miðvikudagur, október 31, 2007

hæ hæ allir !!!
Mamma skilaði sér frá Búdapest! Mikið var gott að fá hana heim! Og svo fórum við að pakka dótinu okkar! Og helgina eftir (sl helgi) fluttum við mamma í Hjallalundinn! Ég fékk stærra herbergi þar sem allir bílarnir mínir og kubbarnir og bangsarnir og bílateppið og bílapokinn - allt dótið mitt kemst fyrir!! Við mamma eigum líka núna sófasett! og eldhúsið er stærra! Fengum gott fólk að hjálpa og allt gekk rosalega vel! Þetta er góð íbúð og fer rosalega vel um okkur hérna. Svo við skulum fyrirgefa mömmu fyrir að blogga ekki mikið upp á síðkastið - búið að vera brjálað að gera hjá okkur!

fimmtudagur, október 18, 2007


hæ hæ!! Ég fer til ömmu og afa í sveitina á eftir. Mamma mín er að fara til Búdapest með vinnunni sinni ! Ég er hress og kátur, og amma segir að hana hlakki til að fá mig í heimsókn frískan svo ég geti farið út að leika í snjónum. Ég hlakka líka til enda sagði ég mömmu að bangsi og mótorhjólin ættu að fara í bílapokann minn svo þau kæmu örugglega með!

Svo líður að því að við flytjum. Maðurinn sem á íbúðina sem við erum í núna er að fara að selja og sagði okkur upp leigunni. En því var nú fljótreddað og flytjum við í næstu blokk, í Hjallalundinn, sem er endaíbúð, stærri en sú sem við erum í núna og á sama verði! Og fæ ég þá alvöru herbergi bara fyrir mig og bílana mína!!!

Okkur líður rosalega vel núna og okkur er farið að hlakka til jólanna og afmælisins míns!!

Góða ferð elsku mamma og góða skemmtun

/knús Gabríel Alexander

sunnudagur, október 14, 2007

hæ hó !!
ég er kominn heim !! Mamma kom til mín á föstudaginn eftir vinnu og þar sem ég var svo ný orðinn hitalaus vildi hún ekki taka neina sénsa og fór ekkert með mig af stað í gær. Þess vegna tókum við daginn snemma í dag.
Fórum með afa í Belg. Afi þurfti að skera hrút (eða öllu heldur laga horninn) svo við fengum aðeins að kíkja í húsin við mamma. Ósköp hlakkar okkur nú til að fá rolluskjáturnar heim í húsin aftur svo. En þær fá vonandi að vera sem lengst úti í vetur - sem veður leyfir!
Nú og auðvitað kíktum við í "mjólk og kex" til Jenna í Belg. Reyndar fengu mamma og afi sér kaffi.
Svo núna erum við mamma heima. Látum fara vel um okkur tvö, okkur líður svo vel!!
~ já og mamma er búin að bæta nokkrum myndum á netið - sem hún fann á Flúða síðunni -þær eru af okkur gaurunum á Undralandi !!!
Knús til ykkar allra
ykkar Gabríel Alexander

miðvikudagur, október 10, 2007

Upp í sveit upp í sveit...
Já ég er kominn í sveitina til afa og ömmu. Mamma mældi mig og ég var með 38° í kaffitímanum í dag. Ekki gott. Svo mamma pakkaði mér niður - þe Goggi, duddan og sængin fóru í tösku - ég tók bílapokann frá Röggu frænku og setti bíla og mótorhjól í hann og við fórum til afa og ömmu. Vonandi næ ég að vera hitalaus á morgun svo mamma mín geti sótt mig og ég farið i skólann á föstudaginn. En þangaði til næst bið ég að heilsa og eigið góðan dag á morgun :)
Ykkar Gabríel Alexander.
Við mamma erum enn heima. Var með 38° í gærkveldi. Vöknuðum 7 og mældum og var ég hitalaus þá. Eitthvað bjakk er að leka úr augunum sem við vitum ekki hvað er eða af hverju er að koma núna. Kemur í ljós.
Bleyjumálin eru í sama stað. Ég vil ólmur fá að standa við skálina og segist pissa en það kemur ekkert. Mamma spyr mig reglulega hvort ég vilji pissa stundum segi ég já og við förum á klóið. Þetta kemur allt saman :)

þriðjudagur, október 09, 2007

hæ hæ! Ég er heima í dag líka! Og ég tók frumkvæðið í að fara í Bubba Byggir brók og sleppa bleyjunni!!! Ég lofað mömmu öllu fögru að láta hana vita þegar ég þyrfti að pissa, og nú er að sjá hvort ég gleymi mér nokkuð í leik. Mamma var rosalega glöð þegar ég bað um þetta, og ég er rosalega flottur strákur!!
Óskið okkur góðs gengis!
Ykkar Gabríel

mánudagur, október 08, 2007


Jæja - eina ferðina enn er ég heima lasinn. Er með 38° hor og hæsi. Mamma ákvað í morgun með 5 kommur að taka ekki sénsinn og var það bara eins gott. Þessar mömmur vita ótrúlega margt..

Svo við erum búin að kubba. Mamma kubbaði handa mér hús fyrir bílana. Og síðan prentaði hún út myndir handa mér af þessari síðu: http://www.coloring-book.info/coloring/ til að lita. Þarna eru Bubba byggir myndir, Bangsimon og Stubbarnir (Teletubbies).

Við mamma áttum alveg frábæra helgi. Fórum í Fellshlíð á laugardaginn og gistum hjá Önnu og Hermanni. Mér finnst þau alveg frábær. Og sönglaði alla leið "í Fellshlíð í Fellshlíð"
Þau eiga dót og Hermann er svo góðu að leyfa mér að leika mér með vélsleða. Ég hljóp um allt hús og athugaði hvort hlutirnir væru ekki á sínum stað. Ó jú þeir voru það. Fellshlíð hefur róandi áhrif á okkur mömmu. Okkur finnst svo gott að koma þarna. Ég td sofna um leið og fer í rúmið þar. Núna var annað skiptið mitt að gista go ekkert mál!
Svo á sunnudag fórum við til afa og ömmu og viti menn- þegar ég er búinn með miðdegis lúrinn minn eru þá ekki langafi og langamma mætt á svæðið!! Ofboðslega var gaman að sjá þau. Ég dró langömmu inn í herbergið "mitt" og lokaði á eftir okkur. Ég vildi sko eiga hana alveg einn og útaf fyrir mig. Sýndi henni dótið mitt þar og bílana og bækurnar.
Já þessi helgi var alveg rosalega skemmtileg :) Núna vinn ég í því að batna, sennilegast fer ég ekki heldur í skólann á morgun, en vonandi á miðvkudaginn.
Eigið góðan dag
Ykkar Gabríel Alexander

miðvikudagur, október 03, 2007


hæ hæ

héðan er allt gott að frétta. Áttum góða helgi sl helgi, mamma var að vinna laugardag og ég hitti pabba minn. Var með honum og fórum í sund, hitti líka Hörð afa minn.

Við mamma áttum svo sunnudaginn saman. Nutum þess að vera heima í náttfötunum og lékum okkur. Eftir blundinn okkar fórum við á rúntinn og rúntuðum í jólahúsið! Það er svo gaman að fara þangað. Svo mikið flott og skemmtilegt dót. Hlakka til að fara þangað aftur þegar nær dregur jólum.