miðvikudagur, desember 20, 2006

Halló allir saman!
Í dag var sko gaman!! Við mamma fórum og heimsóktum nýja leikskólann minn, Flúðir. Hann er bara hérna rétt hjá okkur, svo venjulega getum við labbað þangað, en í dag reyndar fórum við bílandi þar sem það er ægilegt rok.
En Flúðir er alveg frábær leikskóli, greinilega með rosalega góðum fóstrum, hressum krökkum og fullt fullt af bílum til að leika mér með!!
En ég fæ að byrja 15. janúar. Mamma hefði viljað að ég byrjaði fyrr, en við erum ánægð með að komast að svo við erum ekkert að nölla. Það skemmtilega er að sama dag og ég byrja, byrjar stelpa líka, Ronja heitir hún, og er hún fædd 24.12.2004 - alveg eins og ég!!! Það verður spennandi að sjá hvort við séum eitthvað svipuð í skapi og hátterni! (ég hlakka til að leika við hana en mamma hugsar um hitt)
hér á Akureyri er rosalega mikið rok og 10 stiga hiti, og allur snjór farinn. Þetta er rosalega furðulegt allt saman! Sennilegast verða rauð jól eftir allt saman.
eigið gott kvöld
ykkar Gabríel Alexander - bráðum 2 ára!

þriðjudagur, desember 19, 2006

Hæ hó hæ hó
Nú er ég kominn með leikskólapláss!!!
Mamma fékk þær frábæru fréttir í dag að í janúar fæ ég að byrja á leikskólanum Flúðum sem er val 1 hjá okkur !!! Það er bara frábært! Það er svo gaman hve allt gengur upp hjá okkur mömmu, og við erum svo kát, og við fögnuðum þessu í dag, og dönsuðum um nýju íbúðina okkar!!
Halló halló!!
ég er svo duglegur strákur. Í nótt svaf ég alveg aleinn í alla nótt í mínu rúmi, datt ekkert framúr, vaknaði ekkert og skreið ekkert uppí til mömmsu um á milli 3 og 4 eins og ég er vanur að gera. Heldur svaf ég eins og steinn í alla nótt, og vakti mömmu klukkan 7 (á mínutunni) Ég held að ég sé bara orðinn svona stór strákur og orðinn svona vanur hérna heima á Akureyri. Mér líður allavega rosalega vel, og er kátur go hress. Ég er náttla afskaplega duglegur og er alltaf að fikta, brasa og bardúsa eitthvað, sumt má ég og annað ekki.

sunnudagur, desember 17, 2006


Halló halló!!!
vá það er sko mikið búið að gerast hjá okkur mömmsu. Við búum núna á Akureyri!! Mamma fékk rosa fína íbúð fyrir okkur og ég fékk mitt eigið herbergi og sef í stóru rúmi, ég er svo stór strákur. Var í passi hjá ömmu Rósu á meðan mamma, afi, Þórhalla frænka, Sylvía og Lalli fluttu mig og mömmu frá Fásk til Akureyrar helgina 8-9 desember!
Ég kvaddi leikskólann minn Kærabæ 8. des, og það var rosa sárt, mömmu fannst það líka því fóstrurnar hugsuðu svo vel um mig þar og ég lærði svo mikið þar! Núna bíð ég eftir að komast inn á Flúðum, leikskóla hér á Akureyri. Konan sem mamma talar við er vongóð um að ég komist þar að núna eftir jólin! Það vær bara frábært, þar sem ég er orðinn nokkuð leiður á að leika bara við mömmu.

Við vorum annars að koma úr Mývó. Þar fór ég í fjárhúsin með afa, og það var rosa gaman. Ég get sko alveg gefið rollunum eins og afi, og sannaði það og gaf þeim mikið og vel.
Við verðum í Mývó um jólin, ef þið hafið ekki sent pakkana til mín þá á að senda þá til okkar þangað - hringið bara í mömmsu til að ath með heimilisfangið okkar :)
Amma ætlar að halda smá afmælisteiti fyrir mig á aðfangadag. Það er siður að familían hittist heima hjá afa og ömmu á aðfangadag, og amma ætlar að hafa afmælisköku í tilefni dagsins - mitt fyrsta afmælisboð :) ég er rosalega hamingjusamur og kátur.

Myndin er af mér og Sylvíu Ósk, hún er sko alveg mögnuð!!!

fimmtudagur, nóvember 30, 2006

Halló halló !!
Nú er ég að nálgast 2 ára afmælið mitt !!! og jólin eru að nálgast. Mamma er farin að fá hringingar um afmælis og jólagjafir.
Hún setti upp síðu með hugmyndum af afmælis og jólagjöfum: Óskalistinn
Linkurinn er líka hér til hliðar. Hún er ekki farin að plana afmælisboð ennþá. En hún vill halda afmælinu og jólunum aðskildum, aðallega fyrir mig svo ég njóti beggja.
Þetta kemur allt í ljós, allavega fæ ég að baka piparkökur um helgina með henni, setja upp seríur og sygja jólalög með henni - hlakka rosalega mikið til !!
Eigið góðan dag !

miðvikudagur, nóvember 29, 2006

Halló halló !!
Rosalega gott veður úti núna, nema allur snjór nær farinn. Mamma er svaka glöð því hún er ekkert að fíla snjó, og litli bíllinn hennar er ekki gerður fyrir mikinn snjó. Reyndar vissi hún það þegar hún keypti hann, en málið er að hérna kemur sára sjaldan almennilegur snjór, og þegar hann kemur þá stoppar hann ekki lengi - eins og núna til dæmis.
Mamma tók til á linkaslóðunum mínum. Setti upp myndalinkana upp aftur, þannig nú virka þeir almennilega og færa ykkur í rétt almbúm. Einnig raðaði hún þeim upp eftir tíma, nýjustu myndir koma efst :)
Svo setti hún inn "comment" link - þar sem fólk hefur ekki verið duglegt að kvitta í gestabók, þá endilega skiljið eftir smá spark í kommentunum okkar :) það er svo gaman að sjá eitthvað frá ykkur, þá finnst okkur mömmu við ekki vera alein hérna úti á hjara veraldar :)
Ég bið kærlega að heilsa ykkur öllum og vona að þið eigið góðan dag
Ykkar Gabríel Alexander (bráðum 2 ára!! )

þriðjudagur, nóvember 28, 2006

Nýjar myndir!!!
Hérna eru myndirnar af mér með nýju pússluna frá Rósu ömmu: PÚSSLA

og hérna er ég sko að baka pizzu með mömmu og pabbi kom og náði nokkrum góðum af mér: PIZZA

og hvernig væri svo að kvitta í gestabókina?? mér finnst alltaf svo gaman að heyra í fólki :)

mánudagur, nóvember 27, 2006

Halló halló !! Helgin var góð eins og alltaf þegar ég fæ að vera svona mikið með mömmu og pabba. Það var ekki íþróttahús þessa helgi, það er bara aðra hverja helgi. Þannig að við dóluðum okkur heima á laguardag, og heimsóktum Hartmann vin minn á sunnudag. Ég tek mér laugardaginn nú orðið til að hvíla mig. Ég sef vel um nóttina, og svo sef ég alveg í 4 tíma eftr hádegi. Og er afksaplega ánægður með sjálfann mig á eftir.

