föstudagur, desember 24, 2010

6. ára afmælisstrákur

IMG065

woohoo í dag á ég afmæli ! og ég er búinn að fá nokkra afmælispakka, td kubba frá langafa og langömmu sem hægt er að kubba 3 mismunandi bíla úr sömu kubbunum.  Mamma mín er búin að hjálpa mér að kubba fyrstu 2 og rífa þá í sundur og er að kubba 3 gerðina núna – rosalega gaman !

Kíktum til þeirra í Lynghrauninu, og ég fékk afmælispakka þar líka; Arsenal jólasveinahúfu! hún er alveg geggjuð !

Ég hlakka til jólanna líka, en í dag ætla ég að njóta afmælisins og fá gesti í smá kaffi Open-mouthed smile

Kveðja úr sveitinni

Gabríel afmælis jólastrákur

037

sunnudagur, desember 19, 2010

Afmælisveislan


Afmælisveislan
Originally uploaded by Sólargeislinn
Hæ hæ !
Mamma er búin að setja inn myndir frá afmælisveislunni minni. Bauð vinum mínum úr skólanum og auðvitað Jóhannesi og Júlíusi :o) Var rosalega gaman hjá okkur

föstudagur, desember 17, 2010

Jólafrí !!!

í dag voru litlu jól í skólanum mínum og ég lék engil í jólasögu.  Mamma og pabbi komu til að horfa á og fór ég svo heim með pabba þar sem mamma er að vinna. 

þetta var rosalega gaman og þau sögðu að þetta hafi verið rosalega skemmtilegt Smile 

Ég hélt smá strákaveislu í gær.  Bauð bara strákum úr bekknum mínum í kökukaffi og svo kom Jóhannes og Júlíus ! Var rosalega gaman !

Hlakka mikið til jólanna !

IMG_0745

fimmtudagur, desember 02, 2010

Fallegasta brosið !


Jólasveinar 2010
Originally uploaded by Sólargeislinn
núna er Gabríel Alexander með fallegasta brosið í bænum ! en báðar frammtennur í efri góm eru farnar :o)

Jólasveinar 2010


Jólasveinar 2010
Originally uploaded by Sólargeislinn
Gabríel og Stúfur í Dimmuborgum !

Jólasveinarnir í Dimmuborgum


Jólasveinar 2010
Originally uploaded by Sólargeislinn
hæ hæ !
við mamma mættum auðvitað í Dimmuborgir og tókum á móti jólasveinunum! ég fékk kerti ! það var rosalega gaman !

mánudagur, nóvember 01, 2010

allt fínt að frétta

já mamma mín hefur ekki verið dugleg að uppfæra bloggið mitt.  En það er allt gott að frétta af okkur. 

það er kominn vetur, snjóar í dag !  Ég ég er voða kátur með það, finnst virkilega gaman í snjónum og í dag eftir skóla fór ég út með þotuna mína. 

Mamma sótti mig í skólann ídag, en ég var hjá pabba um helgina. 

Það er gaman í skólanum.  Mér finnst skemmtilegra í stærðfærði en að lesa og fékk heim með mér verkefnabók sem ég má vinna í eins og ég vil, rosalega skemmtileg, hún heitir Sproti 1. 

snjór 027

sunnudagur, september 05, 2010

Réttir 05.09.2010


Réttir 05.09.2010
Originally uploaded by Sólargeislinn
hæ hæ ! það voru réttir í dag ! Var rosalega gaman. Fórum og sáum þær koma og svo vorum við að draga þær.

Annars var fyrsta vikan í skólanum alveg frábær! Ég labba sjálfur í skólann og ekkert mál . Klára alltaf nestið mitt og er duglegur að vera stiltur og mér finnst alveg rosalega gaman í skólanum !

Og vistunin eftir skóla er líka skemmtileg !

Ég reyndar búin að gleyma hlutum og svona en það er bara á meðan ég er að læra á þetta allt saman.

