þriðjudagur, mars 28, 2006

Sælt veri fólkið :o)
Þá eru fullt af hlutum búnir að gerast. Bróðir pabba sem var búinn að vera mikið veikur dó 16.mars. Blessuð sé minning hans. Við fórum norður á afmælisdaginn hennar mömmu 23. mars, og gistum hjá afa og ömmu í Mývó.
Ég var rosa duglegur föstudaginn 24. mars því þá var ég einn í passi hjá afa og ömmu á meðan mamma og pabbi fóru á jarðaförina.
Pössunin gekk rosalega vel, ég meira að segja lá alveg kjurr á meðan amma skipti á mér, sem ég geri annars ekki. Það er bara svo gaman hjá þeim. Ég þekki mig orðið svo vel þar.
Svo á laugardaginn hitti ég Hörð afa, Siggu ömmu og Magnús afa, og svo fuuullt af systkinum pabba, sem eru uppeldissystkini hans. Rosalega gaman að hitta allt þetta fólk. Vona að ég fái nú að hitta afana mína og Siggu ömmu oftar.
Í mývó um kvöldið bjó Valgeir afi til mína eigin buslulaug í gömlu Kísiliðjunni. Stór sturtubotn sem afi gat sett tappa í og kveikti svo á 2 sturtum, og ég gat buslað og sullað og hlaupið um. Var alveg rosalega gaman!

Svo fórum við heim á afmælisdegi pabba 26. mars :o) - alltaf gott að koma heim !

Leikskólinn minn gengur mjög vel, og ég var að heyra það áðan að vinkona mömmu, Ríma, mamma Hartmanns er að fara að vinna þar eftir hádegi!! Svo hún verður með mér á daginn - hlakka mikið til :o)

mánudagur, mars 13, 2006

jæja - þá er flensan yfirstaðin. Ég fór til læknis á fimmtudag til að láta hlusta mig, hann var hræddur um að ég væri með þennann hvimleiða 'RS' vírus sem herjar á ungabörn, en svo var ekki, sem betur fer. En ég var lasin go fór ekki á leikskólann.
Um nóttina vaknaði mamma við mig og mældi mig, var ég þá með 39,5°. Hún hringdi á lækni, hann sagði henni að gefa mér stíl, gefa mér nægilega mikið að drekka og setja blautan klút á ennið mitt. Mikið rosalega var það gott. Mömmu og pabba stóð ekki á sama og snérust í kringum mig.
Mér leið afskaplega illa á föstudeginum. Grét og grét, en gat ekki sagt mömmu hvar ég findi til en ég held að hún hafi gert sér grein fyrir að ég væri með haus- og beinverki, og ég skildi bara ekki af hverju hún gat ekki lagað þetta. En hún gaf mér stíl, knúsaði mig og sat með mig og hughreysti mig. Mér leið betur við það.
Núna er ég bara með nebbahor, en þá ákváðu jaxlarnir að gera vart við sig. Ég lít út eins og hamstur! Og ég er svo pirraður út af þeim.

Annars gengur leikskólinn vel. Pabbi er farinn að fara með mig go skilja mig eftir, sækir mig svo kl fimm. Mér finnst orðið gaman þar. Fóstran mín heitir Anna og er mjög yndæl. Hún vekur hjá mér öryggistilfinningu þannig að þó pabbi fari þá er þetta allt í lagi, ég líka veit að pabbi minn kemur alltaf og sækir mig aftur :o)

þriðjudagur, mars 07, 2006

Leikskólinn er frábær!!
Pabbi fer með mig kl eitt og ég er núna svo stór og flottur að ég er einn til fimm! Fyrst mótmæli ég smá þegar pabbi fer, en mér finnst núna svo gaman að ég sný mér að dótinu og hinum krökkunum og gleymi að vera reiður. Svo þegar pabbi kemur og sækir mig þá fagna ég honum, en held áfram að leika mér.
Ég er farinn að drekka alveg sjálfur úr glasi - þegar ég uppgötvaði að ég yrði að lyfta höndunum hærra til að geta drukkið almennilega þá fór þetta allt að ganga hjá mér!
Ég er allavega hraustur og hress og það er rosalega gaman að vera til. Alltaf hlæjandi og klappa saman lófunum, sérstaklega þegar mamma syngur fyrir mig :o)

miðvikudagur, mars 01, 2006

Þá er ég búin að fara til Reykjavíkur og koma heim aftur. Ég hitti svo mikið af fólki, og fór á svo marga staði. Mamma flaug með mig til pabba á fimmtudegi, var svaka þægur í vélinni, reyndar pirraðist aðeins þegar ég átti að sitja kyrr. Ég er með 2 heilbrigða fætur sem ég vil nota þegar mér sýnist, og er það nokkuð oft. Það er ekkert skemmtilegt að sitja kjurr á rassinum.
Var mikið í bílnum, þægur en nokkuð pirraður seinnipart daganna sem við vorum í bænum. Megin ástæða ferðarinnar var að hitta bróður pabba sem er mikið veikur. Ég var einmitt að hitta hann í fyrsta skipti.
Við gistum á hóteli, var rosa gaman, var með rúmið mitt meðferðis sem er algjört möst!! Við hefðum verið rukkuð slatta mikið ef við hefðum þurft að leigja rúm af hótelinu undir mig!!
Við keyrðum heim á sunnudag, eða alla leið til afa og ömmu í mývó, þar sem allir voru komnir í vinkil eftir að hafa setið í Yaris alla helgina!! Blikkdósir kallar mamma þetta....