Rósa amma og Valgeir afi sendu mér pakka á föstudaginn. Amma segir að þetta sé undirbúningspakki fyrir jólin. Hún segir að það þurfi sko að kenna börnum og æfa þau í að opna pakka, og auðvitað verð ég að æfa mig fyrir jólin og afmælið mitt! Ég var svo vitlaus í fyrra, en núna verð ég sko 2 ára, stór strákur!!

Og viti menn – pússluspil!!! Mér finnst svo agalega gaman að pússla! Ég er orðinn svo rosaelga duglegur að ég var 3 mínútur með þessa nýju flottu pússlu. Þær segja á leikskólanum að ég sé svo duglegur að pússla að ég sé farinn að pússla 15 bita pússlu, úr pappa, af póstinum páli! Mamma ekkert smá montin af mér.

Svo þar sem mamma er svo gleymin að blogga þá fann hún svo skemmtilega mynd af mér síðan síðast í íþróttahúsinu. Ég hef ekki verið mikið fyrir að skríða í gengum göng, eins go gerð eru úr stóru gólfpússlumottum, en síðast þá þorði ég í gegn, og það var svo rosalega gaman!!

fimmtudagur, nóvember 23, 2006

Hæ hæ allir saman!!

Það er svo gaman að vera til – vissuð þið það!! Núna syngi ég “Bubbi byggir bubbi byggir bubbi byggir” ... daginn út og inn. Mamma og pabbi eru ekki alveg með laglínuna á hreinu en mér er bara alveg sama!


Það er þema í gangi á Kærabæ leikskólanum mínum, ég er að læra um líkamann. Ég veit núna hvar nebbinn, augun, munnur og eyrun eru. Ég kann ekki alveg orðin enn, en ég reyni að herma eftir öllum orðum sem mamma og pabbi segja við mig. Svo það ætti að koma fljótt hjá mér. Þau eru líka orðin svo dugleg að skilja mig, og þau tala svo mikið við mig og endurtaka allt fyrir mig sem ég er að tala um svo ég nái að herma eftir því sem ég er að reyna að segja við þau! Ég td kann núna næstum viðlagið í puttasöngnum “hér er ég hér er ég góðan daginn daginn daginn” – ég sleppi orðinu “góðan” en syng hástöfum hér er ég !!


Mamma og pabbi fundu loks á mig góða kuldaskó. Fóturinn minn er enn svo þykkur að ég var hættur að komst í stígvélin í ullarsokkum..Ekki nógu gott. Svo þau gerðu sér lítið fyrir og keyptu handa mér kuldaskó, loðfóðraða. En það var nú ekki hlaupið að því að láta mig máta ó nei.. Ég er sko ekkert hrifinn af svoleiðis athöfnum og gargaði hátt og mikið yfir alla búðina. Á endanum varð pabbi að halda fast á mér og mamma setja mgi í skóinn. Þá varð ég líka svona rosalega montinn og ánægður með mig, go neitaði að fara úr flottu skónum alveg! Enda fékk ég líka litla barna innkaupakerru og trillaði með hana um alla búðina fulla af dóti :D

fimmtudagur, nóvember 16, 2006


Núna er leikskólinn minn að setja upp heimasíðu ásamt hinum leikskólunum í hreppnum. slóðina á hann má finna hérna: Kæribær.
Þar td má finna þessa mynd af mér. Þarna er ég að baka kleinur, en við krakkarnir settum upp Kaffihúsið Kæribær fyrir eldri borgara hér í bæ. Ég reyndar vildi ekki mikið tala við ókunnuga og hélt mig bara með Guðmundi vini mínum og þeim sem ég þekki.
Ég er afksaplega ánægður þessa dagana. Sef vel á næturna, borða vel, og leik mér mikið. Ég hlakka alltaf til að fara á leikskólann og þarf ekki að biðja mig oft að fara í útifötin á morgnana.
Endilega fylgist með skólanum mínum !!! Eigið góðar stundir þar til næst :o)

miðvikudagur, nóvember 15, 2006

halló!
Ég loksins kominn út aftur, fór á leikskólann í gær og mamma rétt náði að klæða mig úr skónum og kyssa mig bless áður en ég hljóp inn í stofuna mína. Vinur minn Guðmundur mætir um leið og ég, korter í átta, og ég hleyp inn í stofu til að hitta hann. Ég vil líka alltaf fara í skóna mína seinnipartinn þegar hann fer, þá vil ég fara líka.

Mér finnst alveg rosalega gaman að fylgjast með mömmu og pabba elda. Og ég vil helst bara vera inni í eldhúsi ef við erum á þeirri hæð. Mér finnst afskaplega gott að borða og veit að ég hef ekki langt að sækja það, hvorki úr móður né föður ættum mínum. Svo einn daginn ákvað ég að prufa sjálfur. ‘Eg sullaði fullt af kryddum og dóti á pönnu sem var með vatni í og hrærði vel í. Má ég þó eiga það að ég fikta aldrei í tökkunum, ég veit að takkarnir á eldavélinni eru “óó” Þegar ég var yngri þá vildi ég skoða þá, því á leikskólanum er eldavél úti sem við megum fikta í. Og ég fattaði þá auðvitað ekki mismuninn á þeirri vél og þeirr sem heima er. En núna veit ég miklu meira og ég læt takana á vélinni heima alveg í friði

Núna er rosalega gaman. Snjór úti, og við förum út að leika. Mikið varð ég glaður þegar ég komst úr húsi og út. Orðinn þreyttur á inniverunni, þreyttur á að vera lasinn, vil kannski ekki alveg segja þreyttur á mömmu og pabba, en það er bara nauðsynlegt að hitta fleira fólk en þau. Hitta krakkana, syngja og leika mér. Mamma og pabbi eru reyndar mjög dugleg að syngja og lesa fyrir mig. Og þau kubba mikið með mér. Mamma færði mér einn lasarusdaginn brunabíl og brunaflugvél frá Lego, og ég veit sko að bíllinn segir “babú babú” og ég sá til þess að mamma og pabbi heyrðu það líka!

miðvikudagur, nóvember 08, 2006

Hæ hæ
í dag er ég lítill lasarus. Mamma er heima þar sem pabbi er lasinn líka. Ég er með hita, hor og hausverk og vil bara kúra hjá mömmsunni minni eða sofa. En ég verð fljótur að hrista þetta af mér, mamma frétti í búðinni áðan að þetta væri að ganga, hitapest sem gengur fljótt yfir. Svo ekki hafa áhyggjur af mér :o)

fimmtudagur, nóvember 02, 2006

Hæ hó allir saman

Núna er mamma mín farin að vinna hjá Becthel aftur. Svo núna er ég í skólanum frá korter í átta til fimm. Þetta er langur dagur. En ég er afskaplega duglegur, og er alltaf kátur og glaður.

