fimmtudagur, desember 24, 2009

Jólakveðja

jólakveðja

miðvikudagur, desember 23, 2009

Þorláksmessa í dag

- á morgun verð ég loksins 5 ára !

ég er búinn að bíða og bíða.  Eftir afmælið á föstudag hélt ég að ég væri orðinn 5 ára, en svo var víst ekki.  Í gær þá fékk ég afmæliskveðjurnar og að blása á kertin og þá hélt ég að ég væri orðinn 5 ára, en nei…

núna þarf ég bara að sofa eina nótt og þá verð ég 5 ára!!

Við mamma áttum góða helgi.  Dóa frænka kom í heimsókn á laugardag og gaf mér rosa flottan bíl í afmælisgjöf ! og svo skreyttum við mamma tréð á sunnudag, hlustuðum á jólalög og höfðum það kósí!

Svo kom Elísa vinkona mömmu og Pétur maðurinn hennar og þau gáfu mér afmælisgjöf líka; rosaflott gult mótorhjól ! og Pez.. namminamm.  Var heldur feiminn á meðan þau voru í heimsókn en um leið og þau fóru fór ég að dásama hjólið. 

Í morgun spratt ég á fætur, og beint í skóinn, og viti menn – ég fékk bíl !! Ég er svo spenntur núna.  Hlakka til að mamma kemur og sækir mig og við förum í sveitina til afa go ömmu!

Snowman-Christmas-2008-animated-christmas-2761792-320-320

laugardagur, desember 19, 2009

5 ára afmælisveisla

í gær héldum við uppá 5 ára afmælið mitt.  Ég bauð vinum mínum úr skólanum, svo komu pabbi, Hulda, Tinna og Tara, Sylvía og Áslaug, og svo duttu Þórhalla og Lárus í smá kaffi.  Þau voru reyndar að sækja Sylvíu sem fór með þeim í jólafrí upp í sveit. 

Mamma var búin að baka og skreyta með blöðrum og Leiftur McQueen dúkur og glös.  Fyrsta afmælisveislan mín fyrir vini mína úr skólanum og mér fannst þetta alveg snilld!  var rosa kátur þegar ég kom heim úr skólanum og sá blöðrurnar.

Þetta var rosalegal gaman ! Fékk alveg meiriháttar Leiftur McQueen bíl frá pabba og Huldu, rosa flottan mótorhjóla playmobil kall og mótorhjól, og mynd af Leiftri McQueen frá Tinnu og Töru.  Mótorhjólakallinn er með númerinu 5 á bakinu og ég er búinn að skira hann Hjört, eins og Hjörtur frændi í sveitinni sem er farinn að fara á mótorhjól líka ! Svo fékk ég rosa flotta rútu frá Jóhannesi og playmobil dót frá Finn og pening frá Aron Orra. 

Svo var sungið og ég blés á kertin og við strákarnir lékum okkur á meðan fullorðna fólkið sötraði kaffi og spjallaði :o)

Ég var hamingjusamasti strákur í heimi þegar ég fór að sofa !  

DSC07379ég búin að blása á kertin

DSC07374ég og Jóhannes vinur minn
DSC07376Aron Orri og Finnur DSC07380Ég að leika mér með Leiftur McQueen bílinn minn

- smelllið á myndir til að sjá stærri, þær opnast í nýjum glugga :o)

föstudagur, desember 18, 2009

Fjólublár hanakambur

DSC07369 DSC07368

Myndin tekin af manninum þegar hann var komin í tölvuna og þá er bara ein lína :o) – smellið á myndir til að sjá þær stærri :o)

afmælisveisla í kvöld

og nokkrir vinir mínir koma í heimsókn :o) Og þau í pabbi og þau í Grænugötunni kíkja líka.  Vona að Sylvía komist í smá heimsókn.  Hlakka voða mikið til og er mjög spenntur.  Annars er ég ekki alveg að skilja þetta ennþá, í dag er ekki sungið fyrir mig í skólanum, heldur verður það gert á Þorláksmessu. Afmælið mitt er samt eftir 6 daga… Og ég má ekki opna pakkana sem koma í póstinum…

Jólasveinninn er flottur kall sem gefur flotta bíla í skóinn…

Og ég fékk fjólubláan hanakamb í klippingunni í gær ! (fjólublái liturinn þvæst úr í einum þvotti) Ég er rosalega montinn af hanakambinum mínum !

animated-glitter-santa-claus-graphic

þriðjudagur, desember 15, 2009

Jólin koma jólin koma !!

og ég er bara kátur með þetta allt saman !

Var hjá pabba um helgina og það var nóg að gera – skreytti meira að segja með þeim og var voða kátur með það !

Núna erum við mamma að skipuleggja afmælið mitt á föstudag, hlakka mikið til ! Við erum búin að versla allar jólagjafir, búin að pakka þeim inn, go allt að verða klárt :o)

Og ég er bara að verða spenntur !

