fimmtudagur, desember 27, 2007

Jólagleði

Þegar sonurinn tekur upp jólagjöfina frá langafa og langömmu í Reykjavík! Þetta er gott dæmi hve gaman var hjá okkur á aðfangadagskvöld !!!

laugardagur, desember 22, 2007

Jæja gott fólk.
Þá erum við komin í jólafrí!! Og við höldum upp í sveit seinna í dag og verðum þar alveg fram yfir áramót :)
Ég vil óska ykkur öllum gleðilegra jóla og takk fyrir allt gott og allan stuðninginn við okkur á árinu sem er að líða!
Við erum afskaplega þakklát fyrir að eiga svona góða að sem stóðuð með okkur og studdu okkur í gegnum margar erfiðar stundir sem við upplifðum á þessu ári. Árið 2008 verður snilldar ár með fullt af nýjum og skemmtilegum upplifunum !!
Gleðileg Jól !
ástarkveðja
Guðrún K. og Gabríel A.

föstudagur, desember 21, 2007


Í dag fékk ég afmælisveislu í skólanum mínum :)
Loksins loksins. Ég var farin að bíða eftir þessu!!

miðvikudagur, desember 19, 2007

Ég er svo mikill gaur...
Ok - ég hef nú ekki komist upp með neitt múður hjá henni mömmu minni. Og er búinn með allar tilraunir og hugmyndir þegar ég fæ svona snilldar hugdettu.
Og í morgun ákvað ég að prufa þetta og þegar við vorum sest í bílinn þá bið ég mömmu mína um að fara upp aftur (upp á 3 hæð) að sækja Kappakstursbílinn minn. Hún hélt nú ekki, svo ég spila út trompinu mínu.
Keyri upp mína háu raust og garga "paaaabbiiiiiiiiii"
- þetta tókst ekki - mamma hnussaði og keyrði af stað...
Ég er bara flottastur!! Og með stál minni!!

Í gær þegar við mamma vorum að fara á fætur rak ég augun í poppskálina hennar frá kvöldinu áður. Og mig langaði í popp. Hún segir við mig að ég megi fá popp um kvöldið þegar ég kæmi heim. Dagurinn líður. Mamma sækir mig, ég fer til pabba í smá stund þar sem mamma er að vinna til átta. Og þegar mamma sækir mig aftur þá rukka ég hana sko um poppipð!!!

Þannig að ég fékk popp í gær :o)

þriðjudagur, desember 18, 2007

Það var jólahúfudagur í skólanum og sjáið hvað ég er sætur með jólahúfuna mína :) og að sjálfsögðu er ég með ræðustúf líka :)

sunnudagur, desember 16, 2007

Gabríel og amma

Gabríel og amma að skoða jóladót :) Fleiri myndbönd er að finna á YouTube svæðinu okkar!

Hæ hó hó hó

Við mamma fórum í Jólahúsið í dag !!! Það er bara gaman!!! Þetta er uppáhaldsstaðurinn okkar og eitt af því sem okkur finnst skemmtilegast að gera saman! Það var sko kominn tími á að fara aftur og ekki má gleyma að fara á aðventunni sjálfri. Og það var svo gaman. Mamma tók nokkrar myndir og setti inn á myndasíðuna okkar :)



Þarna er svo mikið af flottu dóti. Ég td féll alveg fyrir leikfangalestinni sem er þarna og tryllaði henni um gólfin. Var samt ekkert að láta illa. Og ofninn sem er með kertakökunum. Ég gat sko bakað þar!! - við mamma reyndar bökuðum brownies í dag, en þær eru ekkert eins flottar og þessar kökur.

Og nú eru bara 8 dagar í afmælið mitt !!!

~

~

Jólahúsið: myndir

föstudagur, desember 14, 2007

Elsku Sylvía besta frænka !! Auðvitað auðvitað - mamma mín er bara ekki í lagi núna - enda er hérna frábær mynd af okkur þar sem við erum að skera og flétta laufabrauði!!!
~

miðvikudagur, desember 12, 2007



hæhæ


við mamma erum lasin. Ég byrjaði og svo hún. Amma í Mývó er líka með pest, sem lýsir sér eins og okkar. Við verðum bara dugleg að hrista þetta af okkur. Svo eru jólapakkarnir farnir að detta inn um hurðina okkar. Og ég er ekki alveg að fatta að ég má ekki opna strax....


Og jólasveinninn færði mér mandarínu (rambalínu) í skóinn í nótt !!!


~ elsku sveinki hvað ætlarðu að færa mér í nótt ?

þriðjudagur, desember 11, 2007


Hæ hó !!!

Afsakið hvað mamma mín er búin að vera löt að skrifa. Mikið búið að vera að gera hjá henni. Mikið í gangi - meira að segja hún týndi jólaskapinu um hríð - en sem betur fer er hún búin að finna það aftur :) Og eru komnar seríur í glugga, jóladúkar á borð og kerti til skrauts, en ég veit hún kveikir á þeim þegar ég er sofnaður á kvöldin. "miklu notalegra í dimmunni" segir hún alltaf.

En það sem á mína daga hefur drifið er margt. Skólinn er alltaf jafn skemmtilegur. Við fórum td í kakóferð á Bautann um daginn. Tókum strætó niður í bæ, fengum svo kleinu og kakó, og fengum að horfa á Leitin að Nemo.

Ég er búinn að fara tvisar með afa og ömmu í sveitina. Fyrri helgina, þe 1. desember var mamma að vinna. Hún kom svo til okkar á laugardeginum. Og sl helgi þá var jólahlaðborð í vinnunni hennar og ég fór með afa og ömmu :) Á laugardeginum vorum við svo í laufabrauðsgerð. Ég fékk reyndar ekki að flétta laufunum, né skera, né vera viðstaddur steikingar, en það var skemmtilegt andrúmsloft og allir hressir og kátir. Reyndar eru alltaf allir hressir og kátir, en jólaskapið var ríkjandi líka. Jólatónlist í útvarpinu. Amma búin að finna sumt jóladót og afi búinn að setja upp seríur úti. Mamma klippti sig líka. Stutt, með krullur og topp. Mega skvís núna!!

Það var kíkt í Vogafjós. Fór í fyrra fyrir jól, fyrstu helgina sem við bjuggum fyrir norðan :)

Núna voru kálfar og kussur í fjósi. Fékk að sjá mjólkun. Og á aðventunni þá eru jólasveina á sveimi í kringum fjósið. Ég hitti Ketkrók! Fengum okkur kakó og rjóma saman :)

Já það er allt ljómandi af okkur mömmu að frétta! Við verðum í sveitinni um jólin í góðu yfirlæti :)

Já og auðvitað var kíkt í fjárhús! Sunnudagsmorguninn kíktum við og Sylvía kom með. Allar rollur, gimbrar, hrútar og sauðir komin í hús. Ég gaf þeim brauð að bíta og hjálpaði svo afa við að gefa þeim heyið sitt :) Á eftir var kíkt í Belg til Jenna og að sjálfsögðu mjólk og kex þar tilbúið handa mér !

Mamma setti inn nokkrar myndir á netið :)