Ég er farinn að mynda miklu fleiri orð en ég gerði og mamma og pabbi eru farin að skilja mikið af því sem ég reyni að segja. Ég er hættur að babla, reyni frekar að mynda orðin. Ef ég er spurður nafns þá segi ég “ble” sem þýðir Gabríel get ekki enn sagt Gable eða Gabbi eins og krakkarnir á leikskólanum. Ef ég vil að mamma lesi fyrir mig “mamma le” og orðið “kubba” sem segir sig sjálft. Svo fullt af nafnorðum sem ég kann nú orðið, td ef ég skoða orðabókina sem amma Rósa gaf mér, þá bendi ég á myndirnar td buxur eða sokkar og segja hvað hlutirnir heita. Og ég er farinn að geta sagt mikið af þeim orðum. Ég er farinn að nota já og nei á réttum stöðum – nema þegar ég er í púkaskapi, þá nota ég bara nei og hleyp í burtu hlæjandi. Já það er gaman að vera til.

Ég sef núna meira en ég gerði. Mamma og pabbi ákváðu að prufa að lengja tímann um klukkustund, þar sem ég sef bara 2 tíma á daginn, og var afskaplega pirraður, argur og þreyttur bæði kvölds og morgna. Svo núna er ég farinn að sofa klukkan sjö á kvöldin go vakna 7 á morgnana. Ég vakna ekkert í millitíðinni, sef eins og steinn. Enda líður mér rosalega vel þegar ég vakna, og er svangur! Kem svo heim kl 5 af skólanum, leik mér við mömmu og pabba, borða – sprella svo dáltítið og á svo kyrrðarstund með mömmu eða pabba fyrir rúmið. Þá ruggum við í Lazy-boy, þau annað hvort syngja fyrir mig eða lesa, og þá er ég sko tilbúinn til að fara að lulla. Mér líður svo vel að ég sofna strax með Gogga minn.

miðvikudagur, október 11, 2006



Hæ hæ !
Ég og mamma fórum í sveitina til Valgeirs afa og Rósu ömmu á miðvikudaginn sl. Var rosa gaman að koma þangað eins og alltaf. Ég þekki mig svo vel þar og finnst það lítið mál að lulla þar og leika mér. Byrja á því að ath hvort ekki sé allt eins og það á að vera, allir skáparnir hennar ömmu rétt raðaðir og dúkarnir hennar á sínum stað.

Við mamma og amma fórum á Akureyri á fimmtudag þar sem þær vildu endilega búða, og ég, eins og alltaf eins og engill á meðan. Fékk auðvitað að leika mér í kubba horninu á Greifanum, og fékk að drekka úr venjulegu glasi þar! Þjónninn hafði komið með stútkönnu handa mér! - ég setti barasta upp svip og neitaði að drekka úr svona smábarnaglösum!

Föstudag fórum við mamma og amma á rólóinn! Ohh það er svo gaman að skoða aðra rólóa en heima, svo nýtt go spennandi! Skemmtileg rennibraut og vegasölt - og svo hestarnir þar eru á gormum og það er svo gaman að rugga!

Næsta nótt var hins vegar ekki svo skemmtileg, því ég byrjaði að gubba og gubbaði alla nóttina. Svaf lítið og vildi bara kúra hjá mömmu minni! Og laugardagur fór í að sofa og versta var að ég var alveg lystarlaus. Og það er eitthvað sem ég bara gúddera ekki!

Sunnudag var ég lítill enn, en hressari samt. Nema mamma var komin með gubbuna, svo hún pakkaði saman og við drifum okkur heim þar sem pabbi gæti þá sinnt mér á meðan hún væri lasin. Ég er nefnilega svoddann gaur, að ég er algjör mömmu og pabba strákur þegar ég er lasin, og vill ekki að aðrir sinni mér.

En í dag erum við hress, nema afi og amma í mývó, þau fengu þessa flensu okkar þegar við vorum farin. Vona að þau hristi þetta af sér í flýti!

Smellið hér til að sjá myndir úr þessari ferð okkar :o)

laugardagur, september 30, 2006

Hæ hó!
komin helgi aftur, og við erum heima hjá okkur. Fór með mömmu í íþróttahúsið í morgun. Annan hvern laugardag er skipulagður liður í leikskólanum að mæta (frjáls mæting) í íþróttahúsið til að leika saman, í boltaleik, þrautaleik, og hinu og þessu. Rosalega gaman fannst okkur mömmu. Ég þekki svo mikið af krökkunum, og þau mig, þau eldri rosa góð við mig og vilja hjálpa mér. Mörg þeirra kalla mig Gabba eða Gabla þar sem þau geta ekki sagt nafnið mitt almennlega. Sennilegast verð ég kallaður Gabbi í framtíðinni í skólanum, mamma er rosa sorry yfir því. Það er sem sagt ekki samt leyfilegt að kalla mig Gabba (Gabla) ef viðkomandi getur sagt Gabríel.
Mamma setti inn haustmyndir af okkur. Nokkrar úr Mývó, og af mér á hjólinu. Kíkið á :o)

Hafið það sem allra best
ykkar Gabríel Alexander

miðvikudagur, september 20, 2006

Hérna er myndaalmbúm mömmu á netinu sem inniheldur allar myndir. Linkarnir eru eitthvað að stríða okkur hér til hliðar en þessi linkur hérna hann á að færa ykkur inn á albúmið sjálft.

Hérna er nýjustu myndir sem komnar eru: Réttir í Reykjahlíð 27. ágúst 2006
Jáháhá sko mömmu...
halló halló þið yndislega fólk sem hafið samviskusamlega kíkt hérna inn þrátt fyrir mega bloggleti móður minnar. Ýmislegt búið að gerast síðan 9. ágúst.

Laugardaginn 12.ágúst fórum við í dagsferð til Reykjavíkur og vorum viðstödd brúðkaup Ragnhildar systur pabba og Ægis. Það var afskaplega gaman að koma til Reykjavíkur og var ég eins og lítið ljós allann tímann. Að fara 2x í flugvél sama dag, og vera dröslað um í bíl, í sparifötunum er ekki það sem ég myndi kalla uppáhalds, en ég lét mig hafa það. Enda var þessi dagur allur hinn ánægjulegasti.

