mánudagur, júní 11, 2012

sumarfrí !!

hæ hæ ! spurning um að blása lífi í þetta blogg aftur ?
Sonurinn orðinn svo stór, svo mikið um að vera, svo mikið að gerast !
Núna er hann búinn með 2 bekk. ótrúlegt hvað tíminn líður.
Og honum gekk rosalega vel; fékk mjög góða umsögn. Gengur vel að læra og gengur mjög vel félagslega, á marga vini og á auðvelt með að vinna í hópum.
Á skólaslitum sátum við pabbi hans í salnum með honum og hann sá kennarann sinn álengdar, sá stutti rauk af stað til að hlaupa í fangið á henni og gefa henni gott knús. Þetta er alveg lýsandi dæmi um son minn.

Núna er hann komnin í sveitina til mömmu og pabba. Ég fer ekki í sumarfrí fyrr en 13.júlí og við erum svo heppin að hann getur verið þar. Sundnámskeið byrjar í dag í sveitinni og í vikunni byrjar íþróttaskóli sem hann hefur áhuga á að taka þátt í. Hann hefur eignast góðan vin þar, en sá strákur verður ekkert í sveitinni í sumar. Svo þetta er snilldar ráð til að kynnast nýjum vinum og hann er mjög áhugasamur.

kv, Guðrún K.