föstudagur, október 30, 2009

hæ hæ

nóg að gera á litlu heimili :o)

ég var hjá pabba sl helgi þar sem mamma var á námskeiði og ég skemmti mér mjög vel. Á mánudag þá fór ég heim með Snæbirni vini mínum og lék mér við hann og það var mjög gaman – var afskaplega sáttur þegar mamma sótti mig.

á þriðjudag búðuðum við mamma smá – þe við fórum og sóttum nýju gleraugun hennar og við kíktum í Toys’r’us og þar fékk ég “nammipeninginn minn” og ég gat fengið mér 3 bíla fyrir 500 kr !! ég var svo sæll með þetta ég sveif um á skýi!

á miðvikudag komu Sylvía besta frænka og Áslaug að passa mig. Ég var sko alveg til í að mamma færi því mér finnst svo gaman þegar þær passa mig ! Pöntuðum pizzu og ég fékk nammi ! ég sofnaði seint en var svo kátur !

Í gær kom svo Snæbjörn með mér heim og við lékum okkur mikið ! vorum virkilega stilltir.

þessi vika var broskallavika. Mamma fékk heim 10 broskalla sem hún átti að nota til að verðlauna mig með – td gefa mér broskall þegar ég var duglegur að klæða mig á morgnana, eða við að fara að sofa eða jafnvel við að taka til! Hún nestaði mig með broskalla til pabba sl helgi svo þau gætu líka tekið þátt í þessu með okkur. Og mér finnst svo gaman að fá þessi bros, þetta er svo mikil viðurkenning fyrir mig. Og í morgun þá mæti ég með 10 broskalla sem ég hafði unnið mér inn, stoltur og afhenti Önnu kennara. Hún varð ekkert smá stolt af mér og hrósaði mér í bak og fyrir !

Núna er bangsavika. Var með Króka krókódíl í vikunni, í morgun fékk svo Goggi minn að fara með!

Eigið góða helgi !

miðvikudagur, október 21, 2009

hæhæ !

Í dag máttu foreldrar koma og borða morgunmat með okkur ! Mamma komst til að borða með mér, pabbi komst ekki, hann var í skólanum kl 8 í morgun, hann kemur bara næst :o)

Ég sýndi mömmu pússlurnar sem mér finnast skemmtilegar, og við mamma pússluðum Bubba Byggir. Og svo lékum við okkur með Jóhannesi og pabba hans við að byggja kúlurennur. Þá erum við með litlar kúlur sem við byggjum svo rampa og rennur fyrir og þær geta rúllað eftir þeim í allavega leiðum og brautum. Rosalega gaman !

Og ég var svo duglegur að ég grenjaði ekkert á eftir mömmu minni þegar hún varð að fara og vinna. Agalega sáttur með þetta allt saman !

mánudagur, október 19, 2009

hæ hæ !

við mamma áttum snilldar helgi saman! Byrjaði á að á föstudag þá óvænt hittum við afa og ömmu! Þau kíktu í smá heimsókn og ég fékk smá glaðning og var algjör tískutappi – þvílíkt sáttur og kátur :o)

Við mamma hjálpuðumst að við að baka pizzu, og vorum svo með vídeókvöld. Þá fæ ég að vaka aðeins lengur og við hjúfrum okkur saman með popp og kók og horfum á einhverja skemmtilega mynd sem ég fæ að velja. Ég elska þessi kvöld því ég fæ aldrei annars kók heima. Og ég valdi myndina Bílar, með Leiftri McQueen, uppáhalds myndin mín!

Og þegar ég var að fara að sofa þá knúsaði ég mömmu og þakkaði henni fyrir vídeókvöldið okkar!

Við vorum heima þessa helgi. Ég vaknaði snemma á laugardag, lék mér með dótið mitt og naut þess að vera heima. Um hádegi tókum við okkur til og hittum Júlíus, Freydísi mömmu hans og Guðbjörgu systur hans í bíó. Fórum að sjá Skellibjöllu. Og mér fannst hún skemmtileg! Sat og horfði og skemmti mér vel!

Svo fórum við á kaffihús og hittum þar Elísu vinkonu mömmu og frænku hennar ! Og Elísa gaf okkur Júlíusi mótorhjól !!! Vá vá vá ! ekkert smá kátur ég ! – mótorhjólið fékk sko að sofa hjá mér um nóttina ! Ég fékk köku með nammi !

Á sunnudag sóttum við Jóhannes og fórum á fótboltaæfingu kl 10. Jóhannes kom svo með mér heim á eftir og við lékum okkur fram að hádegi.

