laugardagur, september 29, 2007


Mamma er ekki að standa sig í þessum skrifum!!! ég er auðvitað löngu kominn heim aftur !! Mamma sótti mig á þriðjudaginn til afa og ömmu. Þá var ég hitalaus og orðinn aftur ég sjálfur með mín uppátæki.

Fór svo í skólann á miðvikudag og það var svo gaman að hitta strákana aftur. Þeir komu hlaupandi á móti mér og ég hljóp með þeim inn að leika.

Ég vil núna gera allta sjálfur. Klæða mig sjálfur. Mamma lætur mig bara byrja fyrr að klæða mig svo við komumst einhverntímann af stað :) eina sem hún þarf að gera er að setja rennilásinn í og renna smá upp ég get rest !! Svo auðvitað geng ég frá fötunum míum líka.

Ég elska tónlist eins og þið sem þekkið mig vitið. Ég dansa með flestum lögum og finnst gaman að syngja. Í bílnum með mömmu minni vil ég alltaf hafa tónlist og syngja með. Það er bara svo gaman að vera til !!!
~

mánudagur, september 24, 2007

hæ hæ !


Er enn heima hjá afa og ömmu, lasinn. Ekki gaman að vera lasinn, en alltaf gaman að vera í sveitinni. Fann gamlan bíl í skúffunni hennar ömmu og það var svo gaman að finna hann!! Amma var að leita að gemsanum sínum, og grófum við okkur niður í skúffuna ef hann skildi vera þar. Vonandi næ ég að hrista hitann af mér í dag svo mamma mín geti sótt mig í kvöld og ég farið í skólann á morgun.
~

föstudagur, september 21, 2007


Hæ hæ

nú er ég heima hjá afa og ömmu. Leikskólarnir eru lokaðir í dag og fórum við mamma uppeftir í gær. Hún er að vinna. En það er nú ekki allt því þær hringdu í mömmu af leikskólanum í gær um þrjú og sögðu mig vera lasinn - ég var með 38.5° hita.. Ekki gott.. Svo nú er ég í góðu yfirlæti hjá ömmsunni minni og afa mínum. Ég óska ykkur öllum góðrar helgar
Ykkar Gabríel Alexander
~

mánudagur, september 17, 2007

Hæ hæ
ég átti góða viku og góða helgi . Alltaf jafn gaman í leikskólanum mínum - krakkarnir alltaf jafn skemmtilegir og fóstrurnar :)
Laugardaginn fórum við mamma á rúntinn til Húsavíkur og til Mývatnssveitar. Langafi og langamma voru að kaupa sér sumaríbúð á Húsavík og kíktum við þangað. Svo hittum við afa og ömmu í sveitinni og Jenna í Belg..
Sunnudag hitti ég pabba og fórum við í sund. Og hitti Hörð afa á eftir. Var kátur með þetta allt saman.
Í dag sækir Þórey besta mig á leikskólann. Núna er mamma farin að vinna 2 daga í viku til 6. Sem betur fer ekki eins mikið og fyrir sumarið. Og kuldaboli farinn að gera vart við sig þannig ég var sko ekkert að malda í móinn þegar mamma klæddi mig í loðfóðruðu skóna mína og lambhúshettuna :) Gott að vera vel klæddur og vera úti í góða loftinu :)
eigið góðan dag
Ykkar Gabríel Alexander :)

Mynd sem segir allt sem þarf

þriðjudagur, september 11, 2007

~ ps ~
þið megið alveg kvitta í gestabókina - okkur mömmu finnst rosalega gaman að sjá hver kíkir á okkur, eins og vinkona okkar sagði - "eins og að fá pakka" ~

hæ hæ :)

mamma kom á sunnudaginn að sækja mig og rosalega var gott að sjá hana! Ég ýtti afa og ömmu frá því ég vildi sko hafa mömmsuna mína alveg fyrir mig og engann annann. Þegar átti að borða vildi ég heldur ekki deila henni með afa og ömmu og fór að gráta því ég vildi bara hafa mömmu mína fyrir mig. Og tók frekjukast.

En það lagaðist. Spennufall held ég barasta. Gott að fá mömmu heim.

Núna er ég í skólanum, gaman að fara loks í skólann eftir viku veikindi. Krakkarnir sem voru mættir komu hlaupandi á móti mér - "Gabríel Gabríel er kominn" Greinilegt að þau söknuðu mín!

Næstu viku byrjar Þórey aftur að passa mig. Ekki eins mikið og sl vetur en eitthvað. Það er bara gaman að hafa fleiri andlit í kringum mig :)

Mig langar að kasta kveðju á Hartmann vin minn og óska honum til hamingju með að vera orðinn bleyjulaus!! Hann er svo stór og skemmtilegur strákur - hann eignaðist líka litla systur í sumar !! Knús til ykkar frá okkur mömmu...


eigið góðan dag

Ykkar Gabríel Alexander

laugardagur, september 08, 2007


hæhæ ! Ég er orðinn hress. Er hjá afa og ömmu, mamma skellti sér í bæinn til að fara á tónleika! Gott hjá henni, mér finnst svo gaman að vera hjá afa og ömmu :) Ég er orðinn hress.
Óska ykkur öllum góðrar helgar :)
Ykkar Gabríel Alexander

þriðjudagur, september 04, 2007

Við mamma erum lasin.. ekkert gaman. Reyndar fer vel um okkur, við lesum, horfum á Bubba Byggir, vatnslitum, og kubbum. En það er ekkert gaman að láta mæla sig eða fá stíl í bossann. Normal flensa, hálsbólga og hiti. Hef gubbað nokkrum sinnum líka. Mamma er með það sama.

Ég er ekki búin að hafa mikla lyst og mamma gaf mér nokkuð gott sem ég náði að borða og halda niðri :)

ís og ávexti