Svo byrjaði ég í sundkennslu líka. Er 1x í viku í sundi fram yfir áramót ! Mér finnst það gaman !

fimmtudagur, ágúst 26, 2010

fyrsti skóladagurinn 26..08.2010

Jæja þá er ég byrjaður í skólanum ! SKólinn minn heitir Lundarskóli og ég er bara 2-4 mínutur að labba í skólann. Ég var ekkert að stressa mig yfir þessu; missti hvorki matarlyst né svefn af spenningi, en mamma heyrði hjá sumum foreldrum að nokkur börn væru yfirspennt og hefðu ekkert náð að sofna í gær.

Mér líst vel á kennarana mína, er í stofu með Aron Orra sem er góður vinur minn af Flúðum og tveimur vinkonum mínum af Flúðum líka; Anítu og Margréti.

Ég byrjaði á að finna allt dótið í skólatöskunni, ath hvort mamma hefið nú ekki örugglega munað eftir að setja samlokuna mína í töskuna. Og svo fannst mér ekkert mál þegar hún fór.

Bara gaman að vera byrjaður í skóla !

fimmtudagur, ágúst 19, 2010

Láxárdalur og sumarrúntur


19.08.10.3
Originally uploaded by Sólargeislinn
hæ hæ ! við mamma og amma fórum í sumarrúntinn okkar í dag. Byrjuðum á að fara í Laxárdalinn, alla leið að Þverárkirkju. Og á leiðinni rak ég augun í húsið í fjallinu (Laxárvirkjun) og mamma mundi að Landsvirkjun væri með opið fyrir almenning á nokkrum stöðum á landinu og þetta væri örugglega einn af þeim. Og við kíktum inn! Fengum flotta leiðsögn um göngin og mér fannst þetta svaka spennandi.
Svo kíktum við á Grenjaðarstað, og svo yfir í Hraunsrétt og fengum okkur nestið þar. Amma sagði okkur sögur frá því að hún var lítil stelpa á Reynisstað sem er nálægt Hraunsréttinni.
þar á eftir tókum við rúnt að Nípá, sem er í Kinninni. Amma er að lesa gamlar dagbækur og hún vildi skoða staðinn sem hluti þeirra gerist, og þar á meðal flottur foss sem sú sem skrifaði dagbækurnar hélt mikið uppá. Enda flottur foss !
Við fórum svo til Húsavíkur á Hvalasafnið, stoppuðum ekki lengi við, en við mamma löbbuðum samt í gegn og skoðuðum stóru beinagrindurnar. Okkur var svo boðið í vöfflukaffi á nýja kaffihúsinu hjá vinkonu ömmu sem heitir Sólrún og á sama afmælisdag og ég :o)
við skemmtum okkur konunglega ídag.

Ef þið smellið á myndina þá getið þið séð allar myndirnar sem við tókum í dag :o)

þriðjudagur, ágúst 17, 2010

Þeistareykir og Dettifoss 16.08.10

hæhæ ! við fórum í gær á rúntinn, og í restina var þetta orðið sannkölluð óvissuferð. Afi bauð okkur upp á Þeistareyki. Mamma hafði aldrei komið þangað og það var rosa gaman. Mamma tók fullt fullt af myndum. Síðan tókum við gamla þjóðveginn niður í Kelduhverfi. Afi sagði okkur frá því að þennann veg hafði hann farið sem strákur frá Húsavík þegar hann var að fara í sveitina á Presthólum. Svo fengum við okkur pyslu í Ásbyrgi. Skrýtið að koma þangað þegar við mamma erum ekki í útilegu. En gaman samt. Þaðan fórum við upp að Dettifossi og þessi mynd er tekin af okkur afa þar! Mér fannst fossinn rosalega flottur. Afi var rosa ánægður þegar hann komst að því að hann gat keyrt nýja veginn heim í sveit aftur !

þetta var rosaskemmtilegur dagur !

miðvikudagur, ágúst 04, 2010

Dimmuborginr 04.08.2010


04.08.2010
Originally uploaded by Sólargeislinn
Við mamma fengum okkur góðan göngutúr í Dimmuborgir og svo í Vogafjós. Var rosalega gaman hjá okkur. Á eftir göngutúrnum fékk ég köku og svala í Kaffi Borgum og Lundabangsa!!