15. ágúst hófst leikskólinn aftur. Og nú byrjaði ég að vera allann daginn. Strax 16. byrjaði ég á að fara með mömmu í heimsókn fyrir hádegi, þar sem þá eru aðrar fóstrur en eftir hádegi. Ég hljóp bara í sandkassann og hefði sennilegast ekkert fattað ef mamma hefði farið.
Þær á leikskólanum segja að ég sé mikill brasi kall, alltaf með nóg fyrir stafni, enda er það best finnst mér, þá er dagurinn svo fljótur að líða. Og að vera allann daginn er bara fínt, gengur mjög vel, var fyrst svolítið pirraður fyrst þegar mamma var að skilja mig eftir, en núna verð ég pirraður þegar mamma er að taka mig heim, burt úr miðjum leik,...

Sunnudag 20. ágúst komu Valgeir afi, Rósa amma, Hjörtur Smári og Herkúles hingað við í mat. Þau voru á rúntinum um Kárahnjúka. Gaman að fylgjast með framkvæmdum! Þau stoppuðu ekki lengi, en samt alltaf gaman að sjá þau !
Sama dag kom svo Vilborg vinkona mömmu. Hún var að kenna hér námskeið í fjörðunum og gist hjá okkur í 2 nætur. Ég sá hana nú ekki mikið, mætti henni einn morguninn þegar ég var að fara á leikskólann, rétti henni skóna mína og bað hana um að klæða mig í þá, sov vel leist mér á hana!

Laugardag 26. ágúst fórum við mamma í Mývó til Valgeirs afa og Rósu ömmu. Tilgangur fararinnar var að fara í Réttir! Og það var svooo gaman í réttum skal ég segja ykkur! Ég hitti svo fullt af fólki, Reyni langafa sem ég hitti nær aldre, og hitti Eik frænku mína í fyrsta skipti að ég héld! svo systkinin í Hraunbergi sem ég fæ allt of sjaldan að hitta. Ég hitti Sylvíu mína líka en ekki mikið, hún er svo svakalega dugleg að vinna, við bætum bara úr því seinna meir!
Rollurnar voru skítugar og hávaðasamar, afi setti mig á rollubak, mér var ekkert allt of vel við það. Ég reyndi að vera "aa" við sumar en þær vildu ekkert með mig hafa, ég var víst ekki með neitt gott i hendinni....

1. september fékk ég þá stærstu kúlu á ennið + skrámur sem ég hef fengið á minni stuttu ævi. Ég var sko að hjálpa fóstrunni að bera út þríhjól, og æðibunugangurinn í mér var svo mikill að ég flaug niður steyptar tröppurnar á undan henni. Ég er svolítill hrakfallabálkur, en að sama skapi þá er ég ekkert að eyða tíma í að grenja bara dusta af mér pípa smá en held áfram mínu striki. En kúla var alveg hringlótt, gul og fjólublá með rauðum skrámum... afskaplega fallegur.

7. september byrjaði ég á að herma eftir mömmu "nei nei nei" og hleyp svo hlæjandi á undan henni, fel mig inni í tjaldinu mínu og hlæ. Ég er svolítill prakkari í mér.

laugardaginn 16. september var ég svo í fysta skipti skilinn almennilega eftir í pössun. Mamma og pabbi fóru til Akureyrar að hitta WoW félaga sína go ég varð eftir hjá Rósu ömmu og Valgeir afa. Þau fóru snemma svo afi og amma fengu að hafa mig lengi. Sylvía uppáhaldsfrænka kom og hjálpaði þeim og ég fékk að hitta Hjört Smára og Þórhöllu. Eg var svo þægur. Ólíkt því sem ég læt dynja á mömmu og pabba þá hlustaði ég og hlýddi öllu sem amma mín sagði. Fór að sofa duglegur og þægur. Það er sko ekkert mál að passa mig :)

miðvikudagur, ágúst 09, 2006

Sko mig - ég er á þríhjólinum mínu. Mér finnst þetta alveg frábært og er að venjast hjálminum. Ég vildi ekki hafa hann fyrst en svo er mamma alltaf að troða honum á mig og það tekur því ekki fyrir mig að þræta við hanna (hún er svo þrjósk hún mamma mín)

Pabbi er að vinna mikið. Ég sé hann stundum ekkert á daginn. Hann kemur jafnvel ekki heim fyrr en ég er farinn að hátta og þá þarf að líða annar dagur þar til ég sé hann. 'Eg sakna hans svolítið mikið og þegar hann kemur heim þá má ég ekki sjá af honum.

Annars fer afskaplega vel um okkur mömmu. Ég er farinn að sofa einu sinni á dag núna, frá 13-16 og það er rosalega gott að lúlla þannig. þá er ég sprækur til átta sem er háttatími á kvöldin.

Hlakka til í kvöld. Þórhalla móða, Lalli, Sylvía og HJörtur Smári eru að koma í smá heimsókn. Hlakka mikið til. Sylvía er sko besta frænka í heimi, hún er svo skemmtileg, og Hjörtur er svo stór og klár! Ætla sko að lúlla vel í dag til að vera hress og ferskur/sprækur (skæruliði) þegar þau koma :o)

föstudagur, ágúst 04, 2006


Bara láta vita að ég er farinn að hjóla á þríhjólinu mínu :o) Er ekki alveg kominn með hvernig á að beygja, en þá er bara að vera ekki fyrir mér!

Þessi mynd er tekin af mér á róló Kærabæjar, við mamma förum þangað núna reglulega til að ég fái útrás í sandmokstri og drullumalli :o)

þriðjudagur, ágúst 01, 2006

Nóg að gera hjá mér :o)
í síðustu viku komu Inga Hrund, æskuvinkona mömmu ásamt manni sínum og litlu nýju stelpunni þeirra henni Önnu Völu sem kom í heiminn 12. apríl sl. Hún er rosa fín stelpa, dugleg, vær og yndisleg. Mamma mátti alveg halda á henni, en ég var ekki alveg til friðs á meðan. Sýndi bestu gestastæla og um leið og mamma mín var búin að rétta Önnu Völu til mömmu sinnar þá komst ég í fangið á minni mömmu.
Þau gistu hjá okkur 2 nætur og var afskaplega gaman að hafa þau hjá okkur:o)

Ég er búin að eignast barnapíur! Tvær stelpur koma alltaf eftir hádegi og taka mig í labbitúr. Það er rosalega gaman. Þær fara með mig á róló eða bara labba um, mér finnst svo gaman að labba um í kerrunni minni.

Svo var franska helgin hérna um sl helgi, en það var svo mikil rigning að það var varla hundi út sigandi. Mamma var heldur ekkert í góðum gír á laugardag þar sem hún frétti á föstudag að Kítara væri dáin. Hún hafði orðið fyrir bíl á bænum sem hún var á. Bóndinn sá mikið eftir henni hún hafði verið skemmtilegur hundur með mikil og góð fjárhundaeinkenni og hann hafði hlakkað að kenna henni verkin. Svona er þetta bara, hún var hamingjusamur hundur þessi 3 ár sem hún lifði, við huggum okkur við það hérna.

