miðvikudagur, september 28, 2005

Komnar nýjar myndir úr ferðinni minni til Reykjavíkur!! Kíkið á hér!!
Halló halló !!!
Þá erum við komin heim - reyndar í sl viku. Það var svakalega gaman í Reykjavík!! Hitti fullt af fólki, skoðaði í Kringlunni, og það sem mér fannst gaman að sjá allt fólkið þar!! Mamma og pabbi gáfu mér nýja almennilega kerru sem ég get sofið í. Og það er gott að sitja í henni og fylgjast með öllu sem er að gerast í kringum mig.
Ég byrjaði að standa upp með í Reykjavík! Það var í ferðarúmi sem við fengum að láni hjá vinum okkar Kalla og Raggý! Þá vorum við gestir hjá Dóu vinkonu mömmu.
Svo fór ég í pass í fyrsta skipti! Ásta María, dóttir Kalla og Raggý passaði mig á sunnudeginum! Ég var rosalega þægur, og það var ekkert mál að skilja mig einann eftir í fyrsta skipti! Þarna gátu mamma og pabbi átt smá stund fyrir sig tvö ein. En það hafa þau ekki getað síðan ég kom í heiminn.
Svo hitti ég 3 gullmola! Tvíburana hennar Huldu og loksins hitti ég Sóldísi Ingu! Þau eru öll yngri en ég en ég hugsa að við getum áræðanlega brallað eitthvað saman í framtíðinni!!
Mamma var rosalega montin af mér, og pabbi líka, ég er svo rosalega góður í ferðalögum. Ekkert mál að sofa hér og þar. Ég vakna alltaf kátur og hress, alveg sama hvar ég er. Mamma og pabbi voru með regluna mína á hreinu svo ekkert raskaðist hjá mér, sama rútínan hvar sem við vorum.
En það var afskaplega gott að koma heim til mín.

þriðjudagur, september 13, 2005

Hæ hæ
Núna eru mamma og pabbi að skipuleggja ferð suður. Pabbi er þegar farinn suður, og við mamma erum að reyna að finna íbúð sem við getum verið í. Málið er að bróðir pabba líður ekki allt of vel og vildi pabbi fara og hitta hann áður en hann færi til Finnlands í fleiri aðgerðir. Svo kannski fæ ég að hitta ykkur fljótlega.

Í dag er sprautudagur. Ég á að fara í mína reglulegu skoðun og fá sprautu. Ég er nú svo duglegur að ég orga bara smá á hjúkkuna, svo er þetta búið. Ég læt ykkur vita stærð og þyngd í dag :o)

föstudagur, september 09, 2005

Halló halló! Í dag er merkisdagur hér á Fáskrúðsfirði, göngin verða opnuð í dag - hinn langþráði dagur loksins runninn upp. Hér verður mikið um húllumhæ í tilefni dagsins, og mamma segist aldrei ætla að keyra þessar (ljótt orð) skriður aftur.
En loksins komumst við í myndirnar af mér og mamma setti þær á netið - eitthvað er rugl á þessu því sumar eru ekki að koma í lagi - en myndirnar eru samt flestar í fínu lagi.

Ég vaknaði hress og kátur í morgun að vanda, heimtaði mitt slátur og graut. Kalt slátur í bitum er eitt það besta sem ég fæ - lifrapylsa og blóðmör - skiptir ekki máli. Mamma og pabbi rosa fegin því það er svo hollur matur.

Óska ykkur góðrar helgar - og núna verður styttra að koma og heimsækja mig !!

miðvikudagur, september 07, 2005

Jæja þá er nýja útlitið komið og mamma er býsna sátt. Vona bara að lesendur góðir hafi ekki gefist upp á okkur í blogginu.
Endilega kvittið i gestabókina - mér finnst svo gaman að lesa hana.
Kær kveðja
Gabríel
Halló halló!!!
Héðan er allt fínt að frétta. Ég er orðinn þokkalega stór og flottur strákur. Síðustu mælingar voru 70 cm og 10,9 kg! Það var 5. ágúst!

Ég er kominn með 4 tennur - komu 2 samtímis í efrigóm. Það var svolítið erfitt og var ein nótt sem við sváfum ekki mikið.

Ég er farinn að sitja sjálfur, og skríða, og vil núna skríða út um allt. Göngugrindin er þó svakalega vinsæl, þar get ég skoðað fleira sem ég næ ekki í skríðandi þar sem ég get ekki staðið með ennþá.

Ég fór í réttir í Mývó, var rosalega gaman og var ekkert hræddur. Þá helgi hitti ég Jóhann Karl, sem er sonur Eddu vinkonu mömmu. Við höfðum hist áður en sú heimsókn fór ekki vel þar sem við orguðum báðir í kór, en núna erum við stærri og flottari. Jóhann Karl fæddist 25. júni, 6 mánuðum á eftir mér, næstum upp á dag! Ég hugsa að við eigum eftir að gralla saman í framtíðinni eins og mæður okkar gerðu á sínum tíma. Hann er flottur strákur!

Ég fór í sund í Mývó, það var ekkert smá gaman. Mér finnst agalega gaman að busla í vatni, mamma er líka dugleg að leyfa mér það, þó svo hún komi jafn blaut frá því og ég. Kítara skilur ekkert í okkur.