GAH Freydis1

miðvikudagur, desember 09, 2009

Myndir frá helginni komnar á netið

  hæ hæ!

mamma er búin að setja inn myndir frá helginni á síðuna okkar: 4-6 desember ‘09

18dagar

mánudagur, desember 07, 2009

Skemmtileg helgi !

já það var sko nóg að gera þessa helgi! Byrjaði á að fara til afa og ömmu, og ég fékk að vera einn hjá þeim því mamma fór á jólahlaðborð með vinnunni sinni.  Og það er svo gaman að fá að vera stundum bara einn hjá afa og ömmu.  Mamma kom svo um hádegi á laugardag. 

Seinnipartinn þá fórum við upp í Baðlón til að fylgjast með jólasveinunum taka sitt árlega jólabað! Ég fór ofaní með Þórhöllu frænku, Hirti Smára og Lárusi og það var svo gaman,  mamma var með myndavélina og tók  myndir af öllu !

síðan um kvöldið fóru afi, amma, Þórhalla og Lárus á jólahlaðborð með Grænum og við mamma og Hjörtur áttum rólegt og notalegt kvöld heima hjá afa og ömmu.  við strákarnir fengum ís og flögur og horfðum á skemmtilega mynd í sjónvarpinu ! Var rosa gaman að hafa Hjört með.  Ég lít svo rosalega mikið upp til hans og hann er alltaf svo góður við mig og kubbar með mér !

Vöknuðum snemma á sunnudag.  Mættur á fótboltaæfingu kl 10 og ég var virkilega duglegur.  Mamma lofaði mér að fara á Subway á eftir, ég hafði sko aldrei borðað þar og langaði til að prufa.  - þetta er líka uppáhaldsstaðurinn hans Hjartar Smára sko… Og ég varð ekki fyrir vonbrigðum, gúbbaði í mig heilum 6” bát með kjúklingabringu. 

Því næst fórum við mamma í jólahúsið.  Mér finnst alltaf jafn gaman að fara þangað, skoðuðum mikið og dunduðum. 

Því næst fórum við heim og höfðum fataskipti.  Og fórum í Ketilshús þar sem var jólastund.  Fullt af krökkum að syngja og dansa, jólasveinar með mandarínur og piparkökur, krakkar frá öðrum löndum að segja frá siðum í sínu heimalandi.  Hittum þar Júlíus vin minn, mömmu hans og Guðbjörgu systur hans, en hún var að sýna fimleikaatriði.  þetta var rosalega gaman. 

Því næst fórum við í afmæli til stelpu sem heitir Heiðrún.  Hún átti 10 ára afmæli og mamma hennar er góð vinkona mömmu.  Stoppuðum ekki lengi, fengum okkur smá kökur. 

Fórum og hittum svo Þórhöllu frænku og ömmu á Glerártorgi.  Þær langaði til að fara í jólahúsið svo við fórum bara aftur þangað. Alltaf gaman að fara í jólahúsið.

Og ekki nóg með það en við enduðum á að fara í keilu! Ég hafði aldrei farið í keilu og amma ekki heldur – því líkt gaman ! ég náði fellu ! Ég hef oft talað um það við mömmu að mig langaði í keilu.  Og ég var svo hamingjusamur með þetta allt saman.  Og svo fengum við okkur kvöldmat þar líka.  

Mamma og Þórhalla frænka voru að fara á Frostrósir. Amma mín var hjá mér á meðan.  Ég var líka alveg búinn eftir þennan dag get ég sagt ykkur.  En ég skemmti mér líka rosalega vel – það var svo gaman !

Mamma tók myndir alla helgina. Hún mun setja þær á netið strax og hún kemst í það !

Kær kveðja
Ykkar Gabríel Alexander

þriðjudagur, desember 01, 2009

Gaman í dag !

Mamma og pabbi mættu bæði á skemmtun sem var haldin í skólanum mínum í morgun !  Ég var afskaplega kátur að fá þau bæði. 

Síðan var boðið uppá piparkökur og kaffi á eftir.  Mamma tók nokkrar myndir af vinum mínum og setti inn á flikkrið okkar. 

Á eftir skólanum þá gerðum við mamma smá konfekt.  Ég fékk aðallega að gera og var nánast bara að leika mér með súkkulaðið, en ég gerði slatta af rosa flottu konfekti og það var bara býsna gott þó ég segi sjálfur frá.  Myndir eru líka á flikkrinu okkar : 1. desember 2009

DSC07198(Smellið á mynd til að sjá stærri og í nýjum glugga)

Nýja rúmið mitt :o)

jámm ég fór til pabba á föstudag og átti bara góða og skemmtilega helgi :)

Á meðan ég var hjá pabba komu afi, Lárus, Þórhalla, Hjörtur Smári, amma og Sylvía í heimsókn til mömmu og nýja rúmið mitt var sett upp.  Og vá hvað það er mikið pláss til að leika sér !

 

gah_nyja rumid

Smellið á mynd til að opnist stærri og fleiri eru hérna: Nýja rúmið mitt :o)