mánudagur, mars 31, 2008

Í Fellshlíð

Hæ hæ!! Það var eins og alltaf meiriháttar að koma í Fellshlíð!  Ég er svo hrifinn af Önnu frænku og Hermanni frænda. Blíðan tók líka vel á móti okkur - setti reyndar upp svip þegar hún sá mig "ó nei ekki enn einn krakkinn" en ég var svo rólegur og var ekkert að hamast í henni þar sem ég er vanur hundum.  Klappaði henni bara reglulega þegar ég gekk framhjá og húp var svo sátt við þetta hjá mér.  Hún er  hvolpafull og ætlum við að skoða þá þegar þeir koma - mánaðarmót apríl - mai! Hlakka ég til !!

Það er slatti snjór í Fellshlíð og ég fór á snjósleða !!! Í fyrsta skipti!! Mamma mátti bara keyra mig, og tvær ferðir voru alveg nóg.  En ég var svo stoltur og þetta var svo gaman!! Ætlaði svo reyndar með Hermanni á sunnudaginn en þá var svo mikið fjúk að ég hætti við.  Og það var ekki fræðilegur að tala mig tilbaka. 

Ég hjálpaði Önnu að baka pizzu! Fékk að fletja út og setja sósuna á og áleggið.  En fullorðnafólkinu fannst undarlega lítið af pyslum á annarri pizzunni... skil ekkert hvað þau meintu með því haha!!

Ég fékk að vaka til níu! Hermann á svo flott mótorhjól sem ég fæ alltaf að leika mér með, og núna gerði hann við fjarstýrðabílinn sem var búinn að vera bilaður í langann tíma.  Já það er svo gott að vera í Fellshlíð!

Var að sjálfsögðu duglegur að fara að sofa, og svaf vel. 

Nú er pabbi minn farinn í smá ferðalag.  Ég þarf víst að sofa margar nætur áður en hann kemur aftur.  Mamma er búin að skýra þetta mikið út fyrir mér.  En þó hann hafi þurft að fara í smá ferð þá er ég velkominn í heimsókn til Huldu, Tinnu og Töru sem er alveg frábært.  Og mamma spurði mig á sunnudaginn hvort ég vildi ekki kíkja í kaffi til þeirra.... ég snéri mér við og svaraði "nei ... bara vatn

Og að sjálfsögðu var gaman þar líka í gær.  Og var þreyttur og sáttur þegar ég fór að sofa í gærkveldi. 

laugardagur, mars 29, 2008

Bitið í eggið

Gabríel fannst eggið frekar gott á bragðið :o)

Youtube myndir

Mamma er búin að setja inn myndbönd frá páskaeggjaopnun og smakki á youtubið okkar :)

Smellið hér til að horfa !

Afmæli Hjartar Smára

Í dag á Hjörtur Smári flottasti stóri frændi minn afmæli!!!!

DSC00818

Og einnig langamma mín hún Guðrún.  Þess má geta að mamma hennar hún Kristín langalangamma mín átti afmæli þennann dag líka og Þórhalla hin langamma mín.  29. mars er sko afmælisdagur okkar fjölskyldu!!

 

Til hamingju með daginn !!!

Kveðja frá okkur mömmu!!!

Í Bíó!

hortonHæ hæ ! í gær fór ég á mína fyrstu bíómynd!! Starfsfólki EJS og börnum var boðið í bíó og fengum við A sal fyrir okkur.  Sem var frábært!  Fórum að sjá myndina Horton  og ég sat í gegnum hana alla!! Reyndar dálítið ókyrr þegar fór að líða að hléi.  Fór þá fram með mömmu, fylltum á kókin okkar og ég hljóp og hljóp hring eftir hring í andyrinu.  Mamma leyfði mér að fá kók og nammi í tilefni ferðarinnar.  Sem ég fæ annars aldrei.. (þe kók) Þarna voru fleiri krakkar og annar sem var líka að fara í fyrsta skipti sem er mánuði yngri en ég og hann fékk einmitt líka kók í tilefni dagsins :) við vorum flottastir!!

Eftir hlé og sessuskipti (byrjaði á að hafa rauða en vildi svo bláa) sat ég svo og horfði hugfanginn á stóra sjónvarpið.  Mér fannst reyndar stundum of hátt, og hélt oft fyrir eyrun.  - þess má geta að þegar ég hlusta á papana hér heima þá er ég alltaf með lágt stillt.  Mér finnst óþægilegt að hafa of hátt í kringum mig. 

Í enda myndarinnar var ég svo kominn í fangið á mömmu.  En ég horfði allann tímann og fannst þetta rosaelga gaman og mamma ákvað að við skildum sko fara oftar í bíó - þetta var svo gaman!!!

í dag erum við svo að fara í Fellshlíð.  Við ætlum að gista þar og hafa gaman!! Hlakka svo til að hitta Önnu, Hermann og Blíðu!!!

Þar til næst eigið góða helgi

Ykkar Gabríel Alexander

miðvikudagur, mars 26, 2008

Halló halló !!

ammlipakkiNú er ég kominn í skólann minn aftur.  Mamma sótti mig í gær þegar hún var búin að vinna og það var svo gaman hjá mér.  Amma var orðin heldur þreytt.  Ég er búinn að ná að hvíla mig svo vel yfir páskana að ég hef ótakmarkaða orku og er alveg að notfæra mér það!!!

