föstudagur, janúar 30, 2009

Kominn heim

hæ hæ ! þá er ég kominn heim.  Mamma sótti mig á miðvikudag, en þá voru bólurnar orðnar leikskólahæfar :o) Ég var virkilega kátur að sjá mömmu mína þegar hún kom og sótti mig.  Ég var kominn með smá heimþrá, en var samt kátur með dvölina hjá afa og ömmu.  Ég vildi bara fara strax út í bíl, sönglaði í byrjun "ég er að fara heim, ég er að fara heim í dótið mitt í bílana mína".. já svona að Belg, þá heyrði mamma hrotur úr aftursætinu.  Þegar heim var komið heilsaði ég uppá allt dótið mitt. Alla bílana mína. Sýndi mömmu með viðhöfn verðlaunin sem ég fékk frá ömmu - það var lítill valtari ásamt tveimur gröfum!! Mega flottur!!

Fór í bað og fyllti baðið af dóti.  Og þegar ég var að fara að sofa, þá hreiðraði ég um mig í rúminu mínu með fullt af dóti.  Mamma hugsaði einmitt að rúmið væri heldur of lítið með allt þetta dót.. En hún tekur svo dótið úr rúminu þegar ég er sofnaður :o)

Mér fannst erfitt að skilja við mömmu daginn eftir.  Eftir svona langan aðskilnað (heila 3 daga... ) þá vil ég bara vera hjá henni..

DSC00499

mánudagur, janúar 26, 2009

Hlaupabóla

hæ hæ !

DSC00493ég er enn lasinn - er heima hjá afa og ömmu.  Afi sótti mig á fimmtudag og mamma kom svo uppeftir á föstudag.  Ég var ekki nógu hress til að fara heim með henni í gær. 

Bólurnar eru margar. Út um allt.  Enginn staður heilagur - og þá meina ég ENGINN.  En þær eru litlar og ég er ekki mikið að klóra mér.  En sumar pirra mig, td sú sem er í lófanum mínum.  Mamma keypti eitthvað í apótekinu til að bera á bólurnar, og það myndast nokkurskonar hrúður á bólunum en ég vil barasta alls ekkert fá þetta krem á mig.  Við sættumst á að nota sárakremið mitt.  Það þekki ég og hef notað td við bleyjubruna og á önnur sár sem ég hef fengið.  Það er græðandi og sótthreinsandi.  það virðist virka vel.  Mamma sá mun á þeim bólum sem hún bar þetta á.  Þá notaði hún þetta aðallega á þær bólur td í náranum og á þeim stöðum sem eru alltaf hulið klæðnaði, sem "fá ekki að anda" eins og það kallast.  Þær sem eru í hárinu verða bara að gróa sjálfar.  Andlitið fær að vera í friði, hef ekkert klórað mér þar, enda eru þar fáar bólur. 

Ég hef fengið lítinn hita með þessu.  Á daginn er ég eins og ég á að mér að vera.  Tók smá hitakastssyrpu á laugardagskvöldið.  Mamma hafði mig á spidermanbolnum mínum sem er ekki úr bómull, mér varð of heitt og það klístraðist við mig og ég fann til í bólunum á bakinu.  Hitt efnið er svalt, og krumpast ekki.  Hún hafði svalt í herberginu, þá leið mér best og svaf vel.   Við höfum komist í gegnum þetta algjörlega án allra stíla og verkjatafla.  Kaldur þvottapoki á ennið var og er rosalega gott og á bólurnar að kæla niður kláðan (sem hefur reyndar verið í lámarki)

Jámm þannig í dag er ég að lífga upp á heimilishaldið hjá afa og ömmu :)

fimmtudagur, janúar 22, 2009

Gullkorn

já ég á til hin ýmsu gullkorn.  Í dag fór ég upp í sveit með afa því ég er með hlaupabólu.  Og amma mín var að taka til og undirbúa í þorrabakka fyrir morgundaginn.  Í Birkihrauni hjá afa og ömmu hefur alltaf verið sú hefð að amma tekur til í trog vel útbúið og útilátið handa afa því jú þorrinn hefst alltaf á bóndadag.  Og afa finnst þetta afskaplega góður matur.

Ég sé þegar amma er með sviðakjammana á lofti, rek upp stór blá augu og segi einlægt við hana alveg tómur í framan eins og mér einum er lagið:

"er RISAEÐLA í matinn... ??!"

