svo óþægur ég var svo hissa, hann hoppaði alltaf á milli spila og húsa í fjárhúsunum. Hann hoppar yfir girðingar! Svo afi varð að hækka grindurnar svo hann kæmist ekki um öll húsin. Á meðan afi var að því var ég að dunda mér við að gefa rollunum. Við sóttum eina gimbur í Grímstaði líka. Henni finnst brauð gott :o) gah_hss

Svo eftir hádegi fórum við með Þórhöllu og Hirti Smára í Dimmuborgir að finna jólasveinana. Það var rosalega gaman. Ég fékk kerti hjá Kertasníki ! og á eftir fórum við í kakó og kleinur í Skjólbrekku.

Afi fór svo með mig eina salibunu á fjórhjólinu.

Ég er svo afskaplega ánægður og kátur með þetta allt saman. knúsaði svo mömmu þegar við komum heim “mamma mín, gott að vera kominn heim”

Myndir frá Dimmuborgum eru komnar á flikkrið okkar: Jólasveinar í Dimmuborgum

föstudagur, nóvember 20, 2009

á leið í sveitina

hæ hæ !

í dag ætlum við mamma í sveitina. Mamma ætlar að hjálpa afa með rollurnar og við ætlum að vera dugleg :o) Kannski fæ ég jafnvel að fara á fjórhjólið hans afa líka ! Mamma allavega passaði að hjálmurinn minn sé með í ferðinni :o)

Vikan er búin að vera góð. Hitti vin minn Jóhannes eftir skóla á þriðjudag. Erum svo bara búin að hafa það næs heima við mamma. Ég er búinn að vera duglegur að leika mér með dótið mitt. Og ég er með alveg brjálaðan áhuga á að lita og teikna. Get setið og litað tímunum saman í litabókina mína og mamma er svo hrifin því ég er bara hættur að lita útfyrir. Svo æfi ég mig að merkja myndirnar – GAH eða GKV eða Gabr.. ég kann ekki næsta staf en það lærist :o)

Var hjá pabba síðustu helgi. Fór á fótboltaæfingu með Huldu og það var rosa gaman. Ég var duglegur og hljóp strax inná og var með allann tímann :o)

Vonandi eigið þið góða helgi framundan
Ykkar Gabríel !

DSC01161

Smellið á myndina til að fá hana stærri í nýjum glugga :o)

fimmtudagur, nóvember 12, 2009

hraustur strákur

hæ hæ !

mamma er að stressa sig. Ég er með dálítið ljótan hósta. Hún setur mælinn í eyrað mitt reglulega og biður til Guðs umað ég sé ekki að verða veikur. En ég er bara ekkert að verða veikur ! ég er hress og kátur!

Mamma var spurð að því í vinnunni um daginn “Guðrún hvernig er það með þinn strák – verður hann bara aldrei lasinn"?”

Mamma flétti upp í blogginu mínu og ég hef ekki fengið flensu síðan í desember 2008! Ég fékk hlaupabólu í janúar 2009 og fótbrotnaði í febrúar. Annars hef ég bara fengið hornasir reglulega go hósta reglulega.. Ekkert til að hafa áhyggjur af. Mamma er held ég bara stressuð út af því að það eru svo margir veikir í kringum okkur. Margir á vinnustaðnum hennar og í skólanum mínum. Pabbi og þau voru líka veik um daginn. En við mamma höfum ekkert lagst núna. (núna bankar mamma í borðið 7-9-13)

Á þriðjudaginn fórum við mamma uppí sveit að sækja súbbann okkar. Afi minn var búinn að gera við hann fyrir okkur ! Og ég var afskaplega ánægður með að fá svona auka afa og ömmu knús! Var búinn að tala svolítið um og spyrja mömmu hvenær við færum aftur í sveitina.

Svo kom vinur minn Snæbjörn í heimsókn í gær. Við vorum roslega stilltir. Og duglegir að leika okkur ! Mamma vissi varla af okkur og við skemmtum okkur virkilega vel ! Fengum popp og klaka og fínerí !

Ég fer svo til pabba um helgina, verð eflaust í góðu yfirlæti þar eins og vanalega :o)

mánudagur, nóvember 09, 2009

sveitin og súbbi og pizzagerðarmaður

hæ hæ !

við fórum í sveitina á föstudag. Sylvía besta frænka kom með okkur, hún hafði verið í hálskirtlatöku og var á leið heim til mömmu sinnar í mömmudekur. Ég og mamma komum fyrst við í búð fyrir afa og sóttum hjálm. Ég var svo gagntekinn af hjálminum að maðurinn í búðinni fékk sko að vita að þessi hjálmur væri handa afa mínum. Og ég passaði hjálminn í kassanum á leiðnni og ég fór með hjálminn inn til afa og rétti honum hann!