Annars er allt í góðum gír héðan. Allir hressir og hraustir :o)

miðvikudagur, júlí 26, 2006

Góðan daginn :o)
Núna er mamma mín heima hjá mér go pabbi farinn að vinna. Skrýtið, en notalegt. Sakna pabba samt go það er gott að fá pappaknús þegar hann kemur heim á kvöldin. Ég reyni að vera þægur við mömmu en stundum gleymi ég mér bara go er búin að snúa eldhúsinu á hvolf, bara ´ameðan mamma snéri sér undan til að ganga frá í ísskápinn eða bara hlaupa fram til að svara í símann. Ég er afskaplega duglegur :o)
Hérna eru myndir frá helginni 10-12 júní þegar við fórum i sveitina til afa og ömmu. Og svo hérna eru myndirnar frá sumarfríinu okkar þegar við fórum í 2 vikur norður :o)

þriðjudagur, júní 27, 2006

Vá er svona langt síðan mamma mín kom og skrifaði ykkur fréttir? Þetta er ekki hægt. Auk þess sem hún var búin að setja inn nýjar myndir af mér go ekki sett slóð á þær!! Hvurslags er þetta eiginlega?? En hérna eru nýjar myndir af mér!

Annars er það að frétta að:

10. júní fórum við í Mývó, hittum Valgeir afa og Rósu ömmu. Rosalega gott veður og fórum við í lónið báða dagana.
Gunnar guðfaðir minn og María konan hans komu með Elínu og Önnu í heimsókn þangað og skutluðum við okkur aftur í lónið á sunnudeginum. Fengum okkur ís og tilheyrandi á eftir. Við hittum þau sjaldan, svo það er rosalega gaman að hitta þau svona.

17. Júni var rosalega gaman. Yndislegt veður, og hátíðarhöld á Reyðarfirði. Mamma og pabbi töluðu um að þau hefðu getað stoppað aðeins lengur núna en í fyrra þar sem ég byrjaði ekki að grenja strax í ár. Og kannski fá þau að stoppa enn lengur næsta ár. En ástæðan fyrir því að ég fór að grenja núna var hreinræktað frekjukast. Ég sko mátti ekki fara út í tjörnina "stóra baðið" mér fannst foreldrar mínir bara þeir mest leim ever!!
En ég fékk pylsu og safa, svo ég var bara býsna ánægður með daginn.

18. júní komu svo Valgeir afi og Rósa amma í heimsókn með Herkúles. Afi er sko nýbúinn að kaupa sér nýjan bíl, rooosalega flottur, með stórum dekkjum. (þau eru kannski bara svona stór þar sem ég er ekki svo hár í loftinu) Þau fengu þetta blíðskapar veður hjá okkur. Fórum í göngu, sýndi ömmu leikskólann minn Kærabæ, sýndum þeim flottu hæðina sem pabbi minn gerði upp.
Svo um kvöldið fékk ég gubbuna og var með gubbu í 2 daga.

Ég er afskaplega hress eins go vanalega, með kúlur á enni, hruflur á hnjám, og helst skítugur upp fyrir haus þegar ég kem heim af leikskólanum. Fullur munnur af tönnum, go matarlystin í góðu lagi.
Hlakka til að sjá ykkur í sumar
Gabríel Alexander.

miðvikudagur, júní 07, 2006


Hundurinn minn Kítara er farin í sveitina. Baldur á Vattarnesi tók hana að sér og er hún núna hálsólarlaus sveitahundur. Það verður skrýtið að hafa hana ekki til að hamast í.

Ég er svo duglegur. Núna tek ég td alltaf stólinn sem er inni á baði (gamall trékollur) færi hann að vaskinum, príla upp á hann, og vil tannbursta mig sjálfur. Svo er auðvitað bónus að sulla smá í vatninu líka.

ég er rosalega duglegur á leikskólanum. Leik mér mikið, duglegur að vera úti, og er iðulega allur úti í sandi þegar ég kem heim. Krakkarnir eru svo góðir við mig. Ég er bara með eldri krökkum og Hartmanni vini mínum. Þau eru svo dugleg að kenna mér hluti.

Hörður afi er kominn aftur austur. Gaman að hitta hann svona oft. Hann gisti hjá okkur um daginn, svo núna er hann í Hvammi, go er að vinna hann undir sölu. Við kíktum aðeins á hann á sunnudaginn, og hann er enn með svo flottar hænur. Ég vildi helst bara fara inn í kofann og leika við þær :o)

Og enn ein tönnin er að koma. Þá er ég kominn með 14 tennur :o) Enda er kjötið ekkert mál núna!!
Eigið góðan dag
Ykkar Gabríel Alexander

mánudagur, maí 29, 2006


Halló halló allir nær og fjær!
Alveg rosalega góð helgin okkar. Mamma og pabbi voru sama og ekkert í tölvunum, við lékum okkur alla helgina, fórum í bíltúra, grillpartý, kosningarpartý, ég fékk fullt af nammigotti - ss pylsum, pönnsum og svölum.
Svo fluttu mamma go pabbi tölvurnar sínar upp á 3ju hæð. Þar er sko skemmtilegt að vera, miklu meira rými þar til að hlaupa um. Pabbi er alveg að verða búinn með hæðina, svona dútl eftir eins og hann kallar það. Ég get meira að segja labbað sjalfur upp tröppurnar.

Ég er svo stór strákur að ég sit við eldhúsborðið go lita með litunum mínum. Það er afskaplega gaman, og síminn hans pabba er núna "pabba sa"

Og haldiði að mamma go pabbi hafi ekki klippt mig !!! tóku bara allt hárið mitt af - semst ekki síðhærður tölvunörd lengur... mamma segir ég sé svo mikill knúsustrákur. Ég er náttla bara yndislegur í alla staði, lang flottastur - mamma segir það og pabbi minn, og afarnir mínir og ömmurnar mínar og þau hafa alltaf rétt fyrir sér.

miðvikudagur, maí 24, 2006


Halló halló !
Takk kærlega fyrir heimsóknirnar á síðuna mína og gaman að fá svona skemmtileg kvitt í gestabókina, mamma var himinlifandi yfir þessu öllu saman.
Um daginn var afskaplega gott veður. Sól og sumar, en núna lítur allt öðruvísi út. Kalt og hvasst. Samt fæ ég hrós af fóstrunum mínum á leikskólanum þar sem ég er rosalega duglegur úti. Áður fyrr átti ég nefnilega til að hlaupa alltaf inn aftur, og þær á eftir mér. Þá bara vildi ég ekki vera úti. En núna kem ég heim með grasgrænu í gallanum og búin að smakka á sandinum í sandkassanum. Hann skilar sér svo vel og innilega í bleyjunni minni daginn eftir. Mamma jésúsaði sig fyrst, en heyrði svo hjá reyndari mæðum að þetta væri bara allt fyllilega eðlilegt.

