miðvikudagur, október 11, 2006



Hæ hæ !
Ég og mamma fórum í sveitina til Valgeirs afa og Rósu ömmu á miðvikudaginn sl. Var rosa gaman að koma þangað eins og alltaf. Ég þekki mig svo vel þar og finnst það lítið mál að lulla þar og leika mér. Byrja á því að ath hvort ekki sé allt eins og það á að vera, allir skáparnir hennar ömmu rétt raðaðir og dúkarnir hennar á sínum stað.

Við mamma og amma fórum á Akureyri á fimmtudag þar sem þær vildu endilega búða, og ég, eins og alltaf eins og engill á meðan. Fékk auðvitað að leika mér í kubba horninu á Greifanum, og fékk að drekka úr venjulegu glasi þar! Þjónninn hafði komið með stútkönnu handa mér! - ég setti barasta upp svip og neitaði að drekka úr svona smábarnaglösum!

Föstudag fórum við mamma og amma á rólóinn! Ohh það er svo gaman að skoða aðra rólóa en heima, svo nýtt go spennandi! Skemmtileg rennibraut og vegasölt - og svo hestarnir þar eru á gormum og það er svo gaman að rugga!

Næsta nótt var hins vegar ekki svo skemmtileg, því ég byrjaði að gubba og gubbaði alla nóttina. Svaf lítið og vildi bara kúra hjá mömmu minni! Og laugardagur fór í að sofa og versta var að ég var alveg lystarlaus. Og það er eitthvað sem ég bara gúddera ekki!

Sunnudag var ég lítill enn, en hressari samt. Nema mamma var komin með gubbuna, svo hún pakkaði saman og við drifum okkur heim þar sem pabbi gæti þá sinnt mér á meðan hún væri lasin. Ég er nefnilega svoddann gaur, að ég er algjör mömmu og pabba strákur þegar ég er lasin, og vill ekki að aðrir sinni mér.

En í dag erum við hress, nema afi og amma í mývó, þau fengu þessa flensu okkar þegar við vorum farin. Vona að þau hristi þetta af sér í flýti!

Smellið hér til að sjá myndir úr þessari ferð okkar :o)