sunnudagur, febrúar 27, 2005

Hæ hæ
Í dag er alveg yndislegur dagur, Dóa vinkona mömmu á afmæli í dag, til hamingju með daginn!
Við erum búin að fara á rúntinn, leika við tíkina, fara í fjöru (nema ég svaf í bílnum allann tímann)
Mamma setti inn myndir í tilefni dagsins. Ég er í svo flottum fötum frá langömmu og langafa í Reykjavík, og svo stór strákur í nýjum skóm!! Endilega kíkið á!
Vonandi eru allir hressir og hraustir. Biðjum að heilsa frá Fáskrúðsfirði!

laugardagur, febrúar 26, 2005

Hér er mynd sem tekin er alveg spes fyrir Valgeir afa í Mývatnssveit!!
Kíkið á hér
Og mamma bætti við myndum af mér og Kítöru aðallega. Kítara er svo hrifin af mér, og dótinu mínu, hún er aldrei langt undan til að passa að allt sé í lagi hjá mér.
Það er búið að vera svo gaman í dag. Ég er búin að vera fyrir framan myndavélina hennar mömmu, og er búin að vera að spjalla við Röggu frænku og fleiri í dag. Og allir hafa getað séð mig!! Vildi bara óska að allt þetta fólk kæmi svo ég gæti hitt það líka!!
Mamma fékk sendar myndir frá Rósu ömmu frá því að mamma var lítil. Hún setti inn myndir af sér, svo fólk gæti athugað hvort einhver svipur sé með okkur mömmu. Svo gæti ykkur bara þótt gaman að sjá hvernig mamma var þegar hún var lítil!! Hérna eru þær
Hæ hæ
Í gær fékk ég í fyrsta skipti graut að borða! Hrísmjölsgrautur blandað saman í formúlumjólkina mína eftir ströngustu reglum sem gefnar eru upp aftan á pakkanum frá Gerber. Ég varð afskaplega reiður þegar mamma og pabbi fóru að gefa mér að borða með skeið! Þetta gekk ekki nógu hratt fyrir sig, ég fékk ekki nógu mikið nógu hratt, ég gat ekki sogið þetta - þetta var alveg ómögulegt og ég varð alveg hoppandi reiður, mamma sagði að ég hafi orðið fjólublár af reiði. Allavega eru lungun mín í fínu lagi, og það er nóg loft í mér!
En þetta var samt sem áður ágætt á bragðið, og loks þegar ég náði mér niður af reiðinni var afskaplega gott að sofna með fullan mallann af þessu gumsi.

fimmtudagur, febrúar 24, 2005

Hæ hæ - ég er tveggja mánaða í dag!!
Héðan er allt gott að frétta. Búið að vera yndislegt veður og við erum búin að fara mikið út að labba. Má segja að það sé svolítill vorfílíngur í loftinu.
Ég stækka bara og stækka. Duglegur að borða og sofa, og er alltaf jafn glaður og hraustur. Mamma setti inn nokkrar nýjar myndir af mér sem þið getið skoðað hér. Þetta eru 2 mánaða myndir af mér, ég ligg á gólfinu í tölvuherberginu hennar mömmu og er að leika mér, mér finnst svo gaman að tala við dótið mitt. Svo eru myndir hér þar sem við erum td að máta nýja kengúrupokann minn!

mánudagur, febrúar 21, 2005

hæ hæ - ég er svo flottur strákur - ég er nefnilega farinn að grípa hluti!!! Mamma sá í gær að ég var að skoða puttana, var ekki alltaf með kreppta hnefa og var að fálma eftir pelanum. Svo í morgun þá sýndi hún mér dót sem auðvelt er að taka utan um, sem er afskaplega fallega rautt á litið og ég tók það af henni!! Mamma er svo stolt af mér að hún getur varla beðið með að monta sig við fólk!
Svo var konudagurinn í gær. Rosalega gott veður og mamma og pabbi fóru með mig í góðan labbitúr um bæinn. þar sem ég var vakandi þegar þau komu aftur að Hótel Bjargi þá tóku þau mig með inn í konudagskaffið sem pabbi bauð mömmu í af tilefni dagsins. Þar sat ég í fanginu á þeim (til skiptist á meðan þau snæddu kökur) og horfði í kringum mig. Varla að ég hafði tíma til að borða (drekka pela) sjálfur, en það var ofboðslega gaman að fylgjast með öllu fólkinu.

laugardagur, febrúar 19, 2005

Ég bara varð að deila því með ykkur að ég er rosalega hrifinn af litum. Og í dag sá ég eitt sem mér finnst afskaplega fallegt, bara með því fallegra sem ég hef séð. Það eru jólaseríur. Mamma er með rauðar seríur í tölvuherberginu sínu og hún kveikti á þeim fyrir mig í dag. Núna sit ég og tala við seríurnar. Rauð ljósin eru svo ofboðslega falleg.
Halló allir saman!
Héðan er allt gott að frétta. Ég stækka og stækka. Fullt af fötum sem eru orðin of lítil á mig! Mamma tínir reglulega úr kommóðunni, þvær og stetur í kassa. Ég er meira að segja að verða of stór í Ferrari gallann sem afi og amma í Mývatnssveit gáfu mér!
Ég er alveg svakalega duglegur að borða, æli aldrei, ropa og held áfram að sofa. Mér líður alveg afskaplega vel. Sef núna nær allar nætur, vakna eldhress á morgnana, svo gaman að tala við og knúsa mömmu. Vona líka að veðrið fari að hlýna svo ég geti farið oftar út að lúlla í vagninum. En undanfarið er varla hægt að fara út vegna kuldans. Mamma og pabbi fara með mig í hvert skipti sem veður leyfir, út að labba. Þau finna hvað ég er miklu hressari eftir að hafa fengið að sofa úti í góða loftinu. Það er kannski ekkert skrýtið að ég sé að stækka svona eins og ég geri. Mér líður svo afskaplega vel!

