þriðjudagur, júní 27, 2006

Vá er svona langt síðan mamma mín kom og skrifaði ykkur fréttir? Þetta er ekki hægt. Auk þess sem hún var búin að setja inn nýjar myndir af mér go ekki sett slóð á þær!! Hvurslags er þetta eiginlega?? En hérna eru nýjar myndir af mér!

Annars er það að frétta að:

10. júní fórum við í Mývó, hittum Valgeir afa og Rósu ömmu. Rosalega gott veður og fórum við í lónið báða dagana.
Gunnar guðfaðir minn og María konan hans komu með Elínu og Önnu í heimsókn þangað og skutluðum við okkur aftur í lónið á sunnudeginum. Fengum okkur ís og tilheyrandi á eftir. Við hittum þau sjaldan, svo það er rosalega gaman að hitta þau svona.

17. Júni var rosalega gaman. Yndislegt veður, og hátíðarhöld á Reyðarfirði. Mamma og pabbi töluðu um að þau hefðu getað stoppað aðeins lengur núna en í fyrra þar sem ég byrjaði ekki að grenja strax í ár. Og kannski fá þau að stoppa enn lengur næsta ár. En ástæðan fyrir því að ég fór að grenja núna var hreinræktað frekjukast. Ég sko mátti ekki fara út í tjörnina "stóra baðið" mér fannst foreldrar mínir bara þeir mest leim ever!!
En ég fékk pylsu og safa, svo ég var bara býsna ánægður með daginn.

18. júní komu svo Valgeir afi og Rósa amma í heimsókn með Herkúles. Afi er sko nýbúinn að kaupa sér nýjan bíl, rooosalega flottur, með stórum dekkjum. (þau eru kannski bara svona stór þar sem ég er ekki svo hár í loftinu) Þau fengu þetta blíðskapar veður hjá okkur. Fórum í göngu, sýndi ömmu leikskólann minn Kærabæ, sýndum þeim flottu hæðina sem pabbi minn gerði upp.
Svo um kvöldið fékk ég gubbuna og var með gubbu í 2 daga.

Ég er afskaplega hress eins go vanalega, með kúlur á enni, hruflur á hnjám, og helst skítugur upp fyrir haus þegar ég kem heim af leikskólanum. Fullur munnur af tönnum, go matarlystin í góðu lagi.
Hlakka til að sjá ykkur í sumar
Gabríel Alexander.

miðvikudagur, júní 07, 2006


Hundurinn minn Kítara er farin í sveitina. Baldur á Vattarnesi tók hana að sér og er hún núna hálsólarlaus sveitahundur. Það verður skrýtið að hafa hana ekki til að hamast í.

Ég er svo duglegur. Núna tek ég td alltaf stólinn sem er inni á baði (gamall trékollur) færi hann að vaskinum, príla upp á hann, og vil tannbursta mig sjálfur. Svo er auðvitað bónus að sulla smá í vatninu líka.

ég er rosalega duglegur á leikskólanum. Leik mér mikið, duglegur að vera úti, og er iðulega allur úti í sandi þegar ég kem heim. Krakkarnir eru svo góðir við mig. Ég er bara með eldri krökkum og Hartmanni vini mínum. Þau eru svo dugleg að kenna mér hluti.

Hörður afi er kominn aftur austur. Gaman að hitta hann svona oft. Hann gisti hjá okkur um daginn, svo núna er hann í Hvammi, go er að vinna hann undir sölu. Við kíktum aðeins á hann á sunnudaginn, og hann er enn með svo flottar hænur. Ég vildi helst bara fara inn í kofann og leika við þær :o)

Og enn ein tönnin er að koma. Þá er ég kominn með 14 tennur :o) Enda er kjötið ekkert mál núna!!
Eigið góðan dag
Ykkar Gabríel Alexander