þriðjudagur, ágúst 03, 2010

Kárahnjúkarúntur 31.júlí 2010


IMG157
Originally uploaded by Sólargeislinn
hæ hæ ! á sunnudaginn fórum við mamma með afa og ömmu og langafa og langömmu austur á Kárahnjúka. Borðuðum nesti í Atlavík. Ég fann þessa forláta lest við Végarð sem er upplýsingarmiðstöð Landsvirkjunnar áður en maður fer upp á Kárahnjúka (rétt hjá Skriðuklaustri) ég gat leikið mér endalaust í þessari lest.
Við stoppuðum svo í Sænautarseli - þar fengu þau sér kakó og lummur, ég fékk fjaðurpenna, var ekki svangur (ótrúlegt en satt) því ég hafði borðað nesti á Kárahnjúkum líka og svo svaf ég vel á milli Kárahnjúka og Sænautarsels.
Smellið á myndina og þá fáið þið upp allar myndirnar sem eru á flikkrinu okkar mömmu frá ferðinni :o)

föstudagur, júlí 09, 2010

hættur á leikskóla

hæ hæ !

í dag var síðasti dagurinn á Flúðum ! Núna er ég kominn í sumarfrí, fer til pabba á sunnudaginn.  Þar verð ég fram til 31 ágúst :)

gah_solarmyndir1

mánudagur, júlí 05, 2010

Ásbyrgi 25-26 júní 2010

mamma að prufa nýjar stillingar á milli myndasíðunnar okkar flickr og bloggsíðunnar minnar :o)

sunnudagur, júlí 04, 2010

ein uppáhalds mynd mömmu

DSC06434

Útilega í Ásbyrgi

hæ hæ hó hó

mamma mín er loks búin að setja inn myndir frá útilegunni okkar:

Ásbyrgi 2010

DSC08000

mánudagur, júní 21, 2010

Afi minn á afmæli í dag

í dag á afi minn afmæli !

til hamingju með daginn elsku afi !

afi_gah

kveðja frá afastrák !

fimmtudagur, júní 17, 2010

hæ hó jibbíjei !

- eini dagurinn á árinu sem ég fæ gasblöðru !! woohoo! og í dag valdi ég Latabæjarblöðru !

Við hittum Júlíus og þau öll niðri í bæ og horfðum á fullt af skemmtiatriðum. 

DSC01514 Við krakkarnir: Guðbjörg Inga, Júlíus Máni, Heiðrún Ásta og ég :o)

Mér þótti samt heldur mikill hávaði í Hvanndalsbræðrum, og þá var ég líka bara orðinn nokkuð þreyttur.  Búinn að fá blöðrur, svona vindrellu sem ég ætla að festa á hjólið mitt, candyfloss og subway!

Við mamma fórum samt aðeins á bílastæðið við Glerártorg og ég fór í hoppikastalann í slatta stund :o)

Er gjörsamlega búinn á því núna :o)

Hérna er samt ein mynd af mér og Gassa, sem er gæsarunginn sem Freydís og Eygló (vinkonur mömmu) ættleiddu í Ásbyrgi á mánudaginn.  Núna er hann kominn á sveitabæinn rétt fyrir utan Dalvík. 

gabriel og gassi

þriðjudagur, júní 08, 2010

Kjarnaskógur

hæhæ

var rosa gaman í gær. Fórum með Júlíusi og þeim í Kjarnaskóg.  Við Júlíus og Guðbjörg Inga máttum vaða og leika okkur á meðan mamma og Freydis (mamma Júlíusar og Guðbjargar) kjöftuðu og hituðu grillið. 

