mánudagur, október 27, 2008

Duddulaus stór strákur

hæ hæ ! Já mikið er búið að gerast hjá okkur mömmu.  Mamma er ekki búin að vera mikið í bloggstuði vegna líðandi stunda þar sem ákveðnar breytingar fylgja því að missa vinnuna. 

En við erum kát.  Og mamma sótti mig mikið í síðustu viku og fórum við á snjóþotu og áttum góðar stundir.  Hún segir að þegar henni líður ekki sem best þá sé það besta sem hún veit um að vera með mér.  Þar sem ég er alltaf svo kátur og glaðlyndur.  Við fórum snemma á föstudag til afa og ömmu í sveitinni.  Náðum á undan veðrinu !

Á laugardaginn fórum við með afa að sækja rollu í Voga.  Þar hitti ég hana, hænur, kálfa og kindur allt inni í sama húsinu! Mér fannst þetta alveg frábært!!

Svo kom Hjörtur frændi með okkur í Belg, og þar gaf ég Rindli dudduna mína með athöfn! Og hef varla spurt um hana síðan! Þannig ég er orðinn duddulaus stór strákur!!!

Við mamma komum svo í bæinn í morgun.  Það var allt kolófært í gær og vont veður svo mamma tók enga áhættu og við biðum af okkur vonda veðrið í góðu yfirlæti hjá afa og ömmu!

Takk fyrir okkur elsku afi og amma!

DSC00640

 ps - þið megið alveg kvitta meira í gestabókina :) - það er svo gaman að sjá hverjir skilja eftir kveðu - eins og fá lítin pakka...

fimmtudagur, október 16, 2008

Alltaf nóg að gera

hæ hæ!

það er sko alltaf nóg að gera hjá mér!  Farið að kólna hjá okkur á Akureyri og eftir að afi kíkti á súbbann okkar þá hefur hann ekki klikkað á því að fara í gang  - sama hve kalt er :o)

Við mamma erum búin að eiga góða viku.  Rólóvöllurinn hérna fyrir utan blokkina okkar er klár! Það var verið að endurgera hann, setja gúmmí undir leiktækin, og það komu ný leiktæki.  Nýjar rólur, nýr kastali með rennibraut, nýtt vegasalt.  Allt alveg rosalega flott!! Nú við mamma sóttum hjólið mitt og við fórum út á róló að leika okkur.  Mikið var það gaman!!!

Í gær þá fékk ég að fara heim með Snæbirni besta vini mínum.  Þeir eru reyndar tveir bestu vinir mínir Snæbjörn og Jóhannes. Mamma hans sækir hann alltaf kl fjögur og hún hafði hringt í mömmu og spurt hvort ég mætti fara með þeim heim að leika.  Og það var svo gaman!! Við vorum rosalega stilltir.  Mamma  Snæbjarnar meira að segja gat lært á meðan við vorum að leika, svo stilltir vorum við! Fengum popp og alles!!

Og á eftir fórum við í heimsókn til Önnu og Heiðars. Mamma var að fá uppskriftir af kryddbrauði og bananabrauði hjá henni.  Ég fékk að leika mér í dótinu hans Heiðars á meðan þær spjölluðu.  Heiðar var ekki heima.  Og ég svo duglegur og stilltur!

IMG_4298

Þessi mynd er fengin að láni hjá Flúðum.  Þar eru sko skemmtilegar myndir af guttunum!  Það er greinilega ýmislegt brallað á þeim stað! (frá hægri Aðalsteinn Óli, Gabríel, Snæbjörn Atli og Jóhannes Geir)

endilega kíkið á myndirnar: Flúðir myndir Risaland.

mánudagur, október 13, 2008

Í sveitinni

Halló halló!!

gah_is2Mamma kom og sótti mig snemma á föstudag!  Mér finnst svo rosalega gott þegar hún sækir mig svona snemma.  Vikan búin að vera erfið, mamma var að vinna 3 daga í röð til 18:00.  Ekki misskilja, mér finnst gaman þegar pabbi sækir mig, en ég var farinn að sýna mótþróa við mömmu, fannst hún ekki vera nógu mikið með mér.  Þess vegna fyrirgaf ég henni allt fullkomlega á föstudaginn þegar hún sótti mig klukkan 16:00 og við fengum okkur ís!

Fórum svo til afa og ömmu í Mývatnssveitina!  Ég vildi ekki bíða til laugardags, heldur fara strax! Og það er svo gaman að koma.  Afi go amma eru alltaf jafn yndsleg og ég var búin að segja mömmu að ég hlakkaði til að hitta þau!

rindill_gabrielaÁ laugardag fórum við svo með afa í fjárhúsin! Rindill og Gabríela (Lukka) voru komin heim!! Og þau mundu sko eftir mér - komu hlaupandi á móti mér og vildu fá brauð! Hinar kindurnar mundu líka eftir mér - þær allavega hreyfðu sig ekki þótt ég hlypi um garðana.  Ekkert styggar við mig.  Mér fannst þetta alveg frábært!! Og hitti ég Jenna líka, fékk mér mjólk og kex.  Á myndinni eru afi, Rindill (svartur og hvítur) og Gabríela (Lukka) sem er kindin mín :) - svört og hvít líka :o)

Svo höfðum við það ljómandi gott.  Ég fékk að horfa á barnaefnið uppí í rúminu hans afa á meðan ég beið eftir kvöldmatnum.  Fór að leika íþróttaálfinn, datt úr rúminu og fékk kúlu á ennið.  En ekkert sem ég gleymdi næstum strax.  Fékk reyndar plástur.  En það var meira plástur á sálina en hitt.  (kom ekkert sár)

Í gær horfðum við á formúluna hjá afa go ömmu.  Með tilheyrandi snakki og ídýfu! Algjör lúxus! Og á eftir fórum við mamma heim á Akureyri. 

