föstudagur, apríl 28, 2006


Halló halló allir saman!
Jamm nú er sko sumar og sól! Ég er búinn að vera duglegur í leikskólanum og er ekki myndahæfur í dag. Með kúlur og skrámur um allt andlit. Alltaf jafn sætur samt sem áður segir mamma mín og knúsar mig. Fór með mömmu og Kítöru út í morgunlabbóinn í gær. Það var rosalega gott veður, og Kítara hljóp um allt, reyndi að fá mig til að kasta fyrir sig hinu ýmsa dóti.
Í kvöld þegar mamma er búin að vinna þá förum við í sveitina, fermingarveisla á morgun hjá Herði, bróðursyni pabba. Hlakka til að hitta alla fyrir norðan.
Pabbi er búinn að vera svo duglegur í húsinu okkar. Við förum alveg að geta notað 3 hæðina, go þá skapast meira pláss. Og ég fæ mitt eigið herbergi - það verður sko fjör, fullt af plássi til að ruslast um allt. Mömmu hlakkar alveg jafn mikið til, því hún vonar að hún fái þá að sofa lengur en til 5-6 á morgnana, þar sem herbergið mitt verður með glugga til suðurs, sólin mun ekki vekja mig.
Eigið góða helgi
Gabríel Alexander

þriðjudagur, apríl 25, 2006

Halló halló !! hvernig finnst ykkur nýja síðan mín!! og meira að segja mamma mín búin að setja inn nýjar myndir af mér!! Kíkkið á hérna!! Og hvernig væri svo að kvitta í gestabókina?
Hæ hæ
12. apríl eignaðist ég litla "frænku" - tja hún er kannski ekki frænka mín þannig, en mamma mín og mamma hennar hafa verið vinkonur síðan þær voru pínu litlar. Þessi glænýja frænka mín heitir Anna Valgerður og er Káradóttir. Hlakka rosaelga til að hitta hana, og vonandi fáum við að grallast saman og prakkarast... ha ha ha en hún er strax komin með heimasíðu sú stutta, á www.barnanet.is Anna Valgerður Káradóttir, sjáið bara hvað hún er mikil krúsa!! Til hamingju með þessa prinsessu, Inga og Kári, og auðvitað skila kveðju til afa Gunnars og Ömmu Vigdísar :o)

þriðjudagur, apríl 11, 2006

Hæ hæ :o)
Páskarnir eru að koma, ég hlakka til að hafa mömmu mína heima hjá mér meira. Hún hefur verið að vinna meira en vanalega því sá sem hún var að vinna með eignaðist litla stelpu, og er í fæðingarorlof og verður það fram í júlí.

Nei - mamma hætti ekki að taka myndir af mér þegar hún fór að vinna.... Þær eru í ferðavélinni sem er í viðgerð á Akureyri, og svo hefur mamma verið bara á fullu við að sinna mér þegar hún kemur heim úr vinnunni. Hún fer vonandi að gera eitthvað í þessum myndamálum.

Ég er að fá 2 jaxla, þokkalegur jaxl ég - en samt er ég voða lítill í mér á næturna og græt af sársauka. Mamma og pabbi hafa því ekki mikið fengið að sofa undanfarið, en þau eru svo góð að þau halda á mér á meðan ég er að komast yfir það versta, þau meira að segja syngja fyrir mig og kúra með mig til að mér líði betur, og þá er allt í lagi.

Leikskólinn er skemmtilegur. Ríma vinkona mömmu og mamma Hartmanns sem er vinur minn, er farin að vinna á Kærabæ, leikskólanum mínum. Svo núna er Hartmann líka eftir hádegi með mér :o) Ég er mikið úti, gaman að drullumalla, renna mér á þotu, og hlaupa um með krökkunum. þau eru rosalega góð við mig, og eru alltaf að knúsast með mig. Ég er náttúrulega svoddan yndi :o)

Svo er planið að fara til afa og ömmu í Mývó um páskana. Hlakka til að fara þangað, leika við ömmu og skápana hennar :o)

Hafið það sem allra allra best yfir páskana.
Gabríel Alexander

mánudagur, apríl 03, 2006

Í gær 2. apríl, átti Sunnefa frænka mín afmæli!!!

Til hamingju með daginn kæra Sunnefa - til hamingju með 16 árin þín. Vonandi fáum við nú að hittast í sumar.

Þinn frændi
Gabríel Alexander