Ég settist í lækinn og varð rassblautur og það var rosa gaman ! Mamma hafði með auka föt svo þetta var allt í lagi :o)

Svo voru grillaðar pilsur og við borðuðum úti.  Var svo gott veður og svo hlýtt.  Vorum í Kjarna næstum fram að háttatíma, enda þegar við komum heim fór ég í sturtu, burstaði go mamma las eina bók fyrir mig og ég var sofnaður þegar mamma kíkti á mig 5 mín yfir átta :o)

Mér er mjög heitt.  Ég átti smá erfitt með að sofa því mér er bara of heitt.  Mamma opnar alla glugga og hefur hurðina mína opna svo það flæði vel um herbergið mitt.  En ég er heitfengur og á auðvelt með að verða of heitt. Enda fór ég í stuttbuxum í skólann í morgun :o)

GAH_Kjarni 06.07.10

miðvikudagur, júní 02, 2010

Greifinn og Wall-e tölvuleikur

hæhæ

í gær var rosa gaman ! við mamma fórum út að borða á Greifanum.  Það var umbun fyrir að safna upp stimplum með góðri hegðun, duglegur að taka til, að betla ekki í búðum og svona sitt lítið af hverju sem ég geri til að fá stimpil!

Mamma ákvað að við skildum finna góðan tölvuleik handa mér- kannski svo ég hætti að suða um að fikta í hennar leik.  Og við fundum Disney valla vélmenni leik sem er rosalega flottur !

Og svo komu þórhalla frænka og Sylvía í heimsókn, mamma myndi nú segja að ég hafi ekki verið alveg sá gestrisnasti þar sem Sylvía þurfti að komast á netið en ég var ekki alveg á sama máli.  En þá var ég búin að vera heldur lengur í tölvunni og orðinn þreyttur :o)

Mamma sagði að ég mætti fara aftur í dag í tölvuna – og þá myndi hún setja á mig klukkutíma stillingu. Á meðan ætlar hún að baka handa mér skúffuköku :o)

mánudagur, maí 31, 2010

Myndir komnar inn

Mamma er búin að setja inn myndir af útskriftinni minni.  Við vorum með leikrit áður en við fengum viðurkenningarskjalið okkar :o)

Útskrift Flúðir

DSC07868

Tilbúinn í skólann

hæhæ

mamma var í foreldraviðtali í morgun.  Hún og Anna deildarstjórinn minn voru að fara yfir málin mín eftir veruna á Flúðum og útkoman er víst bara nokkuð góð. 

Ég er duglegur, góður og kátur strákur.  Er með jákvætt í öllu; einbeitningu, hreyfingum, kunnáttu og þess háttar.  Fylgi reglum, er gaur en hlýði og er þægur.  Sýni verkefnum áhuga og klára það sem sett er fyrir mig. 

Og eins og allir sem mig þekkja; duglegur að borða, klæða mig og leika mér. 

þannig mamma kom af fundinum full af stolti og ánægð með strákinn sinn :o)

föstudagur, maí 28, 2010

útskrifaður af leikskóla

hæ hæ

þá er ég útskrifaður úr leikskólanum mínum!  Við elstu krakkarnir vorum með leiksýningu, svo var útskriftin sjálf með hátíðlegri viðhöfn.  Við fengum viðurkenningarskjal og tré til gróðursetningar :o)

svo buðum við í grillveislu á eftir og það var hoppikastali!

Bæði mamma og pabbi komu til að horfa á og þetta var rosa gaman !

mamma tók fullt af myndum og setur þær á netið um leið og hún er búin að vinna :o)

Góða helgi !

þriðjudagur, maí 04, 2010

Amma mín á afmæli dag !

til hamingju með afmælið elsku amma mín !! hlakka til að sjá þig næstu helgi !!

Og í dag þá höfðum við mamma ekkert að gera eftir vinnu/skóla svo við tókum rúnt upp í skíðaþjónustu að skoða hjól og viti menn við vorum á réttum stað á réttum tíma.  Við fengum nýtt / notað hjól á 2000 ! Fórum og sóttum mitt gamla litla hjól sem sér varla á – og skiptum því út og þess vegna var mismunurinn svona lítill! og mér gengur miklu betur að hjóla núna, hitt var bara orðið of lítið !  þetta var svo skondið því þegar við erum að skoða þá kemur maður og segir við okkur að hann sé að koma með mjög vel með farið stráka hjól í stærð fyrir mig.  Við mamma vorum sem sagt á réttum stað á réttum tíma. 

Mamma keypti hjólapumpu og lagaði sitt hjól til eftir veturinn.  Svo núna erum við tilbúin fyrir sumarið !