Svidakjammi

miðvikudagur, janúar 21, 2009

Hlaupabóla...

jamm þar kom að því - ég er kominn með hlaupabólu. Þær hringdu í mömmu úr skólanum og sögðu henni að vera ekkert að stressa sig, ég væri hress og hitalaus svo hún mætti bara sækja mig á mínum venjulega tíma. Við værum nokkur sem værum að fá bólurnar ídag, þær gætu nánast séð þær poppa upp á okkur :o) Við Jóhannes eins; iðandi með bólurnar okkar he he he

þannig ég fer í sveitina væntanlega á morgun :)

DSC00736

mánudagur, janúar 19, 2009

Róleg og góð helgi

hæ hæ!

við mamma vorum bara heima þessa helgi. Ekkert að þvælast neitt, nema bara út í búð á laugardag og heim aftur.  Ég vildi fara á rúntinn á laugardag og það var bara sjálfsagt að mati mömmu að kíkja aðeins út.   Minn tilgangur var hins vegar sá að fara í appelsínubúðina sem Sylvía vinnur (Hagkaup) og ná í laugardagsnammi.  Mamma var nú ekki alveg á þeirri sömu skoðun að fara bara og kaupa nammi, ég ætti sko að borða eitthvað fyrst, ekki bara lifa á nammi þó það væri nammidagur.  Nú við skelltum okkur í lúxusborgara á Búllunni.  Ég torgaði heilum hamborgara og frönskunum mínum, er alltaf duglegur að borða :o)

Elduðuðm slátur- ég bað um það.  Og bað svo um kalt slátur í morgunmat á sunnudag, og grjónagraut með köldu slátri í hádegismat á sunnudag. Mamma ætlar einmitt ekki gleyma að grípa birgðir næst þegar við förum í sveitina þar sem slátrið okkar er búið :)

Mamma spurði mig á sunnudag eftir hádegismat hvort við ættum nú ekki að fara út með þotuna og renna okkur.  En ég var sko ekki til í það.  Var í miðjum leik og búinn að leggja undir mig alla stofuna undir leiftur dótið mitt, með nýja leiftur teppið mitt, og tjaldið mitt (stofuborðið + teppi) og ég var svo í miðjum leik.  Mér leið svo vel að mamma ákvað að leyfa mér að ráða þessu.  Er ekkert oft svona mikið heima þannig ég nái að sökkva mér í leik heima.  Og stundum heyrði mamma mig tauta "gott að vera heima"

DSC00732

laugardagur, janúar 17, 2009

Til hamingju Sylvía

Elsku besta Sylvía Ósk

Til hamingju með 18 ára afmælið þitt!!

knús og kossar frá uppáhalds frænda :o)

n629516623_816116_9036

fimmtudagur, janúar 15, 2009

gullið mitt

ég á það til að koma með nokkrar góðar setningar eins og td í gær:

"mamma ég er með krókódíla í maganum sem borða allan matinn minn"

- var að láta mömmu mina vita að ég væri svangur....

"mamma - ég skal passa þig - ég er með úlfagildruna.... "

- ég í miðjum leik á leiðinni heim með snjóþotuna mína og mömmu..

3148889262_345a29ccf8

þriðjudagur, janúar 13, 2009

Skoppa og Skrítla

Hæ hæ !

átti góða helgi eins og venja er.  Var hjá pabba á föstudagskvöldið og mamma sótti mig um fimm á laugardag. Þá var hún búin að taka niður jólaskrautið, en ég einhvern veginn tók ekkert eftir því.  Var afskapelga þreyttur þegar ég kom heim og vildi helst fara að sofa um sjö, en við fengum okkur pizzu og smá nammi á eftir og nutum þess að vera saman.  Ég fann til fullt af dóti og lék mér mikið.  Var með heila brunaæfingu hjá lego köllunum mínum og Leiftur Macqueen bílnum mínum og hrúgu af dóti á miðju stofugólfinu.  Mikið gaman , mikið fjör.

Svaf í nærri 12 tíma, vaknaði svona líka ferskur og hress! Mamma var heldur myglaðri.  Við áttum rólegan og notalegan sunnudagsmorgun, ég með dótið mitt, mamma með bókina sína (þegar hún var búin að vakna inni í rúmi)

Við skelltum okkur svo á Skoppu og Skrítlu myndina.  Ég hló nokkrum sinnum.  Ég er samt á mörkunum aldurslega séð með að fíla hana.  Hún er frekar fyrir yngra fólk:o)  Ég td hló miklu meira af Bolt myndinni.  En við áttum góða stund, með poppi og kóki :o)

Mamma sótti mig strax eftir vinnu í gær, með þotuna mína! Við löbbuðum semst heim og ég lék mér alla leiðina.  Enduðum svo á rólóvellinum fyrir utan blokkina okkar og lékum okkur þar.  Auk þess sem ég gat rennt mér á hólnum með fánastöngina :)

Enda var matarlystin eftir því og sofnaði svo vel líka :o)

DSC00726

laugardagur, janúar 10, 2009

Afmælismyndir frá Flúðum

Þær á Flúðum eru svo duglegar að taka myndir og setja á netið.  Og auðvitað klikkaði það ekki þegar ég átti afmæli í skólanum, en það var haldið upp á það á Þorláksmessu.