Páskarnir voru góðir!! Mamma átti afmæli á páskadag (23. mars) og ég var búinn að fá ömmu með mér í lið að finna gjöf handa henni og pakka inn.  Svo skrifaði ég á kortið sjálfur og söng fyrir hana!  Hún táraðist af stolti.  Ég átti fyrst dálítið erfitt með að þegja  yfir gjöfinni.  En náði þó að halda aftur af mér.  Biðin var erfið.  Og um leið við vöknuðum á páskadag "mamma mín á afmæli - elsku mamma til hamingju" og svo knúsaði ég hana!!!

Fékk tvö páskaegg og var duglegur að borða súkkulaðið!! Byrjaði hins vegar á svona litlu eggi, á undan hinum tveimur.  Sylvía besta frænka hjálpaði mér að opna og ná namminu út.  Svakalega gaman!!! Hún hafði einmitt málað á nokkur hænuegg með okkur - og það var rosalega gaman!! Ég málaði sjálfur og amma hengdi up p á greinar.  smasmakk

Svo fór ég í fyrsta skipti í klippingu!!! Og ég var duglegur ! Sat eins og herforingi kjurr í fangi mömmu á meðan Alma klippti.  Og ég er svo flottur!

Já þetta frí var yndislegt.  Svo gaman að vera hjá afa og ömmu.  Horfa á formúluna, gralla og snúllast með afa.  Leika mér með lestirnar mínar, og hafa mömmu mína út af fyrir mig í heila 5 daga!!  Og við kubbuðum saman og lestuðum saman, lékum okkur.   Heimsóktum langafa og langömmu til Húsavíkur, og hittum Þórhöllu frænku! 

Og það var rosalega gott að koma heim í dótið mitt í gær.  Ég hljóp upp stigann og kallaði "dótið mitt dótið mitt" og fór að leika mér strax.  Mamma náði mér ekki í rúm fyrr en að ganga tíu í gærkveldi!! En ég er svo duglegur á morgnana að það er allt í lagi!!

Þar til næst hafið  það sem allra best.

Ykkar Gabríel Alexander :)

mánudagur, mars 24, 2008

Nýjar myndir!!

hæ hæ

mamma mun skrifa meira síðar en vildi láta vita af nýjum myndum !!

Myndirnar okkar - Páskar og fleira !!

sunnudagur, mars 16, 2008

Gaman að vera til :)

hæ hæ !!! Það er búið að vera rosalega gaman þessa helgi.  

Við mamDSC00220ma hófum helgarfríið á að kíkja í Dótakassann.  Þar er svo mikið af flottu dóti, flottar lestir.  Og þeir eru með uppsett borð með lestum fyrir okkur krakkana til að skoða og vega og meta hvort sé skemmtilegt eða ekki... hehe auðvitað finnst mér þetta vera rosalega flott dót!! 

Afi og amma komu og í heimsókn til okkar á laugardaginn.  Afi hjálpaði mömmu við að gera við innréttinguna - en ein hurðin datt á löppina hennar - hún var ekki með fallegt orðbragð í smá stund á eftir.. 

Amma kom með okkur í íþróttaskólann - og það var svo gaman að sýna henni allt saman!! Þetta var síðasta skiptið okkar núna.  En mamma mun skrá mig í haust aftur! Hlakka ég til ... ójá !!

Svo fórum við í sveitina - við mamma.  Gistum þar í nótt og höfðum það gott !! Komum aftur snemma í dag.  Vildum njóta þess að vera smá heima líka.  Mamma setti upp Bubba Byggir gluggatjöld og endurraðaði í herberginu mínu. Þannig fann hún smá meira pláss fyrir mig til að rusla í !! hehe :)

Páskafríið er alveg að koma og hlakkar okkur mömmu mikið til !! Frí í nokkra daga - bara við að leika okkur og njóta þess að vera í fríi saman!! Langafi og langamma koma norður líka og fæ ég að hitta þau.  Ég spyr alltaf reglulega eftir þeim. 

Þar til næst - hafið það rosalega gott !

ykkar Gabríel Alexander.

ps - smá gullmoli - mamma spyr - "viltu hlusta á "foli foli fótalipri" ??"

Gabríel svarar "neiheii bara Linkin Park"

þriðjudagur, mars 11, 2008

Hæ hæ !!!
Af okkur er sko allt gott að frétta !! Mamma bara í bloggleti þessa dagana. Nóg að gera hjá okkur. Við erum bæði hress, ekkert lasin sem betur fer. Það eru búin að vera brjáluð veikindi allt í kringum okkur en við sloppiði (7-9-13 haha)
Það er alltaf jafn gaman í leikskólanum. Ég er farinn að sýna vilja til að nota klóið meira, en ekki alveg tilbúinn að sleppa bleiunni alveg strax.
Ég er rosalega duglegur heima og vil helst hjálpa mömmu við allt. Td í morgun tilkynnti ég þeim á leikskólanum að ég ætlaði sko að elda í kvöld. Og er spurður hvað ég ætlaði að elda "fisk" og mamma spurði hvort hún ætti að taka út fisk fyrir mig að elda þá svara ég auðvitað "jáhá!!" (og ég tók út fisk kv mamma)
Vorum heima um helgina. Mamma var að vinna, og ég hitti pabba minn aðeins á laugardaginn. Og sunnudag vorum við mamma heima. Ég svaf í 3 tíma eftir hádegi á sunnudaginn svo það varð ekki mikið úr þeim degi hjá okkur. Ég bara þarf að hvíla mig fyrir næstu viku. Ég er hættur að skríða uppí til mömmu! Og við sofum bæði mikið betur fyrir vikið! Enda er ég búinn að vera í góðu jafnvægi og mér líður rosalega vel. Alltaf brosandi og hlæjandi og hlakka til að fara á fætur á hverjum degi!!
Vona að ykkur líði vel líka
Ykkar Gabríel Alexander