fimmtudagur, desember 29, 2005

GLEÐILEG JÓL
Já gleðileg jól allir sama, vinir og vandamenn nær og fjær. Þetta er búið að vera rosalega gaman hjá mér. Ég átti afmæli á aðfangadag, og fékk ég margar góðar gjafir. Jólamaturinn var rosalega góður, og jólagjafirnar voru líka rosalega góðar og margar, og vil ég þakka öllum fyrir! Var gott að hafa mömmu heima og fékk ég að hafa hana hjá mér í 5 daga, vonandi verður hún í fríi á morgun, en hún fór í vinnu i dag.
Mánudag fórum við í mat til afa og ömmu í Mývó, hittum þar Þórhöllu og hennar fólk, borðuðum kalkún að hætti afa, sem er alltaf jafn góður, segir mamma, þar sem ég hef bara einu sinni smakkað hann, og þótti góður!
Ég fór svo á jólatréskemmtun með mömmu í gær. Þar voru fullt af börnum og fullorðnum, dansandi í kringum jólatréð. Mamma dansaði með mig í fanginu. Jólatréð var rooosalega fallegt, en ekki eins flott og heima hjá mér. Svo komu jólasveinar, og þeir eru bara hinir bestu kallar, gáfu mér mandarínur og þá er ég alveg viðræðuhæfur.
Þess má geta líka að í gær stóð ég sjálfur upp af gólfinu, án þess að styðja mig við eitthvað og tók 3 skref!! Ég varð svo hissa að ég baðaði út öllu öngum og datt á rassinn. Og mamma hoppaði upp af kæti - sem sagt - ég tók mín fyrstu alvöru skref í gær.
Ég vil óska öllum gleðilegt nýtt ár, og takk fyrir allt á mínú fyrsta ári, sem var rosalega viðburðarríkt, ánægjulegt og skemmtilegt.

miðvikudagur, desember 21, 2005

HÓ HÓ HÓ
Já sko nú eru jólin að koma, og ég er að verða 1. árs! Mikið líður tíminn hratt, mamma er alltaf jafn hissa á þessu.
Ég er farinn að hlaupa með, ekki bara labba heldur hlaupa og ég tek eitt og eitt skref án þess að halda mér í neitt. Mamma og pabbi eru voða montin af mér. Ég fer að labba mjög fljótlega, og þau eru að vona að ég flýti mér ekki við það því ég er svoddan óviti enn.
Það er búið að skrúfa lása á skúffur, nema viskustykkiskúffuna, og allt sem ég get meitt mig á eða skemmt er komið í örugga fjarlægð frá mér, og mamma er búin að ákveða hvar jólatréð verður. Og engir jóladúkar þetta árið í stofunni.
Annars er allt orðið jólalegt núna, seríur, jólamyndir, kertaskreytingar (í góðri fjarlægð) og jólatónlist. Fórum til afa og ömmu í Mývó sl helgi og þar var enn meira jólaskap í gangi. Kíktum í lónið, svakalega gaman þar, gaman í sturtu, gaman að skríða um allt, gaman að vera bleyjulaus, gaman að busla, það er bara svo gaman að vera til.
Tennur no 7 og 8 eru komar niður, ég er farinn að geta borðað að mestu sjálfur, vil drekka úr venjulegu glasi, farinn að kubba sjálfur, og kann að rífa mig úr buxum og peysu, er kominn með uppáhalds bangsa - Gogga úr Íslandsbanka, vil hafa hann hjá mér alltaf!
Ég er hættur öllu sem heitir ungbarnamatur, drekk mína stoðmjólk með venjulegri léttmjólk, og borða það sem mamma og pabbi borða. Mér finnst allur matur góður!