Endilega skoðið myndirnar: Afmæli Gabríel.

IMG_6863

Annars er bara allt gott að frétta af okkur.  Reyndar fór vinur minn Snæbjörn heim  með hlaupabólu á miðvikudaginn og þá vorum við búnir að leika okkur saman í skólanum síðan á mánudag.  En hann var smitberi 3 daga áður en útbrot koma og fyrstu bólurnar komu á miðvikudaginn.  Svo gengur maður víst með þetta í allavega 10 daga áður en útbrot myndast svo ég ætti að verða lasinn á föstudaginn næsta eða um helgina.  Mamma er svona á báðum áttum út af þessu, kát að ljúka þessu af, stressuð því hún var að byrja í nýrri vinnu (sem gengur rosalega vel og henni líkar rosalega vel)  En ég er stór strákur og afi og amma eru búin að bjóðast til að leggja til aðstoð; gott að eiga góða að :o)

Ég er í afskaplega góðu jafnvægi þessa dagana.  Er alveg að njóta þess jafn mikið að mamma er bara að vinna til 4.  Hún er ekki eins þreytt, og við eigum meiri tíma saman, ekki að koma heim rétt fyrir háttatíma, heldur fæ ég tíma með dótinum mínu heima hjá mér. 

Já við erum syngjandi kát, og okkur líður vel. 

sunnudagur, janúar 04, 2009

Frábært jólafrí !

við mamma erum komin heim og hún lýsir jólafríinu okkar vel á sinni bloggsíðu svo óþarft er að endurtaka allt hérna líka :o)

við áttum í stuttu máli alveg snilldar frí, þar sem ég lék á alls oddi og skemmti mér konunglega allann tímann.  Afi og amma eru með vídeótæki in ni í herberginu sínu og þar finnst mér afskaplega gott að vera og hlaða batteríin.   Það er ósköp ljúft að vera í sveitinni.  Fara í fjárhúsin, geta knúsast í afa og ömmu að vild. Leika mér og sofa.. alltaf gott að sofa í sveitinni.

Ég fékk margar fallegar gjafir og afmælisgjafir.  Takk kærlega fyrir mig ! og afi skaut upp mörgum flugeldum á áramótunum, svo mörgum að ég var orðinn heldur þreyttur.  Sofnaði út frá blossunum og litunum frá þeim á miðnætti á gamlárskvöld. 

Ég var búinn að færa til 2 tíma í svefni.  Hættur að vakna sjö, - heldur svaf á græna til níu. Og hættur að sofna klukkan átta og var hrikalega hress til tíu á kvöldin. Þó mamma setti mig í bælið um níu, þá var ég ekkert á því að sofna strax.  En hún ákvað að fara heim í gær og vekja okkur í morgun með vekjaraklukku :o) og það gekk bara príðilega.   Hún sat svo yfir mér á meðan við biðum eftir kjötsúpunni, þá var ég að horfa á Bósa Ljósár (Toy Story) og var nærri dottaður (napattack) hún passaði að ég myndi ekki sofna ...

Við fórum í bíó í dag!! Fórum að sjá Bolt (sjá hérna á Kvikmyndir.is; Bolt) Ég var til fyrirmyndar með kókið mitt og poppið og nammið.  Já mamma leyfir mér að fá kók í bíó, þar sem ég fæ aldrei kók annars :o)

Og núna er ég að leika mér með bílana mína, rústa stofunni okkar, og kynna nýja dótið fyrir því gamla og blanda öllu saman! Ooohhh það er svo gaman að vera til :o)

bið að heilsa - ykkar Gabríel Alexander

DSC04707

fimmtudagur, janúar 01, 2009

Áramótakveðja

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir allar góðar samverustundir og hláturinn á árinu sem er að líða.

Við mamma vonum að við hittumst hress og kát á nýju ári!

DSC04743

kær kveðja

Gabríel Alexander og Guðrún Kristín