Æfingin gekk ágætlega. Ég skemmti mér allavega mjög vel. Við vorum svolítið mörg og þjálfarinn réði ekki eins vel við okkur. Hann líka talaði um að koma með einhvern honum til aðstoðar í næstu viku. Við Jóhannes vorum eins og samlokur, skiljanlega. Við ræddum um það í bílnum á leið á æfingu að vera saman í liði. En þjálfarinn sá að við vorum ekki eins duglegir saman og í sundur. Svo hann setti okkur í sitt hvort liðið. Þá urðum við allt í einu voða þreyttir, þyrstir og þurftum að pissa…. og fórum af vellinum… Mamma gat ekki annað en brosað út í annað..

En svo áttum við mamma voða góðan rólegan sunnudag. Fékk að kíkja í tölvuna, las, litaði og við kubbuðum.

kveðja
Gabríel :O)

mánudagur, október 12, 2009

hæ hæ !

við mamma áttum góða helgi eins og vanalega. Fórum í sveitina á föstudag eftir vinnu og skóla og þar var auðvitað tekið snilldar vel á móti okkur. Við mamma höfðum sótt Greifa pizzur fyrir ömmu og afa og það var gaman hjá okkur öllum þegar við gæddum okkur á þeim heima hjá ömmu og afa. Úti var vont veður. Mikið rok svo glumdi í öllu.

Og laugardag var líka hvasst og ekkert hægt að gera. Fórum aðeins á rúntinn með afa og ömmu til að athuga með kindurnar okkar á bárunni. Afi var búinn að lofa mér einni ferð á fjórhjólinu og það var rosalega gaman ! Fórum í gegnum skafl, lyng og yfir móa ! Ég var eitt sælubros þegar ég kom inn aftur.

Við mamma fórum svo snemma heim á sunnudag svo ég kæmist á fótboltaæfingu. Ég var rosalega feiminn fyrst og mamma varð að múta mér svo ég færi inn á völlinn en málið var að ég þekkti engann og þá á ég það til að vera svolítið lítill í mér. En ég var rosalega ánægður með æfinguna og er alveg harður á því að fara aftur á sunnudag eftir viku !

Við mamma fórum svo og náðum í nýjan snjógalla, fórum í jólahúsið og áttum bara snilldar dag saman ! ég er voðalega ánægður með lífið og tilveruna þessa dagana!

Mamma setti inn litlar myndir núna því heyrst hefur að fólk eigi erfitt með að opna vefinn vegna hve þungur hann er út af myndunum. En ef þið smellið á þær opnast stærri mynd í nýum glugga :)

DSC01143 DSC01146 DSC01142

fimmtudagur, október 08, 2009

Gabríel 3 ára og jólaskreytingarnar

nauðsynlegt að dusta rykið af svona myndböndum reglulega :o)

hæhæ

það er alveg nóg að gera hjá okkur mömmu. Mamma talar um að vikan sé ekki nægilega löng til að gera allt sem okkur langar til.

En á mánudag kom ég heim frá pabba og þá er ég mest í að knúsa mömmu og leika mér með dótið mitt. þriðjudag fórum við í sund, miðvikudag þá fórum við og fundum kuldastígvél (loðfóðruð stígvél) og svo í heimsókn til Júlíusar, og í dag fær mamma að tvo stráka heim úr leikskólanum, en Jóhannes besti vinur minn ætlar að koma heim og leika við mig eftir skóla!
Mikið hlakka ég til. Mamma er búin að kaupa kleinur handa okkur og hún keypti líka batterí í fjarstýrðu bílana mína svo við gætum nú leikið okkur með þá líka. Mig langar svo að sýna Jóhannesi Leiftur McQueen fjarstýrða bílinn minn :o)

Annars er ég bara kátur. Hress og kátur :o)

Förum uppi í sveit á morgun að hitta afa og ömmu og ég hlakka svo til!

föstudagur, október 02, 2009

hæ hæ !

það er búið að vera svo mikið að gera hjá okkur mömmu og þá aðallega mömmu í vinnunni og eftir vinnu að hún hefur varla snert tölvurnar heima !

mikið af því er td af því að við mamma höfum verið að fara út eftir vinnu og ég æft mig í að hjóla !!

já ég kann að hjóla núna ! mamma kenndi mér að hjóla sl helgi í sveitinni hjá afa og ömmu ! og núna hjóla ég eins og vindurinn ! Agalega hamingjusamur með þetta allt saman !

Afi keypti sér svo fjórhjól sl viku líka og fékk ég að prufa með afa ! Við afi vorum semst í hjólunum sl helgi, svaka kátir með nýja dótið okkar. Þó svo að hjólið mitt sé nú ekki nýtt þá var það alveg ný reynsla að hjóla án hjálparadekkja !!

Næsta sumar fæ ég svo stærra hjól !!

Mamma var búin að setja nokkrar myndir af mér á flikkrið : Gabríel lærir að hjóla.

DSC01130

DSC01123