DSC01357 DSC01356

Smellið á myndir til að sjá stærri :o)

miðvikudagur, apríl 28, 2010

fyrsti hjólatúr sumarsins :o)

jæja þá er fyrsti hjólatúr sumarsins að baki ! ég og mamma fórum áðan og dustuðum rykið af hjólunum okkar.  Reyndar þurfti að dæla í dekkin á báðum hjólum. Við mamma smelltum hjólinu mínu upp í súbbann og fengum frábæra aðstoð hjá þeim á N1 í Lindinni.  Og eftir að ég fékk loft í dekkin mín þá var miklu auðveldara að hjóla og ég var enga stund að ná taktinum aftur frá því í fyrra :o)

Alveg meiriháttar gaman !

miðvikudagur, apríl 21, 2010

á morgun kemur sumar…

og mamma hefur ekkert skrifað á bloggið mitt í apríl… Það er heldur ekki mikið búið að gerast hjá okkur.

Ég var hjá pabba mínum um páskana og var voða ánægður með þá dvöl.  Fékk páskaegg og hafði það voða gott. 

Fór í afmæli til Júlíusar vinar míns sem varð fimm ára 6. apríl :)

Ég er svo með lausa tönn – semst fyrsta barnatönnin sem fer að detta fljótlega!

Ég fékk að horfa á þegar kindurnar okkar voru rúnar – mér þótti það nokkuð merkilegt :o)

Annars er ég bara hraustur og duglegur!  Á morgun er sumardagurinn fyrsti, ekkert voða sumarlegt úti.  Í dag er náttfataball í skólanum og ég er í nýju Ben 10 náttfötunum sem pabbi gaf mér frá London :) Hann og Hulda fóru þangað í tilefni afmæli Huldu. 

Á morgun förum við mamma svo í sveitina og verðum yfir helgina. 

Hafið það sem allra best !

þriðjudagur, mars 30, 2010

Afmæliskveðjur!

Í gær átti frændi minn Hjörtur Smári afmæli!

Hjortur smari

til hamingju með daginn kæri frændi !!!

Einnig átti langamma mín afmæli í gær !

Til hamingju með daginn ykkar !!!

sunnudagur, mars 21, 2010

Þórhalla besta frænka á afmæli í dag !

Til hamingju með afmælið elsku Þórhalla !!

Þv_gah

Knús og kossar frá okkur mömmu !

föstudagur, mars 19, 2010

hanakambur :o)

hæ hæ !

í gær komu Sylvía besta frænka og Áslaug til okkar.  Þær voru að klippa mömmu og ég vildi endilega fá klippingu líka.  Og ég fékk hanakamb ! rosa stóran og flottan kamb með rakað á hliðunum! Sylvía setti svo í mig gel og appelsínugult sprey! ég var mega töff !

Svo var pizza og við spiluðum sequence, vá hvað mér finnst þetta gaman! ég fékk meira að segja smá kók með pizzunni.  Smá verðlaun fyrir hvað ég var duglegur og þægur á starfsmannafundinum hennar mömmu. 

Ég sat salirólegur, sagði ekki orð og borðaði manna mest af kökum :o) Kallarnir í vinnunni hennar mömmu voru mjög ánægðir að sjá hve efnilegur ég er í kökunum, sat á milli þeirra og gúffaði í mig eins og það væri enginn dagur eftir þennan dag. – eða eins og ég hefði aldrei fengið að borða áður ha ha ha – mér þótti samt brauðtertan betri en rjómatertan, fékk mer 2x af brauðtertunni en 1x af rjómatertunni ha ha ha

gah_hani1 gah_hani2

fimmtudagur, mars 18, 2010

Hundar, bílar og kindur :o)

hæ hæ  ! það er alltaf svo mikið að gera hjá okkur og allt í einu er bara komin enn ein helgin ! Ég er að fara til pabba þessa helgi og verð þar í góðu yfirlæti. 

Síðustu helgi fórum við mamma upp í sveit.  Brölluðum margt og mikið.  Til dæmis fórum við í fjárhúsin og ég hitti kindurnar mínar.  Og ég tók að mér að reka þær alveg einn frá fjárhúsum og út !