Guðmundur langafi minn átti afmæli í gær. Hann varð áttræður kallinn og er úti á Benidorm að hafa það gott. Elsku afi minn til hamingju með afmælið! Hlakka til að sjá ykkur í sumar!
Svo áttu Guddú og Viddi - Guddú er afasystir mín, þau áttu 30 ára brúðkaupsafmæli í gær líka!! Og þau eru á Benidorm í tilefni þessa tveggja afmæla - rosalega held ég að það hefði nú verið gaman og notalegt að vera þar líka.

En svona lítil ísmynd verður bara að minna okkur á að sumarið er komið á dagatalinu.
Hafið það gott,
Ykkar Gabríel Alexander

föstudagur, maí 19, 2006


Góðan daginn :o)
mamma mín er sko montin af mér núna go pabbi minn líka. Ég er sko búin að gera fyrstu listaverkin mín, og foreldrar mínir eru búnir að pósta þetta um allt internetið go senda myndir af þeim í fullt af smsum út um allt... he he ætli mamma mín heimti ekki að setja ramma utan um þetta go hengja upp? Þetta eru nú fyrstu listaverk sonarins :o)

miðvikudagur, maí 17, 2006


Sælt veri fólkið.
Mamma heyrði í langaafa og langömmu úti á benidorm um daginn, ég bið kærlega að heilsa þeim. Hlakka svo mikið til að hitta þau í sumar þegar þau flytja aftur í bílinn sinn hjá Rósu ömmu og Valgeir afa í Mývó.
Hörður afi er búinn að vera hérna fyrir austan í nokkra daga, gaman að hitta hann svona oft. Fórum að heimsækja hann á sunnudaginn í Hvamm. Rosalega gott veður. Ég fann drullupoll um leið og mamma leit af mér, og settist strax í hann. Afi á hænur í Hvammi. Fékk að kíkja aðeins inn í kofann og þær eru rosalega flottar, gular og svartar að lit. Þær vildu lítið tala við mig en það stoppaði mig ekki í því að tala fullt og meira við þær.
Núna eru að koma 5 tennur, sú fimmta bættist við í gær. Og ég er farinn að geta borðað alveg sjálfur morgunmatinn minn með skeið, rosalega duglegur. Ég tala og tala og tala, mamma og pabbi skilja orðið mikið af því sem ég reyni að segja þeim. Orðin mamma og pabbi eru fyllilega skýr hjá mér.
Á myndnni er ég að borða svo rooosalega gott brauð með sykurlausri jarðaberjasultu, sem borðast yfirleitt á undan brauðinu :o)

Bið að heilsa ykkur öllum og eigið góðan dag
ykkar Gabríel Alexander

fimmtudagur, maí 11, 2006


Nú er sko gaman að vera til.
Gubban er hætt, ég get borðað, og það er svooo gott að borða. Pabbi grillaði handa okkur kjúkling og pylsur, fyrsta grillið okkar í sumar. Og mikið var gott að fá grillmat. Ofboðslega gott veður, og búið að taka til í litla garðinum, svona að mestu leiti, mamma þarf að raka saman eftir hundinn, sem hún lofar að gera um helgina, og þá get ég líka farið út að leika þarna.

Mamma mín sótt mig í gær á leikskólann. Þau eru með breyttan opnunartíma og hún vinnur núna frá 9 til 4 á daginn. Og getur þar af leiðandi sótt mig á leikskólann og við getum farið út í labbó með Kítti, eins og við gerðum í gær í góða veðrinu.

Og ef einhverjir vinir og vandamenn verða nálægt okkur á laugardaginn þá erum við með opinn leikskóla á laugardaginn, væri gaman að sýna td öfum og ömmum leikskólann minn.
Eigið góðan dag
ykkar Gabríel Alexander

þriðjudagur, maí 09, 2006

Halló halló :o)
ég er enn heima í gubbupestinni. Mamma var hjá mér í gær, pabbi varð að halda áfram að vinna uppi og er sú hæð orðin rosalega flott núna.
En ég náði að sofa í nótt almennilega, gubbaði ekkert - svo vonandi er þetta að verða búið. Mamma segir að undirhakan mín sé farin og pabbi talar um að ég sé orðinn fisléttur. Ég hef bara ekkert getað borðað, en svo prufaði mamma að gefa mér eplasvala (m. sykri) og það var það fyrsta sem ég hélt niðri. Og sykur var gott að fá í kroppinn. Epli, rifin niður, eru það sem ég vil borða og Better Choice kex með appelsínubragði.
Vonandi er þetta allt að koma, mamma og pabbi eru allavega vongóð þar sem ég gubbaði ekkert í nótt.
Bið að heilsa öllum, ykkar Gabríel Alexander.

föstudagur, maí 05, 2006

Góðan daginn.
Ég er lasinn, ég er með ælupest. Einhver sem hefur verið að ganga hérna go það er sko ekkert gaman skal ég segja ykkur. Ég held engu niðri og vil bara að það sé haldið á mér. Mamma go pabbi eru þau laaaang bestu í heimi, þrátt fyrir svefnlausar nætur þá hafa þau fullt af orku handa mér, og halda á mér til skiptis. Ég græt af sársauka, en reyni að herða af mér, en stundum er það bara ekki hægt, ég er bara 14 mánaða gamall.
Þetta hlýtur að fara að lagast. Ég er hraustur að eðlisfari, hristi þetta af mér, og fer aftur út að leika.

þriðjudagur, maí 02, 2006

Loksins loksins ..
Mamma setti inn myndir frá jólunum... (komið fram í mai..) ha ha ha - en loksins getið þið séð jólin mín, fyrstu jólin mín og fyrsta afmælið mitt! Jólamyndir og afmæli.

mánudagur, maí 01, 2006


Halló halló!!
Um helgina var Hörður Már, stóri frændi minn fermdur. Af því tilefni fórum við til Akureyrar og hittum alla fjölskyldu pabba. Rosalega gaman. Mamma og pabbi segja að salurinn hafi ekki verið barnavænn þar sem fullt fullt af stigum var og tröppum, og enginn barnastóll sem þau gátu ólað mig niður í. Ég skemmti mér hins vegar konunglega.
Svo á sunnudag fórum við til akureyrar aftur, þar sem við ætluðum að ræna Gunna frænda með okkur heim. Hann ætlar að hjálpa pabba með rafmagnið. Við mamma fórum með Maríu, konu Gunnars, og dætrum þeirra, Önnu og Elínu á róló. Það var rosalega gaman! Mamma setti inn nokkrar myndir til að leyfa ykkur að sjá!