Afi fór með mig á rúntinn á fjórhjólinu á laugardeginum. Rosalega gaman. Ég elska fjórhjól. Enda er ég búinn að tilkynna það að ég ætli að verða fjórhjólamaður eins og afi minn þegar ég verð stór.

Ég fór með hjólið mitt líka uppí sveit. Mömmu finnst alveg um að gera að ég æfi mig að hjóla áður en snjórinn kemur. Og ég hjólaði til Þórhöllu frænku í heimsókn. Við fórum öll í sund, ég fékk að leika við Hjört og vin hans Viktor í sundi á meðan mamma og Þórhalla frænka syntu sprettina sína.

Fórum líka í lónið. Fórum öll saman – nema Sylvía þar sem hún var svo slöpp. Enda má hún ekkert gera greyið ámeðan hún er að jafna sig eftir aðgerðina.

Ég kubbaði, lék mér og hvar voða kátur hjá afa og ömmu eins og alltaf. Í morgun þegar við vorum á leið í skólann spurði ég mömmu hvenær við færum aftur til afa go ömmu. Við erum reyndar á ömmu bíl þar sem súbbinn okkar þurfti smá viðgerð hjá afa :o) við erum heppin að afi getur gert við alla bíla !

Í gær fór ég svo á fótboltaæfinu ! ég var svakalega duglegur og var inná allann tímann, hlustaði á þjálfarann, hlýddi og var til fyrirmyndar. Mamma segir að ég hafi verið áberandi þægur ! Enda fannst mér þetta gaman !

gahSvo fékk ég að baka mína eigin pizzu í gær. Mamma bjó til deigið en ég flatti út, ég setti sósu og það sem ég vildi ofan á . Mamma var búin að brytja niður fullt af grænmeti og fleiru sem gott er að setja á pizzu og ég mátti bara velja hvað ég vildi ofaná. Og ég setti það sem mig langaði. Mamma sá svo um að setja í og taka úr ofninum.

Smellið á mynd til að sjá stærri – þær eru svo allar á flikkrinu: Pizzagerð Gabríels

fimmtudagur, nóvember 05, 2009

ha ha ha – amma mín spyr mig hvenær við eigum að fara að hlusta á jóladiskana okkar .. ?? ha ha og ég á að spyrja mömmu – eins og hún ráði því ha ha .

Elsku amma mín – við hlustum bara á jóladiskana þegar okkur sýnist og förum að dusta rykið af fallega, glansandi, glimrandi jólaskrautinu okkar.

Afi og Gabríel að fylgjast með by Sólargeislinn.

Við afi á brennunni áramót 2007 og 2008. Var svolítið smeykur, þá var gott að kúra í fanginu hans afa!

miðvikudagur, nóvember 04, 2009

hæ hæ

Það er alveg vitað að ég er nokkuð snökkur að hugsa og svara. Td þegar Jóhannes vinur minn kom í heimsókn og benti á sjónvarpið okkar “vá hvað þið eigið lítið sjónvarp” þá sneri ég mér að honum og sagði “iss hann afi minn á sko miklu stærra sjónvarp en þið… og fjórhjól! “ – útrætt mál.

Ég er annars voða kátur. Farinn að skrifa fullt af stöfum og finnst gaman að skrifa stafina. Merki myndirnar mínar hægri vinstri með GAH eða GKV.

Við mamma vorum að ræða fótboltamálin mín. Ég er nefnilega svolítið feiminn og er eitthvað að vesenast með þetta td það að ég nota mér það óspart á pabba að ég vilji bara fara með mömmu á fótboltaæfingar. Svo ræddum við mamma þetta og þegar ég var búinn með afsakanir þá snéri ég mér bara upp og sagði “ætla sko að vera fjórhjólamaður eins og afi” – og þar með voru fótboltamálin úr dagskrá hjá mér.

En þig megið ekki misskilja – ég bíð eftir því að komast á æfingu, ég elska fótboltann, fótboltaskóna, legghlífarnar og allt sem fylgir. Ég er bara rosalega feiminn þegar ég er kominn á staðinn og sé hina krakkana sem ég þekki bara ekki.

Í dag ætlum við mamma til Júlíusar og fá okkur gómsæta súkkulaði köku sem mamma hans bjó til :o)

DSC01153 DSC01154 DSC01160

Þessar myndir eru af okkur Júlíusi í myndatöku hjá mömmu hans – það var rosalega gaman hjá okkur. Svo er stafamyndin mín, ég skrifaði stafina sem eru skrifaðir með svörtu – hinir eru gerðir með skapalóni. Ef þið smellið á þær þá opnast þær stærri í öðrum glugga :o)