Síðan fórum við út á vatn að veiða.  Og þar sem Mývatn er ísilagt þá fórum við auðvitað á Jenna bíl.  Veiddum í soðið og viti menn – afi leyfði mér að keyra til baka á vatninu ! Þá sit ég í fangi afa og hann stígur á bremsu, kúplingu og bensin en ég stýri ! Og ég náði að stýra alveg í slóðina sem afi hafði keyrt í áður ! ég er ekkert smá ánægður með sjálfan mig núna !!

Svo var hundasleðakeppni í sveitinni.  Og auðvitað fórum við.  Þarna voru saman komnir margir fallegir sleðahundar.  Þeir voru voða kátir og voru alveg tilbúnir í að fara að hlaupa með sleðana ! Ég fékk meira að segja að klappa einum !

dogs gah_dog

miðvikudagur, mars 10, 2010

Danssýning hjá okkur :o)

ég er búinn að vera að læra að dansa! og í dag vorum við með sýningu. Mamma kom og tók myndir og sagði að við hefðum verið rosalega flott og dugleg.  Okkur var skipt í hópa og vorum við saman sem erum í skólahópnum. 

Mamma er þegar búin að setja inn myndir af okkur :o)

Dansinn okkar!

DSC07606

mánudagur, mars 01, 2010

Sumir vilja bara vera uti i svona vedri

Duglegur strákur

hæ hæ ! mamma mín ekki alveg að standa sig í blogginu núna – hugsa að hún noti facebook allt of mikið ha ha .

En af okkur er allt gott að frétta.  Hraustur og stækkandi strákur hér á ferð.  Farinn að tala mikið um skólann sem ég fer í næsta haust. 

Mamma fór í viðtal til kennara míns vegna 5 ára þroskaprófs hjá mér og ég fékk bara hæstu einkunn.  Duglegur við allt og get allt og er með allt á hreinu og í lagi.  Mamma var auðvitað rosa montin af mér :o)

Ég fer alltaf aðra hverja helgi til pabba og er alltaf jafn kátur þegar ég kem þaðan.  Sakna hans auðvitað reglulega sem er bara eðlilegt. 

Og auðvitað förum við mamma til afa og ömmu nærri alltaf hinar helgarnar sem ég er hjá mömmu.  Förum í húsin og ég fer á sleða eða fjórhjól með afa – fer eftir því hvort það sé snjór eða ekki. 

Á Öskudag var ég súperman ! og elsta deildin í skólanum fór og labbaði á milli nokkra fyrirtækja í grenndinni við skólann og söng – þannig ég kom heim með nammi í poka :D

Ég er orðinn svo stór að ég fer einn út að leika í snjónum heima á Akureyri.  Hringi bara dyrabjöllunni til að komast inn aftur.  Núna er sko gaman því það eru snjófjöll allstaðar, ég get dundað mér með þotuna mína endalaust í snjónum, þó ég sé einn að leika. 

Ég lét reyndar mömmu hlaupa nokkrum sinnum niður af 3 hæð bara til að tékka hvort þetta virkaði ekki örugglega hehe :o)

Við mamma vorum með dvd kvöld á föstudag, nammi og popp, og subway í kvöldmat.  Mikið kósí hjá okkur.  Hittum svo Júlíus vin minn og mömmu hans og systur á laugardag og fórum saman í bíó.  Við mamma gistum svo heima hjá þeim.  Það var gaman.  Við Júlíus lékum okkur og fórum seint að sofa.  Þetta var virkilega skemmtilegt !!

DSC01259

fimmtudagur, febrúar 04, 2010

Tannlæknir

hæ hæ

ég fór til tannlæknis í gær.  Það gekk rosalega vel, ég var duglegur, en heldur þreyttur.  Þegar tannlæknirinn ætlaði að setja eitthvað upp í munninn sem blés lofti þá sagði ég stopp, hingað og ekki lengra og þar við sat. 

Ég átti snilldar helgi hjá afa og ömmu síðustu helgi.  Mamma var á þorrablóti í Reykjadal, en ég fékk að vera einn hjá afa og ömmu.  Mikið gaman!  