föstudagur, apríl 28, 2006


Halló halló allir saman!
Jamm nú er sko sumar og sól! Ég er búinn að vera duglegur í leikskólanum og er ekki myndahæfur í dag. Með kúlur og skrámur um allt andlit. Alltaf jafn sætur samt sem áður segir mamma mín og knúsar mig. Fór með mömmu og Kítöru út í morgunlabbóinn í gær. Það var rosalega gott veður, og Kítara hljóp um allt, reyndi að fá mig til að kasta fyrir sig hinu ýmsa dóti.
Í kvöld þegar mamma er búin að vinna þá förum við í sveitina, fermingarveisla á morgun hjá Herði, bróðursyni pabba. Hlakka til að hitta alla fyrir norðan.
Pabbi er búinn að vera svo duglegur í húsinu okkar. Við förum alveg að geta notað 3 hæðina, go þá skapast meira pláss. Og ég fæ mitt eigið herbergi - það verður sko fjör, fullt af plássi til að ruslast um allt. Mömmu hlakkar alveg jafn mikið til, því hún vonar að hún fái þá að sofa lengur en til 5-6 á morgnana, þar sem herbergið mitt verður með glugga til suðurs, sólin mun ekki vekja mig.
Eigið góða helgi
Gabríel Alexander

þriðjudagur, apríl 25, 2006

Halló halló !! hvernig finnst ykkur nýja síðan mín!! og meira að segja mamma mín búin að setja inn nýjar myndir af mér!! Kíkkið á hérna!! Og hvernig væri svo að kvitta í gestabókina?
Hæ hæ
12. apríl eignaðist ég litla "frænku" - tja hún er kannski ekki frænka mín þannig, en mamma mín og mamma hennar hafa verið vinkonur síðan þær voru pínu litlar. Þessi glænýja frænka mín heitir Anna Valgerður og er Káradóttir. Hlakka rosaelga til að hitta hana, og vonandi fáum við að grallast saman og prakkarast... ha ha ha en hún er strax komin með heimasíðu sú stutta, á www.barnanet.is Anna Valgerður Káradóttir, sjáið bara hvað hún er mikil krúsa!! Til hamingju með þessa prinsessu, Inga og Kári, og auðvitað skila kveðju til afa Gunnars og Ömmu Vigdísar :o)

þriðjudagur, apríl 11, 2006

Hæ hæ :o)
Páskarnir eru að koma, ég hlakka til að hafa mömmu mína heima hjá mér meira. Hún hefur verið að vinna meira en vanalega því sá sem hún var að vinna með eignaðist litla stelpu, og er í fæðingarorlof og verður það fram í júlí.

Nei - mamma hætti ekki að taka myndir af mér þegar hún fór að vinna.... Þær eru í ferðavélinni sem er í viðgerð á Akureyri, og svo hefur mamma verið bara á fullu við að sinna mér þegar hún kemur heim úr vinnunni. Hún fer vonandi að gera eitthvað í þessum myndamálum.

Ég er að fá 2 jaxla, þokkalegur jaxl ég - en samt er ég voða lítill í mér á næturna og græt af sársauka. Mamma og pabbi hafa því ekki mikið fengið að sofa undanfarið, en þau eru svo góð að þau halda á mér á meðan ég er að komast yfir það versta, þau meira að segja syngja fyrir mig og kúra með mig til að mér líði betur, og þá er allt í lagi.

Leikskólinn er skemmtilegur. Ríma vinkona mömmu og mamma Hartmanns sem er vinur minn, er farin að vinna á Kærabæ, leikskólanum mínum. Svo núna er Hartmann líka eftir hádegi með mér :o) Ég er mikið úti, gaman að drullumalla, renna mér á þotu, og hlaupa um með krökkunum. þau eru rosalega góð við mig, og eru alltaf að knúsast með mig. Ég er náttúrulega svoddan yndi :o)

Svo er planið að fara til afa og ömmu í Mývó um páskana. Hlakka til að fara þangað, leika við ömmu og skápana hennar :o)

Hafið það sem allra allra best yfir páskana.
Gabríel Alexander

mánudagur, apríl 03, 2006

Í gær 2. apríl, átti Sunnefa frænka mín afmæli!!!

Til hamingju með daginn kæra Sunnefa - til hamingju með 16 árin þín. Vonandi fáum við nú að hittast í sumar.

Þinn frændi
Gabríel Alexander

þriðjudagur, mars 28, 2006

Sælt veri fólkið :o)
Þá eru fullt af hlutum búnir að gerast. Bróðir pabba sem var búinn að vera mikið veikur dó 16.mars. Blessuð sé minning hans. Við fórum norður á afmælisdaginn hennar mömmu 23. mars, og gistum hjá afa og ömmu í Mývó.
Ég var rosa duglegur föstudaginn 24. mars því þá var ég einn í passi hjá afa og ömmu á meðan mamma og pabbi fóru á jarðaförina.
Pössunin gekk rosalega vel, ég meira að segja lá alveg kjurr á meðan amma skipti á mér, sem ég geri annars ekki. Það er bara svo gaman hjá þeim. Ég þekki mig orðið svo vel þar.
Svo á laugardaginn hitti ég Hörð afa, Siggu ömmu og Magnús afa, og svo fuuullt af systkinum pabba, sem eru uppeldissystkini hans. Rosalega gaman að hitta allt þetta fólk. Vona að ég fái nú að hitta afana mína og Siggu ömmu oftar.
Í mývó um kvöldið bjó Valgeir afi til mína eigin buslulaug í gömlu Kísiliðjunni. Stór sturtubotn sem afi gat sett tappa í og kveikti svo á 2 sturtum, og ég gat buslað og sullað og hlaupið um. Var alveg rosalega gaman!

Svo fórum við heim á afmælisdegi pabba 26. mars :o) - alltaf gott að koma heim !

Leikskólinn minn gengur mjög vel, og ég var að heyra það áðan að vinkona mömmu, Ríma, mamma Hartmanns er að fara að vinna þar eftir hádegi!! Svo hún verður með mér á daginn - hlakka mikið til :o)

mánudagur, mars 13, 2006

jæja - þá er flensan yfirstaðin. Ég fór til læknis á fimmtudag til að láta hlusta mig, hann var hræddur um að ég væri með þennann hvimleiða 'RS' vírus sem herjar á ungabörn, en svo var ekki, sem betur fer. En ég var lasin go fór ekki á leikskólann.
Um nóttina vaknaði mamma við mig og mældi mig, var ég þá með 39,5°. Hún hringdi á lækni, hann sagði henni að gefa mér stíl, gefa mér nægilega mikið að drekka og setja blautan klút á ennið mitt. Mikið rosalega var það gott. Mömmu og pabba stóð ekki á sama og snérust í kringum mig.
Mér leið afskaplega illa á föstudeginum. Grét og grét, en gat ekki sagt mömmu hvar ég findi til en ég held að hún hafi gert sér grein fyrir að ég væri með haus- og beinverki, og ég skildi bara ekki af hverju hún gat ekki lagað þetta. En hún gaf mér stíl, knúsaði mig og sat með mig og hughreysti mig. Mér leið betur við það.
Núna er ég bara með nebbahor, en þá ákváðu jaxlarnir að gera vart við sig. Ég lít út eins og hamstur! Og ég er svo pirraður út af þeim.