þriðjudagur, febrúar 15, 2005

Hæ hæ
Þetta líf er dásamlegt! Ég sef vel á næturnar núna, líður svo vel þegar ég vakna að ég tala við allt sem ég sé; teppið mitt, stólinn minn dudduna og pelann. Mest er þó gaman að tala við mömmu þar sem hún svarar mér og mér finnst alveg snilld að láta tala við mig.
Ég er alveg súper í mallanum núna, og er svo duglegur að sofa. Mér finnst samt gaman að fá að vaka aðeins á kvöldin, í rólegheitum, bara sitja í stólnum mínum og fylgjast með því sem er að gerast í kringum mig. Vil samt ekki að mamma fari langt í burtu frá mér, ég vil hafa hana í sjónmáli, annars verð ég frekar fúll.
Mér finnst líka alveg ágætt að fá að sitja í stólnum mínum niðri í tölvuherbergjunum, annað hvort hjá pabba eða inni hjá mömmu. Ég er allavega alveg "yndislega meðfærilegur þegar ég er vakandi" segir mamma mín.
Fórum til Egilstaða í gær. Mér finnst svo ágætt að sofa í bílnum. Versluðum í Bónus, bleyjur - þær kosta 1000,- minni í Bónus heldur en í búðinni heima á Fásk!! Mömmu blöskraði og keypti 210 bleyjur handa mér! - ætti vonandi að duga eitthvað!
Annars finnst mömmu og pabba bara ágætt að gera sér dagamun og skreppa til Egilstaða til að versla bleyjur handa mér - en það borgar sig fyrir þau.
Mamma setti inn 2 nýjar myndasíður - önnur er af fæðingardeildinni hin er þegar afi og amma úr Mývó komu í heimsókn

laugardagur, febrúar 12, 2005

Hæ hæ
Í dag fengum við skemmtilega heimsókn úr Mývatnssveitinni. Þórhalla móðursystir og Lárus maðurinn hennar kíktu á okkur. Ég vaknaði aðeins til að sýna mig, annars svaf ég nær allann tímann sem þau voru hjá okkur. En mömmu fannst rosa gaman að fá þau í heimsókn - takk fyrir komuna!!
Ég og Kítara erum bestu vinir. Hún passar mig allavega þegar ég ligg og hef það náðugt með dótinu mínu. Eins og sjá má á myndunum.

föstudagur, febrúar 11, 2005

Halló halló!
Bara að láta vita að mamma var að bæta inn myndum af mér - svaka flottur gaur!!! Kíkið á þær hérna

fimmtudagur, febrúar 10, 2005

Halló halló!!
í dag var svokallaða 6 vikna skoðun - þó að ég sé reyndar orðinn 7 vikna. Og þá skoða bæði ljósmóðirin og læknirinn mig. Og viti menn, ég er orðinn ekkert smá stór! Ég er 57 cm, og 5320 gr! Þetta þýðir að ég hef verið að stækka um einn cm á viku og er 2 kg þyngri en ég var þegar ég fæddist!! Annars fékk ég flotta skoðun, læknirinn var mjög ánægður með mig og hvernig ég stækka og dafna.
Annars er allt við það sama. Ég er farinn að sofa oftar úti í vagni, þegar veður leyfir. Og mamma og pabbi eru duglega að fara út með mig að labba, einnig þegar veður leyfir. Mér finnst afskaplega gott sofa úti.
Ég er fínn núna í maganum. Sef vel á næturnar. En er svolítið frekur á að vilja vera vakandi, og oft er ég ekkert á því að sofna, vil bara að það sé haldið á mér.

miðvikudagur, febrúar 02, 2005

Sælt veri fólkið!!
héðan er allt gott að frétta. Er búinn að vera pirraður í maganum, en svo hættu mamma og pabbi að gefa mér þessa Minifom dropa sem allir segja að séu ómissandi ef maður er að drekka þurrmjólk, og viti menn - ég snögg skánaði í maganum, ropa eðlilega, og er að ná upp svefninum á næturnar aftur. En við áttum nokkrar strembnar nætur í sl viku.
En ég fer oftar núna út í vagninum, þe þegar það er ekki brjálað rok. Og mér finnst afskaplega gott að sofa úti í vagninum.
En ég verð að monta mig af fallegu peysunni sem amma og afi í Mývó færðu mér um helgina og smellti mynd af henni inn á myndasíðuna mína. Svo setti ég inn myndirnar sem mamma tók af mér þegar við vorum í tískusýningarleik, og ég er að máta gasalega gæjalegar buxur frá Þórhöllu frænku. En mamma fattaði að ég er að stækka og er að stækka hratt. Föt sem hún hélt að ég myndi ekki nota nærri þvi strax eru alveg passleg á mig núna. En hverjum líkist ég? Það hafa komið margar skoðanir á því!!
Svo eru myndir sem mamma stalst til að taka af mér sofandi. En ég hreyfi mig mikið í svefni. Er mikið að spyrna mér í og stundum vek ég mömmu á næturnar bara til að færa mig aftur á sama stað í rúminu. En stundum (eins og sést á myndinni) er ég komin alveg út í horn, en sofna í miðju rúminu!
Takk fyrir allar kveðjurnar í gestabókinni! Gaman að sjá þegar fólk skilur eftir sig spor á síðunni minni :-)