mánudagur, ágúst 31, 2009

Réttir og bíó

hæ hæ

Mamma mín er orðin hress aftur.  Hún var veik í síðustu viku. En sem betur fer þá eigum við góða að og Sylvía og Áslaug hjálpuðu mömmu við að sækja mig í skólann og fara með mig í skólann.  Svo sótti Hulda mig í skólann líka og fór með mig á fótboltaæfingu sem var auðvitað mjög gaman – ég var samt heldur þreyttur þegar ég kom af æfingunni – en ég fékk ís hjá Huldu á eftir – voða sæll með þetta allt saman :o)

Svo núna um helgina þá fórum við í sveitina.  Mamma fann smá orku til að keyra uppí sveit á föstudag – en leikskólinn var lokaður vegna starfsdags kennaranna :)

Við mamma áttum rólegan og góðan laugardag, kubbuðum og ég naut þess að hafa mömmu mína hjá mér og útaf fyrir mig :o)

Og í gær komu kindurnar okkar heim.  Fórum í réttir og fundum okkar kindur og drógum þær.  Vorum með fullt af fólki að draga með okkur svo allt gekk vel.  Gaman að hitta alla – en þær komu líka Snjólaug frænka, Sunnefa og Eik.  Svo hjálpuðu Sylvía og Áslaug okkur og svo komu Þórhalla og Hjörtur, amma og afi auðvitað og mamma.  Hjörtur Smári þvílíkt duglegur því hann byrjaði daginn á að fara á móti rollunum í Reykjahlíðarrétt, dró með Lárusi í Baldursheimsrétt og kom svo og dró fyrir afa sinní Reykjahlíðarrétt :o) Og kindurnar okkar vildu brauð :o) Og Móra gamla rataði sjálf heim í réttinni ha ha

Við mamma fórum svo í bíó í gær.  Það fékk ég að launum fyrir að vera svona duglegur í réttinni og duglegur að bíða heima á meðan mamma, afi, Áslaug, Sylvía og Hjörtur ferjuðu kindurnar yfir í Belg eftir réttir og töldu þær.  Varð nefnilega svolítið skúffaður fyrir að fá ekki að fara með. 

En við mamma sáum myndina Upp.  Mér fannst hún ekkert of skemmtileg, skildi hana ílla og varð hálfhræddur líka.  Var kannski líka bara þreyttur, fannst óskaplega gott að koma heim :o)

Mamma er búin að setja réttarmyndir inn á flikkrið okkar:  Reykjahliðarréttir

aslaug_gah_rettir

þriðjudagur, ágúst 18, 2009

Fótbolti, fótbolti og aftur fótbolti…

hæ hæ !

ég fór á fyrstu fótboltaæfinguna mína í gær og það var svo gaman !!! Pabbi sótti mig í skólann og fór með mig á æfingu og ég er enn á bláu skýi af hamingju ! ég fékk að skjóta á markið, ég fékk að vera í markinu og spila með strákunum og hlusta á þjálfarann. Þegar mamma kom og sótti mig þá sá hún hvað við vorum stilltir strákarnir og gengum í halarófu á eftir þjálfaranum út af vellinum og ég er bara með eitt stórt bros!!

Núna vil ég bara fara aftur og aftur og aftur á æfingar, mamma ætlar að heyra í pabba og þau ætla að skipuleggja þetta fyrir mig – svo verður dagskráin aðeins öðruvísi í vetur þá verða 1-2 æfingar í viku :o)

Þetta er magnað!

mánudagur, ágúst 17, 2009

Gamlir félagar

hæ hæ !

við mamma fórum í sveitina á föstudaginn :o) alltaf gott að koma þangað og fá afa og ömmu knús ! Sylvía og Áslaug komu líka í heimsókn þangað og þær klipptu mig :o) ég er núna mega flottur með nýja klippingu !

