mánudagur, maí 31, 2010

Myndir komnar inn

Mamma er búin að setja inn myndir af útskriftinni minni.  Við vorum með leikrit áður en við fengum viðurkenningarskjalið okkar :o)

Útskrift Flúðir

DSC07868

Tilbúinn í skólann

hæhæ

mamma var í foreldraviðtali í morgun.  Hún og Anna deildarstjórinn minn voru að fara yfir málin mín eftir veruna á Flúðum og útkoman er víst bara nokkuð góð. 

Ég er duglegur, góður og kátur strákur.  Er með jákvætt í öllu; einbeitningu, hreyfingum, kunnáttu og þess háttar.  Fylgi reglum, er gaur en hlýði og er þægur.  Sýni verkefnum áhuga og klára það sem sett er fyrir mig. 

Og eins og allir sem mig þekkja; duglegur að borða, klæða mig og leika mér. 

þannig mamma kom af fundinum full af stolti og ánægð með strákinn sinn :o)

föstudagur, maí 28, 2010

útskrifaður af leikskóla

hæ hæ

þá er ég útskrifaður úr leikskólanum mínum!  Við elstu krakkarnir vorum með leiksýningu, svo var útskriftin sjálf með hátíðlegri viðhöfn.  Við fengum viðurkenningarskjal og tré til gróðursetningar :o)

svo buðum við í grillveislu á eftir og það var hoppikastali!

Bæði mamma og pabbi komu til að horfa á og þetta var rosa gaman !

mamma tók fullt af myndum og setur þær á netið um leið og hún er búin að vinna :o)

Góða helgi !

þriðjudagur, maí 04, 2010

Amma mín á afmæli dag !

til hamingju með afmælið elsku amma mín !! hlakka til að sjá þig næstu helgi !!

Og í dag þá höfðum við mamma ekkert að gera eftir vinnu/skóla svo við tókum rúnt upp í skíðaþjónustu að skoða hjól og viti menn við vorum á réttum stað á réttum tíma.  Við fengum nýtt / notað hjól á 2000 ! Fórum og sóttum mitt gamla litla hjól sem sér varla á – og skiptum því út og þess vegna var mismunurinn svona lítill! og mér gengur miklu betur að hjóla núna, hitt var bara orðið of lítið !  þetta var svo skondið því þegar við erum að skoða þá kemur maður og segir við okkur að hann sé að koma með mjög vel með farið stráka hjól í stærð fyrir mig.  Við mamma vorum sem sagt á réttum stað á réttum tíma. 

Mamma keypti hjólapumpu og lagaði sitt hjól til eftir veturinn.  Svo núna erum við tilbúin fyrir sumarið !

DSC01357 DSC01356

Smellið á myndir til að sjá stærri :o)