Mamma og pabbi komu einmitt á þorrablótið í skólanum mínum á bóndadaginn ! það var gaman að hafa þau bæði og borða þorramat, þó harðfiskurinn og soðnabrauðið hafi verið uppáhalds hjá mér. Ég bað um að fá að smakka súra hvalinn en ég lét hann aftur á diskinn.  Ég smakkaði hann þó!  Súrt slátur er gott, með grjónagraut. 

Ég er búinn að vera heldur þreyttur þessa vikuna. Mikið að gera :o)

Næstu helgi fer ég til pabba :)

fimmtudagur, janúar 21, 2010

Duglegur strákur

hæ hæ !

ég fór í 5 ára skoðunina mína á þriðjudaginn.  Ég er 113 cm á hæð og 22 kg.  Og er semst eins og vanalega með hlutföllin í lagi og yfir meðallagi í hæð og þyngd. 

Hjúkrunarfræðingurinn og læknirinn gáfu mér flotta skoðun.  Ég kunni allt og gat allt og var bara mjög duglegur að gera það sem þau báðu mig um að gera. 

Og ég fékk TVÆR sprautur! Og ég kvartaði ekki neitt og þurfti ekki einu sinni plástur !

Mömmu var hins vegar ráðlagt að fara með mig til augnlæknis í vor.  Var víst ekki alveg samræmi hjá mér í sjónskoðun en ekki þannig að hjúkkan vildi láta ath það strax.  Ég sé mjög vel, nema neðstu línuna, og þá ver á öðru auganu.  Hún er ekki að gera veður út af neðstu línunni.  En bara til öryggis þá kíkja til læknis í vor. 

Ég er alveg á fullu að skrifa og syngja og leika mér með orð og tölur.  Við mamma erum farin að spila mikið, mér finnst afskaplega gaman að spila.   Bæði borðspil og á venjuleg spil.  Og ég fæ reglulega að fara í tölvuna.  Mamma er undrandi á hve fljótur ég er að ná valdi á tölvunni, og að leika mér í henni.  Þarf nánast enga aðstoð frá henni lengur. 

Jamm stækkandi strákur hér á ferð :o)

Gabriel Alexander (8of 51) (Smellið á mynd til að stækka)

mánudagur, janúar 11, 2010

Myndir komnar á netið !

hæ hæ !!

Gleðilegt nýtt ár ! og takk fyrir allar fallegu gjafirnar sem ég fékk í afmælisgjöf og í jólagjöf!

Við mamma áttum yndisleg jól í sveitinni.  Ég fékk afmælisveislu á aðfangadag eins og vanalega, þau úr Hraunbergi komu og þau úr Lynghrauni.  Var rosalega gaman, við krakkarnir spiluðum og það var svo gaman ! ég naut mín svo með öllum. 

Ég fékk margar fallegar afmælis og jólagjafir.   Og var afskaplega ánægður með daginn og kvöldið. 

Fór til pabba annan dag jóla og var þar fram til mánudags en þá fór ég aftur upp í sveit.  Mamma var að vinna milli jóla og nýárs.  Svo kom mamma daginn fyrir gamlársdag og við kíktum til Jenna á sjúkrahúsið á Húsavík á gamlársdag.  Ég hafði ekki séð hann síðan í haust og ég var mikið kátur að sjá hann. 

Svo keyptum við afi sko flugelda !  Og það var sko mikið af kökum í kassanum og ég er sko ekkert smá hrifinn af þessu! Og við afi skutum þessu sko öllu upp á gamlárskvöld! Fórum á brennuna og skutum upp fleirum flugeldum! Svo horfðum við á skaupið og skutum upp fleiri flugeldum – kláruðum allt !

Mikið var gott að fara í skólann aftur ! Hitta Jóhannes! Ég var farinn að sakna besta vinar míns.  Ég er alltaf jafn kátur með lífið – alltaf jafn hress !

GAH_jol2009

Jól og áramót 2009

Bið að heilsa ykkur öllum !

Svava og Gabriel
Desember 2009