Svo fengum við mamma heimsókn í sveitina á laugardag.  Rima vinkona mömmu kom og hún á strák sem ég var vanur að leika mér við þegar ég bjó á Fáskrúðsfirði; Hartmann ! við höfðum ekki hist síðan við mamma fluttum frá Fásk.  Hún á líka litla stelpu sem heitir Unna Dís og er skemmtileg stelpa. Hartmann er 5 ára og Unna Dís 2 ára.    Við Hartmann vorum dálítið feimnir við hvorn annan fyrst en svo rann það af okkur og við byrjuðum að leika saman á fullu og náðum vel saman ! Fórum í lónið, og við Hartmann spiluðum fótbolta.  Mamma og Rima töluðu og töluðu – vá hvað þær gátu talað saman – held að þær hafi verið líka fegnar hvað við gátum leikið okkur saman því þá gátu þær talað enn meira ha ha :o) Þau fóru svo aftur eftir kvöldmat.  Langt að keyra til Þórshafnar.  Við mamma erum að plana að kíkja þangað vonandi í september :o)

Á sunnudag fórum við mamma og amma snemma í Lónið.  Áslaug og Sylvía komu og snyrtu til klippinguna mína.  Ég er algjör gaur núna :o) Við mamma ákváðum að fara snemma heim, með smá stoppi þar sem afi var að snúa heyi við Belg.  Og ég fékk að setjast í dráttarvélina og stýra !!! Mamma sá einbeitningarsvipinn skína úr andlitinu á meðan ég vandaði mig við að stýra og afi passaði allt saman.  Þannig núna hef ég fengið að snúa heyi í heyskap :o) ég er svaka ánægður með þetta allt saman !!

Í dag er svo fyrsta fótboltaæfingin mín ! mikið hlakka ég til – ég meira að segja svaf með legghlífarnar mínar :o) Pabbi minn sækir mig kl þrjú í dag og fer með mig á æfingu – Jóhannes ætlar á æfingu líka :o)

gah_hartmann

fimmtudagur, ágúst 13, 2009

afmæli og fótbolti !

hæ hæ!!

vinkona mín Thelma Dögg átti afmæli í gær og hún bauð okkur krökkunum sem höfum fylgst að í gegnum allan skólann í afmæli í gær ! Við mamma fórum og náðum í smá gjöf handa henni og ég var ekkert voða sammála um hvað ætti að kaupa. Ég var ekkert voða spenntur fyrir að kaupa stelpudót. En mamma ákvað að kaupa mig smá og leyfði mér að velja mér bíl á 500 kr sem var rosalega flottur.  Hún rétti mér 500 kr og ég mátti borga sjálfur.  Þegar ég kom á kassann og talaði við konuna (sem hafði hjálpað mömmu að finna hentuga gjöf handa 4 ára stelpu þar sem mamma kann bara að kaupa bíla) þá segir konan mér að ég megi velja mér 2 bíla í viðbót.  Augun mín opnuðust alveg og ég bara starði og hljóp svo og náði fyrst í einn bíl og svo mátti ég ná í annan..!! ég sveif um búðina – ég hafði sko dottið í lukkupottinn, ég var eins og á jólunum með alla pakkana! og það vakti kátínu í búðinni – maðurinn og konan semvoru að vinna við afgreiðsluna fannst ég alveg æðislegur og tóku þátt í þessari gleði minni!  (þau semst skellilhlógu þannig að Gabriel sá ekki til kv mamma)

Og afmælið var frábært .  Mamma Thelmu hafði bakað Hello Kitty köku og bleikar og grænar pönnukökur.  Og svo lékum við okkur krakkarnir á meðan mömmur okkar Jóhannesar, Thelmu og Ólafar Öldu spjölluðu yfir kaffibolla.  Og mamma sagði mömmu Jóhannesar að ég væri að fara að æfa fótbolta.  Og þá vildi Jóhannes sko fá að prófa með mér líka.  Mamma Jóhannesar ætlar að vera samstíga okkur í þessu svo við vinirnir getum verið saman í boltanum:o)