Annars gengur leikskólinn vel. Pabbi er farinn að fara með mig go skilja mig eftir, sækir mig svo kl fimm. Mér finnst orðið gaman þar. Fóstran mín heitir Anna og er mjög yndæl. Hún vekur hjá mér öryggistilfinningu þannig að þó pabbi fari þá er þetta allt í lagi, ég líka veit að pabbi minn kemur alltaf og sækir mig aftur :o)

þriðjudagur, mars 07, 2006

Leikskólinn er frábær!!
Pabbi fer með mig kl eitt og ég er núna svo stór og flottur að ég er einn til fimm! Fyrst mótmæli ég smá þegar pabbi fer, en mér finnst núna svo gaman að ég sný mér að dótinu og hinum krökkunum og gleymi að vera reiður. Svo þegar pabbi kemur og sækir mig þá fagna ég honum, en held áfram að leika mér.
Ég er farinn að drekka alveg sjálfur úr glasi - þegar ég uppgötvaði að ég yrði að lyfta höndunum hærra til að geta drukkið almennilega þá fór þetta allt að ganga hjá mér!
Ég er allavega hraustur og hress og það er rosalega gaman að vera til. Alltaf hlæjandi og klappa saman lófunum, sérstaklega þegar mamma syngur fyrir mig :o)

miðvikudagur, mars 01, 2006

Þá er ég búin að fara til Reykjavíkur og koma heim aftur. Ég hitti svo mikið af fólki, og fór á svo marga staði. Mamma flaug með mig til pabba á fimmtudegi, var svaka þægur í vélinni, reyndar pirraðist aðeins þegar ég átti að sitja kyrr. Ég er með 2 heilbrigða fætur sem ég vil nota þegar mér sýnist, og er það nokkuð oft. Það er ekkert skemmtilegt að sitja kjurr á rassinum.
Var mikið í bílnum, þægur en nokkuð pirraður seinnipart daganna sem við vorum í bænum. Megin ástæða ferðarinnar var að hitta bróður pabba sem er mikið veikur. Ég var einmitt að hitta hann í fyrsta skipti.
Við gistum á hóteli, var rosa gaman, var með rúmið mitt meðferðis sem er algjört möst!! Við hefðum verið rukkuð slatta mikið ef við hefðum þurft að leigja rúm af hótelinu undir mig!!
Við keyrðum heim á sunnudag, eða alla leið til afa og ömmu í mývó, þar sem allir voru komnir í vinkil eftir að hafa setið í Yaris alla helgina!! Blikkdósir kallar mamma þetta....

föstudagur, febrúar 03, 2006

Ég er lasinn. Ég er með gubbupest. Í fyrsta skipti sem ég verð veikur - í vikunni á eftir að ég byrjaði á leikskólanum, ætli það séu einhver samhengi þar á milli?? En ég vona að þetta sé hætt núna, ég gubbaði í nótt, og mamma sat með mig í fanginu til að verða tvö í nótt, því mér var svo óglatt og ég kúgaðist svo mikið. Á endanum var það eina sem ég vildi fá var gamla SMA ungbarnablandan í pelann, og eftir það þá leið mér betur og ég gat sofið í alla nótt. En svo maður lifandi hvað ég var svangur í morgun þegar ég vaknaði.
En ég hef aldrei verið lasinn áður, og ég vona að þetta sé nú að verða búið. Mamma og pabbi eru búin að vera lasin líka, en ekki með gubbuna eins og ég. Þau hafa legið með kvefskít.

miðvikudagur, janúar 25, 2006

Jæja nú er ég orðinn stór strákur! Ég er byrjaður á leikskóla!! Pabbi og mamma fóru með mig á fund á mánudaginn þar sem okkur var sýndur skólinn, hittum hina krakkana og fóstrurnar. Ég vildi byrja að leika mér strax þá - og mér leist strax á allt saman þarna, en samt vildi ég ekki fara langt frá mömmu og pabba.
Svo fór pabbi með mig í gær, 1 klukkutími og það var roosalega gaman! Lék mér með liti og leir, allt smakkaðist rosalega vel. Og lék mér við hina krakkana, ég er yngstur eftir hádegi, þá eru bara stærri krakkar etir. En það er allt í lagi, ég er bara kátur með að hitta fleira fólk núna en bara mömmu og pabba. Ég fer í 2 tíma í dag, og pabbi með mér, mamma er svaka sorry yfir að komast ekkert í aðlögun með mér, en hún er að vinna. Á morgun eru það svo 3 tímar og þá má pabbi skjótast frá, go svo föstudag er ég allann daginn og pabbi sem og ekkert með, en hann verður alltaf innan seilingar. Svo byrjar alvaran á mánudaginn í næstu viku - þá verð ég alveg einn eftir hádegi!
Ég er alltaf jafn duglegur að borða, og labba alltaf meira og meira - Kítara er alltaf jafn góð við mig og við leikum okkur alltaf jafn mikið saman. Henni finnst ég skemmtilegri núna þar sem ég er ekki alveg eins ósjálfbjarga og ég var - núna kann ég sko að taka boltann hennar og kasta honum fyrir hana.
Gaman að vera til !
Ykkar Gabríel Alexander

föstudagur, janúar 20, 2006

Halló allir - afsakið hvað mamma mín er löt að skrifa, en það er búið að vera rosalega mikið að gera hjá henni. Hún er núna farin að vinna á nýjum stað - NetX á Reyðarfirði.
Ég er alltaf jafn hraustur og hress. Stórar fréttir af mér en ég byrja á leikskóla á mánudaginn! Eftir hádegi - hlakka mikið til. Við byrjum sem sagt á mánudaginn, með fundi kl ellefu, sem bæði mamma og pabbi verða á með mér. Síðan hefst aðlögunin sem pabbi minn verður með mér í þar sem mamma er að vinna. Ég er sem sagt að verða svoo stór strákur.
Núna er ég alveg búinn að sleppa mér, er farinn að labba út um allt. Ég er enn fljótari á fjórum, svo þegar ég er að flýta mér þá skelli ég mér niður á þær og bruna áfram, sérstaklega þegar ég ætla mér að komast í pottaskápinn, en það eru hreinar gersemar þar skal ég segja ykkur!
Ég er að fá tönnslu númer 9 í efri góm. Ég borða núna bara hafragraut og lýsi á morgnana og þykir gott!!
Inga Hrund frænka kom í heimsókn fyrstu helgina í janúar og ég var rosalega hrifinn af henni. Þann laugardag komu afi og amma úr Mývó í heimsókn. Ég lék á alls oddi, og spilaði gosa alveg út í gegn! Mér þykir svo gaman að hitta fólk, enda er ég svo tilbúinn til að fara á leikskólann!
Hafið það sem allra allra best
Ykkar Gabríel