Við mamma nefnilega fórum í bíó!!  Fórum að sjá Grísina þrjá, og það var svo gaman!!  Mér finnst svo gaman að fara í bíó.  Þá fæ ég alltaf popp og kók og smá nammi.  Og ég er rosalega þægur! Og hlæ hjartanlega þe gar eitthvað skemmtilegt kemur.  Í hléinu þá fæ ég að hlaupa um og hlæja, meðan mamma bætir aðeins í poppið mitt og svo hlýði ég strax þegar myndin er að byrja og ég á að setjast! Ég var og er svo sæll með þetta allt saman! Og mamma svo montin af mér fyrir hvað ég var þægur og góður í bíó!

Í morgun þá var nú nóg að gera! Ég fór í fyrsta skiptið til tannlæknis! Mamma fann tannlækni í gegnum vinnufélaga sinn sem á 3 stráka sem eru hressir eins og ég og hann mælti með þessari konu.  Hún var líka rosalega fín.  Náði til mín um leið, greinilega mjög barngóð, og vissi alveg hvað hún var aðgera þegar hún talaði við mig.  Tennurnar mínar eru rosalega fínar og vel burstaðar.  Og hún hrósaði okkur fyrir það.  Henni finnst gaman að sjá svona fínar tennur í barni. En ég er með krossbit.  Sem þýðir að gómurinn er aðeins skakkur.  Það er ekki duddunni að kenna, þetta er í hliðinni á tanngarðinum.  Mamma spurði hvort þetta væri vegna duddunnar en hún sagði nei.  Hins vegar er ég með smá duddufar í framtönnum, og við ákváðum í sameiningu að ég myndi gefa Rindli dudduna mína´! Og ég var svo duglegur !! Ég settist í stólinn, opnaði, leyfði henni að skoða tennurnar og allt!!

J'amm ég er sko að fullorðnast!!!

laugardagur, október 04, 2008

Pabbahelgi

hæ hæ !

IMG_4015

Vá hvað tíminn líður hratt.  Ég skal sko segja  ykkur að ég tilkynnti mömmu minni í vikunni að ég ætlaði sko að skreyta jólatréð hjá afa og ömmu.  Mamma bara starði á mig og spurði mig hvað í ósköpunum fengi mig til að hugsa um jólin... svaraði henni ekki.  En ég held að hún hafi orðið svolítið kát því ég veit að hún er farin að hugsa til jóla sjálf :o)

Við áttum góða viku.  Mamma fann Spiderman myndir til að líma yfir holurnar á veggnum sem komu þegar hún var að reyna að setja upp hilluna mína þarna um daginn.  Ég hef ekki hætt að minna hana á holurnar "mamma mín það eru enn göt í veggnum mínum"  - málið var að hún þurfti höggborvél til að setja upp hilluna en okkar gula er ekki svo mikil græja.  Svo hún setti upp hilluna á öðrum vegg í staðinn.  En eftir voru göt í veggnum. 

Jamm það er sem sagt búið að setja rosalega flotta spiderman límmiða yfir þá :o) - og hún kom með svona glóir í myrkri stjörnur og tungl líka sem ég setti sjálfur upp! Núna er dimmt þegar ég fer að sofa, svo við pössum að láta ljósið skína lengi á stjörnurnar go tunglið svo það glói þegar ég fer að sofa.  Og við settum batterí í jólahúsið mitt.  Mér finnst svo notalegt að horfa á það þegar ég fer að sofa. 

Við mamma fórum í heimsókn til konu sem býr á Fáskrúðsfirði.  Hún er að passa barnabörnin sín hérna á Akureyri.  Hún var bæði með hund og kött og hún gaf mér kex og pönnukökur!! Hún Lára er rosalega góð kona.  Ég bara man ekkert eftir henni, sem er skiljanlegt.  En mömmu fannst rosalega gott að hitta hana.  Þessi kona reyndist mömmu minni rosalega vel þegar hún var ein fyrir austan. 

Annars gengur lífið okkar bara sinn vanagang.  Ég er hjá pabba mínum þessa helgi, og hann skutlar mér í skólann á mánudaginn og mamma sækir mig.  Er án vafa að eiga góða helgi.

Og mamma heyrði í afa  mínum áðan og það sást til kindinnar minnar í Belg :o) - rosalega verður gaman næstu helgi að hitta þær - ef þær þá ákveða að koma heim... en það er ómögulegt að vita þar sem um forystuféð í Belg á í hlut :o)

eigið góða helgi - ykkar Gabríel Alexander