Mamma talaði svo við pabba minn og hann ætlar að fara með mig á æfingu á mánudag.  mamma er að vinna svo hún kemst ekki.  Núna eru sumaræfingar í gangi, 4 daga í viku frá 15:15 – 16:15.  En það þýðir ekki að ég verði að mæta alla dagana.  Svo er frí í september og vetraræfingar byrja í október, þá eru 1-2 æfingar í viku.  þetta er svaka spennandi :o) ætla að vera  svona flottur fótboltastrákur og Hjörtur Smári:

hjortur smari

föstudagur, ágúst 07, 2009

Stór strákur

hæ hæ ! alltaf nóg að gera hjá okkur :o)

um verslunnarmannahelgina fórum við í sveitina.  Hitti þar Sunnevu, Snjólaugu og Eik frænkur mínar og með þeim var frænka Sunnevu frá Þýskalandi.  VIð fórum saman í Lónið og skemmtum okkur vel ! Mamma var eina nótt á Akureyri og ég fékk að vera einn hjá afa og ömmu – í góðu yfirlæti ! Svo þegar mamma kom aftur þá fórum við í Belg og hittum Jenna. Mér finnst alltaf jafn furðulegt að hitta ekki kindurnar mínar þegar ég fer í Belg.  Mikið hlakka ég til að fá þær heim í haust !

Það er ekki svo mikið búið að gerast hjá okkur.  Við mamma kíktum loks á Júlíus vin minn og Freydísi mömmu hans (sem er vinkona mömmu) Ég var búinn að tala um að hitta Júlíus í langan tíma go svo urðum við bara svolítið feimnir þegar við loks hittumst, en það rann fljótt af okkur.  Og í gær fórum við í Kjarnaskóg með þeim. Þar vorum við Júlíus í essinu okkar ! Skítugir uppyfir höfuð, úr drullupollum og að leika okkur inni í skóginum og príla ! Rosa fjör !

Hjörtur Smári kom með mömmu að sækja mig á leikskólann í gær ! Mikið var gaman að hitta hann !   Tókum rúnt með honum á meðan hann beið eftir mömmu sinni.  Alltaf gaman að hitta Hjört !

Ég er svo stór strákur að ég er kominn á Hulduland í skólanum mínum ! það er stórukrakkadeildin.  Og ég er þvílíkt stoltur af því að vera kominn þangað.  Þar er líka tölva !! Við mamma erum búin að koma upp tölvutímum heima hjá okkur.  Ég má vera klukkutíma í tölvunni og það er alveg að virka hjá okkur !

Og svo í morgun ! Þá heyrðum við “BÚÚMMMM” og svo kom eldur og reykur frá bíl á bílastæðinu okkar ! Sem betur fer ekki Súbbinn okkar og hann var aldrei í hættu.  En ég fékk þetta allt beint í æð því þetta var beint fyrir utan eldhúsgluggann okkar !! Og ég sótti brunabílinn minn og sat með stóru bláu augun og fékk að sjá allt í alvöru! brunabílinn með ljós og sírenur, slökkviliðsmenn með grímur að sprauta á eldinn, lögguna stikla fram og til baka og blá ljós um allt .. Ég var dolfallinn… meira að segja borðaði varla morgunmatinn minn í glugganum…

Og svo var ég með beinar lýsingar fyrir mömmu sem var að taka sig til í vinnu, og pakka niður fyrir mig. “mamma húddið brotnaði…” – “ mamma hann er að sprauta..” – “ mamma löggan er að hjálpa….” - “mamma það er mikill reykur…”

Þetta var sko upplifun fyrir svona gutta eins og mig !!

Núna umhelgina er ég hjá pabba mínum í góðu yfirlæti ! eigið góða helgi !!

DSC06620 DSC06633 DSC06634 DSC06629

ps. Elsku amma mín - myndirnar verða stærri ef þú  smellir á þær og svo bakkarðu aftur til baka með örinni uppi til vinstri :o)

þriðjudagur, ágúst 04, 2009

Allir að kjósa Halldóru

Halldóra stóra flotta frænka mín er að læra skóhönnun í London og er að gera virkilega flotta hluti.  Núna þarf hún okkar aðstoð með að kjósa hana áfram í verkefni VivaLaDiva sem gæti komið henni talsvert áfram á braut tækifæranna !

hún er þegar komin í 10 manna úrslit og þarf núna að fá aðstoð okkar.  Endilega smellið á slóðina : http://www.vivaladiva.com/shop/page?pageId=3027&cm_sp=vldfreeformat-_-Cordwainers-_-Halldora

og svo kjósa !!! 

kosningarhlekkurinn er beint fyrir ofan skóinn :o)

VLD_logo